Fréttablaðið - 23.02.2009, Side 26

Fréttablaðið - 23.02.2009, Side 26
18 23. febrúar 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Skotland - Ísland Úrval Útsýn stendur fyrir ferð á stórleik Skota og Íslendinga á Hampden Park í Glasgow 1. apríl nk. Um er að ræða beint leiguflug til Glasgow, einnar náttar gistingu á Jurys Inn í miðborginni. Rútuferðir til og frá flugvelli, sem og rútuferð á leikinn sjálfan og til baka að honum loknum. Innifalið: Flug, skattar, gisting í eina nótt með morgunverði, rútur til og frá flugvelli og á leikinn, miði á leikinn og íslensk fararstjórn 66.500,- á mann m.v. tvíbýli Aukagjald f. einbýli 6.000 kr. Bókanir og nánari upplýsingar með tölvupósti tonsport@uu.is eða í síma 585-4000 1. - 2. apríl HANDBOLTI Þetta var góð helgi fyrir meistaraflokkslið Haukanna sem eru bæði í toppsætum N1-deild- anna þegar styttist óðum í lok deildarkeppninnar. Haukastrákarnir komust aftur á toppinn með því að vinna Vals- menn 25-22 í toppslag N1-deildar karla en auk þess að vera nú með eins stigs forustu þá eiga Íslands- meistararnir einnig leik inni á Val. Haukar höfðu nokkra yfirburði í leiknum og voru sex mörkum yfir í seinni hálfleik en Valsmenn náðu að skora þrjú síðustu mörkin í leiknum og laga stöðuna. Þetta var áttundi deildarsigur Hauka sem hafa ekki tapað deild- arleik síðan 5. nóvember. Haukarn- ir fá síðan tækifæri til að auka for- skot sitt í þrjú stig þegar þeir fá botnlið Víkinga í heimsókn á mið- vikudaginn. Haukastelpurnar unnu sinn leik gegn Fylki af öryggi á föstu- dagskvöldið þar sem Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 17 mörk en það voru úrslit laugardagsins sem komu þeim mjög vel. Valur vann Stjörnuna í fyrsta sinn í vetur sem þýðir að Haukar eru nú með þriggja stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir. Sigur Valskvenna var sá fyrsti á Íslandsmeisturum Stjörn- unnar í vetur en áður hafði Garðarbæjarliðið unnið Val fjórum sinnum, oft eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Nú náðu Vals konur að vinna og sýna um leið að þær verða skeinuhættar í komandi úrslitakeppni. Óvæntur stór- sigur HK á úti- velli á móti FH þýðir að það er orðið nokkuð ljóst hvaða lið komast í úrslitakeppn- ina hjá konunum því Fram vann Gróttu 26-23 og er með átta stiga forskot á HK í bar- áttunni um 4. sætið þegar aðeins átta stig eru eftir í pottinum. - óój Stjarnan tapaði fyrir Val í N1-deild kvenna og missti af mjög dýrmætum stigum: Góð handboltahelgi fyrir Hauka ÁTTA MÖRK Kári Kristjánsson skor- aði 8 mörk úr 9 skotum gegn Val. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það var mikil spenna í bikarkeppni FRÍ innanhúss um helgina og á endanum vann FH bikarinn í fyrsta skipti eftir að hafa verið aðeins einu stigi á undan ÍR sem hafði titil að verja. Spretthlauparinn Trausti Stefánsson tryggði sveit FH sigur í boðhlaupinu með góðum lokaspretti. „Það er bara skemmtilegra þegar þetta er svona jafnt. Sigurinn var líka enn þá sætari,“ segir Trausti en það var allan tímann ljóst að þetta yrði hnífjafnt. „Það var búið að gera spá fyrir daginn þar sem okkur var spáð sigri með einu stigi. Svo voru allir á taugum allan dag- inn. Þegar það kom í ljós fyrir boðhlaupið okkar að við værum einu og hálfu stigi á eftir þá krosslögðu menn bara fingur og vonuðu það besta. Við vorum með nákvæmlega sömu sveit á Meistara- móti Íslands og við vorum með gott sjálfstraust eftir að hafa náð að vinna þar. Það lá alveg við að við myndum vinna þetta en stressið var að Fjöln- ismenn yrðu í 2. sæti,“ segir Trausti sem vann einnig báðar sínar greinar. „Ég var sérstaklega ánægður með 60 metra hlaupið því ég náði að bæta mig þar. Ég var ánægður með sigurinn í 200 metra hlaupinu en ég hefði viljað ná betri tíma,“ segir Trausti sem átti því mikinn þátt í að taka bikarinn af ÍR en hann játar því að hann sé ÍR-ingur í húð og hár. „Ég er mikill FH-ingur í frjálsum en að sama skapi er ég ÍR-ingur í öllum hinum greinunum,“ segir Trausti sem skipti yfir í frjálsar úr körfuboltanum fyrir tæpum tveimur árum. „Ég var bara á bekknum í körfunni og það var mjög góð ákvörðun að fara í frjálsar og virkilega gaman að maður hafi uppgötvað það á gamalsaldri að maður ætti að vera í frjálsum en ekki körfubolta. Auðvitað saknar maður alltaf körfunnar og ég vil allavega meina það að ég sé betri körfuboltamaður í dag heldur en áður en ég hætti því ég orðinn miklu meiri íþróttamaður,“ segir Trausti sem er farinn að horfa til utanhússtímabilsins nú þegar öll stóru innanhúss- mótin eru að baki. „Vonandi helst ég heill, næ að bæta mig jafnt og þétt og komast einn daginn á stórmót,“ segir Trausti. TRAUSTI STEFÁNSSON: TRYGGÐI FH BIKARINN Í FRJÁLSUM INNANHÚSS MEÐ LOKABOÐHLAUPSSPRETTINUM FH-ingur í frjálsum en ÍR-ingur í hinum greinunum > Deildarmeistarabikarinn á loft Haukakonur tóku við deildarmeistaratitlinum í kvenna- körfunni í gær þrátt fyrir að Hamar hafi spillt bikar- hátíðinni með því að vinna 54-61 sigur en Haukaliðið var búið að tryggja sér sigur í deildinni fyrir nokkru. Þetta voru óvænt úrslit enda fyrsta deildartap Haukakvenna síðan 19. október. Haukaliðið var búið að vinna fimmtán leiki í röð í Iceland Express- deildinni fyrir leikinn á sama tíma Hamarsliðið hafði tapað öllum átta leikjum sínum á þessu ári og hafði aldrei unnið Hauka í efstu deild. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, tók við bikarnum í leikslok.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.