Tíminn - 18.11.1987, Qupperneq 9

Tíminn - 18.11.1987, Qupperneq 9
Miðvikudagur 18. nóvember 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Sigurgeir Ólafsson: Atlaga að landbún aðarrannsóknum Rannsóknastofnun landbúnað- arins er falið samkvæmt lögum að annast almennar landbúnaðar- rannsóknir. Til þess að slíkar rann- sóknir nýtist landsmönnum í heild, en ekki eingöngu innan tak- markaðs svæðis, þarf að gera til- raunir við mismunandi jarðvegs- og veðurfarsskilyrði. Tilraunir þarf því að gera í ýmsum landshlutum. Við búfjárrannsóknir er nauðsyn- legt að hafa aðstöðu til að gera tilraunir með hópa búfjár, hvort sem um er að ræða kynbætur, fóðrunartilraunir eða aðrar tilraun- ir með búfé. Til þess að ná því markmiði sem henni er ætlað hefur Rannsóknarstofnun landbúnaðarins miðstöð sem staðsett er á Keldna- holti, bútæknideild, sem staðsett er á Hvanneyri og tilraunastöðvar úti á landi. Rannsóknastarfið mið- ast við að þessi aðstaða sé fyrir hendi. Tilraunaaðstaðan úti um landið er lykilatriði í uppbyggingu stofn- unarinnar. Hún gerir henni m.a. kleift að meta ræktunarhæfni ým- issa stofna og afbrigða nytjajurta við mismunandi ræktunarskilyrði og út frá samanburði á harðbýlli og veðursælli stöðum að meta áhrif kólnandi og hlýnandi veðurfars á þessa ræktun. Á Keldnaholti er verið að koma upp aðstöðu til fóðurgerðar og nákvæmnistilrauna með búfé. Þar verður lögð áhersla á fóður úr innlendu hráefni fyrir allar tegund- ir búfjár. Nauðsynlegt er í fram- haldi af slíkum rannsóknum að gera tilraunir með stærri hóp búfjár á tilraunastöð. Tilraunastöðvarnar eru þannig afgerandi hlekkur í þeirri aðstöðu sem Rannsóknastofnun landbún- aðarins hefur til að sinna hlutverki sínu. Rekstur þeirra hefur löngum verið erfiður og nýting á þeim tii rannsókna ekki fullnægjandi vegna ónógrar uppbyggingar. Stjórn stofnunarinnar hefur á undanför- um árum gert tilraun til að auð- velda rekstur stöðvanna með því að taka upp samvinnu við heima- menn um rekstur þeirra. Samtök heimamanna sjá þá um búrekstur- inn en Rala um tilraunastarfið. Slíkt fyrirkomulag er í gildi á Möðruvöllum í Hörgárdal, Skriðu- klaustri í Fljótsdal og á Stóra-Ár- móti í Hraungerðishreppi, en síð- astnefndu stöðina á og rekur Bún- aðarsamband Suðurlands. Of snemmt er þó að segja til um ágæti þessa fyrirkomulags. Tilraunastöðvunum fómað? Samkvæmt tillögum til fjárlaga fyrir árið 1988 virðist eiga að leggja allar tilraunastöðvar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins niður að einni stöð undanskilinni. Ef þetta gengur eftir er ljóst að starfsemi stofnunarinnar mun raskast að mjög Það er verið að byggja upp nýjar búgreinar í ís- lenskum landbúnaði og aðlaga hinar hefðbundnu greinar innanlandsþörf á þeim afurðum sem þær gefa af sér. Á þessum viðkvæmu tímum má ekki brjóta niður rann- sóknir og leiðbeiningar með fálmkenndum pennastrikum. verulegu leyti. Ýmis mikilvæg rann- sóknarverkefni leggjast niður, segja verður upp reyndum starfsmönnum og í raun er grundvellinum kippt undan stofnuninni sem rannsókna- stofnun í landbúnaði. Ákvörðunin um að leggja stöðvarnar niður er tekin í fjármálaráðuneytinu án nokkurs samráðs við landbúnaðar- ráðuneytið eða stjórn Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Á bak við þessa ákvörðun fjármálaráðu- neytisins liggur ekki fyrir neitt fag- legt mat á gildi einstakra tilrauna- stöðva. Það er spurning um stíl... Viðleitni til að draga úr ríkisút- gjöldum er lofsverð. Allan ríkis- rekstur þarf stöðugt að endurmeta og það á ekki að vera sjálfsagður hlutur að fé sé veitt til ákveðinnar starfsemi eingöngu vegna þess að það hefur verið gert árum saman. En það er svo sannarlega ekki sama hvernig að slíku endurmati er staðið. Með fullri virðingu fyrir starfsmönn- um fjármálaráðuneytisins þá verð ég samt að viðurkenna að ég treysti þeim ekki til að ákveða hvernig rannsóknum og leiðbeiningum í landbúnaði skuli háttað í framtíð- inni. Ég vil trúa því að ráðuneytinu hafi gengið það eitt til að óska réttlætingar á útgjöldum til landbún- aðarrannsókna og að hlustað verði á þau rök er fram verða færð. Það er verið að byggja upp nýjar búgreinar f íslenskum landbúnaði og aðlaga hinar hefðbundnu greinar innanlandsþörf á þeim afurðum sem þær gefa af sér. Á þessum viðkvæmu tímum má ekki brjóta niður rann- sóknir og leiðbeiningar með fálm- kenndum pennastrikum. ... eða vönduð vinnubrögð Á fslandi er veitt hlutfallslega minna fé til rannsókna en í ná- grannalöndum okkar. Ég vil því ekki viðurkenna að draga þurfi úr fjárveitingum til rannsókna. Þótt offramleiðsla sé á vissum landbúnað- arafurðum er það mikil skammsýni að álykta að þar með þurfi að draga úr landbúnaðarrannsóknum. Landið, sjórinn og fólkið í landinu eru þær náttúruauðlindir sem gera okkur kleift að lifa í þessu landi í velmegun. Landbúnaðurinn mun áfram gegna þýðingarmiklu hlut- verki. Slysið í Tsjernobyl kenndi okkur að við verðum að geta treyst á innlenda matvælaframleiðslu. Loðdýr og alifiskur eiga eftir að afla okkur mikilla gjaldeyristekna. Með stöðugum rannsóknum og leiðbein- ingum sækjum við fram, aukum hagkvæmni og fjölbreytni í fram- leiðslu. Mikilvægt er að rannsóknir fari á undan eða samhliða uppbygg- ingu nýrra búgreina. Sé það stefna ríkisstjórnarinnar að draga úr fjárveitingum til Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, er það þá ósanngjörn krafa að leitað verði samráðs við stjórn stofnunar- innar og starfsmenn, um hvernig hægt sé að hagræða án þess að mikilvægustu verkefni raskist? Undanfarin ár hefur farið fram tals- verð umræða á stofnuninni um hvernig skerpa megi hana, bæði faglega og rekstrarlega. Menn eru því opnir fyrir breytingum sem gert gætu stofnunina að kraftmeiri rann- sóknastofnun og hagræðingum sem leitt gætu til sparnaðar. Eg treysti því að alþingismenn sjái til þess að starf stofnunarinnar verði ekki skert nema að undangengnu faglegu mati BÓKMENNTIR ||l!ll!Hl!ll!IUIII!!l!!IIIIÍilllll!lll llllll!lll!ll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllll!l!l UÓDRÆN ERÓTIK Nina Björk Árnadóttir: Móðir Kona Meyja, Forlagið, Rv. 1987. Nína Björk Árnadóttir á sér þann feril sem ljóðskáld og leikritahöf- undur að hjá því fer ekki að ein saman útkoma fyrstu skáldsögu hennar veki athygli. Og þess frekar sem hún fer hér út á slóðir sem til þessa hafa óneitanlega verið heldur lítið ræktaðar hér í bókmenntunum, það er að segja erótíkina eða þá grein fagurbókmennta sem snýr að því að fjalla tiltölulega hispurslaust um þá ánægju sem heilbrigðir ein- staklingar geta fengið út úr kynlífi. Til að fyrirbyggja allan misskilning er kannski rétt að taka fram að það er stór munur á erótík og klámi; hið fyrr nefnda snýst um fegurðina í ástarleiknum, meðan hið síðar nefnda afskræmir hann, leggur áherslu á það grófa og Ijóta í honum. Ég tek líka fram strax að í þessu sýnist mér höfundur hér hafa náð að sigla nokkuð farsællega milli skers og báru. Það fer líka ekki á milli mála að meginatriðið í þessari sögu er persónulýsing stúlkunnar Helgu Björnsdóttur. í sögubyrjun er hún sextán ára gömul, á barn í lausaleik og losar sig síðan við fóstur eftir að hafa orðið ófrísk í annað sinn. Hún fer svo suður, árið 1958, og ræður sig í vist í fínu húsi í Reykjavík, hjá þingmanni og konu hans, vinkonu móður sinnar. Þar kynnist hún piltin- um Villa, verður ófrísk í þriðja skipti eftir hann, á það barn og gefur þingmannshjónunum, en síðan kosta þau hana til náms í útlöndum. Nú er það svo að naumast getur hjá því farið að við lestur þessarar sögu rifjist upp fyrri kynni af annarri stúlku að norðan. Hún hét Ugla, réði sig líka í vist hjá þingmanni í Reykjavík, og hét sá Búi Árland, og varð hún raunar einnig barnshafandi í vistinni. Það verður að segjast eins og er að trúlega hefði það farið betur í bók Nínu Bjarkar að nota ekki söguþráð sem svo áberandi minnir á Atómstöð Halldórs Laxness. Hefði kannski ekki þurft meira til en að láta stúlkuna til dæmis vera af Suðurlandi og húsbóndann útgerð- armann. Þó að báðar bækurnar séu góðar, hvor með sínu móti, þá er það nú einu sinni svo að fáir standast Halldóri snúning, og ný og endur- bætt gerð af Atómstöðinni er þetta alls ekki. Hér er með öðrum orðum ekki um að ræða þjóðfélagslegt ádeiluverk, heldur fyrst og fremst sögu sem dregur upp mynd af ungri og viðkvæmri stúlku á mótunar- skeiði. Hún er aukheldur mikil kyn- vera og fljót að verða barnshafandi. Kynhvatir hennar eru sterkar, og ástar sinnar nýtur hún án þess að nokkurt hálfkák sé þar á. Þetta eru meginatriðin í sögunni, en hitt skipt- ir svo út af fyrir sig talsvert minna máli að svo vill til að Villi er afbrotaunglingur, sem og félagi hans, Siggi bróðir Helgu. Þá er raunsæi sögumyndarinnar ekki heldur sérlega vel styrkt með því að láta þingmannshjónin hvort um sig vakna til sinnar eigin kynferð- islegu vitundar fyrir tilverknað Helgu, líkt og hér gerist. Þó að það verði svo til að bæta heldur brösótt hjónaband þeirra, þá veldur þetta atriði því að sagan fær á sig nokkurn svip af ævintýrum fyrir vikið, og á ég þar við verk sem byrja á karli og kerlingu í koti en kóngi og drottn- ingu í höll og enda svo vel og allir þekkja. Aftur á móti er hlutur tveggja gamalla kvenna, þeirra Sínu og Settu, verulega sterkur í bókinni. Þessar tvær systur í kjallaranum hjá þingmanninum verða Helgu raunar sá bjargvættur sem dugir þegar á reynir, og ekki fer á milli mála að þar er íslenska þjóðarseiglan komin bráðlifandi upp í fangið á okkur. Lýsingar þeirra eru einfaldar en svipsterkar, og sem andstæður við frúna í húsinu ná þær að skerpa mynd sína verulega í sögunni. En sterkasta formseinkenni allrar bókarinnar er hins vegar án efa sú ljóðræna hennar sem hér má segja að sé allsráðandi. Sá er helsti munur- inn á ljóðum og breiðum bóksögum að ljóðin eru oftar fíngerð og fjalla frekar um innhverfar tilfinningar fólks. Bóksagan er hins vegar form sem betur á við flóknar mannlýsing- ar og margþætta atburðarás. Sannleikurinn er sá að í lýsingu Helgu hér sé ég marga eiginleika góðra ljóða. Hún er ungog brothætt, og manni óar næstum því tilhugsunin um hvað hefði getað gerst ef hún hefði ekki náð að komast þarna undir verndarvæng góðra manna. En hún er líka heilbrigð og sterk, jafnt í veraldlegum viðhorfum sínum sem hinni óbeisluðu kynhvöt sem beinlínis virðist geisla út frá henni. Nína Björk Ámadóttir. Ekki skal ég kveða upp úr um það hvort stúlkur eins og Helga eru fjölmennar hér á götunum, með öðrum orðum hvort lýsing hennar sé raunsæ eða ekki. í heildina virðist mér Helga vera öllu meira af ætt einhverrar draumkenndrar ímyndar eða hugsjónar en beinlínis af holdi og blóði. En í þessu atriði má þó virðast að ljóðrænan í lýsingu hennar felist. Og það vekur svo spurninguna um það hvort þessi ljóðræna veiki bók- ina eða styrki. Þar hygg ég að hvortveggja eigi við að vissu marki. Veikleikinn felst vísast helst í því að söguþráður og allur heimur sögunn- ar er nokkuð draumkenndur og samræmið við veruleikann úti í borg- arlífinu í Reykjavík laust fyrir 1960 ekki eins öflugt og ella. Þar fer raunar ekki á milli mála að höfundur hefði getað bætt bókina með meiri yfirlegu og umhugsun, því að sann- ast sagna er að hún ber það nokkuð með sér að vera skrifuð í innblæstri ogekki nægilega fáguð í verkslokin. Styrkleikinn af völdum Ijóðræn- unnar kemur hins vegar fram í því að þessi aðferð til að nálgast lýsingu aðalsögupersónunnar veitir höfundi óneitanlega visst aukalegt svigrúm til að takast á við innri tilfinningar Helgu Björnsdóttur, bera þær á borð og kannski afhjúpa þær fyrir lesendum. í þeim leik eru handbrögð ljóðskálds hér á ferðinni, miklu fremur en skáldsagnahöfundar. Og inn í þennan ljóðræna ramma eru svo felldar hinar erótísku lýsing- ar sem sýnast vera megintilgangur- inn í sögunni. Allur kjarninn í þeim er vissulega tilfinningalegs eðlis, og þar með vel til þess fallinn að fjalla um hann í Ijóðrænu formi. 1 heildina verður því ekki annað sagt en að höfundur hafi hér náð að búa þessum lýsingum býsna rökréttan ramma, og vel til þess fallinn að koma þeim skipulega til skila. Én eigi að síður skal ég engu um það spá hvort hér er komin fram ein af metsölubókunum núna fyrir jólin. Oft er sagt að við mörlandar séum kaldlyndir, og má það til dæmis vera ein skýringin á því að erótískar lýsingar hafa ekki blómstrað í skáld- skap okkar með sama hætti og hjá ýmsum suðlægari þjóðum. Reynslan verður sem sagt að skera úr um það hvort þetta fellur í kramið hjá ís- lenskum lesendum. En hitt fer ekki á milli mála að Nína Björk Árnadóttir hefur hér sýnt af sér bæði kjark og frumkvæði til þess að brjóta ísinn fyrir nýjan efnisþátt í bókmenntum okkar. Og hvað sem öðru líður eru þess háttar kjarkur og frumkvæði einmitt þeir eiginleikar skálda sem á hverjum tíma þoka bókmenntunum áfram. Fyrir það á hún hrós skiiið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.