Fréttablaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Maðurinn minn ættleiddi þennan
sófa fyrir fáeinum árum, sem þá
var í reiðileysi vegna plássleysis
á öðrum stað,“ segir Elsa Nielsen,
grafískur hönnuður og listmálari,
þar sem hún kúrir uppi í sláandi
flottum anítksófa með hvítu leð-
uráklæði.
„Sófinn kemur frá ömmu manns-
ins míns; Línu í Lindarbrekku.
Þetta er aldargömul mubla sem
henni hlotnaðist frá Danaveldi,
en amma Lína var mikill fagur-
keri og hennar ær og kýr að hafa
fínt í kringum sig. Þannig var hún
fastagestur hjá bólstrurunum á
Langholtsvegi því hún var sífellt
að breyta til og bólstra húsgögn
upp á nýtt,“ segir Elsa sem fyrst
naut sófans í antíkbleiku, en þá var
áklæðið orðið lúið og gormakerf-
ið ónýtt.
„Þegar við fluttum svo í nýtt
hús á Nesinu skapaðist loks nóg
pláss fyrir sófann að njóta sín sem
skyldi, svo við tókum 2007-pakk-
ann á hann og bólstruðum upp á
nýtt, ásamt tveimur stólum í stíl.
Áður hafði sófinn verið bannaður
börnum upp á klíning í áklæðið að
gera, en nú þolir hann allt, enda
auðvelt að strjúka af leðrinu.“
Elsa segist aldrei finna öfund
út í sófann fína, því aðrir í fjöl-
skyldunni hafi einnig erft sitt-
hvað af gersemum ömmu Línu.
„Hins vegar þykir dætrum hennar
gott að sjá augnayndi móður sinn-
ar lifa í stofunni okkar og setjast
þar alltaf saman þegar þær gleðja
okkur með heimsóknum sínum.
Okkur þykir líka ósköp vænt um
þetta fágæta sófasett og víst að
það mun fylgja okkur um ókomna
tíð,“ segir Elsa sem margir muna
eftir sem helstu badmintonstjörnu
þjóðarinnar, en Elsa er margfald-
ur Íslandsmeistari og fór með bad-
mintonspaðann á Ólympíuleikana
fyrir Íslands hönd árin 1992 og
1996.
„Ég er aðeins farin að spila aftur
með gömlu landsliðsmönnunum og
hef tvisvar keppt í tvíliðaleik og
tekið titil að undanförnu. Það er
óneitanlega voða gaman.“
thordis@frettabladid.is
Dönsk antík ömmu Línu
Í fórum Íslendinga finnst margt forvitnilegt og fagurt, eins og aldargamall danskur sófi sem varla á sér
annan líkan en frískar nú upp á gleði áhorfenda sinna og sessunauta í sjaldgæfni sinni og stórkostleik.
Elsa Nielsen í sófanum gullfagra. Málverkið er eftir hana sjálfa, en verk hennar eru seld í Gallerí List og verða meðal annars á
afmælissýningu Stígamóta 8. mars. Rauða kjólinn saumaði Elsa sjálf, sem getur illa setið auðum höndum eftir að badminton-
spaðanum sleppti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BORÐSKRAUT gerir veisluborðið alltaf enn þá
glæsilegra en gaman getur líka verið að skreyta
borðið annað slagið fyrir fjölskylduna. Heima tilbúið
borðskraut þarf ekki að vera flókið og jafnvel yngstu
fjölskyldumeðlimirnir geta lagt sitt af mörkum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og
við flest þekkjum hana, fararstjóri
Bændaferða, verður á skrifstofu
Bændaferða mánudaginn 23. febrúar til
föstudagsins 27. febrúar frá kl. 9.00 -
16.00. Hún mun kynna sínar ferðir og
svara spurningum, svo það er alveg
upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta
Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar.
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Hófý, fararstjóri Bændaferða
verður á skrifstofunni 23. - 27. febrúar
Bændaferðir • Síðumúla 2
Alla þriðjudaga
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...