Tíminn - 16.12.1987, Page 3

Tíminn - 16.12.1987, Page 3
Tíminn 3 Sr. Jakob Jónsson: Prestsiól Það hefir verið ritað um margskonar jól, t.d. jól barna eða gamalmenna, sjómanna, útlendingao.s.frv. Miglangartil að segja ofurlítið frá prestsjólum. Þó er það engin heildarmynd, því að stundum er víðar við komið, t.d. við skírnir í heimahúsum. Tunglið skín hátt á himni. Sólar er ekki að vænta fyrr en eftir heilan mánuð. Jólamessa náttúrunnar er þegar hafin. Fjöllin hafa skrýðst hvítu rykkilíni og kliðurinn frá læknum rennur saman við nið sjávarins í fagurt jólalag. Þó er enn ekki „orðið heilagt". Presturinn gengur hröðum skrefum áleiðis til sjúkrahússins. Hann langar til að heilsa upp á þá, sem þar dvelja. Þeir, sem eru á fótum, hafa safnast saman. Jólasálmar eru sungnir, presturinn Ies jólaguðspjallið, flytur stutta ræðu og lítur inn í fáeinar sjúkrastofur. í einu herberginu liggur ung stúlka um tvítugt. Hún er nú að lifa sín síðustu jól á þessari jörð. Á borði við rúmið hennar er stjaki með logandi ljósi. Það á að bera henni birtu, uns annað skærara tekur við. Stúlkan er náhvít, og hvítar hendur liggja ofan á hvítri sænginni. Röddin er lág, en hugsunin skýr. Hún veit að umskiptin eru að nálgast, en hún kvíðir engu. í hljóði þakkar presturinn góðum Guði fyrir það, að hann hefir annan boðskap að flytja en harmatölur yfir dauðanum. Og eins og ósjálfrátt spyr hann sjálfan sig: Skyldi hún ekki verða glöð, þegar hún fær að sjá jólin hinum megin frá -eins og englarnir sáu þau yfir Betlehem. Þau biðja - og þakka - saman, - og presturinn er léttur í spori. Skömmu síðar stendur hann fyrir altarinu. Kirkjan er full út úr dyrum. Hann flettir upp í Biblíunni, öðrum kapítuia Lúkasarguðspjalls. Það fylgir því sérstök skynjun að horfa frá altarinu út yfir söfnuðinn. Hugir mætast, veruleikinn er óháður því, sem augun, eyrun og snerting ein fá numið. Hér er gleðin ekki ærslafull, hávaðasöm, heldur samhljóma, mild og björt sem bros stjörnunnar, sem skín inn um fjárhúsglugga. Presturinn og kona hans setjast aðjólaborði. Heimiliðer ekki stórt - ekki ennþá, - en í stofuhorninu er lítið rúm. Við fótagaflinn hafa hjónin sett lítið jólatré. Barnsaugun tindra, er þau horfa á ljómann. - Þegar sest er að borðum, draga hjónin rúmið alveg að borðinu og ræða um það sín á milli, hvað það verði gaman, þegar Iitla stúlkan geti setið í stól við jólaborðið. Sú stund átti eftir að renna upp. Stólunum fjölgaði og fækkaði aftur. Daginn eftir hringdi síminn. Unga stúlkan á sjúkrahúsinu hafði kvatt um nóttina. Nú var presturinn beðinn að fara til móður hennar og segja henni látið. Gamla konan lá rúmföst. Hún tók fregninni stillilega. Hafði sjálfsagt vitað, hvað að fór. Hér er enginn ótti, heldur yfirveguð skynsemi. Það myndi heldur ekki verða langt þangað til hún sæi barnið sitt aftur. Glugginn er opinn og nú berst klukknahljómurinn utan úr kyrrðinni. Það er fyrsta hringing. Eftireina klukkustund á presturinn að vera kominn fyrir altarið. Fólkið er þegar farið að streyma til kirkjunnar. Kirkjan er full af fólki. „í dag er glatt í döprum hjörtum“, jafnvel harmþrungnum. Presturinn snýr sér fram og les jólaguðspjallið. Og þá skeður það enn, þetta sem ekki er hægt að koma orðum að. Hann veit að vísu um bókina, sem hann heldur á, fólkið, kirkjuna, - en hann sér - eða skynj ar - andann, sem á engin takmörk, - óendanlegan - eilífan.-semfyllir út í allt sköpunarverkið - hann skynjar Guð. - Og vitundin um þennan veruleika fylgir prestinum eftir að hringt er út. - Það er vitundin um nálægð Guðs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.