Fréttablaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 10
10 23. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
TB
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
09
42
36
S
ænska Saab-bílasmiðjan fór fyrir helgi fram á greiðslu-
stöðvun, eftir að móðurfélagið GM í Detroit hafði tilkynnt
að það myndi ekki leggja sænska dótturfélaginu til meira
fé og sænsk stjórnvöld höfnuðu beiðni um að gangast
í ábyrgðir fyrir nýju rekstrarfé. Þar með stefnir allt í
endalok merks kafla í sögu bílaiðnaðarins, sem hófst upp úr síðari
heimsstyrjöld þegar sænska herflugvélasmiðjan SAAB (Svenska
Aeroplan-AB) vantaði ný verkefni og brá á það ráð að fela verk-
fræðingum sínum að þróa fólksbifreið til að skjóta frekari stoðum
undir reksturinn á friðartímum.
En að bandaríski bílarisinn skuli nú varpa Saab fyrir borð, ára-
tug eftir að GM eignaðist næststærsta sænska bílaframleiðandann
að fullu, er aðeins ein af mörgum birtingarmyndum heimskrepp-
unnar sem leikur bílaiðnaðinn sérstaklega grátt. Saab er undir-
deild í GME, General Motors Europe. Stærsta einingin í GME eru
Opel-verksmiðjurnar þýzku, sem GM eignaðist um miðjan þriðja
áratug 20. aldar. Sú nána tenging evrópsks og bandarísks bílaiðnað-
ar hefur sem sagt haldið í yfir 70 ár. Meðal annarra eininga GME
eru Vauxhall í Bretlandi og samsetningarverksmiðjur á Spáni og
víðar á meginlandinu.
Eins og Opel er dæmi um hófst hnattvæðing bílaiðnaðarins
snemma, þótt hún hafi náð nýjum hæðum á síðustu 15 árum. Tákn-
rænust fyrir það samrunaæði sem rann á bílaframleiðendur á síð-
asta áratug var sameining þýzku eðalbílasmiðjunnar Daimler-Benz
og eins bandarísku risanna þriggja, Chrysler (hinir tveir eru Ford
og GM). Sú tilraun fór illa. Þýzku fjárfestarnir, sem í raun yfir-
tóku Chrysler, hrökkluðust aftur heim til Stuttgart eftir að hafa
tapað milljörðum á að reyna að bæta samkeppnishæfni bandaríska
„systur fyrirtækisins“.
Nú virðist það vera eina leiðin fyrir GM að bjarga sér frá
algeru þroti að aðskilja og helzt selja í heilu lagi alla starfsemi
samsteypunnar í Evrópu – skilyrði fyrir að GM fái að halda þeirri
neyðarfjárhagsaðstoð sem fyrirtækið hefur þegar þegið frá banda-
rískum yfirvöldum er að umfang samsteypunnar verði minnkað til
muna. Viðraðar hafa verið hugmyndir um að stofnað verði eignar-
haldsfélag um rekstur GME, sem opið verði fyrir fjárfestingar bæði
frá ríkisstjórnum þeirra landa sem eiga mest í húfi (þ.e. þar sem
flest störf myndu tapast við gjaldþrot GM) og öðrum fjárfestum.
Hvernig sem þessir gerningar æxlast, þá virðist starfsemi GM í
Evrópu ætla að aðskiljast frá starfseminni vestanhafs. Sú upprakn-
ing hnattvæðingar sem í því felst er tímanna tákn í efnahagskrepp-
unni sem nú hefur skollið á allri heimsbyggðinni og einna þyngst
á þróuðustu iðnríkjunum. Vandi GM er líka táknrænn fyrir stöðu
fjölþjóðlegra samsteypna í greiðsluvanda við slíkar aðstæður, þegar
einu þrautalánveitendurnir eru ríkiskassar þjóðríkja, sem eðlilega
vilja bara gangast í ábyrgðir fyrir þá starfsemi sem fer fram innan
viðkomandi ríkis.
Á sama tíma eru bílaframleiðendur í Kína og fleiri nýmarkaðs-
löndum í útþensluham. Þrátt fyrir heimskreppu telja þeir sig hafa
bolmagn til að kaupa sig inn í starfsemi stórra rótgróinna bílafram-
leiðenda á Vesturlöndum. Sú staða er ekki síður tímanna tákn: Asía
rís, „gömlu Vesturlönd“ hníga. Hnattvæðingin heldur áfram, undir
breyttum formerkjum.
Bílarisinn General Motors að brotna upp:
Upprakning
hnattvæðingar
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Válistinn
Alti Gíslason, þingmaður Vinstri
grænna, lagði það til í Silfri Egils í
gær að komið yrði á fót sérstökum
lista yfir útrásarvíkinga. Þennan lista
nefndi Atli válista og á honum ættu
heima 40 til 50 manns sem bank-
arnir ættu ekki að skipta við.
Nú mun flestum tamara að nota
orðið válisti á annan hátt. Á heima-
síðu Náttúrufræðistofnunar Íslands
segir: „Válistar eru skrár yfir lífveru-
tegundir sem eiga undir högg að
sækja eða eru taldar vera í útrýming-
ar hættu í tilteknu landi eða svæði.“
Það má svo sem færa rök
fyrir því að hvor skýringin
sem er eigi við um útrásar-
víkingana; klárlega eru þeir í
útrýmingarhættu.
Stjórnarandstaðan
Lengi vel var Vinstri grænum legið
á hálsi fyrir að vera á móti því sem
kom frá ríkisstjórninni. Nú virðist sem
stjórnarliðar – og stuðningsmenn
þeirra – hafi snúið þessari gagnrýni
upp á Sjálfstæðisflokkinn.
Oftar en ekki er eins og menn hafi
búist við því að flokkurinn gengi úr
ríkisstjórn, settist til hliðar og segði
ekki múkk. Þvert á móti hafa
sjálfstæðismenn gert
það sem stjórnar-
andstaða á að gera;
gagnrýnt það
sem þeim
þykir miður
fara.
Bloggbók?
Björn Bjarnason gerir þetta að
umtalsefni á heimasíðu sinni. Hann
er nú að hætta á þingi og fer til ann-
arra starfa; hverra er ekki vitað. Björn
hefur haldið úti dagbók á netinu
allan ráðherraferil sinn og ræðir um
þau mál á heimasíðu sinni.
„Ég þarf ekki að endurtaka neitt af
því, en hins vegar getur verið, að mér
gefist tími til eða ég gefi mér tíma
til að vinna úr þessu efni og breyta
því í heildstæðari mynd en lesa má
með því að fletta síðunni.“
Er Björn að boða bók byggða á
bloggi sínu?
kolbeinn@frettabladid.is
Það vantaði tónlistarhús. Árum saman bentu tónlistarmenn og
tónlistarunnendur á að óviðun-
andi væri að hér skyldi ekki vera
sérstakt hús fyrir tónlist, líkt og
sérstök hús eru fyrir íþróttir í
hverjum hreppi eins og vera ber,
sérstök hús eru fyrir guðsdýrkun
(eins og vera ber), sundiðkun, leik-
list, jafnvel bækur, að ógleymd-
um öllum verslunarhöllunum. Hér
hafa verið reist hús sérstaklega í
því skyni að þar sé hægt að spila
badminton. En ekki tónlist … Jafn-
vel þótt Íslendingar séu miklu
meiri tónlistarmenn en íþrótta-
menn – og upp til hópa miklu
áhugasamari um tónlist en til
dæmis hinn ofmetna fótbolta – þá
hefur ekki verið til tónlistarhús
í höfuðborginni fram að þessu.
Kannski er það vegna þess að
stjórnmálamenn eru almennt ekki
mjög músíkalskt fólk. Kannski
ekki. Þetta er ráðgáta: tónlistin,
drottning listanna, hefur í höfuð-
borginni verið iðkuð í bíóum og
búllum, kirkjum og – íþróttahús-
um.
Með glerhjúp
Það vantaði sem sé tónlistarhús
– og við fengum glerhjúp. Þegar
voru komnir yfirgengilega og
óheyrilega og fáránlega miklir
peningar til landsins sem menn
vissu hreinlega ekkert hvað þeir
áttu að gera við og kepptust við að
finna eitthvað – bara eitthvað – til
að eyða peningunum í var um síðir
svo komið í hinu glórulausa auð-
magni að ráðamenn féllust meira
að segja á að byggja tónlistarhús.
En jafnvel þá – í miðju auðæðinu
þegar menn vildu eyða peningum
í bara einhverja vitleysu – jafnvel
þá sáu ráðamenn og peningafurst-
ar ekki alveg hvers vegna ætti að
reisa tónlistarhús sem væri bara
tónlistarhús – bara til að njóta tón-
listar – bara fyrir þær tugþúsund-
ir Íslendinga sem stunda tónlist
og njóta hennar – nei: þetta varð
að vera tónlistar- og ráðstefnuhús.
Með glerhjúp.
Það bráðvantaði tónlistarhús.
Sal þar sem sinfónían gæti leik-
ið og önnur tónlist notið sín – þótt
Kópavogur bjóði upp á hinn ágæta
Sal þá hentar hann eingöngu fyrir
smærri sveitir, og þar er ekki
hægt að setja upp óperur. Reynd-
ar kom á daginn að ekki var pláss
í tónlistarhúsinu væntanlega fyrir
óperur – fyrir öllum ráðstefnun-
um.
Svo var hafist handa af hinum
heimskunna íslenska dugnaði.
Þegar maður gúglar „tónlistar-
hús“ fær maður svona fréttir:
„Tónlistarhúsið – stærsti steypu-
dagur Íslandssögunnar.“
Þetta er fyrirsögnin á frétt frá
19. apríl árið 2007 og er að finna
á vef ÍAV sem er skammstöfun
Íslenskra aðalverktaka. Í fréttinni
segir:
„Ein stærsta steypa Íslandssög-
unnar hófst eldsnemma að morgni
sumardagsins fyrsta, þegar
steypubílar BM – Vallár byrj-
uðu að losa fyrstu rúmmetrana af
steypu í grunn tónlistar- og ráð-
stefnuhússins við austurhöfnina
í Reykjavík. Steyptur var stærsti
hluti botnplötunnar en í þennan
áfanga fóru um 2.300 rúmmetrar
eða um 5.700 tonn, sem jafngild-
ir steypu í um 120 einbýlishús.
Í verkið þurfti nærri 300 farma
fulllestaðra 8 rúmmetra steypu-
bíla og kláraðist það á ellefu
klukkustundum.
ÍAV eru með mörg stórverk-
efni í framkvæmd, langstærsta
verkefnið er þó Austurhafnar-
verkefnið svokallaða á um 60.000
fermetra svæði sem teygir sig
frá Ingólfsgarði að Lækjartorgi.
Byggingamagn svæðisins alls er
um 200 þúsund fermetrar en tón-
listar- og ráðstefnuhúsið sjálft er
um 24 þúsund fermetrar.“
Það vantaði tónlistarhús. Við
fengum stærstu steypu Íslands-
sögunnar. Með glerhjúp.
Hvað er auður og afl og hús
Hvað er þetta eiginlega með
Íslendinga og hús? Það er svo
margur Bjarturinn sem reist
hefur sitt alltof stóra hús án þess
að huga að því hvort nokkur jurt
vex í „þinni krús“ – gleymt aðal-
atriðinu en hamast þeim mun
meir við að steypa. Er ekki dugn-
aður annars ofmetnasta dyggðin
á Íslandi? Við höfum ótal dæmi
um félagasamtök sem hafa upp-
lifað það að ströggla árum saman
við að afla fjár til húsbyggingar
undir starfsemi sína – og þegar
svo húsið er loks risið er eins og
allt deyi inni í kaldri, grárri og
dugnaðarlegri steypunni. Því sé
dugnaður ofmetnasta dyggðin hér
á landi þá er steypa ofmetnasti
efniviðurinn.
Annaðhvort er ekkert hús – eða
stærsta steypa Íslandssögunnar.
Það vantaði tónlistarhús. Og við
fengum þessa monthrúgu þarna á
hafnarbakkanum. Með glerhjúp.
Ríkisstjórnin sem náð hefur að
vera farsælli í störfum sínum en
nokkur fyrri ríkisstjórn í manna
minnum og borgarstjórnin ætla að
sjá til þess að tónlistarhúsið rísi.
Það er lofsvert. En ættum við ekki
að láta slíkt hús snúast um tón-
list? Gleyma þessu ráðstefnu- og
World-trade-center-bulli og ein-
beita sér að tónlistinni. Ráðstefn-
ur geta farið fram í bíóum og búll-
um, kirkjum og íþróttahúsum en
hins vegar vill svo furðulega til að
það vantar tónlistarhús.
Mesta steypan
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Tónlistarhúsið
UMRÆÐAN
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um
jöfnunaraðgerðir
Konur hafa frá stofnun lýðveldisins verið færri á þingi en karlar. Í dag eru 23
konur á þingi en 40 karlar. Í sveitarstjórn-
um er hlutfall kvenna svipað, eða um 36%.
Ekki er staðan betri í atvinnulífinu. Á
athafnaárinu 2007 voru aðeins 8% stjórn-
arsæta skipuð konum í 100 stærstu fyrir-
tækjum landsins. Það hallar því verulega á konur
við stjórnun landsins. Óhætt er að fullyrða að ekki
er um tilviljun að ræða, heldur kerfislægt óréttlæti
í samfélaginu. Þegar hugmyndir um aukið persónu-
kjör til Alþingis eru skoðaðar er því ástæða til að
spyrja hvort við séum nógu langt komin í jafnréttis-
málum til að valda því að velja kynin jöfnum hönd-
um með slíkum aðferðum.
Af illri nauðsyn hafa þeir stjórnmálaflokkar sem
láta sig þessi mál varða beitt sértækum aðgerðum
eins og fléttulistum og kynjagirðingum í prófkjör-
um til að bregðast við þeim lýðræðisvanda sem
skertur hlutur kvenna í stjórnmálum er.
Markmiðið hlýtur þó alltaf að vera að leggja
slíkar aðgerðir af, þegar árangri er náð.
Engin rök eru fyrir því að slíkar aðgerð-
ir virki í báðar áttir þ.e. lyfti einnig körlum.
Nái konur meiri árangri en karlar í próf-
kjörum á einstaka framboðslistum, ber að
fagna því. Slíkur árangur kvenna kemur þá
til, þrátt fyrir kerfislægt óréttlæti. Engin
rök eru fyrir því að færa karla upp fyrir
konur í slíkum tilvikum, þar sem ekkert
kerfislægt óréttlæti hamlar framgangi
karla og möguleikum þeirra til áhrifa í samfélaginu.
Kjördæmaskipting landsins er svo sjálfstætt
vandamál í jafnréttismálum þar sem karlar raða sér
að jafnaði í örugg sæti hringinn í kringum landið
og konum oftar en ekki skipað í „baráttusætin“ sem
enda flest sem varaþingmannssæti. Það er því áleit-
in spurning hvort nauðsynlegt sé að gera landið að
einu kjördæmi til að jafnvægi náist milli kynjanna á
Alþingi. En þar til óréttlætinu hefur verið útrýmt og
jöfnum hlutföllum kynjanna er náð, eiga jöfnunarað-
gerðir, sé þeim beitt, aðeins að virka í eina átt. Í átt
til kvenfrelsis. Höfundur er borgarfulltrúi.
Óþolandi óréttlæti
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR