Fréttablaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Í dag er mánudagurinn 23. febrúar, 54. dagur ársins. 8.56 13.41 18.28 8.46 13.25 18.07 F í t o n / S Í A 18 ÁFANGASTAÐIR www.icelandexpress.is Meðal sumaráfangastaða Iceland Express eru þrír suðrænir og seiðandi, Barcelona, Alicante og Bologna. Bókaðu sól og blíðu á frábæru verði, skelltu þér núna á www.icelandexpress.is! Kynntu þér átján áfangastaði okkar og spennandi pakkaferðir Express ferða í nýjum og glæsilegum ferðabæklingi okkar. Barcelona • Bologna • Alicante Sól í suðri! Opið 07 til 02 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is Frá því í byrjun október hefur réttlætiskenndinni verið misþyrmt með daglegum frétta- barsmíðum af afleiðingum sukks- ins. Á hverjum degi birtast nýjar sögur af hörmungum fólks sem engan þátt tók í hrunadansinum en missir nú atvinnuna, heimilið og heilsuna. SAMÚÐIN er meðal annars þar en síður hjá stofnfjárfest- unum sem eru miður sín yfir að hafa ekki fengið nógu margar milljónir fyrir hlutabréfin, held- ur verið snuðaðir af einhverjum gaukum sem blekktu kannski til sín digran sjóð. Eða því hvort brottrekinn forstjóri sem tókst á undraskömmum tíma að sigla óskabarni þjóðarinnar í glötun fær samt allan peninginn. Í sam- anburði við alvöru mál sem fjalla um stórkostlegan skaða raunveru- legra fórnarlamba virðist þras um enn meiri peninga til efnafólks hreint hjóm. Kannski væri hug- mynd að stofna sérstakan dómstól fyrir svona húmbúkk? Hann væri hægt að manna til dæmis með öllu því ágæta hæfileikafólki sem nú gengur um atvinnulaust og blóð- þyrst. RÉTTLÆTISKENND er ekki að öllu leyti náttúrulegt fyrir- brigði, heldur áunninn þroski þjóðar. Einu sinni þótti til dæmis mjög réttlátt á Íslandi að drekkja konum sem höfðu eignast barn utan hjónabands. Ekki fór mörg- um sögum af afdrifum móður- lausu lausaleiksbarnanna sem eftir stóðu, en trúlega hafa fáir haft sérlegar áhyggjur af fín- hreyfingum þeirra, málþroska og félagsfærni þegar þau voru boðin upp til lægstbjóðanda á næsta hreppsfundi. Á meðan íslenskir dómstólar spá í það fram og tilbaka hvort millj- arðamæringar eigi að fá skaða- bætur frá íslenska ríkinu – okkur sumsé – fyrir að hafa ekki feng- ið evrurnar sínar greiddar út á hæsta mögulegu gengi sem þá var ekki í boði fyrir neinn – einmitt á sama tíma kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að stúlkubarn sem var kynferðislega misnot- að af afa sínum í meira en áratug eigi heimtingu á einni og hálfri milljón í skaðabætur. Afinn hlaut tveggja ára fangelsisdóm á útsölu frá fjögurra ára úrskurði héraðs- dóms, fékk helmingsafslátt vegna aldurs. Þeir sem telja réttlætinu fullnægt gefi sig fram við sál- fræðing. Við hin eigum vonandi tækifæri í nýju þjóðfélagi til að endurskoða lagabókstafinn vítt og breitt. Afsláttur fyrir eldri borgara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.