Fréttablaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 4
4 23. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
Er mataræðið
óreglulegt?
LGG+ er fyrirbyggjandi vörn!
Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar
máltíðir – allt þetta dregur úr innri
styrk, veldur þróttleysi, kemur
meltingunni úr lagi og stuðlar að
vanlíðan. Regluleg neysla LGG+
vinnur gegn þessum áhrifum og
flýtir fyrir því að jafnvægi náist
á ný. Dagleg neysla þess
tryggir fulla virkni.
H
V
Í T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
VIÐSKIPTI Ástralski fjárfestirinn
Steve Cosser, sem vill kaupa
útgáfufélag Morgunblaðsins, fund-
aði með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
stærsta hluthafa 365 miðla, og for-
stjóra félagsins í gær. Á fundinum
var rætt um möguleika á samstarfi
á sviði prentunar og dreifingar.
Cosser er annar tveggja aðila
sem nú keppast um að fá að kaupa
Árvakur, útgáfufélag Morgun-
blaðsins. Hann hafði áhuga á að
fara yfir samninga um prentun og
dreifingu sem gerðir voru milli
Árvakurs og 365 miðla, útgáfu-
félags Fréttablaðsins, segir Ari
Edwald, forstjóri 365 miðla.
Samkeppniseftirlitið setti ströng
skilyrði fyrir slíku samstarfi,
meðal annars um stjórnunarlegan
aðskilnað og fleiri atriði. Ari segir
að þau skilyrði hefðu þýtt að hag-
ræði af samstarfinu yrði of lítið,
og því varð ekkert úr samstarfinu
í bili.
Ari segir Cosser tvímælalaust
opinn fyrir samstarfi, fái hann að
kaupa Árvakur. Forsvarsmenn 365
miðla séu einnig afar áhugasamir
um slíka samvinnu. Við blasi að
rekstrargrundvöllur blaðaútgáfu
sé svo erfiður að full þörf sé á að
reyna að hagræða eins og hægt sé
í rekstrinum.
Ari segir að ekki hafi verið fund-
að með Óskari Magnússyni, sem
fer fyrir hinum hópnum sem vill
eignast Morgunblaðið, um mögu-
legt samstarf. Óskar þekki vænt-
anlega skilyrði Samkeppniseftir-
litsins ágætlega. - bj
Stjórnendur 365 miðla funduðu með mögulegum kaupanda Morgunblaðsins:
Ræddu mögulegt samstarf
SAMSTARF Ari Edwald, forstjóri 365
miðla, segir fulla þörf á að hagræða í
blaðaútgáfu þar sem rekstrargrundvöllur
sé afar erfiður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
9°
2°
4°
8°
3°
0°
3°
3°
19°
10°
16°
4°
20°
2°
9°
16°
0°
Á MORGUN
Víða allhvasst síðdegis.
MIÐVIKUDAGUR
Stíf norðaustlæg átt.
5
0
-3
-2
-4
-2
-2
2
2
6
8
9
15
10
6
8
6
8
6
15
13
-2 -1
0
3
5
-2
-3
-4
2
-1
LÆGÐAGANGUR
Á eftir lægðinni
sem er við landið
í dag kemur önnur
heldur krappari og
útlit fyrir áfram-
haldandi úrkoma
á öllu landinu á
morgun. Það mun
hvessa síðdegis
á morgun og á
miðvikudag verður
allhvöss norð-
austanátt ríkjandi.
Veður verður því
ekki mjög skaplegt
þessa vikuna.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
STJÓRNMÁL „Ég held að þetta sé
misskilningur og víst er að hann
á engum að mæta nema vinum, að
minnsta kosti í þeim hópi Sam-
fylkingarinnar sem ég tilheyri.
Þar hefur enginn maður nema
gott til hans lagt,“ segir Össur
Skarphéðinsson. Sigmundur Davíð
Gunnlaugssonar, formaður Fram-
sóknarflokksins, hefur sakað
Samfylkinguna um rógsherferð
gegn sér.
„Hann er kominn af slíkum
Strandamönnum, til að mynda
Magnúsi hreppstjóra á Hróbergi,
langafa hans, sem lét klípa af sér
löngutöngina þegar hann fékk
mein í hana. Þeir sem eiga rætur
að rekja til slíks karlmennis eiga
ekki að kveinka sér þótt einhverjir
strákar híi á þá á vefsíðum.“ - kóp
Össur Skarphéðinsson:
Allir leggja gott
til Sigmundar
MISSKILNINGUR Össur segir misskilning
hjá Sigmundi Davíð að Samfylkingin
standi fyrir rógsherferð gegn honum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Slökkt í bálkesti í miðborg
Slökkvilið slökkti í bálkesti sem hópur
háskólanema tengdur svokölluðum
byltingarhópi háskólanema, Öskra,
kveikti á Lækjartorgi á laugardags-
kvöld. Að sögn lögreglu voru um 20
manns við eldinn, en samkoman
leystist upp eftir að hann var slökktur.
LÖGREGLUMÁL
Nærri 150 ekið of hratt
Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði
tæplega 150 ökumenn fyrir of hraðan
akstur yfir helgina. Flestir mældust á
115 til 125 kílómetra hraða.
SAMFÉLAGSMÁL Nú í kreppunni
hefur áhugi fólks á því að búa á
landsbyggðinni stóraukist og nú
þegar fjölgar ungu fólki í nokkr-
um byggðum þar sem slíku hefur
ekki verið að fagna í áraraðir.
Þetta segja Elliði Vignisson,
bæjarstjóri Vestmannaeyjabæj-
ar, Ólafur Hr. Sigurðsson, starfs-
bróðir hans frá Seyðisfirði, og
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri
Súðavíkurhrepps.
Öryggi og fjölskylduvænt sam-
félag er eitt það helsta sem fólkið
leitar eftir, segja þeir, auk þess
sem margir vilja snúa baki við
þeim gildum sem ráðið hafa ríkj-
um á suðvesturhorninu.
„Ég held að það felist ákveð-
in tækifæri fyrir fólk í því und-
arlega umhverfi sem við búum
við einmitt núna,“ segir Ómar
Már. „Og það felst í því að hér [á
landsbyggðinni] eru mannlífs- og
atvinnulífshættir reistir á betri
grunni heldur en það sem hefur
verið að byggjast upp á svoköll-
uðum þenslusvæðum.“
En ekki geta allir sem vilja
flust út á landsbyggðina; Ell-
iði segir fjölmarga sitja í átt-
hagafjötrum í borginni. „Fólkið
hefur elt fjármagnið og atvinn-
una sem öll hefur verið á höf-
uðborgarsvæðinu en nú þegar
bólan er sprungin situr það uppi
með ofurskuldsetta eign svo að
það er í raun í átthagafjötrum í
borginni.“
Ómar segir að ríkið þurfi að
styðja betur við bakið á sprota-
og nýsköpunarfyrirtækjum á
landsbyggðinni. „Við höfum heyrt
mikla umræðu um nýsköpun en
því miður virðast orð og æði ekki
fara þar saman,“ segir hann.
Elliði og Ólafur hafa hins vegar
hug á öðruvísi stuðningi. „Veiga-
mesti stuðningurinn sem við
gætum fengið frá ríkinu væri að
fá frið til að byggja upp okkar
atvinnuvegi án þess að eiga það
sífellt á hættu að fótunum verði
kippt undan því,“ segir Elliði. „Það
er óþolandi að vinna í sjávar útvegi
þegar sífellt er verið að ögra
þeim forsendum sem fyrir honum
eru.“ Á hann þá meðal annars við
umræður um eignarupptöku á
kvóta og veiðileyfagjöldum.
„Stundum er aðgerðarleysi af
hálfu ríkisins það skásta,“ segir
Ólafur. „Það sést vel á fyrirtækj-
um sem eru alfarið í eigu ríkis-
ins, eins og RARIK og Pósturinn.
Þar gilda græðgissjónarmið sem
reytt hafa af landsbyggðinni út í
það óendanlega í nafni óeðlilega
mikillar arðsemi. En það sjá allir
hvernig þess háttar græðgi hefur
reynst þjóðinni.“
jse@frettabladid.is
Segir fólk í átthaga-
fjötrum í borginni
Áhugi fólks á að flytja út á landsbyggðina eykst, segja forráðamenn þriggja
sveitarfélaga. Fólkið hefur elt vinnu og fjármagn á þenslusvæðin og sitja nú
margir þar í átthagafjötrum, segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
SÚÐAVÍKURHREPPUR
Meðal nýsköpunarfyrirtækja og
verkefna í hreppnum eru sjóstang-
veiðifyrirtæki, katta- og hundamat-
arverksmiðja, pokabeituverksmiðja
og sala á niðursoðinni þorsklifur.
SEYÐISFJÖRÐUR
Á sex mánuðum hefur leikskóla-
börnum á Seyðisfirði fjölgað úr 25 í
43. Könnun Capacent leiddi í ljós að
40% bæjarbúa á aldrinum 20 til 65
ára hafa háskólapróf eða sambæri-
legt próf.
ELLIÐI VIGNISSON Bæjarstjórinn var á fundi með útgerðarmönnum í Vestmanna-
eyjum í gær. Hann segir að stjórnvöld gerðu vel ef þau hættu að ögra stöðugleik-
anum í sjávarútvegi. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
GRIKKLAND, AP Sómalskir sjóræn-
ingjar rændu í gær grísku flutn-
ingaskipi með vopnavaldi. Skipið
var á siglingu um Aden-flóa á leið
til Slóveníu með kolafarm.
Skipið var í eigu grísks fyrir-
tækis, en skráð á Möltu. Alls voru
22 í áhöfn skipsins. Breskt her-
skip var skammt undan þegar
skipið var tekið, en þar sem sjó-
ræningjarnir höfðu náð skipinu á
sitt vald þegar þyrla frá skipinu
kom á vettvang aðhafðist áhöfn
herskipsins ekki frekar.
Mikil skipaumferð er um Aden-
flóa við Sómalíu. Sjóræningjar
réðust á sex skip í síðustu viku, en
öll komust undan. - bj
Sómalskir sjóræningjar:
Rændu grísku
flutningaskipi
DEILUMÁL „Það er undarlegt ef
menn telja sig geta hent verðmæt-
um,“ segir Þórður Vormsson, fyrr-
um grásleppu-
sjómaður. Hann
krefur nú sveit-
ar stjórn Voga
á Vatnsleysu-
strönd um 82
þúsund þar sem
bærinn fleygði
41 grásleppu-
neti hans þegar
hreinsunarátak
fór fram síð-
sumars. Netin voru í körum utan
við atvinnuhúsnæði á staðnum.
„Ég hef farið yfir þetta með
Þórði en málið er að það var haft
samráð við hann áður en netin
voru tekin,“ segir Róbert Ragnars-
son bæjarstjóri. Þar ber þeim ekki
saman og segist Þórður ætla að
setja lögfræðing í málið. „Ég var
búinn að selja netin fyrir 82 þús-
und krónur og kaupandinn ætlaði
að sækja þau en tveimur dögum
áður var þeim fleygt.“ - jse
Deila um netfæri í Vogum:
Grásleppunetin
fóru á haugana
ÞÓRÐUR
VORMSSON
FJÖLMIÐLAR Þóra Kristín Ásgeir-
dóttir, blaðamaður hjá mbl.is, var
valin blaðamaður ársins 2008, af
Blaðamannafélagi Íslands. Verð-
launin hlaut Þóra fyrir vandaðar
fréttir og frumlega nálgun.
Umfjöllun Sigurjóns M. Egils-
sonar, um íslenskt efnahagslíf í
Mannlífi og DV, þótti besta rann-
sóknarblaðamennska. Þá hlutu
Ragnar Axelsson og Önundur Páll
Ragnarsson verðlaun fyrir bestu
umfjöllun ársins, um virkjana-
kosti í Morgunblaðinu. Brjánn
Jónasson, blaðamaður Frétta-
blaðsins, hlaut tilnefningu í þeim
flokki, fyrir greinar um framboð
Íslands til Öryggisráðs SÞ. - kóp
Blaðamannaverðlaunin:
Þóra valin besti
blaðamaðurinn
GENGIÐ 20.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
177,7134
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,70 114,24
162,27 163,05
143,3 144,10
19,232 19,344
16,414 16,51
12,974 13,050
1,2078 1,2148
167,42 168,42
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR