Tíminn - 18.11.1987, Side 11

Tíminn - 18.11.1987, Side 11
10 Tíminn Miðvikudagur 18. nóvember 1987 Miðvikudagur 18. nóvember 1987 ÍÞRÓTTIR LEIKVIKA13 Leikir 21. nóvember 1987 Tíminn -Q 2 > Q > *o o !5T Dagur RÚV. Bylgjan C\l *o O 55 Stjarnan 1. Arsenal - Southampton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2. Charlton-Coventry 2 X 2 2 X 1 2 X X 3. Luton-Tottenham 1 2 1 1 2 1 1 1 2 4. Oxford-Watford X 1 1 1 1 1 1 1 2 5. Portsmouth - Everton 2 2 2 2 2 2 2 2 2 6. Q.P.R.-Newcastle 1 1 1 1 1 1 1 1 1 7. West Ham - Nott’m Forest 2 2 2 2 X 2 2 X X 8. Wimbledon-Man. United X X 2 2 1 X 1 2 2 9. Blackburn-Crystal Palace X 1 X X X 1 1 X X 10. Leicester-Bradford X 1 2 2 2 X 2 1 1 11. Man. City-Birmingham 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12. Plymouth - Middlesbro 2 1 X 1 X 2 X 1 2 Staðan: 57 66 73 65 67 63 69 63 70 Handknattleikur - kvennalandsliö: Attatíu lands- leikir áætlaðir á fjórum árum íslenska kvennalandsliðið í hand- tímabili og munu þær leika um 80 knattleik verður á næstu fimm árum landsleiki á þessum tíma. Þá ætlar byggt upp af ungum stúlkum sem HSÍ að styrkja þátttöku íslands- munu æfa og keppa saman á þessu meistarakvennaíEvrópukeppninni. Getraunahaninn Arsenal-Southampton........1 Lið Arsenal virðist í ótrúlcgu formi þessa dagana og hefur unn- ið 10 leiki í röð í deildinni. Einn, ekki spuming. Charlton-Coventry ...........2 Hér er það gamla og góða happa og glappa-aðferðin sem gildir, botnlið Charlton hefur gengið illa upp á síðkastið og Coventry litlu betur. Luton-Tottenham .......... 1 Tottenham náði ekki nema jafn- tefii við 10 leikmenn QPR um síðustu helgi svo þeir hafa ekkert að gera í Luton á teppinu. Oxford-Watford ........... X Ja, nú syrtir í álinn. Það hvíslaði því að mér lítill fugl að þetta endaði með markalausu jafntefli. Portsmouth-Everton........ 2 Þetta er nú svo augljóst að það hlýtur eiginleg að klikka! Annars er mér hulin ráðgáta hvað ætti að koma í veg fyrir sigur Everton. QPR-Newcastle .............1 Fyrst þeir þurftu ekki einusinni allir að klára leikinn gegn Totten- ham þá verður Newcastle engin fyrirstaða. Nú svo er getraun- ahaninn „QPR- fan“. Pottþéttur heimasigur. West Ham-Nott‘m Forest ... 2 Leikmenn West Ham hafa verið seigir að ná í jafntefli heima en Forest er á það góðri ferð að þeir hljóta að vinna. Wimbledon-Man. United .... X Þetta verður jafntefli og ekki orð um það meir. Blackbum-Crystal Palace .. X Æ-i, skelflng getur þessi önnur deild kvalið mig. Teningurin segir X. Leicester-Bradford.........X Bradford nær ekki nema jafn- tcfli, það eykur spennuna á toppnum. Man.City-Birmingham........1 City er aftur á heimavelli og þó Birmingham sé ofar í töflunni dugir það skammt. Plymouth-Middlesbro........2 Plymouth eru sterkir heima en ekki nógu sterkir og Middlesbro kemst nær toppsætinu. Áætlað er að gera mikið átak í kvennalandsliðsmálum og hefur í því sambandi verið ráðinn júgó- slavneskur þjálfari. Þá hefur verið samin fimm ára áætlun sem miðar að uppbyggingu framtíðar landsliðs í kvennaflokki. Er áætlað að byggja liðið upp af stúlkum sem nú eru í þriðja flokki (15-16 ára) og munu þær væntanlega leika um 80 lands- leiki á fjórum árum. Þetta kom fram í máli Jóns Hjalta- líns Magnússonar formanns HSÍ á blaðamannafundi á mánudag. Þá sagði Jón að HSÍ hefði hug á að styrkja þátttöku kvennaliða í Evr- ópukeppninni í handknattleik. Myndi HSÍ þannig borga ferða- kostnað íslandsmeistara kvenna í 2. umferð Evrópuképpni meistaraliða. Hefur sá kostnaður einkum staðið í vegi fyrir þátttöku kvennaliða í keppninni fram til þessa. - HÁ ÍÞRÓTTIR Atli Hilmarsson skorar hér gegn Pólverjum í landsleik árið 1986 en í þeim leik sigruðu íslendingar 22-19. Island-Pólland í kvöld íslenska landsliðið í handknattleik mætir Pólverjum í Laugardalshöll í kvöld og hefst leikurinn kl. 20.30. Á eftir, kl. 22.00, leika 21- árs lið íslands og Portúgalir. Leikur A-lands- Iiðsins er sá fyrsti af flmm á jafn mörgum dögum, aftur verður leikið gegn Pólverjum í Laugardalshöll annað kvöld og síðan haldið norður fyrir heiðar á Fjögurra þjóða mót KEA. Lið íslands og Póllands mættust síðast á Eystrasaltsmótinu í janúar og sigruðu íslend- ingar þá 29-28. Handknattleikur - Supercup: Júgóslavar steinlágu Keppni hófst í gærkvöldi á Super- cup í handknattleik í V-Þýskalandi. Á mótinu keppa þau lið sem orðið hafa heims- eða ólympíumeistarar og er mótið haldið annaðhvert ár. A-Þjóðverjar og Sovétmenn unnu stóra sigra í sínum leikjum gegn Júgóslövum og Rúmenum en úrslitin urðu annars þessi: A-riðUl: Ungverjaland-Svíþjód........... 22-21 V-Þýskaland-Tékkóslóvakía 17-15 V-Þýskaland . 1 100 17-15 2 Ungverjaland . 1 1 0 0 22-21 2 Svíþjóð . 1 0 0 1 21-22 0 Tókkóslóvakia . 1 0 0 1 15-17 0 B-riðill: A-Þýskaland-Júgóslavía 26-17 Sovótrikin-Rúmenía . . . 28-20 A-Þýskaland . 1 1 0 0 26-17 2 Sovétríkin . 1 1 0 0 28-20 2 Rúmenía . 1 0 0 1 20-28 0 Júgóslavía . 1 0 0 1 17-26 0 -HÁ/Reuter íslandsmótið í blaki: Þróttarsigur Þróttarar úr Reykjavík sigruðu Framara 3-2 (15-10, 10-15, 15-8, 13-15, 15-0) í hörkuleik í 1. deild karla á íslandsmótinu í blaki í Voga- skóla í gærkvöldi. Bæði lið léku vel lengst af en í síðustu hrinunni var Frömurum öllum lokið og endaði hún 15-0 á aðeins níu mínútum. Leifur Harðarson var bestur Þróttara en Jón Árnason og Lárent- sínus Ágústsson áttu einnig ágætan leik. Hjá Fram bar mest á þeim Ólafi Árna Traustasyni og Kristjáni Má Unnarssyni en Hilmar Stefánsson, ungur leikmaður, kom á óvart fyrir góðan leik. -HÁ Enski deildabikarinn Leikið var í 4. umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu í gær- kvöldi. Manchester City hélt merki 2. deildar á lofti með því að slá Watford út, 3-0, en annars voru það 1. deildarliðin sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arsenal vann Stoke 3-0 þrátt fyrir að misnota tvær víta- spyrnur en Everton þurfti mun meira að hafa fyrir 2-1 sigri á Oldham. Oldham náði forystunni og það var ekki fyrr en á 55. mín sem Dave Watson jafnaði fyrir Everton. Neil Adams íjjargaði svo andliti ensku meistaranna með marki fjórum mín- útum fyrir leikslok eftir að Andy Gorton hafði lengi vel lokað marki Oldham. Þá sigraði Luton Ipswich 1-0. -HÁ/Reuter Tíminn 11 Glíman stígur á alþjóðavettvang Forsvarsmenn glímuíþróttar- innar hafa unnið hart að því að undanförnu að auka veg þessara merku fangbragða. íþróttin hefur verið kynnt í skólum, nú síðast sunnanlands, og Glímusamband- ið er um þessar mundir að gerast aðili að alþjóðasambandi um þjóðleg fangbrögð. Alþjóðasamband þetta lætur sig keltnesk fangbrögð skipta en þau hafa borist víða og reyndar er skyldleiki með þeim og íslensku glímunni. Helstu keltnesku fangbrögðin eru axlartök, sem eru iðkuð í Skotlandi og Norður-Englandi, bretonsk lausatök og glíma kennd við suðurhéruð Englands, Devon og Cornwall. Skyldleiki þessara fangbragða við íslensku glímuna er nokkur t.d. bendir margt til þess að glíman hafí fyrst verið iðkdð með axlartökum hér á landi. Fyrsti opinberi landsliðshópur glímumanna fer út í vikunni til Glasgow til að keppa í fang- bragðamóti og þá mun Glímu- sambandið formlega gerast aðili að alþjóðasambandinu áður- nefnda. Gh'mumenn okkar keppa í lausatökum. Þeir eru Garðar Vilhjálmsson sem keppir í +100 kg. flokki, Pétur Ingvason sem keppir í 90-100 kg. flokki, Árni Unnsteinsson í 80-90 kg. flokki og Arngeir Friðriksson í 68-74 kg. flokki. Glímumenn hafa að undan- förnu verið að kynna íþróttina í skólum á Suðurlandi og hefur það gengið vonum framar. Farið var í 32 skóla og fengu um þrjú þúsund nemendur nasasjón af þjóðar- íþróttinni. í kjölfar þessa hafa verið teknar upp æflngar á Flúð- um og nú er verið að fara í gang með æfingar í Vestmannaeyjum. Námskeið fyrir leiðbeinendur í glímu verður svo haldið á Selfossi í lok nóvembermánaðar. hb Rjóma/jarðar- berjaskyr minnir á sunnudag í sveitinni. Jógúrt með brómberjum og hindberjum Berjabragðið er betra þegar maður sleppur við bakverkinn af tínslunni. S unn udagsjógúrt með banönum og kókos Pað liggur við að maður drífi sig í sólfötin. Pegarmjólkin ermeð er rrdkið fengið. Dalafrauð Súkkulaðifrauð Jafnvel rödd Svona mál þaif ekki morgunhanans að bíða nammidags. verður að „fagurgali“. Léttur sýrður rjómi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.