Tíminn - 11.12.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn
Föstudagur 11. desember 1987
Timinn
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar:. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk-
sentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Leitin mikla
Nú um helgina voru kallaðir til ýmsir forystu-
menn Ríkisútvarpsins til að segja skoðanir sínar á
máli Dag Tangen, sem fann upp söguna um Stefán
Jóhann og CIA, en fréttir komu í útvarpi og
Þjóðvilja af því máli nýverið. Skoðanir útvarps-
manna komu fram í Morgunblaðinu á sunnudag,
og er þar helst að heyra að fangaráðið verði að vísa
athugun á fréttaslysinu til Félagsvísindastofnunar
háskólans, en þar situr í fyrirrúmi um fjölmiðlamál
fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, og
að hinu leytinu að vísa málinu til Siðareglunefndar
blaðamannafélagsins. Þó kemur í ljós, að Siða-
reglunefndin er varla bær að fjalla um það vegna
þess að hún getur aðeins tekið fyrir mál meðlima í
félaginu, en fréttastofumenn er ekki lengur allir
með tölu í því.
Það virðist því ætla að ganga heldur böngulega
að koma við lagfæringu, eða kanna ástæðurnar til
þess að byrjað var á ný að ófrægja Stefán Jóhann
með þeim hætti að engar afsakanir finnast. Verði
ekki tekið skörulega á þessu máli og forsendur þess
skýrðar niður í rót, geta slíkar uppákomur alltaf
endurtekið sig og munu gera það, og þá væntanlega
um menn sem gegndu ráðherrastörfum á sama
tíma og Stefán Jóhann, vegna þess að smiðir
hinnar nýju íslandssögu eru víða að verki. Og enn
stendur rangfærslan um Stefán Jóhann óhögguð í
Alþingistíðindum, enda notaði Hjörleifur Gutt-
ormsson tækifærið og byrjaði umræðu um málið
utan dagskrár. Hann hefur ekki enn svo vitað sé
harmað neitt í málflutningi sínum eða tekið orð til
baka af því sem hann sagði.
Áberandi er í svörum fréttamanna Ríkisútvarps-
ins hve litla grein þeir gera sér fyrir eðli fréttarinnar
um Stefán Jóhann. Þeir rugla saman almennum
mistökum í fréttaflutningi, sem öðru hverju eiga
sér stað og leyst er úr með afsökunarbeiðni án
frekari eftirmála, og pólitískri heiftarfrétt, sem rétt
einu sinni átti að nota til ærusviptingar. Einn angi
eftirmála Tangen-fréttarinnar er einmitt pólitískar
forsendur hennar, og hversvegna þær voru teknar
gildar á fréttastofu útvarps. Þessi þáttur málsins
hlýtur að vera hvað þýðingarmestur fyrir ríkis
fréttastofu. Ekki virðist eiga að leita svara við
pólitískum ástæðum fréttabirtingarinnar, nema
Félagsvísindastofnun verði látin um þann þátt.
Hinn pólitíski undirtónn málsins skýrist best
með þeirri staðreynd, að útvarpsfréttin var komin
um leið í Þjóðviljann. Og þar var fréttin ekki birt
með áherslum til að draga í efa samsæri forsætis-
ráðherra. Þvert á móti var hún birt til að undirstrika
hegðun landssvikara. Þannig unnu þau hvort með
öðru fréttastofan og Þjóðviljinn. Fréttatengdur
þáttur í útvarpi á laugardögum nefnist Hér og nú.
Það má kannski nefna til merkis um skyldleika, að
Þjóðviljinn merkir sig á blaðsölustöðum með
orðunum Hér og nú. Nema að skírarinn hafi verið
sá sami.
GARRI
Maðurinn sem missti friðinn
Fólk um alla heimsbyggðina hef-
ur verið að fagna því að tveir mestu
herstjórar heimsins hafa um stund
setið í sama sófa vestur í Washing-
ton og ákveðið að fækka atóm-
sprengjum. Þetta athæfí snertir
einnig íslendinga, sem lengi hafa
blandað sér í málin í kringum
atómsprengjuna, og á stundum
talað þar eins og sá sem valdið
hefur, eða a.m.k. nógu stóra rödd
til að hún heyrðist. Strax eftir að
fyrstu atómsprengjurnar sprungu
yfir höfðum Japana og allar götur
síðan hefur sprengjan verið sér-
stakt viðfangsefni íslcnskra stjóm-
málamanna og menntamanna, og
hún hefur komist í bókmenntimar
eins og þær lýsa sér sem arfleifð
Snorra samkvæmt niðurstöðum
Nóbclsnefndar. Þegar mikið liggur
við út af almennu þrasi um
mannorð borgarastéttarinnar er
gjaraan vitnað í hina bókmennta-
legu atómsprengju, enda má búast
við að slík sprengja sé sannleikan-
um samkvæm jafn mikið og við
höfum látið með þetta voðavopn.
Bein og sprengjur
En af því við eram íslendingar
hefur þótt henta að blanda inn í
mál um atómsprengjuna beinum af
íslensku skáldi, dönskum bakara
og nú síðast varaþingmanni af
Reykjanesi. Það er því engin furða
þótt hér sé talað um atómsprengjur
eins og hvert annað heimilistæki
eða jólagjafatæki á borð við fóta-
nuddtækið fræga Clairol sem nú er
búið að fylia af sandi til þarfa fyrir
heimilisketti. Fækkun herstjóra á
atómsprengjum er góðra gjalda
verð, og ætti að þýða að eitthvað
lengist í vetnisvetur. En þeir hafa
fleira að tala um, sem ekki er Ijóst
að nái fram að ganga. Það er t.d.
verið að drepa böra og gamal-
menni eins og mclrakka á fjöllum
og í gilskomingum austur í Afgan-
istan án þess að það hafí komið við
bókmenntum íslendinga eða því
stóra sjónarspili herstjóra austurs
og vcsturs sem nú fer fram í sófum
í Washington. Þannig hafa skipti
herstjóranna á heiminum i tvö
áhrifasvæði orðið til að bana mörg-
um manni, konu og bami án þess
að við höfum út af fyrir sig getað
gert mikið í málinu annað en jamla
um frið hér norður í hafínu svona
til að fara með fyrir okkur sjálf eins
og faðir vorið. Það er sem sagt
góðra gjalda vert að fækka atóm-
sprengjum. En á meðan herstjórar
austurs og vesturs geta ekki stöðv-
að einföldustu voðaverk eins og að
drepa fólk í Afgangistan ættu þeir
Ólafur Ragnar Grímsson.
að skála hægt i Washington og
biðja guð fyrir sér af öðrum toga
en tilskipuðu trúleysi.
Þeir hafa hlustað
Varaþingmaður af Reykjanesi
hefur um sinn gengið í gegn atóm-
sprengjunni vítt um lönd i hópi
þjóðarleiðtoga, sem halda eins og
Islendingar að með því að tala ráði
þeir einhverju um sprengjuna.
Þessi varaþingmaður hefur hvað
eftir annað hrundið af stað umræð-
um um atómsprengjur á Keflavík-
urflugvelli og í leiðinni látið okkur
vita að vegna þeirra ættum við von
á einni sprengju eða svo í höfuðið.
Aivöruleysi svona talsmáta er svo-
lítið í ætt við atómsprengjustíl
okkar í bókmenntunum, eins og
þær hafa erfst frá Snorra. Alvöru-
laust tal fer að vísu illa við ótta
heimsbyggðarinnar við tortímingu,
en hvað á að gera þegar mælskan
er annars vegar? Varaþingmaður
af Reykjanesi hefur í mörg hora að
líta um þessar mundir, en fæst
okkar mun hafa órað fyrir því að
herstjórar austurs og vesturs með
öll tækniundur veraldar á valdi
sínu skyldu hafa heyrt af ferðalög-
um varaþingmannsins og funda-
höldum hans, ýmist í Nýju Delí,
New York eða Mexicoborg. Öðru
vísi verður fækkun á atómsprengj-
um varla skýrð.
Gömul japönsk skvísa
Það gladdi gömul augu Garra,
þegar hann sá viðurkenningu á
starfi varaþingmannsins í öðrum
löndum birtast á sjónvarpsskján-
um. Hún kom fram í veislu sem
herstjóri austurs hélt menningar-
fólki í Washington á milli þess sem
herstjórar heimsbygðarinnar voru
að tala saman um vopnabúnað
sinn. í þessari veislu birtist kunnug-
legt andlit frá verðlaunaveitingu í
New York þar sem verið var að
setja medalíu á varaþingmann af
Reykjanesi fyrir ferðalög. Þetta
var andlit gamallar japanskrar
skvísu sem nefnist Yoko Ono, og
hlaut frægð sína fyrir að sofa nakin
hjá bítli og láta mynda sig. Þegar
herstjóri austurs býður menning-
arfólki úr öllum Bandaríkjunum til
veislu þá er þessi gamla skvísa þar.
Þetta hlýtur að vera gleðiefni öllum
þeim sem hafa verið að berjast
gegn atómsprengjum á íslandi eins
lengi og menn muna, og blandað í
þá baráttu beinahröngU af íslensku
skáldi, sem annan daginn er grind-
verk úr dönskum bakara, og nú
síðast varaþingmanni af Reykja-
nesi. Hin nýja valdakynslóð kennd
við árið 1968 hlýtur að gleðjast
alveg sérstaklega, enda er Yoko
Ono helsti gúrú þeirrar kynslóðar.
Hún virðist líka vera orðinn gúrú
herstjórans úr austri, sem nú nagar
skjaldarrendur í Afganistan. Og
allt er þetta fólk með friði. MikU
ósköp. En nú þegar farið er að
fækka atómsprengjum líða ekki
einungis íslenskar bókmenntir,
eins og þær hafa erfst frá Snorra
mikinn hnekki. Það er orðið stórt
vafamál hvort varaþingmaður af
Reykjanesi kemst í fleiri ferðalög.
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma
virðist hann hafa misst friðinn.
Garri.
VÍTTOG BREITT
iilllllllllllllllllllllll
iiiiiiiiiiiiiiiii
Vísitala vinsældanna
Vísitala vinsælda er mæld í skoð-
anakönnunum. Þær þykja afskap-
lega áreiðanlegar til að kanna hug
almennings til manna og málefna
líðandi stundar, en eru kannski
miklu fremur skoðanamyndandi en
að þær segi yfirleitt nokkum
skapaðan hlut um „almenningsá-
lit“.
í Tímanum í gær var skýrt frá
niðurstöðum könnunar um skoð-
anakannanir og úrslit kosninga og
kom í ljós að íslendingar eru
miklum mun hverflyndari í pólitík
en þeir hafa hugmynd um sjálfir.
Kjósendur flakka á milli flokka í
kosningum og á milli þess sem þeir
gefa upp í könnunum nokkrum
vikum eða dögum fyrir kosningar
og hvað þeir svo krossa við á
kjördag.
Hverflyndið á vinsældalistunum
flakkar víða. Undanfama daga
berast látlausar fréttir um eindæma
vinsældir aðalritara Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna meðal
Bandaríkjamanna. Þeirra eigin
forseti er farinn að blikna í saman-
burði við kommaleiðtogann.
Útvarp allra landsmanna skýrði
að minnsta kosti einu sinni svo frá
að fleiri Bandaríkjamenn styddu
Gorbatsjov en Reagan forseta.
Þvælt var um þennan stuðning
fram og til baka og var ekki annað
að skilja á fréttinni en að sovéski
leiðtoginn væri kominn í framboð
í Ameríku.
Uppáhöldin
Svo er að skilja á fréttum af
Gorbatsjov. Reagan.
skoðanakönnunum og öðmm vís-
indarannsóknum að sovétæði hafi
gripið um sig í guðs eigin landi og
að vinsældir oddvita stjómarnefnd-
ar Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna séu með ólíkindum.
Vesalings Reagan verður að láta
í minni pokann fyrir Gorby, eins
og Ameríkanar kalla uppáhaldið
sitt.
Ekki er langt um liðið síðan
Ollieæðið reið yfir í USA. Þegar
þingnefnd yfirheyrði Oliver North,
ofursta, um hlutdeild hans að ólög-
legri vopnasölu, peningasmygl og
stuðning við samtök sem báða
deildir þingsins vom búnar að
neita að veita fjárstuðning, vann
hann hug og hjörtu þess almenn-
ingsálits sem skoðanakannanir
mynda.
Þegar Ollie rýmaði aftur í áliti
fór vegur forsetans aftur vaxandi
og átti hann góðu skoðanakann-
anafylgi að fagna um stund.
Á ýmsu gengur vestra vegna
baráttu margra stjórnmálamanna
til að ná útnefningu stóru flokk-
anna til forsetaframboðs. Enginn
hefur enn skarað fram úr í skoð-
North.
Jackson.
anakönnunum, nema helst þeir
sem siðavant almenningsálit er
búið að skáka úr leik. En takist
einhverjum kandidata að ná for-
skoti leikur enginn vafi á að skoð-
anakannanir fleyta honum áfram,
rétt eins og skeði með Carter á
sínum tíma. Þá er ekki spurt um
leiðtogahæfileika, heldur vinsæld-
ir, á hverju sem þær svo kunna að
byggjast?
Allar þessar sífelldu vinsælda-
kannanir sýna í raun ekkert annað
en hvað fólk er fjöllynt í skoðun-
um. Samkvæmt þeirri rannsókn
sem minnst er á hér í upphafi kom
í ljós að mánuði fyrir síðustu
kosningar hugðust 52,3% kjósenda
kjósa annan flokk en þeir gerðu
1983.
Vinsældamælingar í Bandaríkj-
unum sýna að undanfarið sveiflast
vinsældafylgið milli Reagans, Oli-
vers North, Jacksons og Gorbat-
sjovs.
Ekki nema von að þær Raisa og
Nancy sláist á almannafæri í keppni
um vinsældir múgsins, sem stjórn-
að er af fjölmiðlum og skoðana-
könnunum. OÓ