Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 17

Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 17
JÓLABLAÐ Tíminn 17 tók einnig upp nýja siðu og fór að koma með gjafir sínar á jólunum, en ekki ó.desember eins og áður. Var það nýlunda hjá heilögum Nikulási. Santa Claus heldur til gamla heimsins á ný Eftir að heilagur Nikulás hafði dvalið í Ameríku í um 250 ár og tekið upp nafnið Santa Claus hélt hann til Evrópu á ný. Land- nemar þeir sem héldu til Amer- íku á síðari hluta 19.aldar kynnt- ust þá nýjum jólasveini. Margir þeirra sendu jólapóstkort til ættingja sinna í gamla landinu og voru kortin oft á tíðum prýdd mynd af Santa Claus í fullum skrúða með síða hvíta skeggið sitt. Höfðu þessi jólasveinakort mikil áhrif og tóku menn smátt og smátt upp nýja ameríska jólasveinasiði í Evrópu og eru nú þar allsráðandi. Eitthvað í þessa áttina var út- gangur gömlu íslensku jóla- sveinanna. Þeir voru eins ramm- íslenskir sem frekast gat verið, klæddir lopapeysum og vað- málsbuxum með prjónahúfur. Þá voru þeir óprúttnir í meira lagi. Santa Claus og ís- lensku jólasveinarnir Santa Claus hefur svo sannar- lega haft sín áhrif á háttu og hegðan íslensku jólasveinanna. Hér forðum voru íslensku jóla- sveinarnir óttalegir gaurar, hrekkjóttir og frekar illa þokk- aðir. Var það fjarri þeim að gefa börnum gjafir. Frekar nældu þeir sér í hangikjötsbita, stálu kertum eða stálu sér mjólkurs- opa úr fjósinu. Útgangurinn á þeim var heldur ekki upp á það allra besta. En eftir að jólakort af hinum ameríska Santa Claus, sem smám saman varð alþjóðlegur jólasveinn, tóku að berast til landsins tóku íslensku jólasvein- arnir að spekjast þó enn séu þeir miklir grallarar. Þeir tóku upp hinn forna sið heilags Nikulásar að gefa börnum gjafir. Þá fannst þeim félögum hinn glæsilegi rauði búningur Santa Claus ein- dæma fallegur og tóku að birtast í svipuðum búningi þegar líða tók á öldina. Nú á dögum má telja til undantekninga ef ís- lenskir jólasveinar láta sjá sig í hinum gömlu klæðum, heldur koma þeir prúðbúnir í rautt þegar þeir halda til byggða síð- ustu dagana fyrir jól. (Sludsl við bók Árna Björnssonar „f jólaskapi") Heilagur Nikulás verndari sjó- manna og barna. Hér er hann á grískum íkon frá því í byrjun 18.aldar. Við fyrstu sýn virðist ekki mikið samband á milli þessa Nikulásar og hins alþjóðlega jólasveins. varð æ meir áberandi. Nikulás- armessa var sungin ó.desember og birtist heilagur Nikulás þá börnunum og færði þeim eitt- hvað gott. Oft á tíðum var lítill púki í fylgd með Nikulási og var hlutverk púkans að veita óþæg- um börnum ráðningu. Ótal af- brigði voru og eru til af þessum tveimur kumpánum víðs vegar í Evrópu, þó ekki hafi þeir borist til íslands. Hollendingar bj arga Nikulási Eftir siðbreytingu varð breyt- ing á stöðu heilags Nikulásar í nær öllum löndum hins nýja siðar sem kennd er við Lúter. Forsvarsmönnum hins nýja siðar þótti óhæfa að rammkaþólskur dýrlingur héldi áfram að gleðja börnin með gjöfum. Þó héldu Hollendingar í sinn gamla góða verndardýrling, enda háðir haf- inu, en Nikulás var eins og áður segir bæði verndardýrlingur sjómanna og barna. Þar fékk heilagur Nikulás nafnið Sinterk- laas og héldu Hollendingar Nik- ulásardag ó.desember hátíðleg- an gegnum aldirnar. Sá dagur hefur verið allt fram á þennan dag aðalgjafadagurinn í Holl- andi. Þá var mikið etið og drukk- ið og farið í kirkju. Sinterklaas heldur vestur um haf Sinterklaas lét ekki staðar numið í Hollandi heldur tók sér far með þeim vestur um haf til Ameríku, en þar reistu Hollend- ingar meðal annars borgina Nýju Amsterdam, sem síðar varð New York. Hollenskir landnemar héltu fast við sinn Sinterklaas og tók heilagur Nikulás að hafa áhrif á land- nema frá öðrum löndum. Var svo komið á 18.öld að Nikulás gamli varð amerískt einingar- tákn jólanna. Hann hafði þá fetað í fótspor fjölmargra ann- arra landnema og tekið upp nýtt nafn, hét nú Sankti Claus. Hann Við sendum öllum viðskiptavinum og starfsfólki bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár með þökk fyrir það liðna Kaupfélag Skaftfellinga Vík og Kirkjubœjarklaustri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.