Tíminn - 16.12.1987, Page 7

Tíminn - 16.12.1987, Page 7
JÓLABLAÐ Tíminn 7 stökum og varpaði fram fyrri- pörtum, sem hann fékk fólk til að botna. Já, jólin á Ytra Hóli voru með glæsibrag. Auk útvarpsins var gammafónn á heimilinu, saman- ber framansagt. Hann stóð svo sannarlega ekki ónotaður. Nokkuð var til af hraðgengum plötum þess tíma, þar sem eitt lag rúmaðist aðeins á hvorri hlið. Og brothættar voru þessar plötur, alveg feikilega. Hvað með jólagjafir,voru þær ekki einhverjar, mætti spyrja. Hjónin gáfu hvort öðru góðar gjafir. Mér færðu þau skemmti- lega gjöf. Var það vasaljós, flatt og svart að lit. Þótt undarlega kunni að hljóma, hafði ég aldrei eignast slíkt verkfæri fyrr, ef svo má að orði komast. Ég gekk um með vasaljósið, mjög hreykinn, og lýsti úti og inni. Vasaljósið átti ég lengi, keypti mér oft rafhlöður í það, eftir að frá Ytra-Hóli var komið. Eitthvað fleira fékk ég. Minnir að það hafi verið eitthvað nauðsynlegt, fat eða eitthvað þvílíkt. En slíkt man maður bara ekki. Það sem er nauðsynlegt er ekki frásagna vert. Við fórum í kirkju að Höskuldsstöðum. Var okkur þá boðið heim á prestssetrið, eins og öðrum kirkjugestum. Ekki var von, að prestar yrðu efna- menn þá, þegar stöðugur straumur gesta var á prests- setrin. Síra Björn safnaði heldur ekki auði þarna, og vafamál, hvort hann hefur gert það annars staðar. Milli jóla og nýárs komu prestshjónin, síra Björn og frú Guðríður Vigfúsdóttir, í heim- sókn að Ytra-Hóli. Alúðleg hjón og gæfuleg. Síra Björn vildi að ég gengi menntaveginn og hafði þá orð á því við mig. En viljinn til að svo mætti verða var ekki marktækur á heimslóðum. Ekki er langt til sjávar frá Ytra-Hóli. Fyrir kom, að ég gekk með Birni bónda fram að sjó. Fé gekk þar í fjörur; komst þangað um einstigi. Háir og brattir hamrar eru þarna. Eitt sinn sem oftar er ég var þarna á gangi og fór einstigi, varaði Björn bóndi mig við og sagði, að það væri verra að detta þarna niður! Hófsamlega mælt. Talsvert var til af bókum á Ytra-Hóli, góðum bókum, sem ég varð að skoða og lesa smáveg- is í. Annars varð námið að sitja fyrir. Þar orti ég nokkrar vísur, einkum um strákana sem ég var með í skólanum. Ekki var það allt fagur skáldskapur. Skrifaði ég skáldskapinn í stílabók, aftan við verkefni, sem kennari minn, Sigurjón Jóhnnsson á Ytri-Ey, hafði yfirfarið. Gestakomur, hvað um þær? Talsvert var um að gestir létu sjá sig, en ég man ekki eftir neinum sem gisti, nema föður húsfreyj- unnar, honum Birni Guðmunds- syni hreppstjóra á Örlygsstöð- um. Þá var hann orðinn dálítið roskinn maður, eða kominn yfir sextugt. Það fannst mér afar gamall maður þá. Og staðreynd er, að þá voru menn ellilegri á þeim aldri en nú. Stuðlaði margt að því, eins og erfið vinna, fábreytt fæði, léleg húsakynni og fleira. Við Björn sváfum í sama herberginu, eða var það kannski í stofunni? Við ræddum margt og mikið. Ég lofaði hon- um að heyra vísur, sem ég hafði sett saman um skólafélagana. Hafði hann gaman af þessari vitleysu í mér. Björn var lágur maður vexti og þéttur á velli. Hann átti stutt eftir, þegar þetta var. Hann andaðist 24. ágúst sumarið eftir. Lát hans frétti ég, er ég var á ferðalagi með kerru- hest úr Laxárdal. En vorið á undan hafði faðir minn keypt Refstaði. Ég mætti Skúla Benja- mínssyni frá Blönduósi á hest- baki. Hann sagði mér, að Björn á Örlygsstöðum væri látinn. „Það fór mætur maður þar“, sagði Skúli. Vafalaust rétt. Björn var framfaramaður í sveit sinni, búhöldur góður, áhuga- maður um búnaðarmál. Hann byggði fyrsta steinsteypuhúsið hér á landi með steinveggjum og tróði. Sjálfmenntaður var hann eins og margir okkar bestu manna. Björn á Örlygsstöðum gegndi mörgum trúnaðarstörf- um, fyrir utan hreppstjórastarf- ið. Dvölin á Ytra-Hóli leið hratt, eins og allur góður tími gerir. Hinn 2. febrúar fór ég heim til foreldra minna á Vindhæli. Bærinn á Ytra-Hóli, eins og hann leit út fyrir hálfri öld. Móðir mín var komin að .norðan, og var víst mál til komið. Ekki hafði faðir minn borið sig svo vel. Sífelldar símahringingar norður til kon- unnar, og þær kostuðu sitt. Hann var orðinn ansi lotlegur, er konan birtist loks. Ég var kominn heim. Minning- arnar átti ég allar bjartar eftir tveggja og hálfs mánaðar dvöl á Ytra-Hóli. Er þörf á að vera að rifja þetta allt upp, þegar hálf öld er liðin frá því sem gerðist? Því svara menn á ýmsan veg. En hér er greinin. Með kærri kveðju til Ytra- Hóls hjóna! í)ðliuni félagömönnum borum, starföliíii og lanbömönnum öllum (^leöllegmjóla og fatöælö feomanbi árö meb þöíá fnrir þab, öemerab liba Kaupfélag Suðurnesja Keflavík - Njarðvík - Grindavík - Sandgerði - Vogar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.