Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 6. janúar 1988 AÐ UTAN Ef hann félli aftur dæi ég hreinlega - segir Dinah O’Dowd, ein þeirra þúsunda mæðra, sem barist hafa með börnum sínum gegn fíkniefna- neyslu þeirra. Hún telur sigur unninn, en getur þó ekki verið alveg viss. Þó sonur hennar sé hjnn heimsfrægi Boy George, er hann henni umfram allt eitt af börnunum sex... Dinah O’Dowd er að endurbæta í húsinu í Shooting Hill í London. Hún hefur veggfóðrað stofuna að nýju, með fallegu, ljóslillabláu, sett upp ný gluggatjöld, fleygt út teppinu í ganginum og er langt komin með að hreinsa alla málningu af stiganum og handriðinu. Af ódrepandi bjartsýni er eins og hún ráðist í þetta vegna þess að hún geti ekki lengur horft á gömlu sprungurnar, sem minnstu munaði að legðu hamingjuríkt heimili henn- ar í rústir fyrir aðeins fáum mánuð- um. í>að sem Dinah O’Dowd metur mest alls í heimi hér, eru börnin hennar sex. Þjáist þau, þjáist hún líka. Sé þeim ógnað, ræðst hún til varnar. Ekki skiptir neinu, að þau eru öll uppkomin og lifa sjálfstæðu lífi. Ef eitthvert þeirra á í vanda, bregður Dinah við til hjálpar. Því var það þegar George sonur hennar, stórstjarnan Boy George í augum okkar hinna, átti í meiri vanda en nokkurn gat órað fyrir, að Dinah tók til hendinni. Ég veit að margt fólk snýr sér bara undan, þegar illa er komið fyrir börnum þess, segir hún með hreim, sem er blanda af írskum hreim og hreim frá Suður-London. Það gæti ég bara ekki gert. Aldrei hvarflaði að mér að sleppa hendinni af George. Engu skiptir hvað manni býður við hlutunum eða hvað erfiðleikarnir eru yfirþyrmandi, þráðurinn milli móður og barns rofnar aldrei til fulls, fullyrðir Dinah. Þegar Dinah, sem er 48 ára, lítur um öxl, sér hún að George hefur aldrei sokkið dýpra í eymd og ör- væntingu, en þegar hann ánetjaðist heróíni. Hún gerirsér Ijóst, að hann var að dauða kominn. Heróínið varð tveimur vinum hans að bana. Hún hefði hæglega getað orðið enn ein syrgjandi móðirin, en nú telur hún víst, að hættan sé liðin hjá. George er laus við eitrið, hefur eignast nýja vini og líður aftur vel. Hann styrkist með hverjum degin- um, segir hún stolt. Hann er í góðu jafnvægi, fer út með vinum sínum og gerir það sem hann nýtur mest, syngur af hjartans lyst. Ég er líka eins og ný manneskja, nú þegar þessari martröð er lokið. Dinah leyfir sér ekki að efast. Hver einasti dagur er eins og verð- laun. Ef einhver segði mér, að George væri fallinn aftur, myndi ég hreinlega deyja. Tilhugsunin er óbærileg. Þegar George var lítill, sleppti Dinah eitt sinn af honum hcndinni andartak og snáði hljóp beint út á götu og slapp naumlega undan bíl. Þá nótt fékk hún martraðir um, hvað hefði getað gerst, vegna þess að hún hélt honum ekki stöðugt við hlið sér. Martraðirnar komu aftur fyrir tveimur árum, þegar henni varð smám saman ljóst, að George var heróínsjúklingur. Maður krossfestir sjálfan sig, þegar svona lagað gerist, segir hún. Situr bara og veltir fyrir sér, hvað hafi farið úrskeiðis, síðan hann var barn og hvers vegna. Skyldi hann hafa gefið í skyn að hann ætti í vanda, án þess að ég hlustaði? Brást ég honum? Loks verður maður bara að trúa að eiga alls enga sök á vandanum, annars yrði maður vitskertur. Ég er ekki trúuð manneskja, en þegar allt var sem svartast, lagðist ég jafnvel á bæn. Verst var vanmáttarkenndin. Ég gat ekki gert neitt varðandi þá vini Georges, sem ég vissi að höfðu slæm áhrif á hann. Mér geðjast ekki að orðinu hatur, en þannig voru tilfinningar mínar í garð þeirra. Hefði ég átt skotvopn, hefði ég eflaust skotið einhverja þeirra, guð hjálpi mér. Dinah O’Dowd er hlédræg kona, en veitti þetta viðtal til að styrkja ef til vill aðrar ntæður í sömu sporum. í blíðu og stríðu. Hvað sem á dynur, stendur Dinah þétt við hlið soiiar traust verður að vera til staðar. Maður verður að geta sleppt. Nú veit Dinah allt um hvernig fíkniefnaneytendur ljúga og svíkja, hvernig þeir geta horft beint framan í fólk og svarið að þeir taki ekkert, þó þeir séu rétt búnir að því. - í fyrstu trúir maður, segir hún. - Loks rennur upp fyrir manni, að maður verður að tileinka sér slægð líka. Dinah hefur oft spurt George, hvers vegna hann hafi fallið, eftir að hafa verið mjög svo andvígur fíkni- efnum lengi. - Hann segist ekki vita það. Einhvern tíma kemst hann kannski að því, þegar hann getur litið um öxl, en það verður varla strax. Ef til vill er um að kenna streit- unni, þessi sífelldu ferðalög, viðtöl og leikaraskapur. Hann gat ekki einu sinni keypt dagblað, án þess að vera áreittur. Peningarnir hafa ef- laust sitt að segja líka. Að koma úr venjulegri verkamannafjölskyldu og geta svo skyndilega velt sér upp úr peningum, er ekki heppilegt. Vera má líka, að þetta hafi allt hlaðið utan á sig, eins og snjóbolti. Vandinn við fíkniefni er sá, að þau eru alls staðar. Enginn þarf að neyta þeirra og það er hræðilegt að hugsa um allt unga fólkið, sem hefur dáið að ástæðulausu vegna þeirra. Dinah hefur hingað til verið treg til að tala um vanda sonar síns, því hún veit að þúsundir annarra mæðra berjast sömu baráttu, án þess að kastljósið beinist að þeim. Hún ætl- ast ekki til sérstakrar aðdáunar. Um frægð sonar síns segir hún: - Ef einhver spyr mig, hvort ég sé móðir Boys George, svara ég: - Nei, hann er sonur minn og bara eitt af börnum mínum. Sumir sem ég hef Beiskjan er mikil, vegna þess að maður man svo vel fallegu augun og bjarta brosið, sem nú er horfið. Manni finnst eitthvað tekið frá manni smám saman, án þess að geta neitt gert. Svo kemur baráttuviljinn til sögunnar og maður getur ekki sleppt því litla sem eftir er. Éf til vill veit enginn nema George sjálfur hversu mikið hann á móður sinni að þakka. Hún hefur alltaf verið nánasti bandamaður hans í einu og öllu. Aldrei setti hún út á útlit hans, þegar hann tók að mála sig og klæða sem afkáralegast. Hún hugsaði sem svo, að mikilvægara væri að vera góð manneskja, en harðsoðin karlímynd. Hún saumaði meira að segja sum af fötunum hans. Versti dagur í lífi Dinuh var laugardagurinn fyrirsíðustu jól, þeg- ar hún heyrðj í fréttum að George hefði verið hartdtekinn. - Ég fylltist örvæntingu, segir hún. - Maður hugsar ekki um, hvað hann hafi gert, heldur hvort allt sé í lagi með hann. Ég æddi um gólf og keðju- reykti. Dinah og Gerald, faðir Georges hröðuðu sér á lögreglustöðina. - Ég gleymi aldrei svipnum á George þá. Mig langaði bara að taka hann í fangið. Þarna hófst erfiðasta tímabil í lífi Boy Georges. Síðan skrifuðu blöðin í metratali um heróínneyslu hans, meðan hann reyndi hvað eftir annað að venja sig af, en mistókst. Svo var það snemma morguns, að George var á heimleið frá vini sínum, ásamt öðrum vini, Mark Golding, að lög- reglan stöðvaði þá og fann smávegis af kannabis á George. Aftur voru það Dinah og Gerald, sem sóttu niðurbrotinn son sinn og fóru með hann heim til hans í Hampstead. Sama kvöld, þegar læknirinn kom, ákvað George, að nú væri nóg komið. Dinah minnist þess er hann sagðist vilja losna við þetta allt saman, bæði fíkniefnin og lyfin. Þá var hún viss um að komið væri að tímamótum. Hún ákvað að vera hjá George svo lengi sem þörf krefði. Skömmu síðar hringdi Mark, vinur Georges og daginn eftir var Dinuh sagt, að hann væri dáinn. - Það er ekki rétt, sem sagt hefur verið, að George hafi ákveðið að hætta eftir að Mark dó, segir hún. - Hann var þegar búinn að taka þá ákvörðun. Ég sagði við George sem svo: - Jæja, þú átt eftir að sakna Marks og þetta verður mjög erfitt allt saman. En ef þú hættir núna, geta erfið- leikamir borgað sig. Að ári liðnu geturðu sagt að vinur þinn hafi ekki dáið til einskis. Sjálf var ég alltaf að hugsa um, að það hefði allt eins getað verið George sem dó. Dinah fékk sérstakt þriggja mán- aða leyfi frá störfum sínum og flutti inn til Georges. Nú þurfti hann verulega á því að halda, að hafa einhvern hjá sér. - Þetta fólk gengur gegnum hreint víti, segir hún. - En hvað sem það veinar, grætur og formælir manni, verður það að vita, að maður er þarna ennþá, þegar kastið er liðið hjá. Þá þarfnast það einhvers til að tala við. Þetta er sólarhringsvinna. Það er ekki einu sinni óhætt að skreppa frá í nokkrar mínútur. Fjölskyldan varð að bjarga sér sjálf og ég hafði samviskubit þess vegna. Það var ekki um neitt að velja, ég mátti til að vera stöðugt hjá George og það var erfitt fyrir okkur bæði og alla, sem viþ þekkjum. Oft bað ég guð um styrk og mig langaði að fara heim, en vissi að ég gat það ekki. Öll orka mín beindist í eina átt og þannig yrði það að vera, hans vegna. Þegar Dinah þurfti að fara til vinnu aftur, var hún ekki viss um að George væri óhætt einum. - Auðvit- að hafði ég áhyggjur og leið illa, en ekki hitt lengi, segja hissa: - Ja hérna, þú hefur ekkert breyst. Það finnst mér notalegt. Ef sonur minn væri hins vegar Jón Jónsson, væri öllum sama, þó hann hefði lent í vandræðum. Vandræðin og leiðindin hafa verið af ýmsum toga fyrir Dinuh. Til dæmis sagði móðir hljómlistar- mannsins Michael Rudetsky, sem lést af heróínneyslu, að enginn úr O’Dowd fjölskyldunni hefði látið svo lítið að tala við sig. Dinah segist hafa talað við hana í tvo tíma og grátið með henni. - Ég fann til með henni, af því ég vissi, að þetta hefði allt eins getað verið George sem dó. Nú held ég að hún sé bara á höttunum eftir peningum. Það er ekki einleikið, hvað hún tranar sér fram í fjölmiðlum. - Þegar George var lengst niðri, las ég fyrir hann bréf, sem honum bárust, til að sannfæra hann um, að fyrir hverja eina illgjarna manneskju í heiminum, væru að minnsta kosti tvær góðviljaðar. Núna skiptir afstaða Georges til lífsins mig öllu máli, heldur móðir hans áfram. - Ég vil bara að hann sé ánægður. Mér er nákvæmlega sama, þó hann komist aldrei framar á vinsældalista, þó hann verði staur- blankur. Mér líður vel núna hans vegna og hvers getur móðir fremur óskað? George sjálfur er áreiðanlega ekki í vafa um að hann getur einskis betra óskað sér, þegar móðir er annars vegar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.