Fréttablaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 30
22 23. febrúar 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. eyðast, 6. hróp, 8. átti heima, 9. gilding, 11. belti, 12. erfiði, 14. dans, 16. kallorð, 17. blundur, 18. ennþá, 20. mun, 21. faðmur. LÓÐRÉTT 1. mats, 3. í röð, 4. kassabók, 5. tæki, 7. skothylki, 10. hyggja, 13. bókstafur, 15. engi, 16. er með, 19. ónefndur. LAUSN „Þetta er vefsíða fyrir okkur hin, okkur sem urðum eftir og verð- um að nota eitthvað annað en krónuna til að versla,“ segir Axel Valdimar Gunnlaugsson, stofn- andi vefsíðunnnar samlagid.is, sem vakið hefur mikla athygli. Síðan er glæný, fór í loftið fyrir mánuði síðan, en hugmyndin kviknaði þegar allt fór fjandans til undir lok síðasta árs. „Þetta byrjaði bara sem grín en svo vatt þetta fljótlega upp á sig og í dag eru þúsund skráðir notendur,“ segir Axel en svo skemmtilega vill til að meirihluti notenda eru konur. Og alltaf bætast nýir með- limir í hópinn, tuttugu til þrjátíu á hverjum degi. „Þetta byrjaði allt í miklu bríaríi, kannski er besta dæmið um það að þarna var flokkur sem hét þjónustustörf og þar hafði einn auglýst eftir seðla- bankastjóra. Ég fjarlægði þá aug- lýsingu enda vildi ég ekki styggja sjálfstæðismenn.“ Hugmyndin hjá Axel er sú að menn geti skipt á hinum og þess- um hlutum og þannig átt hálf- gerð vöruskipti á netinu. „Þarna inni eru til að mynda iðnaðar- menn sem eru reiðubúnir til að vinna fyrir unna kjötvöru,“ segir Axel. Önnur auglýsing er frá ein- hverjum í fæðingarorlofi sem vill vinna sér inn smá aur. „Ég hef nægan tíma,“ skrifar umrædd- ur aðili. Í þeirri þriðju er auglýst eftir einhverjum handlögnum sem getur gert við bílinn hans, tímareimin sé biluð. Axel segir að skömmu eftir að síðan fór í loftið hafi fulltrúar ríkisskattstjóra hringt og efast um lögmæti þjónustunnar. „Þetta er bara svona svipað og ef tveir menn hittast á Austurvelli og ákveða að eiga viðskipti. Land- eigandinn verður þá ekki skatt- skyldur,“ útskýrir Axel. Axel starfar sem tæknilegur arkitekt hjá Símanum og sinnir þeirri vinnu á daginn. „Það er svona stjórnunarstarf, ég fæ síðan alla útrás sem ég þarf á síðunni,“ segir Axel og hlær. Hann upplýsir að enn eigi eftir að koma skemmtilegar viðbætur en þeir sem eru með Facebook geta meðal annars nýtt sér síðuna. „Ef einhver skrifar athugasemd þá fær hann hana senda með tölvu- pósti. Ég ætla að reyna að bæta þetta kerfi þannig að viðkomandi fái líka sms-skilaboð þegar ein- hver sýnir viðbrögð við auglýs- ingunni,“ útskýrir Axel en þess má geta að öll þjónusta er ókeyp- is, það eina sem fólk þarf að gera er að skrá sig sem notendur á síð- una. freyrgigja@frettabladid.is AXEL VALDIMAR: SAMLAGIÐ SLÆR Í GEGN Á NETINU Vöruskipti á netinu það sem koma skal í kreppunni ÓKEYPIS SÍÐA Samlagid.is er hugarsmíð Axels Valdimars en þar getur fólk skipst á hinum og þessum hlutum og þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég var alveg eyðilagður þegar hann brotnaði í flutningunum,“ segir tónlistarmaðurinn KK, sem bíður spenntur eftir að endurheimta forláta Martin- gítar sinn sem hefur undanfarna mánuði verið fast- ur í New York. Gítarinn, sem er handsmíðaður af gerðinni D-35, skemmdist í flutningum síðsumars í fyrra og sendi KK hann þá út til Martin-verksmiðjunnar í New York til viðgerðar með dyggri aðstoð Tónastöðv- arinnar. Vegna mikils frosts í stórborginni hafa starfsmenn verksmiðjunnar ekki þorað að senda gít- arinn til Íslands og hefur hann því setið þar fastur í marga mánuði. „Þeim er svo annt um hljóðfærin að þeir senda þau ekki fyrr en sendingarleiðin er orðin örugg,“ segir KK og kann vel að meta þessi vönduðu vinnubrögð. Hann er engu síður orðinn óþolinmóður að fá gítarinn í hendurnar, enda hefur hann samið öll sín bestu lög á hann, þar á meðal Vegbúann. Vegna viðgerðarinnar sá KK sig tilneyddan til að kaupa sér nýjan Martin sem hann ætlaði síðan að selja en telur nú ólíklegt að svo verði. Þar með á hann fimm Martin-gítara í glæsilegu safni sínu. „Þetta eru bestu gítarar í heimi,“ segir hann og nefnir Johnny Cash, Bob Dylan og Woody Guthrie sem dygga Martin-aðdáendur í gegnum tíðina. KK er sérlega ánægður með liðlegheit Tónastöðv- arinnar í málinu. „Þeir komu mér á framfæri því það er erfitt að fá gítara uppgerða hjá Martin. Þeir eru með góð sambönd og kannski sögðu þeir að ég væri frægur á Íslandi,“ segir hann og glottir. Von- ast hann til að endurheimta gítarinn á næstu dögum eftir langa og erfiða bið. - fb Gítar KK frystur í New York KK Tónlistarmaðurinn KK bíður spenntur eftir að endurheimta Martin-gítar sinn frá New York. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Maður er eiginlega bara skelfingu lostinn, ekkert annað. Þetta er mjög slæmt fyrir fólk í mínum bransa,“ segir Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, innanhússarkitekt hjá AVH. Í frétt- um Sjónvarpsins á fimmtudags- kvöld var greint frá því að lífsstíls- og hönnunar- búðinni Saltfélaginu hefði verið lokað og að til stæði að loka Habitat sem löngum hefur verið þekkt fyrir smekk- legar innanhússvör- ur. „Ég myndi nú kannski ekki segja að góðærinu væri formlega lokið. En vissulega á þetta eftir að gera fagurkeranum erfitt fyrir að nálgast flottar hönnunar- vörur,“ segir Arnar Gauti Sverr- isson, framkvæmdastjóri GK og fyrrum stjórnandi lífsstílsþáttarins Innlit/útlit. Hann viðurkennir hins vegar að þetta hafi kannski verið komið út í svolítið rugl, sér í lagi verðið. Í sama streng tekur fyrr- um samstarfskona hans, Nadia Banine. „Það er alltaf sorglegt þegar maður hefur úr minna að velja. Saltfélagið hefur verið svolítið sér á báti með sínar vörur en það að verið sé að loka Habitat er skelfilegt. Þar var hægt að nálgast mjög smekkleg- ar vörur á viðráðanlegu verði,“ segir Nadia. „Von- andi verður þetta hins vegar til þess að fólk líti sér nær og kaupi jafnvel frekar íslenska hönnun.“ Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, hefur starfrækt sína versl- un í yfir þrjátíu ár. Og ekki er að sjá að það sé neitt fararsnið á honum þrátt fyrir erfitt árferði. Eyj- ólfur segist hóflega bjartsýnn á fram- haldið. „Við höfum nánast aldrei greitt út arð í þessu fyrir- tæki, höfum eytt öllum okkar pening- um í fyrir tækið og hönnunina. Auðvitað er það sorglegt ef það fækkar í þessum bransa, maður getur bara ekkert annað sagt.“ - fgg Fagurkerar bíða skipbrot eftir góðærið SORGLEGT Arnar Gauti og Nadia Banine segja það vera sorglegt að sjá á eftir Habitat og Saltfélaginu. SKELFILEGT Jóhanna Kristín Ólafsdóttir innan- hússarkitekt segir þetta eiga eftir að þrengja hringinn hjá sér. „Ég er bara rosalega stolt af henni og vissi alltaf að hún myndi ná langt. Ég treysti henni fyrir allri þessari athygli sem fylgir þessu, sem er bæði jákvæð og neikvæð, og veit að hún á eft- ir að standa sig vel í Moskvu.“ Margrét Steindórsdóttir um dóttur sína Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Moskvu í maí. LÁRÉTT: 2. mást, 6. óp, 8. bjó, 9. mat, 11. ól, 12. streð, 14. rúmba, 16. hó, 17. mók, 18. enn, 20. ku, 21. fang. LÓÐRÉTT: 1. dóms, 3. áb, 4. sjóðbók, 5. tól, 7. patróna, 10. trú, 13. emm, 15. akur, 16. hef, 19. nn. A u g lý si n g as ím i – Mest lesið Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag er lögmaðurinn Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson með mörg mál í gangi á hendur Birtíngi. Og virðist nokkuð ágengt. Hæstirétt- ur Íslands hefur hafnað beiðni lögmanna Birtíngs um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem útgáfufélagið Birtíngur og blaðamaður- inn Atli Már voru dæmd til refsingar og til þess að greiða Ingu Birnu Dungal skaða- bætur vegna ólögmætrar birtingar Séð og heyrt á myndum Ingu Birnu af leikstjóranum Quentin Tarantino. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er þannig endanlegur og því verða Birtíngur og Atli Már að greiða Ingu Birnu skaðabætur og málskostnað. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson telur þessa niðurstöðu án efa lofa góðu fyrir mál sem verður flutt í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur og er svipaðs eðlis. Um er að ræða samkynja mál sem Ívar Örn Þórhallsson, sonur Ladda, höfðaði á hendur Birtíngi vegna myndastuldar af vefsvæði hans, en myndirnar voru birtar í Séð og heyrt undir yfirskriftinni „Hommi á Barnalandi“. Ívar höfðaði meiðyrðamál á hendur blaðamanni og Eiríki Jónssyni, ritstjóra Séð og heyrt, vegna þeirra ummæla. Sverrir Stormsker er snúinn aftur til Asíu þar sem hann dvaldi fyrir nokkrum árum. Að sögn Sverris er talað um Íslendinga í asískum fjölmiðlum sem „einhverja spilltustu, óheið- arlegustu og heimskustu þjóð sem sögur fara af“. Eins gott að Sverrir er mættur til að redda málunum. - jbg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Þremur milljörðum króna. 2. Steve Cosser. 3. Atli Örvarsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.