Fréttablaðið - 23.02.2009, Qupperneq 2
2 23. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
ÁLFTANES Framkvæmdir standa nú
yfir við nýja sundlaug á Álftanesi,
en skóflustunga var tekin af henni
í desember árið 2007. Reiknað
er með að hún opni í vor. Fram-
kvæmdir voru vel á veg komnar
þegar efnahagskreppan skall á,
en Kristín Fjóla Bergþórsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Álftaness,
segir að ekki hafi verið um annað
að ræða en að halda þeim áfram.
„Þetta er mjög glæsileg laug
og kostar þar af leiðandi nokk-
uð mikið. Við vonum hins vegar
að hún verði rós í hnappagatið
fyrir sveitarfélagið og geti dregið
hingað fólk.“ Við laugina verður
lengsta rennibraut landsins, 80
metra löng, en hún er 10 metrar á
hæð. Þar verður einnig öldulaug
og segir Kristín að kajakræðar-
ar muni geta æft sig þar. „Við
vonumst til að þetta verði eins
og í vatnagörðum sem við sjáum
erlendis,“ segir Kristín.Kostnað-
ur við sundlaugina er í kringum
730 milljónir að sögn Kristínar
Fjólu, þá á þó eftir að uppreikna
hann. - kóp
Ný sundlaug á Álftanesi verður tekin í notkun í vor:
Lengsta rennibraut landsins
RENNIBRAUTIN Tíu metra há og 80 metra löng rennibraut er nú að rísa við nýja
sundlaug á Álftanesi. Verkið kostar um 730 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KÍNA, AP Að minnsta kosti 74
námaverkamenn voru í gær tald-
ir af eftir að gassprenging varð
í kolanámu í borginni Gujiao í
norðurhluta Kína í gær. Öryggis-
mál höfðu fram að slysinu verið í
góðu lagi hjá námunni.
Talið er að 436 námaverka-
menn hafi verið í námunni þegar
sprengingin varð. Í það minnsta
114 slösuðust í sprengingunni.
Einhverjir lokuðust inni í nám-
unni, en þeim hafði öllum verið
bjargað í gærkvöldi.
Ástand öryggismála í kínversk-
um námum hefur sætt harðri
gagnrýni undanfarið og hafa kín-
versk stjórnvöld ítrekað lofað
úrbótum. - bj
Gassprenging í kolanámu:
Í það minnsta
74 taldir af
NÁMASLYS Björgunarmenn náðu í gær
til starfsmanna sem lokast höfðu inni
við sprenginguna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Magnús, er gullöld hjá þér
núna?
„Já, og líka hjá þeim sem koma
með gullið sitt og fá góðan pening
fyrir.“
Magnús Steinþórsson gullsmiður býðst
til að kaupa gull af fólki fyrir eitt þúsund
krónur grammið. Mikið hefur verið að
gera hjá honum síðan Fréttablaðið fjall-
aði um málið.
Enn í öndunarvél eftir slys
Önnur af konunum tveimur sem
lentu í alvarlegu vinnuslysi í Kartöflu-
verksmiðjunni í Þykkvabæ á föstudag
var útskrifuð af gjörgæslu í gær. Hinni
er áfram haldið sofandi í öndunarvél,
en líðan hennar er stöðug að sögn
læknis á Landspítalanum.
SLYS
EFNAHAGSMÁL Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra segist ekki
hafa stífar skoðanir á eignarhaldi
útlendinga á íslenskum bönkum.
Hann gerir þó þá kröfu að hér
verði einn banki í eigu þjóðarinn-
ar. Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins, sagði í viðtali við Fréttablaðið
á laugardag að réttast væri að
erlendir kröfuhafar eignuðust
hlut í íslensku bönkunum.
„Það er alveg ljóst að í eigu
okkar landsmanna þarf að vera
banki og það var nokkuð sem við
lögðum áherslu á á sínum tíma; að
hér væri raunveruleg kjölfesta í
fjármálalífinu í íslenskum þjóðar-
banka. Það finnst mér vera mál
málanna, ekki það hvort útlend-
ingar eiga eða reki bankana,“
segir Ögmundur. Hann segir líka
mikilvægt að farið verði eftir
reglugerðarverki um aðskilnað
fjárfestingar- og viðskiptabanka.
Össur segist sammála Sig-
mundi. „Í þessu, eins og svo mörgu
öðru, fara skoðanir formanns
Framsóknar flokksins saman við
viðhorf utanríkisráðherra. Ég tel að
það gæti verið æskilegt að erlend-
ir kröfuhafar eignist hlut í bönk-
unum. Um leið þá eignast þeir líka
hlutdeild í væntanlegum ávinningi
og það mundi aðstoða við endur-
fjármögnun þeirra og opna aftur
lánstraust erlendis.
Þetta er þess vegna kostur sem ég
er reiðubúinn að skoða út í hörg ul,
hvort sem er í ríkisstjórn með Fram-
sóknarflokknum eða ekki.“ - kóp
Ekki andstaða við erlent eignarhald á hluta íslensku bankanna:
Hér verði einn þjóðarbanki
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
Ferðamaður lést eftir árás
Frönsk kona lést eftir að maður henti
handsprengju inn á markað í mið-
borg Kaíró í Egyptalandi í gær. Sautj-
án til viðbótar slösuðust í spreng-
ingunni, flestir erlendir ferðamenn.
Árásarmaðurinn slapp af vettvangi, og
hafði ekki fundist í gærkvöldi.
EGYPTALAND
BERLÍN, AP Herða þarf reglur og
eftirlit með fjármálakerfi heims-
ins, þar með talið vogunarsjóðum,
og með þeim fjárfestum sem þar
starfa, að mati leiðtoga nokkurra
helstu Evrópuríkja, sem funduðu
í Berlín í gær.
Í yfirlýsingu sem gefin var út að
loknum fundi leiðtoga Bretlands,
Frakklands, Þýskalands, Ítalíu,
Lúxemborgar, Spánar, Hollands
og Tékklands kemur fram að leið-
togarnir hafi náð saman um sjö
lykilatriði til að stuðla að stöðugra
fjármálakerfi.
„Við þurfum að senda skýr skila-
boð og grípa til afgerandi aðgerða
til að efla á ný traust á fjármála-
mörkuðum og leiða heiminn í átt
til vaxtar og aukinna atvinnutæki-
færa,“ sagði Angela Merkel Þýska-
landskanslari að fundi loknum.
Ekki verður upplýst um smáat-
riði samkomulagsins fyrr en það
hefur verið kynnt leiðtogum ann-
arra Evrópusambandsríkja. Þar
kom þó fram vilji leiðtoganna til
að skylda banka til að eiga stærri
varasjóði til að bregðast við erfið-
um aðstæðum.
Eftir fundinn kom fram í máli
Merkel að leiðtogarnir vildu
styrkja Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn, og væru sammála um að ríki
heims þyrftu að tvöfalda framlög
sín til sjóðsins. Full þörf væri á
því til að hann gæti hjálpað ríkj-
um heims þegar þau lentu í fjár-
hagslegum erfiðleikum.
„Nýtt regluverk væri merk-
ingarlaust ef það felur ekki í sér
refsiaðgerðir gegn skattaparadís-
um,“ sagði Nicolas Sarkozy, forseti
Frakklands, að fundi loknum.
Hann sagði Evrópulönd nú
vinna að lista yfir þekkt skatta-
skjól. Þá sé unnið að undirbúningi
refsiaðgerða sem kunni að verða
beitt gegn þeim haldi þau áfram
að stunda það sem hann kall-
aði ábyrgðarlausa fjármálastarf-
semi.
Þau atriði sem samkomulag
var um á fundinum í gær verða
grunnur að viðræðum leiðtoga 20
stærstu hagkerfa heims, G20, í
London í byrjun apríl.
Reiknað er með því að Barack
Obama, forseti Bandaríkjanna,
sitji fundinn í London. Bandaríkin
og Bretland beittu sér gegn Merk-
el þegar hún vildi efla regluverk
á fjármálamarkaði fyrir tveimur
árum. brjann@frettabladid.is
Vilja refsiaðgerðir
fyrir skattaskjólin
Leiðtogar stærstu Evrópuríkjanna styðja breyttar reglur fyrir fjármálakerfið.
Þeir vilja tvöfalda fjárframlög til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nýjar reglur hefðu
litla þýðingu verði þekktum skattaskjólum ekki refsað segir forseti Frakklands.
RÆDDU FJÁRMÁLAKREPPUNA Angela Merkel þýskalandskanslari ræddi regluverk
í kringum fjármálastarfsemi í Evrópu við aðra leiðtoga Evrópuríkja, þar á meðal
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands (til
vinstri) í Berlín í gær. NORDICPHOTOS/AFP
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
STJÓRNMÁL Björn Bjarnason, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, gefur
ekki kost á sér til þings í vor.
Björn hefur setið á þingi síðan
1991. Hann var menntamálaráð-
herra 1995-2002 og árið 2003 varð
hann dóms- og kirkjumálaráð-
herra. Björn rifjar upp feril sinn
á heimasíðu sinni. Þar minnist
hann á þegar hann laut í lægra
haldi fyrir Guðlaugi Þór Þórðar-
syni í prófkjöri. „Ég hef aldrei,
hvorki fyrr né síðar, vitað eins
mikið á sig lagt við að ná sæti á
lista.“ - kóp
Átján ára þingferli lokið:
Björn ætlar
ekki í framboð
ÁSTRALÍA, AP „Við rísum saman
með von úr ösku örvæntingarinn-
ar,“ sagði Kevin Rudd, forsætis-
ráðherra Ástralíu, þegar hann
minntist fórnarlamba gríðarlegra
skógarelda í landinu undanfarið.
Haldnar voru minningarathafn-
ir í borgum og bæjum Ástralíu í
gær þar sem sýnt var beint frá
minningarathöfn í Melbourne.
Yfir 200 létust í skógareldunum.
„Við höfum misst mæður og
feður, ömmur og afa. Við höfum
misst bræður, systur, syni dætur
og minnstu ungabörn,“ sagði
Rudd. „Engin orð geta hughreyst
okkur á slíkri harmastundu.“ - bj
Minntust fórnarlamba elda:
Von úr ösku
örvæntingar
SORGARSTUND Margir sem viðstaddir
voru athöfnina komust við þegar þeir
minntust þeirra sem létust í skógareld-
unum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRETLAND, AP Ferðamenn í Bret-
landi þurfa að gæta sín sérstak-
lega framvegis að taka ekki ljós-
myndir af lögregluþjónum, sem
þeir kynnu að rekast á á förnum
vegi.
Í nýjum lögum um hryðju-
verkavarnir, sem tóku gildi í
Bretlandi í síðustu viku, er nefni-
lega strangt bann lagt við því að
ljósmyndir séu teknar af bresk-
um lögregluþjónum eða hermönn-
um.
Um 200 atvinnuljósmyndarar
söfnuðust saman fyrir utan höfuð-
stöðvar lögreglunnar í London
fyrir helgi til að mótmæla lögun-
um. - gb
Aðgát í nærveru löggu:
Harðbannað að
taka ljósmyndir
SPURNING DAGSINS