Tíminn - 11.12.1987, Qupperneq 3

Tíminn - 11.12.1987, Qupperneq 3
Föstudagur 11. desember 1987 Tíminn 3 Ólafur Þ. Þórðarson um eftirlit með söluskattskerfinu: Núverandi eftirlit fúsk Fjármálaráðherra hefur sagt að bætt skattaeftirlit skili a.m.k 400 m.kr., sem er ekki há upphæð miðað við það að skýrsia skattsvikanefndar gat sér til um að söiuskattssvik í landinu væru um þrír milljarðar króna. Framsóknarmenn hafa lýst áhyggjum yfir að framkvæmd söluskattslaganna sé ekki nægilega trygg og hefur þingflokkur Framsóknarflokksins látið frá sér fara yfirlýsingu um að stuðningur hans við þessar miklu skattkerfisbreytingar sé háður því að framkvæmdin og eftirlit með skattskilum verði tryggt. Tíminn leitaði því álits Olafs Þ. Þórðarsonar (F.Vf.) á þessum málum, en hann hefur lengi krafist virkara eftirlits með söluskattskilum verslana og fjármagnsstreymi innan þeirra. Ólafur sagðist hafa kynnt sér í New York borg. Þar hafa borg- talsvert framkvæmd þessara mála aryfirvöld til að tryggja innheimtu hins tiltölulega lága söluskatts tryggt innheimtumönnum sínum aðgang að innsigluðum strimlum í búðarkössum í verslunum borgar- innar og safnað þeim saman. Jafnframt geti þessir innheimtu- menn birst án fyrirvara í hvaða verslun sem er, athugað hvort þeir peningar sem í kassanum eru eru í samræmi við dagsöluna og þá skiptimynt sem kassinn gefur upp er dagsala hófst. Standist þetta ekki geta þessir innheimtu- menn samstundist lokað verslun- inni á meðan fullnægjandi athug- un fer fram. Ólafur sagðist einnig vilja geta þess í þessu sambandi að þar sem íslendingar flytja inn hlutfallslega mikið af sínum vörum og því allar nauðsynlegar upplýsingar inn á tölvudisk hjá Tollinum þá ættum við að eiga auðveldar með það en aðrar þjóðir að tryggja að sölu- skattur skili sér í ríkiskassann. Enda hefðu þessar tilteknu upp- lýsingar áður verið notaðar til að koma upp um söluskattsvik, Eftirlitslítil innheimta á sölu- skatti er mjög vont forni til að Munu boð út ganga frá Jóni Baldvin Hannibalssyni ? Að skrásetja skuli búðarkassa landsins afla ríkinu tekna, því það hækkar verðlag og þegnarnir inna skatt- heimtuna af hendi en þær skila sér síðan ekki til ríkisins. Ólafur sagðist telja nauðsynlegt hér á landi að skrásetja alla búð- arkassa með ákveðnum númerum til að fyrirbyggja að aðrir kassar séu í notkun en þeir þar sem full- trúar skattyfirvalda hafa aðgang að innsigluðum strimlum. Ef New York borg telur þetta nauðsynlegt fyrirkomulag eftirlits og grundvöll þess að hægt sé að ná söluskatti inn þá hlýtur hverj- um hugsandi manni að vera ljóst hve fráleitt það er að ætla sér að hafa söluskatt upp á 25%, ef • eftirlitið er fúsk eitt og því er nauðsynlegt að fylgjast með fjármagnsstreymi fyrirtækja í því skyni. Þessar skattbreytingar gæfu tækifæri til að koma á virku eftir- liti með söluskattsskilum og að- ferð New York borgar væri þar gott fordæmi sagði þingmaðurinn að lokunt. ÞÆÓ Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, hefur nú ákveðið að láta kanna hvort ekki verði raunhæft með væntanlegri tilkomu nýrra laga um söluskatt, vörugjald og tolla, að skyida smásala til að nota eingöngu löggilta peningakassa, en þeir hafa reyndar mjög víða verið teknir í notkun. Tekur hann þar með undir yfirlýsingar þingflokks Framsóknarflokksins um að tryggja beri eftirlit með innheimtu söluskatts við hið nýja kerfi. Yfirlýsingar framsóknarmanna gengu út á það að stuðningur þeirra við skattkerfisbreytingarnar væri háður því að eftirlit þetta verði tryggt, eins og betur kemur fram „I tengslum við þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði á söluskattslögum, hafa komið fram spurningar um það, hvort ekki ætti að skylda smásölufyrirtæki, t.d. þau sem væru yfir ákveðinni stærð, til þess að nota löggilta búðarkassa, sem á fagmáli heita víst sjóðvélar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, er hann mælti fyrir frumvörpum um söluskatt, vörugjald og tolla. „Raunar er það svo að sam- kvæmt 17. gr. söluskattslaga er ráðherra heimilt að ákveða að í öllum verslunum, sölu eða af- greiðslustöðum, þar sem söluskatt- ur er innheimtur, skuli notaður peningakassi. Þessi mál voru á sínum tíma könnuð rækilega í nefnd sem skipuð var í júní 1980, af þáverandi fjármálaráðherra, til að gera tillögur að bættri innheimtu söluskatts. í skýrslu nefndarinnar sem skilað var í mars 1981 kemur m.a. fram að nefndin taldi þetta í annarri frétt hér á síöunni. bestu trygginguna fyrir réttu upp- giöri söluskatts á staðgreiðslusölu. A þessum tíma treysti nefndin sér þó ekki til að mæla með því að kassanotkun yrði gerð að skyldu, m.a. vegna þess að heildarvelta samkvæmt kassanum, og söluskatt- skyld velta væri ekki sama upphæð. En hvers vegna ekki? Jú, vegna hinna fjölmörgu undanþága frá söluskatti, sér í lagi á matvælum. nefndin gerði hins vegar tillögur um breytingar á lögum og reglu- gerð um söluskatt, sem m.a. gengu út á auknar kröfur um tekjuskrán- ingu. Með þeim breytingum sem hér er lagt til að komi til framkvæmda nú um áramótin, er aðstaða gjör- breytt. Þess vegna hef ég ákveðið að láta kanna það sérstaklega hvort ekki sé rétt að stíga þetta skref til fulls og skylda smásöluaðila til að nota löggilta peningakassa," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjárm- álaráðherra að lokum í ræðu sinni. ÞÆÓ/KB Verða strimlarnir innsiglaðir og kassarnir skráðir? Tímamynd: Gunnar. Sýningar á jólamynd Laugarásbíós hefjast á laugardag: Landflótta rússneskar mýs flýja til Ameríku Á laugardaginn hefjast sýningar á annarri af tveimur jólamyndum Laugarásbíós. Það er bandaríska teiknimyndin „An American Tail“ eða Draumalandið, eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Myndin er gerð af meistara Spiel- berg, en leikstjóri er Don Bluth. Myndin segir frá rússneskri músafjölskyldu, Músavits að nafni, sem á heima í músabyggðum. En það var allt annað en auðvelt að halda lífi í músabyggðum. Engin mús var óhult, því ekki var aðeins erfitt að nálgast mat, heldur voru kettirnir stanslaust á höttunum eft- ir litlum músum. Músavits pabbi fretti þá af landi langt í burtu sem héti Ámeríka og þar væru engir draumalandsins Ameríku. En Am- eríka er ekki alveg jafn frábær og sögur segja... kettir. Pabbi áleit þetta sannkallað draumaland og Músavits fjölskyld- an flýr því Rússland og heldur á vit Misritaða fundargerð byggingarnefndar: Síðbúið sumarfrí olli misskilningi Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar að orðinu „frestað" var bætt inn í fundargerð byggingar- nefndar Reykjavíkurborgar, þegar rætt var um flutning hússins Tjarn- argötu 11 á lóðina númer 12 við Túngötu. Nefndarmennirnir Gunn- ar H. Gunnarsson og Gissur Símon- arson bókuðu fyrirspurn til Gunnars Sigurðssonar byggingarfulltrúa og spurðust fyrir um ástæðuna. Gunnar hefur nú gefið svar við þessari spurningu. „Ég vil taka það strax fram að ég einn ber ábyrgð á því að orðinu „frestað" var bætt við í bókun varð- andi þennan lið fundargerðarinnar og því ekki við aðra að sakast... fulltrúi slökkviliðsstjóra hafði gert athugasemd um að fjarlægð milli húsa stæðist ekki tilskilin ákvæði byggingarreglugerðar og bruna- málareglugerðar. Því þótti mér einsýnt að orðið frestað hefði fallið niður hjá fundar- ritara og lét bæta því inn í fundar- gerðina. I flestum tilfellum hefði ég borið þetta undir nefndarmenn, en þar eð fundargerðin var vélrituð fyrir borg- arstjórn laugardaginn og sunnudag- inn 31. okt. og 1. nóv. sl., en ég var að fara í síðubúið sumarfrí mánudaginn 2. nóv., gafst ekki tími til þess“ segir í svari Gunnars. -SÓL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.