Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. janúar 1988 Tíminn 5 íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um3.161 enfækkaði um 105álandsbyggðinni: Brottfluttir nópast heim í „Reykjavíkurgóðærið" Hmn mikli aðflutningur fólks erlendis frá er höfuðástæða þess að landsmönnum hefur aðeins þrisvar á síðustu 20 árum fjölgað meira en árið 1987. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru íslendingar rúmlega 247 þúsund þann 1. desember s.l. Fjölgunin á einu ári er talin 3.326 manns, eða 1,36%, en var 0,81% árið áður. Talið er að um 4.100 börn hafi fæðst lifandi og fæddir hafi því verið um 2.500 fleiri en þeir sem létust á árinu. Öll þessi mikla fólksfjölgun og meira til varð hins vegar í Reykjavík og næsta nágrenni hennar, en um beina fólksfækkun varð a hornsins 5. árið í röð. Af þessum3.326 bættust 1.903 við í Reykjavík og samtals 3.161 á höfuðborgarsvæðinu. Þáfjölgaði um 270 manns á Suðurnesjum. Á öðrum landssvæðum samtals varð því um beina 105 manna fækkun að ræða, í stað um 1.400-1.500 manna fjölgun- ar ef landsbyggðin hefði haldið sín- um hlut í fólksfjölguninni. Á Aust- urlandi fækkaði nú fólki í fyrsta sinn í tvo áratugi, um 40 manns. Fólks- fækkun hélt sömuleiðis áfram í öll- um kjördæmum landsins nema Norðurlandi eystra, þarsem fjölgaði um 172. Sú fjölgun varð öll á Akur- eyri og í næsta nágrenni hennar. Af einstökum kaupstöðum og sýslum varð fækkunin á árinu hlut- fallslega mest í: N-lsafjarðarsýslu 4,3% ræða á landssvæðum utan SV- V-Húnavatnssýslu 3,8% N-Þingeyjarsýslu 3,2% Bolungarvík 3% A-Barðastrandarsýslu 2,7% V-Skaftafellssýslu 2,5% Rangárvallasýslu 2,3% Neskaupstað 2,1% og Vestmannaeyjum 2%. Fólksfjölgun yfir landsmeðaltali varð einungis á þessum stöðum utan SV-hornsins: Dalvík 4%, Hveragerði 3,1% ' Blönduósi 3,1% Ólafsfirði 2,9% Þorlákshöfn 2,7% Seyðisfirði 2,2% og Húsavík 1,4%. Landsmönnum hefur fjölgað um tæplega 12 þúsund, eða um 5%, síðustu 5 árin, þ.e. frá 1982. En öll sú fjölgun og meira til hefur orðið á SV-horni landsins. Á þessum 5 árum hefur fólki hins vcgar fækkað sam- tals um rúmlega 500 manns í lands- byggðakjördæmunum utan SV- hornsins, og hlutdeild þeirra því lækkað úr 40,8% niður í 38,3% af heildarfjölda landsmanna. Utan SV- horns landsins búa nú um 94.700 manns, en væru rúmlega 100 þús. ef landsbyggðin hefði haldið sínum hlut í mannfjölguninni frá árinu 1982. Miðað við heila landshluta/kjör- dæmi er fækkunin hlutfallslega mest á Vestfjörðum um 2,5% eða 263 íbúa og voru þeir í fyrra aftur orðnir jafn fáir og árið 1977. í einstökum sýslum er fækkunin mest, 17% í Norður-ísafjarðarsýslu á s.l. 5 árum, um 10% í Austur-Skaftafellssýslu utan Hafnar, um 8% í Norður-Þing- eyjarsýslu og Austur-Húnavatns- sýslu utan Blönduóss, og um 7% í Dalasýslu. Einu staðirnir á lands- byggðinni sem náö hafa fólksfjölgun nokkru umfram landsmeðaltal á þessum 5 árum eru: Blönduós, Sauð- árkrókur, Egilsstaðir, Þorlákshöfn og Hveragerði, þar sem fjölgunin er lang mest, um 200 manns eða nær 16%. -HEI Breskar „stúlkur“ til upphitunar á heimskautsnóttu: Olgar íslenskt karlmannsblóð Hið útbreidda breska dagblað „The People“ birti um helgina frétt um flóðbylgju breskra kvenna sem ríður yfir íslenska fiskvinnslu um þessar mundir. Fréttin segir í stuttu máli frá frostköldum þorski og ástarfuna. „Breskar stúlkur, sem þyrstir í atvinnu, flykkjast til íslands - og hefja hið síðara kalda stríð,“ er upphaf fregnarinnar. Næst skýrir frá köldu viðmóti íslenskra kvenna í garð keppinautanna frá Bretlandi, sem ólíkt þeim íslensku bera heita þrá í brjósti og bræða hvern þann frostköggul sem er að mæta. „Árásin hófst þegar stúlkurnar okkar svifu á braut frá atvinnuleysis- bótum í norðurhluta Bretlands og sóttu um störf í íslenskum frystihús- um, þar sem þær fá vikulega að launum 20 þúsund krónur. Þær hröðuðu sér yfir (til íslands) og fyrr en varði voru þær farnar að ylja norðurlandakörlum á löngum heimskautsnóttum. “ Það var og. Fréttin er jafnvel staðfest með viðtali við bresku „stúlkuna" Pauline Newlove (athygli er vakin á eftirnafni hennar.) Paul- ine kemur frá Hull og er 47 ára gömul. Hún kom eingöngu til ís- lands vegna þeirra peninga sem voru í boði, en „skautaði loks upp kirkju- gólfið við hlið íslendingsins Páls Magnússonar". Flýgur fiskisagan, - en hér skal tekið fram, að sá Páll Magnússon, sem birtist alþjóð á skjánum á hverju kvöldi, er ekki riðinn við þessa nýfundnu ást, frú Newlove. Eftir ■ ,v,e money. She says- Jgts witbout walh 0lh.eadf whistUng and . SffiSS ~ ..... s l. .i’Sft'W \ocal Bir's;he place. d ened up ,lhep^u adm\ts. ‘P ,.ourSba"'^tsd The Eng; Vun^t,- henni er haft: „Við fengum ekki frið á götum úti fyrir piltum sem lögðu okkur í einelti og blístruðu á eftir okkur. Okkur var hafnað í fyrstu af íslensku stúlkunum, en við höfurn hresst upp á plássið.“ Og í lokin viðurkenning frá eigin- manninum, Páli, sem ánægður í hnappheldunni segir: „Næturnar hér eru langar og kaldar. En blóðið ólgar í návist ensku stúlknanna." Þj Fimm manna lögreglunefnd rannsakar bombuslysin: w Abyrgð seljenda á gallaðri vöru Að skipan dómsmáiaráðherra hefur fimm manna nefnd lögreglu- embættisins með höndum rann- sókn á slysuni af völdum flugelda. Hún hóf störf í gær og mun skila ráðherra niðurstööum sínum að rannsókn lokinni. Samkvæmt upp- lýsingum úr dómsmálaráðuneytinu er ekki Ijóst hvcr ábyrgðar- og skaðabótaskylda scljenda tfvolí- bombanna, sem ollu hvað alvarleg- ustu slysunum unt áramótin, er hafi þær verið gallalausar. í lögfræðinni er kennt að sannist að galli hafi verið á vörunum hvíli ábyrgð á seljendum í fyrsta lagi, en í öðru og þriðja lagi á hcildsala og framleiðanda og cr hinn ábyrgi skyldur til greiðslu skaðabóta. Frægast slíkra dæntíi hér á landi er sjálfsagt þegar sítrónflaska sprakk í söluturni og lenti glcrflís í auga stúlku, sem missti sjón. Þar var' seljandi ábyrgur og skaðabóta- skyldur. Annað dæmi cr um pilt, sem missti sjón af völdurn flugelds, og fór mál hans fyrir Hæstarétt. Ábyrgö hvíldi vissulega á seljanda, en máliö tapaðist fyrir Hæstarétti, vcgna skorts á sönnunum. Ekki tókst að taka af vafa um að flugeld- urinn, sem olli skaðanum, hefði verið fenginn hjá tilteknum selj- anda. Dómsmálaráöuneytið tekur af- stöðu til innflutningslcyfa á flug- eldurn að rannsókn lögregluncfnd- arinnar lokinni. þj Þingstörfin: Síðbúið jólaleyfi Nú, þegar fiskveiðistefnan er að ná höfn og söluskatturinn er orðinn að lögum, er mikið rætt um áfram- hald þingstarfsins. Mikill vilji er meðal þingmanna að komast í tveggja til þriggja vikna leyfi frá þingfundum. Ríkisstjórnin fjallaði um þetta mál á fundi sínum í gær, en engin afstaða var mótuð þar. Þó eru ráðherrar á þeirri skoðun að reyna að koma málum þannig fyrir að þingið geti tekið tveggja vikna leyfi eftir helgina. Hins vegar eru hugmyndir uppi í ríkisstjórninni um að afgreiða tvö stór mál áður en af þinghléi verður. Annað málið eru lánsfjárlög, sem þegar er búið að afgreiða frá efri deild, þannig að afgreiðsla sem lög frá neðri deild tæki vart langan tíma. Hitt stóra málið, sem varðar grund- vallarbreytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, gæti hins vegar orðið mjög tímafrekt, því skiptar skoðanir eru um frumvarpið. Vafa- samt er því að það sem eftir lifir vikunnar dugi til að koma því máli í gegnum þingið. Flestir þingmenn vilja gjarnan fá einhvern tíma til að sinna kjördæm- um sínum og fylgja eftir þeim stóru málum sem að undanförnu hafa orðið að lögum. Ekkert vafamál er að ríkisstjórnin verður einnig þing- hléi fegin til að hafa svigrúm til að meta stöðuna í efnahagsmálum, sem þykir allt annað cn björt. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.