Tíminn - 11.12.1987, Síða 13
Föstudagur 11. desember 1987’
Tíminn 13
UTLOND
Andstaðan í Bandaríkjunumgegn samkomulaginu um eyðingu meðaldrægraog skammdrægari kjarnorkuflauga:
Hægrimenn safna liði
Hægrisinnaðir hópar í Bandaríkj-
unum, sem hjálpuðu Rónald Reagan
að komast í Hvíta húsið árið 1980,
safna nú liði gegn þessum foringja
sínum, eða öllu heldur fyrri foringja
sínum. Ætlun þeirra er að koma í
veg fyrir að samkomulagið um eyð-
ingu meðaldrægra og skammdrægari
kjarnorkuvopna verði að raunveru-
leika í þeirri mynd sem undirritað
var af Reagan og Mikhail Gorbat-
sjov Sovétleiðtoga á þriðjudag.
Samkomulagið er það fyrsta þar
sem heilli tegund kjarnorkuvopna er
eytt. Það verður hins vegar ekki að
veruleika fyrr en tveir þriðju þing-
manna öldungadeildar Bandaríkja-
þings hafa staðfest það.
Hægrisinnuð öfl vonast til að fá
stuðning 34 þingmanna til að fella
samkomulag risaveldanna og þótt
flestir trúi á að samkomulagið kom-
ist í gegnum öldungadeildina óbreytt
skyldi enginn vanmeta styrk hægri-
aflanna í Bandaríkjunum, þeirra
sem líta á Sovétríkin sem „hið illa
heimsveldi".
ÚTLÖND
UMSJÓN:
Heimir
BLAÐAMAÐUR
„Við munum gera allt sem við
getum og ég hef trú á að okkur takist
ætlunarverk okkar“, segir Howard
Phillips formaður öflugra samtaka
er kallast Conservative Caucus eða
fhaldshópurinn. Hægrimennirnir
hyggjast halda uppi áróðursherferð
í gegnum síma, útvarp og sjónvarp
og með bréfaskriftum. Þessi áróð-
ursherferð beinist sérstaklega að
fylkjum öldungadeildarþingmanna
sem ekki hafa enn lýst afdráttarlausri
skoðun sinni á afvopnunarsáttmál-
anum.
Demókratar eru í meirihluta í
öldungadeildinni og þeir styðja af-
vopnunarsamkomulagið. Sumir
þeirra óttast hins vegar að íhald-
ssömustu repúblikanarnir muni
reyna að koma fram með breytinga-
tillögur sem Sovétmenn geti ekki
fallist á t.d. að samkomulagið verði
bundið brottför sovéskra herja frá
Afganistan eða bundið staðfestingu
á öðrum sáttmálum s.s. hinu óstað-
festa Salt-2 samkomulagi.
Reuter/hb
Friedman átelur Thatcher
fyrir vinstrimennsku
Það er ekki oft sem hagfræðingur-
inn Milton Friedman, guðfaðir
þeirra sem vilja frjálsa peninga-
stjórnun og frjálst hagkerfi, sér sig
tilneyddan að skrifa í blað til að
andmæla einum af sínum uppáhalds
stjórnmálamönnum. Þetta gerðist
þó í gær þegar Friedman skrifaði
opið bréf í Lundúnablaðið Financial
Times og gagnrýndi þar Margréti
Thatcher forsætisráðherra
Bretlands.
Friedman sagðist vera ósammála
þeirri skoðun breska forsætisráð-
herrans að Bandaríkjastjórn yrði að
hækka óbeina skatta á neysluvörum
til að draga úr fjárlagahalla ríkisins.
„Sem aðdáandi þinn í langan tíma
og stuðningsmaður leyfi ég mér,
með fullri virðingu, að hafa aðra
Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands: Átalin fyrir vinstrimennsku.
skoðun“, sagði í bréfi Friedmans og hærri skattar, beinir sem óbeinir,
þar stóð ennfremur: „Ég trúi því að séu léleg efnahagsstjórn og jafnvel
verri stjórnarstefna".
Nóbelsverðlaunahafinn frá árinu
1976 sagði að hærri skattar myndu
hafa slæni áhrif á alþjóðlegt efna-
hagslíf þar sem þeir yrðu einungis til
þess þegar til lengri tíma væri litið,
að útgjöld ríkisins yrðu aukin.
Thatcher hvatti Bandaríkjastjórn
til að draga úr fjárlagahallanum,
meðal annars með auknum sköttum,
og fagnaði þegar stjómin og þingið
bandaríska komust að samkomulagi
í síðasta mánuði um að minnka
fjárlagahallann um 76 milljarða dala
á næstu tveimur fjárlagaárum.
Friedman, heiðursprófessor við
Hoover stofnunina í Palo Alto í
Kaliforníu, sagði almenning vera
orðinn hundleiðan á háum sköttum
sem ekki ieystu nein vandamál.
hb/Reuter.
Bretland:
Djöfull í
burknalíki
Hættuleg planta dreifir sér hægt og
bítandi um heiðar Bretlands og er
djöfull þessi í líki burkna. Plantan,
pteridium aguilinum eða amarbur-
kni, er nú dreifð yfir 4.200 fermílur
af bresku landi og ár hvert skýtur
hún rótum á 126 fermílum í viðbót.
Fáir hafa mikið dálæti á burkna og
enn færri gera sér grein fyrir hversu
skæð plantan er. Jim Taylor háskól-
akennari í Aberystwyth í Wales
segir arnarburknann sölsa undir sig
mest allt sólarljósið, vatn og næri-
ngarefni og smám saman gera út af
við aðrar plöntur í nágrenninu.
Burkninn getur einnig gefið frá
sér eitrað efni sem hrekur á brott
hungruð skordýr og stærri dýr sleppa
ekki svo auðveldlega. Taylor segir
að búfénaður sem er á beit þar sem
burkninn vex eigi meira á hættu að
fá krabbamein og gróin af plöntunni
geti einnig aukið hættuna á krabba-
meini í mönnum.
„Þetta er mjög árásargjörn planta
sem gerir allt nema standa upp og
elta fómarlömb sín“, segir Taylor.
Hvað er til bragðs? Jú, hægt er að
eyða óvininum með þar til gerðu
eitri, herbicide asulam. Það er hins
vegar mjög dýr aðferð og vísinda-
menn á Bretlandi hafa nú meiri
áhuga á mölflugutegund einni frá
Suður-Afríku sem finnst arnarbur-
kni hið mesta lostæti. Vilja þeir
endilega koma af stað tilraunum í
þessu sambandi og hafa augastað á
einhverri afskekktri eyju út af Skot-
landsströndum.
Náttúruverndarráð Bretlands hef-
ur hins vegar bannað slíkar tilraunir
og óttast að þær verði ekki til annars
en að ný plága taki við, gráðugar
burknaætur í mölflugulíki.
Newsweek/hb
Bændur!
BÓKIÐ PANTANIR TÍMANLEGA
WILD heydreifikerfi í hlöður.
Kynnið ykkur umsögn notenda!