Tíminn - 16.12.1987, Side 4
4 Tíminn
JÓLABLAÐ
oft strengd heit um jólin. Þá var
drukkið „Njarðar full og Freys
full til árs og friðar", eins og
segir í Heimskringlu.
I norrænum sið voru engin jól
án jólaöls. Það ber eftirfarandi
þáttur úr Eiríkssögu rauða þegar
Þorfinnur karlsefni sótti hann
heim til Grænlands.
„En er dró að jólum tók
Eiríkur að verða óglaðari en
hann átti vanda til.
Eitt sinn kom Karlsefni að
máli við Eirík og mælti: „Er þér
þungt Eiríkur? Eg þykist finna
að þú ert nokkuru fálátari en
verið hefir, og þú veitir oss með
mikilli rausn og erum vér skyldir
að launa þér eftir því sem vér
höfum föng á. Nú segðu hvað
ógleði þinni veldur."
Eiríkur svarar: „f*ér þiggið
vel og góðmannlega. Nú leikur
mér það eigi í hug að á yður
hallist um vor viðskipti. Hitt er
heldur að mér þykir illt ef að er
spurt að þér hafið engi jól verri
haft en þessi er nú koma í hönd.“
Karlsefni svarar: „Það mun
ekki á þá leið. Vér höfum á
skipum vorum malt og mjöl og
korn og er yður heimilt að hafa
af slíku sem þér viljið og gerið
veislu slíka sem stórmennsku
ber til.“
Og það þiggur hann. Var þá
búið til jólaveislu og varð hún
svo sköruleg að menn þóttust
trautt slíka rausnarveislu séð
hafa.
Til Krists þakka og
sankti Maríu til árs og friðar
Þegar kristni hélt innreið sína
á Norðurlönd var þessum nor-
rænu jólablótum breytt í kristna
jólahátíð. í Heimskringlu segir
frá jólahaldi Hákonar konungs
góða.
„Hákon konungur var vel
kristinn, er hann kom í Noreg.
En fyrir því að þar var land allt
heiðið og blótskapur mikill og
stórmenni margt, en hann þótt-
ist liðs þurfa mjög og alþýðuvin-
sæld, þá tók hann það ráð að
fara leyninlega með kristninni,
hélt frjádaga og föstu. Hann
setti það í lögum að hefja jól-
ahald þann tíma sem kristnir
menn, og skyldi þá hver maður
eiga mælis öl, en gjalda fé ella,
og halda heilagt, meðan öl
ynnist. En áður var jólahald
hafið hökunótt, það var mið-
svetrarnótt, og haldin þriggja
nátta jól.“
Þegar Ólafur konungur
Tryggvason var að vinna kristn-
inni veg og virðing þá var sagt að
hann „felldi blót og blótdrykkj-
ur, og lét í stað koma, í vild við
lýðinn hátíðadrykkjur jól og
páska, Jóansmessu mungát og
haustöl að Mikjálmessu".
í hinum nýja sið var að sjálf-
sögðu ekki drukkið full Njarðar
og Freys. Þess í stað var tekinn
upp sá siður að „signa ölið nótt
hina helgu til Krists þakka og
sankti Maríu til árs og friðar“.
Enn er bruggað jólaöl
Einn af þeim siðum sem ríktu
í norrænum sið var að brugga
sérstakt öl til jóla. Þessi siður er
stundaður enn í dag hjá frænd-
um vorum Norðmönnum en fyr-
ir jólin brugga þeir sérstakt
jólaöl, sem er nokkuð sterkara
og maltmeira en það öl sem þeir
drekka dags daglega. Þetta jó-
laöl er drukkið með sérstökum
jólamat sem frændur okkar í
Noregi eta gjarnan vikurnar fyr-
ir jól. Er jólamáltíðin samsett af
„lutfisk", sem er sterklyktandi
fiskréttur, ekki ósvipaður kæstri
skötu, svínarifjasteik, medist-
erpylsu og hakkabuffi. Minnir
þetta nokkuð á hin gömlu jóla-
blót, líkt og hin séríslensku
þorrablót í dag minna á vetrar-
blót til forna.
Jólahátíð
til forna
í norrænum sið voru hátíðar-
höld um jólin þó ekki hafi þá
verið minnst fæðingar frelsar-
ans. Líkur eru á að hér hafi
verið á ferðinni sólhvarfahátíð,
en slíkar hátíðir tíðkuðust um
heim allan. Sem dæmi um slíka
hátíð er Saturnalia þeirra Róm-
verja, en hún var nefnd eftir
frjósemisguðinum Satúrnusi. í
kjölfar breyttra áherslna í ríkis-
trú Rómverj a breytist Saturnal ia
í sérstakan þjóðhátíðardag,
„fæðingardag hinnar ósigrandi
sólar“ en hann var á sólhvarf-
adegi, sem bar upp á 25.desemb-
er í þeirra tíma tímatali.
Eftir að kristni var tekin upp
sem ríkistrú í Róm var 25.des-
ember gerður hátíðlegur sem
fæðingardagur Jesú Krists. Þar
eru komin kristin jól.
Njarðar full og Freys
full til árs og friðar
í norrænum sið hefur sól-
hvarfahátíð að líkindum verið
helguð Frey sem mikið var dýrk-
aður hér á landi, en hann var
guð frjóseminnar sem var nauð-
synlegt í því bændasamfélagi
sem hér ríkti.
Fyrir þessi hátíðarhöld var að
sjálfsögðu bruggað jólaöl sem
síðan drukkið í ómældu magni
yfir jólin.
Fyrir utan át og öldrykkju voru