Tíminn - 16.12.1987, Síða 13

Tíminn - 16.12.1987, Síða 13
JÓLABLAÐ Tíminn 13 1815. Á þeim tíma ferðaðist hann víða um landið og lærði málið til fullnustu, reyndar betur en margir íslendingar á þeirri tíð sem höfðu litla trú að þetta kotungamál yrði þeim til fram- dráttar og vildu heldur taka sér í munn bjagaða dönsku. Á meðan Rask dvaldist á íslandi, 1814, lauk hann við ritgerð í verðlaunasamkeppni Vísindafélagsins danska, sem hann hafði unnið að í nokkur ár og hlaut síðan verðlaunin fyrir. Það var þó ekki fyrr en 1818 sem þetta tímamótarit var gefið út undir heitinu „Undersögelse om det gamle nordiske eller is- landske Sprogs Oprindelse“, mikilvægasta grundvallarverk samanburðarmálvísindanna. í formála gerði hann grein fyrir almennu grunnreglunum í rann- sóknum á málsamanburði og málsögu, þar sem hann lagði sérstaka áherslu á málfræðilega uppbyggingu málanna sem and- stæðu við eingöngu orðaforð- ann. í framhaldi af því rannsak- ar hann afstöðuna milli íslensku og ýmissa annarra tungumála og með samanburði ákvarðar hann skyldleika þeirra, þar sem hann sér, einkum í grísku, málið, sem einna helst getur kallast sameig- inlegt upprunamál. í smáatrið- um er í verkinu að finna fjöldann allan af nýjum mikilvægum at- hugunum. Þegar þetta rit kom út hafði Rask þegar lagt af stað í langferð sem átti eftir að standa í sex og hálft ár. Til fararinnar naut hann styrks frá ýmsum, opinberum jafnt og einkaaðilum. Hann hóf ferðina með því að halda til Stokkhólms t október 1816. Þar dvaldist hann í meira en ár og vann af kappi, gaf m.a. út „Ang- elsaksisk Sproglære“ (1817) og „Anvisning till Islándskan" (1818), sænska útgáfu af leiðar- vísinum frá 1811. Ennfremur vann hann í samvinnu við vin sinn Afzelius að útgáfu á bæði Snorra Eddu og Sæmundar Eddu. í febrúar 1818 lagði hann aftur af stað og nú á ísbáti til Finnlands. Þarlærði hann sjálfur finnsku og tókst líka að vekja áhuga finnskra vísindamanna á máli sínu og alþýðuljóðlist, sem sagt ekki ósvipað endurreisnar- starf á þjóðtungunni og á ísl- andi. Síðan dvaldist hann í 15 mánuði í Petrograd, og lærði þar ekki bara rússnesku heldur líka ýms Austurlandamál. En jafnframt lagði hann sig fram um að auka þekkingu á norræn- um bókmenntum og kom því til leiðar að gefin var þar út finnsk orðabók. Hún kom út 1826. í upphafi hafði ekki staðið til að ferð Rasks yrði lengri en til Suður-Rússlands til að kynna sér hvort þar væri að finna einhverjar minjar um norræna menn, eða a.m.k. um Gota, sem auðvitað reyndist erindisleysa. En nú var ákveðið að lengja ferðina og kynna sér persnesk- indversk fornmál, trúarbrögð o.þ.h. og skyldleika við þau evrópsku. Til þessarar viðbótar ferða- og rannsóknaráætlunar útveguðu velunnarar Rasks í Danmörku viðbótarfjárstyrk, þó að ekki væri hann stór, til næstu ára og samkvæmt því samkomulagi lagði Rask land undir fót frá Petrograd í júlí 1819 um Moskvu, við harðan leik um Suður-Rússland og Kák- asus til Tíflis. Þar dvaldist hann í 4 mánuði, frá nóvember 1819 - mars 1820. Þaðan fór hann um alla Persíu og var veikur allan tímann, bæði vegna hitans og líka eftir að hestur hafði slegið hann. Frá Bushehr sigldi hann til Bombay þar sem hann dvald- ist september - nóvember 1820 og lagði stund á hin helgu mál zend og pehlevi. Honum tókst með mikilli fyrirhöfn að koma höndum yfir fágætt safn handrita á þessum tveim málum en danska stjórnin hafði veitt sér- stakri fjárupphæð til þeirra kaupa. Þessi handrit eru nú varðveitt á háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn. Frá Bombay lagði Rask leið sína þvert yfir landið til Kalkútta og þaðan til Madras, þar sem hann náði nokkurri heilsu á ný, en á ferðalaginu hafði hann verið illa haldinn. í Madras lauk hann við mikilvæga ritgerð um zendmálið, auk þess sem hann lærði mál Tamíla og önnur suðurindversk mál, sem hann staðfesti að væru af sérstökum stofni, alls ólík sanskrít. Um Trankebar komst hann loks til Cólombó á Ceylon (nú Sri Lanka) í nóvember 1821. í þess- um höfuðstöðvum hins suðlæga Búddhisma fékkst hann við pali, hið helga mál Búddhista og singalisku, auk þess sem hann eignaðist sjaldgæft safn af hand- ritum á pálmablöðum á þessum málum. Rask var aftur orðinn heilsu- lítill þegar hann lagði af stað heim á leið með ensku skipi 30. mars 1822, en nokkrum dögum síðar brotnaði skipið. Hann hélt aftur til Cólombó landleiðina og varð að dveljast þar um fjögurra mánaða skeið áður en hann fékk aftur far með skipi. Tímann notaði hann m.a. til að láta prenta rit sitt „Singalesisk Skrift- lære“ (á dönsku) þar sem hann birtir kerfi sitt til að umrita indversku stafrófin í latneskt letur. En nú voru fjárráð hans orðin afar bágborin, einkum vegna skipbrotsins, og það var einungis vegna mikils fjárstuðn- ings úr konunglegum fjárhirsl- um í Indlandi sem honum tókst að komast aftur til Kalkútta og þaðan með dönsku skipi 1. des. 1822 til Kaupmannahafnar. Þangað kom hann loks 5. maí 1823. Sem gjald fyrir fjárstuðn- inginn til heimferðarinnar af- henti hann við heimkomuna konunglegu bókhlöðunni hand- ritin sem hann hafði safnað á Ceylon. Fræðimenn höfðu gert sér stórar vonir um árangurinn af Þessi steinn var settur á leiði Rasks í Assistents kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn 1842, 10 árum eftir dauða hans. Á honum eru áritanir á arabísku, sanskrít, dönsku og forníslenskum rúnum. Norður-Þingeyinga Kópaskeri-Raufarhöfn óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum gleðilegra jóla árs og friðar Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.