Tíminn - 11.12.1987, Síða 4

Tíminn - 11.12.1987, Síða 4
4 Tíminn Föstudagur 11. desember 1987 TILBOÐSVERÐ FEIIA Sláttuþyrlur og Vélar frá vestur-þýsku FELLA verksmiðjunum hafa verið í notkun á íslandi í nálega 30 ár og enginn þarf að efast um gæðin. FELIIK Sláttuþyrlur V. br. 1.92 m. með knosara. Raunverð kr. 154.000.- Afsláttur kr. 15.000.- Tilboðsverð kr. 139.000.- FELLfk Stjörnumúgavélar V.br. 3.10 m. Raunverð kr. 85.000.- Afsláttur kr. 10.000.- Tilboðsverð kr. 75.000.- Tilboð þetta gildir til áramóta, eða meðan birgðir endast. Mjög hagstæðir greiðslu- skilmálar. Látið ekki happ úr hendi sleppa UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-51252 Ólafur Gu&mundsson, Hrossholtl Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Bú&ardal S. 93-41191 Gu&bjartur Björgvinsson, Svelnsstö&um. Dal. S. 93-41475 Vélsm. Húnv. Blönduósl S. 95-8145 J.R.J. Varmahliö S. 95-6119 Bílav. Pardus Hofsösi S. 95-6380. Bílav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Vikurvagnar. Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Störa Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flú&um S. 99-6769 Vélav. Gu&m. og Lofts l&u S. 99-6840 G/ObUSF Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 I VÖRUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR CALIDA Heildsölubirgöir: igurjónsíon Ijf. Þórsgata 14 - sími 24477 illlllllllllllllllllll BÓKMENNTIR ' . ' : : Sérkennileg jól Stefán Júlíusson: Jólafrí í New York, fimm tengdar sögur, Bókaútgáfan Björk, Rv. 1987. Ekki verður annað sagt en að hér sé á ferðinni heldur óvanaleg bók, jöfnum höndum að því er varðar söguefni og söguhorn. Nánar til tekið gerist hún í New York um jól. Persónur eru fimm háskólastúdent- ar, sem eru saman á námskeiði í háskóla í miðríkjum Bandaríkj- anna, þar sem kennd er ritun skáld- verka. Einn stúdentinn er dönsk stúlka, en hinir eru piltar, einn heimamaður úr háskólabænum, annar Suðurríkjamaður, sá þriðji Frakki og hinn fjórði íslendingur. Þegar líður að jólaleyfi æxlast mál þannig að öll ákveða þau að eyða fríinu í heimsborginni. Prófessor þeirra kemst í málið og setur þeim fyrir að skrifa nú hvert sína smásög- una um það sem á daga þeirra drífi þar um hátíðarnar. Eftir nokkrar vangaveltur ákveða þau að gera þetta. Árangur fimmmenninganna er svo settur fram á íslensku í þessari bók. Það kemur svo í ljós að ekki skortir ævintýrin sem þau lenda í, þótt vitaskuld verði hér að setja fyrirvara um það að um skáldverk er að ræða en ekki raunsæjar lýsingar. Stúlkan lendir þarna til dæmis í klónum á barnsræningja og verður að kúldrast með honum og barninu sem hann hefur rænt niðri í sóðaleg- um kjallara um nokkurn tíma, en sleppur þó ósködduð úr leiknum. Suðurríkjamaðurinn lendir með fjárkúgurum, en kemst líka heill undan. Sögur þeirra tveggja tvinnast Stefán Júlíusson rithöfundur. svo saman er þau hittast að báðum ævintýrunum loknum. Frakkinn, aftur á móti, býr hjá föðurbróður sínum í New York, og hjá honum gerist færra. Helst er að nefna að hann kynnist þar í fyrsta skipti ættingja sínum, syni þessa frænda síns, en að öðru leyti fer tími hans mest í vangaveltur um eigin lífsstöðu, og í lokin leitar hann svo til fslendingsins félaga síns. Heima- maðurinn úr háskólabænum á hins vegar einna ánægjulegasta ævintýrið af þeim félögum; hann kemst í kynni við bráðfallega unga stúlku á uppleið á leikarabrautinni, á með henm eldheitt ástarævintýri og fær auk- heldur loforð um meira seinna. fs- lendingurinn, aftur á móti, upplifir þá dapurlegu reynslu að mágur hans héðan að heiman fyrirfer sér í stuttri ferð til heimsborgarinnar. Það verður því ekki sagt að þarna skorti fjölbreytnina í því sem á daga þessara fimm stúdenta drífur um jólahátíðina. Um bókina er það líka að segja að hún er læsileg og vel skrifuð, frásögnin lifandi og spenna hæfileg. Aftur á móti má vera að hér hefði mátt vinna þetta efni dálítið betur, til dæmis með því að tengja atburðarás ævintýranna meira sam- an innbyrðis en gert er. Það má vera að trúleiki við hinar upphaflegu sögur stúdentanna hafi ráðið því að höfundur hafi veigrað sér við að gera á þeim nokkrar meiri háttar breyt- ingar. En hér má þó líta svo á að um skáldskap sé að ræða, en ekki til dæmis trúverðugar blaðamennsku- frásagnir af raunverulegum atburð- um, og líka er að því að gæta að nöfn höfunda eru ekki nefnd. Og ýmsar leiðir blasa raunar við sé málið skoðað frá þessu sjónar- horni, til dæmis að því er varðar barnsránið, eða þá leikkonuna ungu sem heimamaðurinn úr háskólabæn- um hittir. Ýmislegt úr þeim sögum hefði mátt tengja inn í aðrar og skapa með því móti óvænt tengsl eða sýna einstaka þætti frá nýju sjónar- homi. Bókin er vissulega góð og Iæsileg eins og hún liggur hér fyrir. En með meiri tengingu á milli atriða fer þó ekki á milli mála að hún hefði getað orðið enn markvissara skáldverk. ' -esig Vanmetakennd Erlendur Jónsson: Farseðlar til Ar- gentínu og aðrar sögur, l'safold 1987. Það eru átta sögur í þessari bók, og í stuttu máli sagt er það sameigin- legt einkenni þeirra flestra að þar er fengist við efni sem á einn eða annan hátt tengjast vanmeta- eða minni- máttarkennd. Nánar til tekið eru það karlmenn sem þarna leika alls staðar aðalhlutverkin, ýmist drengir eða fullorðnir menn, og allir eiga þeir í einhvers konar erfiðleikum vegna þess að þeim gengur illa að samsama sig því umhverfi og því fólki sem í kringum þá er. Einna helst er að frávik sé frá þessu í þeirri fyrstu, Sögu úr sveit- inni, þar sem segir frá dreng í sveit og kyndugum gesti sem þangað sækir. í næstu sögu, Sundnámskeið, segir aftur af dreng sem misst hefur föður sinn og sætir harðindum vegna þessa, að því er hann telur. Enn er svipað efni í Lífinu á Breiðósi, þar er fjallað um vandræðapilt í skóla sem að lokum flosnar endanlega upp frá námi og lendir í hálfgerðu reiðu- leysi. í sögunni Horft til æskuslóða er hins vegar lýst fullorðnum manni sem verið hefur allsherjarskotspónn fólks á heimaslóðum sínum í æsku, kemur þangað aftur í heimsókn en hrökklast enn undan. Svipað sögu- horn er enn í Framavonum, nema hvað þar segir frá manni sem finnst gengið fram hjá sér í stöðuveitingu í opinberu fyrirtæki sem hann starfar hjá, segir upp í fússi, en neyðist svo til að leita þangað aftur og sætta sig þar við óbreytta verkamannavinnu eftir að hafa gengið atvinnulaus um hríð. Einna burðamest er þarna hins vegar saga sem heitir Stjórnmála- námskeið. Þar segir frá fertugum piparsveini sem fer að taka þátt í stjórnmálum, en af barnslegri ein- feldni þess sem lítið þekkir til lífsins. Eftir að hafa rekið sig þar á og hrokkið frá refsskap stjórnmálanna má hann þó eiga það að hann sýnir þann manndóm að drífa í því að finna sér konu og gifta sig. f þessari sögu er raunar töluverð gamansemi ríkjandi og umfram það sem er Erlendur Jónsson rithöfundur. endranær í bókinni. Þar næst kemur svo Leyndarmál kennarans, saga um kennara sem tekur sér fyrir hendur að skrifa ævisögu sína eftir að hann hefur látið af embætti. Hann finnur fyrri hugmyndir sínar um ævisöguna vera orðnar út úr takt við samtímann og skrifar sögu sína því í nokkuð djörf- um og opinskáum frásagnarstíl. Það gengur hins vegar svo fram af konu hans að hún eyðileggur fyrir honum handritið, og verður því einnig þessi maður að beygja sig undir aðstæður sem reynast honum ofviða. Lokasaga bókarinnar, Farseðlar til Argentínu, er svo um hjón sem missa tengslin við tvö börn sín, og týnist sonur þeirra f Danmörku en dóttir þeirra giftist til Argentínu. Þar er gefin býsna skilgóð lýsing á því hvemig maðurinn sérstaklega finnur sig ófæran um að mæta þess- um vandamálum, fyrst og fremst vegna kynslóðabilsins sem er á milli hans og barnanna. Að lokum fæst maðurinn þó til þess að leggja upp í hina löngu ferð til að heimsækja dóttur sína, en þegar allt er tilbúið til fararinnar lendir hann í bílslysi og deyr. Uppgjöf hans fyrir aðstæðun- um verður sem sagt algjör. Það er með öðrum orðum dálítið óvanalegt söguefni sem Erlendur Jónsson tekur sér hér fyrir hendur að fást við, sem sagt það hvemig menn þurfa stundum að gefast upp fyrir umhverfinu, eða örlögum sín- um eins og kannski má orða það. Ekki verður þó annað sagt en að honum takist allvel til í þeirri glímu og að hér séu gefnar skilgóðar lýsing- ar á því hvernig slíkt getur gengið fyrir sig. Kannski er það alltaf heldur vafa- samt að vera með einkunnagjöf um einstök skáldverk, en þó hygg ég að saga hans um leyndarmál kennarans standi hér einna mest upp úr. Sögu- persónan þar er mótuð af félagsleg- um viðhorfum, sem gilda ekki lengur hér í þjóðfélaginu. Þegar þessi mað- ur vill svo í fyllstu einlægni laga sig að breyttum viðhorfum stendur kona hans þar í veginum, og við tryggð hennar við hið gamla gildis- matið ræður hann ekki. Með hvomm aðilanum sem menn vilja standa þá fer ekki á milli mála að þessum árekstri er hér vel til skila haldið. esig Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fvrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.