Tíminn - 11.12.1987, Page 14

Tíminn - 11.12.1987, Page 14
14 Tíminn Föstudagur 11. desember 1987 BÆKUR Nýir eftir- lætisréttir Ást R. Jóhannesdóttir og Einar örn Stefánsson tóku saman Út er komin ný bók hjá Vöku- Helgafelli sem ber titilinn Nýir eftirlætisréttir. f bókinni birtast fimmtíu mataruppskriftir sem fengnar hafa verið frá fimmtíu þjóðkunnum fslendingum. öll hafa þau valið til bókarinnar rétti sem þau hafa sérstakt dálæti á. Fyrir sex árum kom út hjá bókaútgáfunni Vöku bókin Eftirlætisrétturinn minn sem byggð var upp á svipaðan hátt og bókin sem hér birtist. Sú bók naut mikilla vinsælda og er nú löngu uppseld. Því hefur þótt ástæða til að leita aftur fanga meðal þekktra samferðamanna okkar og tína afraksturinn saman. í bókinni ættu flestir að geta fundið mat við sitt hæfi, en auk þess er skemmtilegt að fá að kynnast þessari hlið á fólki sem okkur er kunnugt annars staðar að úr þjóðlífinu: þeirri hlið sem að matarborðinu snýr. Nýir eftirlætisréttir er bók fyrir alla þá sem hafa gaman af að búa til góðan mat, ekki síður en fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast betur samtímamönnum sínum. Spaugsami spörfuglinn Þröstur Sigtryggsson skipherra lýsir lífshlaupi sínu í léttum dúr og skopast bæði að sjálfum sér og samferðamönnum. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður skráði. Þröstur Sigtryggsson skipherra hefur frá mörgu að segja, allt frá grátbroslegum atvikum í landlegum til grafalvarlegra atburða þegar átökin voru sem hörðust um landhelgina. Þröstur er virtur skipherra og tekur starf sitt alvarlega, en hann er jafnframt húmoristi og sögumaður eins og þeir gerast bestir. Hann er einn þeirra fáu manna sem alltaf sjá spaugUegu hliðarnar á tUverunni. Fyndni íslendinga er oft á kostnað annarra en þeirra sem sögurnar segja. Þröstur Sigtryggsson hefur þann sjaldgæfa eiginieika íslensks húmorista að geta einnig gert grín að sjálfum sér. Það gerir hann í þessari minningabók sinni. Hann segir líka drepfyndnar sögur af skemmtUegum samferðamönnum sínum tU sjós og lands. Þessi bók er ekki ævisaga í venjulegri merkingu, hún er fyrst og fremst frásögn af því sem Þresti hefur þótt merkilegast og skemmtUegast um ævina. Það á margur eftir að lesa með athygli frásagnir skipherrans af alvarlegum stundum í landhelgisgæslunni. Það eiga lika margir eftir að skeUa uppúr við lestur bókarinnar þegar Þröstur segir frá þvi spaugilega af honum sjálfum og samferðamönnum sínum. Á bókarkápu segir að snemma á sjómannsferli sínum hafi Þröstur fengið gælunafnið Spörri, dregið af spörfugl, og að nafn bókarinnar sé ekki nein tUvUjun. Þrautgóðir á raunastund 18. bindi Björgunar- og sjóslysasögu íslands eftir Steinar J. Lúðvíksson Út er komið hjá Erni og örlygi 18. bindi bókaflokksins ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND eftirSteinar J. Lúðvíksson. Bókin er helguð minningu Þórðar Jónssonar á Látrum og öllum þeim sem tóku þátt i björgunarafrekinu við Látrabjarg í desember 1947, en um þessar mundir eru 40 ár liðin frá þeim atburði. í hinni nýju bók er fjaUað um atburði áranna 1969, 1970 og 1971, en áður hafa atburðir frá aldamótum og fram tU ársins 1969 verið raktir auk þess sem ein bókin í flokknum, er Loftur heitinn Guðmundsson ritaði, fjallaði um brautryðjendur slysavarnastarfsins á Islandi. Gekk ég yfir sjó og land eftir Kristján Róbertsson Hér segir frá þeim miklu umbrotum sem áttu sér stað í lífi fólks í Vestmannaeyjum á síðari hluta 19. aldar, þegar íslenskir mormónatrúboðar birtust þar og fóru að boða nýtt fagnaðarerindi. Furðu margir létu skírast og fluttust vestur um haf tU hins fyrirheitna lands. Hér er sagt frá ferðum þessa fólks og ótrúlegri þrautsegju við að komast tU „himnaríkis á jörðu", hvemig því farnaðist og hvers vegna sumir fluttust vonsviknir aftur heim tU Islands. Þetta er bæði furðuleg og fróðleg saga, sem margir munu áreiðanlega hafa gaman af að kynna sér. Prentun og bókband: Prentverk Odds Björnssonar hf. HANNES PETURSSON MISSKIPT ER MANNA LÁNI r trr» *tf r\ a «. rvr'rttt « » » Misskipt er manna láni III eftir Hannes Pétursson Iðunn hefur gefið út bókina Misskipt er manna láni III, en með henni lýkur þriggja binda safni heimUdaþátta Hannesar Péturssonar skálds, Misskipt er manna láni. Efni sækir höfundur hér tU Skagafjarðar eins og löngum fyrr. í kynningu útgefanda á efni verksinssegirsvo: „íbókinniem þrir langir þættir. í hinum fyrsta segir af Gottskálk Gottskálkssyni sem nefndi sig Blander og uppi var í byrjun nítjándu aldar. Hann átti ævintýralegan lífsferU, var langdvölum erlendis í herþjónustu og barðist í tveimur orustum gegn Napóleon, en var fluttur sjúkur og vegalaus á kostnað yfirvalda heim tU æskustöðva þar sem hann átti eftir að verða vel bjargálna bóndi. - Annar þáttur rekur sögu Jóhannesar P. Péturssonar á Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi, hreppstjóra þar undir lok síðustu aldar og fram á þessa. Hann var auðsæll héraðshöfðingi í gömlum stU, hófst úr fátækt tU þess að verða stólpi sveitar sinnar. Loks segir frá Skúla Bergþórssyni á Meyjarlandi á Reykjaströnd, einu síðasta rímnaskáldi sem hélt órofa tryggð við það kveðskaparform. Rímur hans geymdust einkum í dyngju handrita, en fósturdóttir hans eignaðist son sem barn að aldri barst til Vesturheims og hvarf ættmennum sínum hér heima, en lést vestra í hárri eUi, stórauðugur hóteleigandi. Þannig Uggja á ýmsa vegu örlagaþræðir kynslóðanna". - í þáttum Hannesar Péturssonar stiga fram úr rökkri tímans karlar og konur fyrri kynslóða. Þetta fólk verður lesandanum oft engu síður minnUegt en samferðamennirnir hér og nú. íslenskir athaf namenn I - þeir settu svip á öldina Iðunn hefur gefið út bókina Þeir settu svip á öldina: íslenskir athafnamenn I. En áður hefur komið út í sama flokki rit um íslenska stjórnmálamenn, sem hlaut mjög góðar viðtökur lesenda jafnt sem gagnrýnenda. Hér er haldið áfram þar sem frá var horfið og hafið að segja frá íslenskum athafnamönnum. í þessu fyrsta bindi eru þættir um nítján mikUvirta athafnamenn á þessari öld. Þeir létu tU sin taka á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Sumir brutu sér leið úr fátækt. Aðrir voru bornir tU auðs og metorða. En allir skUdu þeir eftir sig merk spor í sögu heilla byggðarlaga og þjóðarinnar allrar. Nöfn sumra þessara manna eru enn alþekkt. önnur láta ekki eins kunnuglega í eyrum. Þó eiga þeir allir skilið að verkum þeirra sé haldið á lofti og þau ekki látin falla í gleymsku. Slíkt var framlag þeirra tU mótunar íslensks nútímaþjóðfélags. Hverjir voru þessir menn? Hvað var það sem greindi þá frá fjöldanum og gerði þá að umsvifamiklum athafnamönnum, framvörðum nýrra tíma tU sjávar og sveita? - Hér er sagt frá íslenskum athafnamönnum, lifi þeirra og starfi, orðum þeirra og verkum og þeim áhrifum sem þeir höfðu á samtíð sína. íslensk atvinnusaga verður ekki skrifuð nema þessara manna sé getið. Þeir settu svip á öldina: íslenskir athafnamenn er ómetanlegt framlag tU þeirrar sögu. GUs Guðmundsson ritstýrði verkinu. Stórbók fyrir smáfólk Mál og menning hefur gefið út bókina Sögur og ævintýri sem er stórbók með verkum Astrid Lindgren. Bókin er gefin út í tUefni' áttræðisafmælis höfundarins en er jafnframt ein af afmælisbókum Máls og menningar á fimmtíu ára afmæh bókmenntafélagsins. 1 þessari stórbók eru bæði nýjar þýðingar og endurprentaðar úrvalsþýðingar. Hér birtast í heUd sögurnar Þegar ída litla ætlaði að gera skammarstrik. Tu tu tu, Bróðir minn Ljónshjarta, Emil í Kattholti og Madditt og leikþátturinn Aðalatriðið er að vera hress. Einnig eru kaflar úr Á Saltkráku, Leynilögreglumaðurinn Karl Blómkvist, Elsku Míó minn og Ronja ræningjadóttir. Bókin er þannig upp byggð að hún byrjar á efni handa yngstu bömunum en smáþyngist þegar á líður. Þetta er því bók sem fylgir bömum - eldist með þeim - alveg fram á fuUorðinsár. Ný útgáfa frá Vöku-Helgafelli Vandratað í veröldinni eftir Franziscu Gunnarsdóttur Út er komin hjá Vöku-Helgafelli fyrsta bók Franziscu Gunnarsdóttur, Vandratað í veröldinni. í bókinni segir Franzisca á eftirminnilegan hátt frá dvöl sinni á Skriðuklaustri í Fljótsdal í Múlasýslu hjá afa sínum, rithöfundinum Gunnari Gunnarssyni, og ömmu sinni Franziscu. Bókin er fyrst og fremst saga af uppvexti ungrar stúlku og höfundurinn varpar ljósi á ýmsa þætti sem tengjast hugmyndaheimi bamsins og þroskaferli á viðkvæmu mótunarskeiði. í bókinni eru einnig skemmtilegir kaflar um skáldið Gunnar Gunnarsson og fá lesendur að kynnast honum í nýju ljósi. Börn taka eftir ýmsu í fari manna sem fullorðnum er hulið og Franziscu tekst einkar vel að endurheimta hið barnslega sjónarhorn og gildismat ungu telpunnar í frásögnum af afa sínum og öðm fjölskyldufólki. Lifandi stíll og skopskyn gera frásögnina hrífandi og eftirminnilega. Elías kemur heim - eftir Auði Haralds IÐUNN hefur gefið út nýja bók um hinn góðkunna Elías eftir Auði Haralds og nefnist þessi nýja saga: Elías kemur heim. Þetta er fimmta bókin um hina sívinsælu söguhetju sem skemmt hefur íslenskum lesendum með ótrúlegum uppátækjum og einlægni sinni. Hver bók segir sjálfstæða sögu og hér fylgjumst við með Elíasi og fjölskyldu hans þegar þau eru flutt heim til íslands aftur. Eins og segir í bókarkynningu: „Þaðhefðiáttað verða mjög friðsamlegt, því Magga móðursystir mömmu varð eftir í útlöndum. En það er enginn friður. Pabbi Eliasar sér fyrir því...

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.