Fréttablaðið - 23.02.2009, Side 1

Fréttablaðið - 23.02.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 23. febrúar 2009 — 47. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Maðurinn minn ættleiddi þennan sófa fyrir fáeinum árum, sem þá var í reiðileysi vegna plássleysis á öðrum stað,“ segir Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og listmálari, þar sem hún kúrir uppi í sláandi flottum anítksófa með hvítu leð-uráklæði. „Sófinn k naut sófans í antíkbleiku, en þá var áklæðið orðið lúið og gormakerf-ið ónýtt. „Þegar við fluttum svo í nýtt hús á Nesinu skapaðist loks nóg pláss fyrir sófann að njóta sín semskyldi, svo við tók ar lifa í stofunni okkar og setjast þar alltaf saman þegar þær gleðja okkur með heimsóknum sínum. Okkur þykir líka ósköp vænt um þetta fágæta sófasett o íþað Dönsk antík ömmu Línu Í fórum Íslendinga finnst margt forvitnilegt og fagurt, eins og aldargamall danskur sófi sem varla á sér annan líkan en frískar nú upp á gleði áhorfenda sinna og sessunauta í sjaldgæfni sinni og stórkostleik. Elsa Nielsen í sófanum gullfagra. Málverkið er eftir hana sjálfa, en verk hennar eru seld í Gallerí List og verða meðal annars á afmælissýningu Stígamóta 8. mars. Rauða kjólinn saumaði Elsa sjálf, sem getur illa setið auðum höndum eftir að badminton- spaðanum sleppti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BORÐSKRAUT gerir veisluborðið alltaf enn þá glæsilegra en gaman getur líka verið að skreyta borðið annað slagið fyrir fjölskylduna. Heima tilbúið borðskraut þarf ekki að vera flókið og jafnvel yngstu fjölskyldumeðlimirnir geta lagt sitt af mörkum. Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða mánudaginn 23. febrúar til föstudagsins 27. febrúar frá kl. 9.00 - 16.00. Hún mun kynna sínar ferðir og svara spurningum, svo það er alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. gu nn Á gú st sd ót tir Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 23. - 27. febrúar Bændaferðir • Síðu úl VEÐRIÐ Í DAG ELSA NIELSEN Aldargamall danskur sófi prýðir stofuna • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Alltaf gengið vel Járnvöruverslunin Brynja er 90 ára. TÍMAMÓT 12 23. FEBRÚAR 2009 Heimili fasteignasala er með til sölu einbýlishús á einni og hálfri hæð með innbyggðum bílskúr við Vatnsendablett. H úsið stendur á 1.160 fer-metra lóð ekki langt frá Vatnsendavatni í átt að Kríunesi með útsýni yfir vatnið, Bláfjöllin og Heiðmörkina.Komið er inn í anddyri með flísum og fataskáp. Rúmgott sjónvarpshol með flísum á gólfi. Svefnherbergisgangur með flís-um. Hjónaherbergi með flísum, innan hjónaherbergis er stórt fataherbergi og mjög stórt flísa-lagt baðherbergi. Í baðherberg-inu er innrétting, baðkar og stór mjög öflug sturta. Einnig eru þrjú barnaherbergi með flísum og fataskápum. Flísalagt baðher-bergi með sturtu. Úr sjónvarpsholinu er geng-ið upp á efri hæðina. Þar er opið rými sem er stofa, borðstofa og eldhús. Flísar eru á gólfum. Fal-legur arinn skilur í sundur stofu og eldhús. Í eldhúsi er innrétting og tæki frá Miele, má þar nefna, vínkæli, tvo ísskápa, tvær upp-þvottavélar og tvo ofna. Granít-steinn er í borðplötum. Úr stofu og borðstofu er gengið út á svalir með glæsilegu útsýni yfir vatnið, Bláfjöllin og Heiðmörkina. Úr sjónvarpsholinu er einnig gengið niður að bílskúrnum. Þar er stórt þvottahús með þurrk-klefa og innréttingu. Einnig her-bergi með flísum og skáp. Bíl-skúrinn er fullbúinn og inni í honum er geymsla. Í húsinu er hljóðkerfi frá Bose. Innfelld lýsing í loftum og víðar. Allur hiti er í gólfum og er stjórn-að af Instanbus-kerfi. Óskað er eftir tilboði í eignina. Makaskipti á minni eign koma til greina. Útsýni yfir vatn og fjöll Húsið stendur á 1.160 fermetra lóð rétt við Vatnsendavatn. 2 2 4 Atvh. orum að fá í einkasölu fallega 75 fm 2ja herbergja íb. á jarðhæð í sexíb. húsi á þessum frábæra stað ásamt 30 fm bílskúr. Sér inngangur. Húsið er fyrir 50 ára og eldri. Yfi rbyggðar svalir. Ákv. sala. Vorum að fá í einkasölu fallega 2ja herb. íb. á jarðhæð í litlu fjölbýli. Stofa m. hurð út á suðurverönd, svefnherb. m. skápum, fallegt eldhús og baðherbergi með sturtu. Góð staðsetning. Áhv. 11 millj. LAUS STRAX. Verð 18,8 millj. Vorum að fá í einkasölu góða 4ra herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílskýli, á þessum vinsæla stað. Hol, stofa með suðvestursvölum, 3 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Góð sameign. Hús nýlega yfi rfarið og málað. SKIPTI ATH. LÆKKAÐ VERÐ 25,9 MILLJ. Til sölu 27 fm geymsluskúrar við Móhellu í Hafnarfi rði. Malbikað og lokað svæði með vöktun. Hiti, vatn og raf- magn. Sameiginlegar snyrtingar. Upplagt fyrir fyrirtæki og einstaklinga. AKRALAND Í FOSSVOGI – BÍLSK. MEISTARAVELLIR – LAUS BOÐAGRANDI – BÍLSKÝLI GEYMSLUSKÚRAR Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. i s • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasa l i fasteignir FASTEIGNIR Útsýni yfir vatn og fjöll Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK Vefurinn samlagid.is hefur vakið mikla athygli að undan- förnu en þar geta menn skipst á vörum og þjónustu án þess að greiða krónu fyrir. „Þetta er fyrir þá sem urðu út undan og geta ekki borgað með krónum,“ segir höfundur síðunnar, Axel Valdimar Gunnlaugsson. Hann er starfandi tækniarkitekt hjá Sím- anum og fékk hugmyndina þegar allt lagðist á hliðina undir lok síð- asta árs. „Síðan er tiltölulega ung, fór í loftið fyrir mánuði en viðbrögðin hafa verið framar vonum,“ segir Axel en rúmlega þúsund manns hafa skráð sig á síðuna og bætast á milli 20 og 30 nýir notendur við á hverjum degi. - fgg / sjá síðu 22 Ný vefsíða vekur athygli: Vöruskipti á netinu slá í gegn Mikið af ballöðum Lag Jóhönnu Guðrúnar virðist smellpassa í Eurovision í ár. FÓLK 16 UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra segir málefni Varnarmálastofnunar vera til rækilegrar skoðunar. Til greina kemur að leggja hana niður. „Ég tel að það séu miklir mögu- leikar á því að spara fé með því að sameina ýmsa þætti sem eru hjá henni og öðrum stofnunum. Í þeirri stöðu sem Íslendingar eru nú þarf að velta hverri krónu fyrir sér og gera allt sem hægt er til að spara og hagræða.“ Össur segir málið vera flókið og taka langan tíma. „Málið er í algjörum forgangi hjá mér og ég hef kallað eftir gögnum bæði hjá mínu ráðuneyti og öðrum.“ Björn Bjarnason, fyrrum dóms- málaráðherra, telur að Varnar- málastofnun sé „leifar liðins tíma“ og hún sé óþörf viðbót og jafnvel flækjufótur í öryggis- samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Frekar eigi að byggja á Landhelgisgæslunni. Björn hélt erindi á fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu í síðustu viku og ræddi meðal annars Stoltenberg- skýrsluna, um norræna samvinnu í öryggismálum. „Það gætir nokkurrar til- hneigingar til þess hjá utanrík- isráðherra, Össuri Skarphéðins- syni, og Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefnd- ar, að skauta yfir hernaðarlega þáttinn í skýrslu Stoltenbergs. Þetta er í takt við að nota orðin „varnartengd verkefni“ og er dálítið aulalegt, þegar til þess er litið, að skýrsla Stoltenbergs snýst að verulegu leyti um þessi úrlausnarefni og þeir eru báðir mjög hlynntir því, að henni verði hrundið í framkvæmd.“ Árni Þór Sigurðsson, formað- ur utanríkismálanefndar, seg- ist sammála Birni um að Varnar- málastofnun mætti missa sín. Árni flutti einnig erindi á fundin- um og benti á að ólíkt Birni hefði hann greitt atkvæði gegn stofn- uninni. „Okkar sjónarmið hjá Vinstri grænum hefur verið að telji menn að það þurfi að gæta öryggis og hafa eftirlit með umferð á haf- svæðum okkar, þá eigi það að vera í höndum Landhelgisgæsl- unnar, Flugmálastjórnar og björgunarsveita. Við bentum á mikinn kostnað sem fer í Varnar- málastofnun og það er enn brýnna nú að huga að þeim málum.“ kolbeinn@frettabladid.is Varnarmálastofnun kannski lögð niður Utanríkisráðherra er með Varnarmálastofnun til rækilegrar endurskoðunar og segir málefni hennar vera forgangsmál. Formaður utanríkismálanefndar vill leggja hana niður. Fyrrum dómsmálaráðherra segir hana vera „leifar liðins tíma“. VARNARMÁLASTOFNUN ■ Stofnunin tók til starfa 1. júní 2008. ■ Forstjóri hennar er Ellisif Tinna Víðisdóttir. ■ Stofnunin starfar eftir lögum sem samþykkt voru 16. apríl 2008. ■ Stofnunin fær 1,2 milljarða sam- kvæmt fjárlögum 2009. BOLLA BOLLA Bakarar landsins hafa verið önnum kafnir alla helgina við að undirbúa bolludaginn, enda margir sem taka forskot á sæluna og gæða sér á bollum fyrir stóra daginn. Stefán Hrafn Sigurjónsson, bakari í Mosfellsbakaríi og höfundur köku ársins, fór létt með að snara fram aragrúa af bollum fyrir sælkerana. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Mesta steypan Þegar maður gúglar „tónlistarhús“ fær maður svona fréttir: „Tón- listarhúsið – stærsti steypudagur Íslandssögunnar.“, skrifar Guð- mundur Andri Thorsson. Í DAG 10 GRIKKLAND, AP Tveir menn sem dæmdir höfðu verið fyrir vopnað rán flúðu úr öruggasta fangelsi Grikklands í gær. Vitorðsmenn þeirra flugu yfir fangelsið á þyrlu, skutu á fangaverði og hentu kaðalstiga til fanganna. Flóttinn þykir mikil hneisa fyrir grísk fangelsisyfirvöld, þar sem þetta er í annað skiptið sem þessir tveir menn flýja sama fangelsið með sömu aðferðinni. Þyrlan fannst síðar yfirgefin við þjóðveg norðan við Aþenu. Vegurinn liggur að fjallgarði þar sem mennirnir fóru huldu höfði eftir fyrri flóttann árið 2006. - bj Fangar á æsilegum flótta: Flúðu öðru sinni með þyrlu VÍÐA ÚRKOMA Í dag verða austan 8-15 m/s, hvassast á Vest- fjörðum og allra syðst. Úrkoma á öllu landinu, snjókoma norðan til og rigning eða slydda syðra. Frost víða 0-6 stig en 1-6 stiga hiti syðra. VEÐUR 4 2 5 -3 -4 -2 ÞYRLAN FUNDIN Þyrlan lenti á þaki Korydallos-fangelsins. Kaðalstiga var kastað niður til fanganna sem klifruðu um borð. NORDICPHOTOS/AFP Man. United að stinga af Forskot ensku meistar- anna er orðið sjö stig eftir leiki helgar- innar. ÍÞRÓTTIR 19

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.