Tíminn - 16.12.1987, Side 18

Tíminn - 16.12.1987, Side 18
18 Tíminn JÓLABLAÐ Hér er koininn Bjúgnakrækir. Ekki er þessi með klof upp á háls, heldur er hann frekar lítill, feitur og pattara- legur. Bestu jóla- og nýársóskir sendum við starfsfólki okkar, félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum Þökkum viðskiptin á liðnum árum KAUPFELAG STEINGRÍMSFJARÐAR HÓLMAVIK OG DRANGSNESI Jólasveinar íslenskir Grýla og Leppalúöi eru for- eldrar hinna íslensku jólasveina. Það kemur fram í gömlu Grýlu- kvæði séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, en hann var uppi á 17.öld. Erindi sem segir frá því hljóðar svo: Börnin eiga þau bæði saman brjósthörð og þrá, af þeim eru jólasveinar börn þekkja þá. Útlit, háttalag, fjöldi og nöfn jólasveinanna hefur nokkuð ver- ið á reiki. Flestir telja þá þrettán eða níu að tölu. Hins vegar eru nöfn þeirra mun fleiri en það. Elstu þekktu jólasveinanöfnin eru: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleik- ir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ket- krókur og Kertasníkir. Pá eru einnig þekkt nöfnin Kertasleik- ir, Pönnusleikir, Pottaskefill, Hurðaskellir, Moðbingur, Hlöðustrangi, Móamangi, Flórsleikir, Þvengjaleysir, Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysir, Lampaskuggi og Klettaskora. Fór það nokkuð eftir landshlutum hvað jól- asveinarnir voru kallaðir. Það fór einnig eftir landshlut- um hvernig útlit jólasveinanna var. í Grýlukvæðinu sem er elsta heimildin um jólasveina segir að þeir hafi verið „jötnar á hæð“. Það var á 17.öld. Á 19.öld voru jólasveinar á Aust- urlandi „að vísu í mannsmynd, nema þeir séu klofnir upp í háls“. Voru fætur þeirra kring- lóttir. Aðrar heimildir segja að jólasveinarnir hafi verið klof- stuttir, en búklangir. Þá eru til heimildir um að þeir væru tómur búkurinn niðurúr. Það var þó sameiginlegt álit allra að þeir væru stórir, ljótir og luralegir. Fyrrum voru þeir klæddir röndóttum fötum með stóra gráa húfu á höfði og með sér báru þeir gráan poka. Aðrir sögðu að þeir bæru með sér kistil til að setja í óþæg börn og guðlausa menn. Úm aldamótin síðustu voru þeir hins vegar taldir al- mennt í mannsmynd, þó ekki væru þeir smáfríðir, klæddir í íslensk bændaföt. Þá voru þeir einnig farnir að velja skæra liti í föt sín og báru skæra skotthúfu, jafnvel með skegg niðrá tær. Yfirleitt voru jólasveinarnir taldir búa upp til fjalla, en á Norðurlandi voru þeir sumstað- ar taldir koma af hafi. En hvað- an sem þeir komu, þá komu þeir um jólin. Sumir sögðu þeir kæmu í hóp þremur dögum fyrir Þorláksmessu, aðrir þeir kæmu einn og einn fram að jólum og héldu til baka einn og einn dagana eftir jól. Ef þeir voru taldir þrettán þá kom sá fyrsti þrettán dögum fyrir jól og sá síðasti hélt til fjalla á þrettánd- anum. Ef þeir voru níu þá kom sá fyrsti níu dögum fyrir jól. Pottasleikir hefur tekiö siðmenning- una í þjónustu sína. Hér bregöur hann skeiö á loft og matast. Aður notaði bann bara hendur og tungu. Pönnusleikir hefur nælt sér í steikarpönnu sem jólakettinum finnst hálf hjákátleg . Kertasníkir hefur hér nælt sér í falleg snúin jólakerti. Þetta er eitthvað annað en gömlu tólgarkertin sem hann hnuplaði fyrr á öldum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.