Fréttablaðið - 23.02.2009, Síða 8
8 23. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
AÐALFUNDUR
ICELANDAIR GROUP HF. 2009
DAGSKRÁ:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu
endurskoðenda lagður fram til staðfestingar
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs
4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar
6. Kosning stjórnar félagsins
7. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfyrirtækis)
8. Starfskjarastefna
9. Önnur mál löglega fram borin
Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til stjórnar félagsins, aðalskrifstofu á
Reykjavíkurflugvelli, skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal
greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf,
önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl
við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem
eiga meira en 10% í félaginu.
Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum skal ósk hans
komið skriflega til aðalskrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund.
Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis
viku fyrir fundinn, en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á
fundarstað.
Stjórn Icelandair Group hf.
Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn mánudaginn 2. mars 2009
kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
4
5
2
6
1
0
2
/0
9
UMHVERFISMÁL „Sólheimajökull var
í haust 134 metrum styttri en árið
áður og hefur aldrei frá því mæl-
ingar hófust 1930 beðið annað eins
afhroð á einu ári,“ segir Oddur Sig-
urðsson í Fréttabréfi Jökla rann-
sóknarfélags Íslands.
Í grein sinni í fréttabréfinu segir
Oddur jökla landsins stöðugt hopa
og gerir grein fyrir niðurstöðum
mælinga síðasta haust.
„Jöklar styttust á 37 mælistöðv-
um, fimm gengu fram og einn stóð í
stað. Jafnt og þétt gengur á jöklana
og þeir eru nú vandfundnir sem
standa framar en þeir gerðu fyrir
fjórum öldum. Hvarvetna birtist
nú undan jöklunum land sem menn
hafa ekki séð síðan í kaþólskum
sið,“ segir í grein Odds.
Samkvæmt Oddi styttist Stein-
holtsjökull mest allra jökla milli
ára eða um heila 387 metra. „Það
kemur til af því að aurþakin rönd
í mælingarlínu hefur ekki getað
bráðnað eins og aðrir hlutar jök-
ulsins. Nú hefur röndin slitnað
frá og skilar þá allt sér á eðlilegra
ról.“
Örfáir jöklar sækja í sig veðrið.
Meðal þeirra eru Skeiðarárjök-
ull og Heinabergsjökull. Einnig
Reykjafjarðarjökull en það eru þó
aðeins taldar dauðateygjur fram-
hlaups því sjálfur jökulsporðurinn
sé að rýrna. - gar
Land sem ekki hefur sést síðan í kaþólskum sið birtist undan hopandi jöklum:
Sólheimajökull geldur afhroð
SÓLHEIMAJÖKULL Styttist um 134 metra
milli ára samkvæmt mælingum í fyrra-
haust. MYND/ODDUR SIGURÐSSON
DÓMSMÁL Karlmaður sem dæmdur
var í desember í átta ára fangelsi í
Héraðsdómi Suðurlands fyrir gróf
kynferðisbrot, til margra ára, gegn
stjúpdóttur sinni, hefur áfrýjað
dómnum til Hæstaréttar. Gert er
ráð fyrir að dómur þar gangi ekki
fyrr en í haust, að því er Frétta-
blaðinu hefur verið tjáð.
Þetta mun vera þyngsti
kynferðis brotadómur sem gengið
hefur hér á landi samkvæmt upp-
lýsingum sem Fréttablaðið aflaði
sér. Maðurinn sætti ekki gæslu-
varðhaldi, hvorki við rannsókn
né dómsmeðferð og ekki eru laga-
skilyrði til að úrskurða hann í
gæslu varðhald á þessu stigi máls.
Þá er ekki hægt að láta hann hefja
afplánun á héraðsdómi sem hefur
verið áfrýjað enda liggur ekki
fyrir endanlegur dómur um sekt
eða sýknu viðkomandi.
Maðurinn sem um ræðir hóf að
níðast á stjúpdóttur sinni þegar
hún var fimm ára með káfi og
þukli. Þegar hún var ellefu til fjór-
tán ára hafði hann við hana kyn-
ferðismök tvisvar til þrisvar í viku
um allt að fjögurra ára skeið.
Maðurinn var í héraðsdómi, auk
fangelsisrefsingarinnar, dæmdur
til að greiða stúlkunni þrjár millj-
ónir króna í miskabætur. - jss
LITLA-HRAUN Héraðsdómur Suðurlands á Selfossi dæmdi karlmann í átta ára fang-
elsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.
Kynferðisbrotamaður gengur laus:
Þyngsta dómi
sögunnar áfrýjað
DÓMSMÁL Maður um tvítugt
hefur verið ákærður af Ríkis-
sak sóknara fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás.
Maðurinn veittist með hnífi að
öðrum manni að morgni nýárs-
dags 2009. Hann stakk fórnar-
lambið í andlitið með þeim
afleiðingum að maðurinn hlaut
skurðsár á milli nasanna. Þá
stakk árásarmaðurinn hinn
einnig í bakið. Af því hnífslagi
hlaut fórnarlambið skurð við
vinstra herðablaðið.
Atvikið sem um ræðir átti sér
stað við verslunina 10-11 við Lág-
múla í Reykjavík. - jss
Ríkissaksóknari ákærir:
Stakk með
hnífi í andlit
1. Hvað eyddu Íslendingar
miklu í fæðubótarefni á síðasta
ári?
2. Hvað heitir ástralski fjárfest-
irinn sem hefur lagt inn tilboð í
Morgunblaðið?
3. Hvaða íslenski tónlistar-
maður var tilnefndur sem
besti nýliðinn hjá alþjóðlegum
samtökum kvikmyndatónlistar-
gagnrýnenda í síðustu viku?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 22
VEISTU SVARIÐ?