Tíminn - 18.11.1987, Page 7

Tíminn - 18.11.1987, Page 7
Miðvikudagur 18. nóvember 1987 Tíminn 7 Formanna- og sambandsstjórnarfundur Sjómannasambandsins: Sammála núverandi fiskveiðistjórnun Nýverið var haldinn formanna- og sambandsstjórnarfundur Sjómanna- sambands íslands og fór hann fram á Akureyri. Fundurinn gerði nokkr- ar ályktanir, meðal annars um fisk- veiðistjórnun, öryggismál sjómanna og leigu á erlendum kaupskipum. Fundurinn lagði til að við mótun fiskveiðistefnunnar yrði stuðst áfram við núverandi kerfi, með nokkrum athugasemdum. Þær voru helstar að kvótinn ætti áfram að skipast á þau „atvinnutæki, sem ætlað er að sækja aflann", mótmælt er að afli sem fluttur er óunninn á erlendan mark- að skuli skerða aflakvóta um 20% og andstöðu er lýst við sölu á aflakvót- um. Fundurinn lýsti einnig yfir áhyggj- um sínum vegna þróunar í íslenskri kaupskipaútgerð og mótmælir harð- lega „takmarkalausum leigutökum íslenskra kaupskipaútgerða á erl- endum kaupskipum sem mönnuð eru erlendum sjómönnum“ eins og segir í ályktun fundarins. Ennfremur sagði að þessi þróun hafi leitt til fækkunar íslenskra kaupskipa, sem aftur leiddi til verulegrar fækkunar í íslenskri farmannastétt. „Formanna- og sambandsstjórn- arfundur SSÍ... lýsir áhyggjum sín- um af aukinni slysatíðni sem orðið hefur meðal sjómanna undanfarin ár. Á s.l. 20 árum hefur slysum á sjó fjölgað verulega. Árið 1966 slösuð- ust 286 sjómenn við störf sín, en árið 1986 slösuðust 503 sjómenn. Þessi aukning slysa á sér stað á sama tíma og veruleg fækkun hefur orðið í íslenskri sjómannastétt" segir í ályktun fundarins um öryggismál. Vill fundurinn aukna fræðslu sjó- mönnum til handa og skorar á fjár- veitinganefnd Alþingis að beita sér fyrir því að verulegu fjármagni verði veitt á næsta ári til öryggisfræðslu sjómanna. Ennfremur er fullum stuðningi lýst við ályktun öryggis- málaráðstefnu sjómanna, sem hald- in var í september síðastliðnum um kaup á fullkominni björgunarþyrlu. - SÓL Félag smábátaeigenda á Norðurlandi: Mótmæla aðför að lífskjörum Smábátaeigendur á Norðurlandi héldu fund í Hótel KEA í vikunni til að ræða tillögur um kvóta á smábáta. Fundurinn samþykkti ályktun, þar sem segir meðal ann- ars að tillögur sjávarútvegsráðu- neytisins séu „háskaleg aðför að lífskjörum smábátaeigenda og at- vinnulífi víða á landsbyggðinni" og heitir fundurinn á þingmenn þjóð- arinnar, sveitasstjórnarmenn, fél- agasamtök og almenning að „taka höndum saman og verja lands- byggðina þeim alvarlegu áföllum af atvinnuleysi og byggðaröskun sem augljóslega dynja yfir ef 9. grein frumvarpsins verður að lögum. Sveitarstjórn Raufarhafnar- hrepps sendi sjávarútvegsráð- herra, þingmönnum Norðurlands- kjördæmis eystra, LÍÚ og smá- bátaeigendum bréf nýverið þar sem hugmyndum sjávarútvegs- ráðuneytisins um kvóta á smábáta er harðlega mótmælt, en má Ijóst vera „að þær ntunu koma mjög illa niður á landsbyggðinni og ef af verður rnun mikil eignaupptaka eiga sér stað hjá stórum hóp manna“ segir í bókun sveitar- stjórnarinnar. Bæjarstjórn ísafjarðar sam- þykkti svo ályktun á fundi sínum um kvóta á úthafsrækjuveiði. Skor- ar bæjarstjórnin á Alþingi að tryggja hagsmuni rækjuverksmiðj- anna við ísafjarðardjúp, ef til þess komi að kvóti verði settur á úthafs- rækjuveiði. Feir hagsmunir verða aðeins tryggöir með nægilegum kvóta. Rækjuvinnslan er stór þátt- ur við ísafjarðardjúp, enda eru elstu og grónustu rækjuverksmiðj- ur landsins þar saman komnar. - SÓL Karólína Lárusdóttir sýnir í London: Landslags- myndir í stöðugri sókn Fró fréltaritara Tímans í Lundúnum, David Keys: Lundúnabúar fengu í vikubyrjun að berja augum málverkasýningu íslenska listamannsins Karólínu Lár- usdóttur, en sýningin, sem saman- stendur af 30 verkum, var opnuð á þriðjudag. Karólína, sem er gift Englendingi, hefur búið á Bretlandi síðastliðin 20 ár og sækir nú enn meira í landslagsmyndir en áður. Nokkrar nýjar myndir af íslensku landslagi munu verða til sýnis á sýningunni, sem stendur til 10. des- ember. Verðin eru margvísleg og allt upp í 1.200 pund. Að minnsta kosti 100 gestir mættu á „kampavínsfrumsýningu" sýning- arinnar. Karólína sýndi síðast í Lundúnum fyrir þremur árum. I Reykjavík selur hún í gegnum Galleri Borg, en sýning hennar í Lundúnum er haldin í Gallery Ten í West End hluta Lundúna. Stúdentaráð HÍ: JAFNAN RÉn TIL MENNTUNAR Stúdentaráð Háskóla íslands telur það vera hlutverk Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, að tryggja jafn- an rétt allra til menntunar. Til þess að sjóðurinn fái sinnt þessu hlutverki sínu, verða námslán að nægja náms- mönnum til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslu- kostnaði. Þetta kemur fram í nýlegri ályktun stúdentaráðs. Þá telur stúdentaráð að í dag séu upphæðir námslána löngu úr takt við þann kostnað sem námsmenn þurfa að mæta meðan á námi stendur. Þetta stafi af því meðal annars að námslán fylgdu ekki verðlagsþróun í níu mánuði á síðasta ári. í ályktuninn fordæmir stúdenta- ráð afgreiðslu meirihluta stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna á tillögu frá fulltrúa námsmanna í stjórn sjóðsins um að gerðar yrðu nauðsynlegar leiðréttingar á upp- hæðum námslána, en tillögunni var vísað frá. Bendir stúdentaráð á að eitt af hlutverkum stjórnar lána- sjóðsins sé að tryggja framkvæmd laganna um sjóðinn og þar með gera honum kleift að sinna hlutverki sínu. Stúdentaráð HÍ skorar á stjórnvöld að viðurkenna nauðsyn Mesta blóðtakan í MORFÍS, ræðukeppni framhaldsskólanna á fslandi, fór fram í lok síðustu viku þegar fyrsta umferð af fjórum fór fram. Keppt er með útsláttarfyrir- komulagi og féllu því átta lið úr keppni strax, en alls tóku sextán skólar þátt að þessu sinni. MORFfS meistararnir frá í fyrra, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, vann sigur á Iðnskólanum í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Fjölbrautaskólann við Ármúla, þess, að námsmönnum sé tryggð örugg afkoma meðan á námi stendur. Að öðrum kosti sé allt tal um jafnrétti til náms hjóm eitt. Menntaskólinn á ísafirði sigraði Menntaskólann á Akureyri, Mennta- skólinn við Sund hafði sigur yfir Menntaskólanum í Kópavogi, Versl- unarskólinn vann Samvinnuskólann á Bifröst, Flensborgarskóli sigraði Menntaskólann á Laugarvatni og loks vann Fjölbrautaskóli Suður- nesja Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. Dregið verður í beinni útvarps- sendingu sem endranær í lok janúar en önnur umferð fer fram í fyrstu viku febrúar á næsta ári. Þj I. umferö MORFÍS: ÁTTA ÚR LEIK Frístandandi eldavél með blásturs- ofni og venjulegum. Gerð EK 2034 Glæsileg vél meö 4 hellum, 1 meö termostati, 3 hraösuðuhellur. Höggvarin emalering. Emaleraðar hliöar. Sjálfhreinsandi ofn, grill, blástur, yfir og undirhiti, geymsluskúffa. íslenskar leiöbeiningar fylgja. Blomberq Verð: kr. 39.950.- kr. 37.950.- stgr. Þvottavél gerð VM 818 Stillanlegur hiti 30-90°. Ullar og gardínuval. Hraöþvottur, vindustopp. Vinding 400-800 snúningar. Stórt op. Mjög góð reynsla. íslenskur leiöarvísir. Blomberq Verð: kr. 29.900.- kr. 28.400.- stgr. Kæliskápur fyrir minni heimili. Gerð KS 145/KS 150 143 lítra kælir. Fæsteinnig með 15 lítra frystihólfi. Mál H85 x B50 x D54. Blomberq Verð: kr. 15.450.- kr. 14.680.- stgr. Frystiskápur fyrir minni heimili. Gerð FS120 113 lítra djúpfrystir. 4 skúffur. Frystir 14 kg. á sólarhr., lítil rafmagnseyösla. Mál H85 x B50 x D54. Blomberq Verð: kr. 25.520.- kr. 24.245.- stgr. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 1S995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.