Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 11. desember 1987 Greinargerð fréttamanna Ríkisútvarps vegna umfjöllunar umfréttaflutning fréttastofu Ríkisútvarps um Stefán Jóhann Stefánsson, nóvember ’87 Fréttir fréttastofu útvarps af máli Stefáns Jóhanns Stefánssonar hafa verið til um- ræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Af þeirri umfjöllun mætti ráða að ekki væru öll kurl komin til grafar í því máli. Skýringa fréttastofu hefur ekki verið leitað og er það miður því þetta mál liggur ljóst fyrir. Þar er ekkert að fela. Fréttastofa hefur borið málið til baka og harmað að heimild sem talin var traust skyldi ekki revnast vera<f)að. Tuttugasta nóvember síðastliðinn kom Útvarpsráð saman og samþykkti ályktun þar sem „því er beint til útvarpsstjóra að hann láti hlutlausan aðila kanna með hvaða hætti slíkt getur gerst.“ Skrifleg lýsing fréttastofu lá fyrir áður en fundurinn var haldinn, en hvorki ráðið né útvarps- stjóri báðu fréttastofu um skýringar, eða greinargerð og hafa ekki gert fram á þennan dag. Ráðið ályktaði án þess að leitað væri til fréttastofu eftir upplýsingum. Því er spurt: Hvað vakir fyrir Útvarpsráði? Hvað vill það fá fram í könnun sem það leggur til að verði gerð? Þessi ályktun Útvarpsráðs er upphaf þess að útvarpsstjóri hefur nú vísað málinu til Siðanefndar Blaðamannafélags íslands og hefur nefndin tekið það til umfjöllunar á þeim forsendum að þetta sé kæra. Sjá 6. gr. Siðareglna blaðamanna: „Hver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framan- greindar reglur og á hagsmuna að gæta getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ. Nefndin tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er, að lokinni könnun og gagnasöfnun, þar sem kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu.“ En hver er kærður og fyrir hvað? Útvarpsstjóri hefur einnig farið þess á leit við Félagsvísindastofnun Háskóla Is- lands að hún kanni þetta mál með ályktun Útvarpsráðs til hliðsjónar. f sunnudags- blaði Morgunblaðsins 6. desember síðast- liðinn gat að líta hvað hann telur að sú könnun eigi að leiða í ljós. Þar segir: „... fyrirfram má ætla að hún leiði fyrst og fremst í ljós hvernig atburða- rás og viðbrögð starfsmanna voru í þessum fréttaflutningi og annarri umfjöllun Ríkis- útvarpsins ...“ Af ályktun Útvarpsráðs er ekki hægt að ráða að kanna eigi viðbrögð starfsmanna. Erfitt er að koma auga á hvaða tilgangi þetta ætti að þjóna eða hvernig því yrði við komið. Þá er þeirri spurningu ósvarað hvers vegna útvarpsstjóri kýs að vísa málinu til Félagsvísindastofnunar þegar Siðanefnd hefur tekið málið fyrir. Nú síðast er svo komið á daginn að níu þingmenn hafa óskað eftir ítarlegri skýrslu frá menntamálaráðherra um þetta mál. Ekki hefur komið fram hvað býr að baki þeirri ósk. Málið hefur náð svo langt sem hér má sjá, án þess nokkru sinni að fjallað hafi verið faglega um það og án þess að skýringa Fréttastofu hafi verið leitað. Ástæður fyrir þeim rannsóknum sem óskað hefur verið eftir eða þegar eru hafnar eru óljósar eða ókunnar með öllu. Málsatvik liggja fyrir og verða rakin hér á eftir. Þar er engu að leyna. Fréttastofa hefur gert það sem í hennar valdi stendur til að leiðrétta það sem miður fór. Það var gert ítrekað í fréttatímum og harmað að heim- ildir skyldu bregðast. Hér fer á eftir greinargerð fréttastofu Ríkisútvarpsins (FÚ) vegna frétta um Stefán Jóhann Stefánsson (SJS) sem Norðmaðurinn Dag Tangen var heimild að Reykjavík 10. desember 1987 -í/.c£-c, * ptj-cc<4/ -y-r>Ár/<Zn PhófdtA 7AjM-tc^cutó /X-e-LL-e-ZP-- ^ ,V~“- ' rvy Mánudaginn 9. nóvember 1987 skýrðu blöð í Noregi frá því að Dag Tangen sagnfræðingur hefði undir höndum gögn, áður óbirt skjöl, sem sönnuðu m.a. að Hakon Lie, aðalritari norska Verka- mannaflokksins 1945-1969, hefði haft náið samband við menn í bandarísku leyniþjónustunni OSS (síðar CIA). Þessar upplýsingar vöktu mikla athygli í Noregi og var mikið fjallað um málið í blöðum, útvarpi og sjónvarpi þann dag og næstu daga. í hádegisfréttum norska út- varpsins þennan sama mánudag var rætt við Tangen og þar heyrði fréttaritari FÚ í Noregi hann segja frá því að hann hefði einnig önnur gögn, m.a. um ísland. Erfitt var fyrir fréttaritarann að ná í Tangen en tókst fyrir milli- göngu norsks blaðamanns síðdegis þennan mánudag í síma. Tangen segist hafa komist yfir bréf sem sýni, náið samband bandarísku leyni- þjónustunnar við forsætisráðherra íslands 1947/48 sem heitir Stefansson og bréfið hafi verið sent Truman forseta. Tangen bauð svo fréttarit- ara FÚ að koma daginn eftir, þriðjudag, og sjá þetta skjal og önnur gögn um fsland. Þriðjudag 10. nóvember sýndi Tangen svo fréttaritara FÚ skjöl varðandi fsland en í þeim var ekkert um Stefán Jóhann Stefáns- son. Hann var spurður um það skjal, fyrrnefnt bréf, og fór að leita í skjölum sínum og sagðist svo ekki finna það. Hann væri með mikið af óflokkuðum skjölum. Þetta til- tekna skjal, bréfið um SJS, skipti auðvitað höfuðmáli, og var eftir því gengið. Þar kom að Tangen sagðist ekki vera viss um að vera með það. Hann kynni að hafa sent íslenskum kunningja sínum það og önnur skjöl um Island. Þessi ís- lenski kunningi, sem Tangen nafn- greindi, var erlendis þegar þetta gerðist en vinafólk hans í sama húsi tók að sér að beiðni frétta- stofunnar að fylgjast með póstkass- anum og bærist bréf frá Noregi yrði fengið leyfi í síma til þess að opna það. Það var svo ekki fyrr en föstudaginn 13. nóvember að ljóst þótti að sagan um póstsendinguna stæðist ekki. f millitíðinni hafði fréttaritari DV í Ósló sagt að ekkert væri um SJS í skjali sem Tangen hefði sýnt honum. En fréttaritari DV nefndi skjal, en ekki skjöl, og fréttaritara FÚ hafði verið sagt að skjölin væru þrjú. Tangen hafði í viðtali við frétta- ritara FÚ í Noregi sem birt var í kvöldfréttum 12. nóvember bent á skjal (dokument) sem væri í safni Trumans forseta í Missouri. Haft var samband við fréttaritara FÚ í Bandaríkjunum og honum falið að grennslast fyrir um þetta skjal í Trumansafninu og hugsanlega önnur skjöl sem snertu ísland. Fréttaritarinn hringdi til safnsins og bókavörður þar skoðaði eina skýrslu bandarísku leyniþjónust- unnar CIA frá því í júní 1948 og send hafði verið Truman forseta. Bókavörðurinn tilkynnti frétta- ritaranum svo símleiðis sama dag að í skýrslunni sem væri um 30-40 síður væri minnst á SJS og fleiri forystumenn íslenska en hvergi væri minnst á náið samband bandarísku leyniþjónustunnar við SJS á þessum árum 1947/48. Frétta- ritari FÚ í Bandaríkjunum greindi frá þessari niðurstöðu þegar í frétt- um klukkan 16, 17 og 18 föstudag- inn 13. nóvember og þetta var einnig aðalfrétt fremst bæði í fréttayfirliti og í fréttum klukkan 19. Til þess að eyða öllum efa var fréttaritari FÚ í Bandaríkjunum beðinn um að útvega eintak af skýrslu leyniþjónustunnar í Tru- mansafninu og fékk hann sent ljósrit af þessari tilteknu skýrslu. Hann var þá á leið til íslands í einkaerindum og var beðinn um að koma með skýrsluna og til landsins barst hún miðvikudagsmorgun 18. nóvember. Honum var síðan falið að skoða skýrsluna vandlega og hlusta á alla pistla um málið frá mánudeginum 9. nóvember. Síðan var hringt frá FÚ í Tangen og hann beðinn um yfirlýsingu. Yfirlýsingin kom síðdegis fimmtudaginn 19. nóvember. Hún var birt fremst í kvöldfréttum og jafnframt sagt að fréttaritari FÚ í Noregi héldi fast við það sem hann hefði upphaflega haft eftir Tangen. Þannig stæði staðhæfing á móti staðhæfingu. FÚ harmaði jafnframt að heimild sem hún hefði ekki talið ástæðu til að véfengja hefði reynst ótraust. FÚ hafði þá tvívegis og rækilega borið upphaflegu fréttina til baka. Dag- inn eftir, föstudaginn 20. nóvemb- er var samþykkt útvarpsráðs birt í kvöldfréttum klukkan 19. Mánudaginn 9. nóvember þegar málið byrjaði var fjallað um það á FÚ í samráði við fréttaritara í Noregi hvort heimildin væri traust. Ástæður þess að Tangen var talin traust heimild eru eftirfarandi: 1. Dag Tangen birtir í Noregi áður óbirt skjöl um náið samband norskra forystumanna og banda- rísku leyniþjónustunnar og mesta athygli vekja gögn um samband Hákonar Lies og bandarísku leyni- þjónustunnar OSS. 2. Dag Tangen nefnir að fyrra bragði í viðtali við norska útvarpið að hann hafi komist yfir íslensk skj öl. 3. Dag Tangen segir sama dag við fréttaritara FÚ í Noregi að hann hafi þessi íslensku gögn undir höndum, þ.á m. bréfsemsýni náið samband bandarísku leyniþjónust- unnar við SJS. 4. Dag Tangen hefur varið þremur árum í rannsóknir, m.a. dvalist í Bandaríkjunum, á samskiptum bandarísku ieyniþjónustunnar og norskra forystumanna. 5. Dag Tangen er fræðimaður og fræðimannsheiður hans er í veði fari hann ekki rétt með heimildir. Fréttaritari FÚ í Noregi er menntaður blaðamaður með reynslu og á FÚ er borið til hans fullt traust. • Þannig var heimildin í upphafi talin traust. Hún brást. Þegar það varð ljóst var fréttin borin rækilega til baka og málið harmað. Ég ætla að syngja Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er þessa dagana erlendis á vegum Bókaútgáfunnar Öm og Örlygur og leggur þar síðustu hönd á barnalagaplötu sem kemur á markað í byrjun desember. Platan hefur að geyma sjö þekkt íslensk bamalög og einnig sex ný eftir Magnús sem hann hefur samið við þekktar þulur og barnatexta. Platan nefnist Ég ætla að syngja. Flytjendur auk Magnúsar em Pálmi Gunnarsson, Jón Ólafsson (Bítlavinafélagið) og tíu stúlkur úr kór Verslunarskólans. Hljóðfæraleikarar em Pálmi Gunnarsson á bassa, Jón Ólafsson á hljómborð, Rafn Jónsson á trommur og slagverk, Þorsteinn Magnússon og Amar Sigurbjörnsson á gítar, Helgi Guðmundsson á munnhörpur. Jóhann Helgason aðstoðaði við raddir. Platan var tekin upp í Glaðheimum og hljóðblönduð með stafrænni tækni en unnin að öðm leyti í Bretlandi. Kveðja frá Akureyri eftir Richardt Ryel Richardt Ryel er fæddur á Akureyri 1915, fór ungur að fást við verslunarstörf á Akureyri en síðar í Reykjavík og Danmörku, þarsemhannernúbúsettur.Hér , skráir hann minningar sínar frá Akureyri fram yfir seinni heimsstyrjöld. Frásögn hans er glettin og hlý, og hann lýsir mönnum og atburðum á lifandi hátt. Bókin er í stóm broti, prýdd fjölda mynda frá gömlu Akureyri, sem margar em áður óbirtar og gefa þær bókinni vemlegt gildi. Þessi bók mun ylja mörgum lesandanum um hjartaræturnar. Prentunogbókband: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Urðarbúinn Stína á Ástöðum var orðin 11 ára. Sumarstarf hennar var að sitja yfir ám föður síns fram til dala og hafði hún hvolpinn sinn, Kátínu, með sér. í hjásetunni verður Stína vör við gráan yrðling, sem henni tekst smám saman að hæna að sér, og er lýsing höfundar á samskiptum Stínu og yrðlingsins einkar hugljúf og hefur þegar vakið sterkar tilfinningar þeirra bama sem lesið hafa söguna. Hér er á ferðinni úrvals íslensk bamabók sem óhætt er að mæla með. Myndskreyting: Hans Kristiansen, Hveragerði. Prentunogbókband: Prentverk Odds Bjömssonar hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.