Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. janúar 1988
Tíminn 13
ÍÞRÓTTIR
Molar úr ýmsum áttum
-Skotheld aðstaða íþróttafréttamanna í Calgary-Cruyff segiraf sér hjá
Ajax en kemur hann aftur? - Blokhin spilar með austurrísku liði - KA 60
ára á föstudaginn - San Antonio Spurs töpuðu í Los Angeles
■ FRÉTTAMENN í SKOTHELDU
BÚRI
Það er stórhættulegt að vera
íþróttafréttamaður og lýsa gangi
mála á Ólympíuleikunum í Calgary
sem hefjast í næsta mánuði. Það
verður 60 ára á föstudaginn. Hyggj-
ast KA-menn gera sér glaðan dag í
tilefni dagsins og verður bæjarbúum
boðið upp á veitingar í KA heimilinu
á afmælisdaginn en í lok janúar
verður mikil afmælisveisla í Sjallan-
Aðstaða íþróttafréttamanna á íslandi þætti varla boðleg fréttamönnum ABC
og skotheld er hún sannarlega ekki. Hér skjálfa nokkrir félagar á
Valbjarnarvellinum þar sem þeir fylgjast með knattspyrnuleik. Reyndar er
venjulega tjaldræfíll til staðar en hann heldur hvorki vatni né vindum.
eftir með 10,00. SÆ-2 hefur 9,92 í
meðaltal, Trompásinn 9,90, Sörli
9.84, GH Box258 9,84 og Kiddi BJ
9.84. Skammt á eftir fylgja 11 hópar
með 9,61 eða meira. Staðan er
miðuð við lágmark 4 vikur en enn
eru að bætast við nýir þátttakendur.
Þá hafa sumir hópanna eina eða
fleiri mjög lélegar vikur sem draga
meðaltalið niður en úr því geta þeir
bætt þcgar líður á vorið því það eru
bara bestu vikurnar sem telja...
■ BL0KHIN TIL AUSTURRÍKIS
Oleg Blokhin lcikmaður sovéska
knattspyrnulandsliðsins hefur
ákveðið að halda til Austurríkis og
leika þar með 2. deildarliðinu Vor-
waerts Steyr. Blokhin sem er 35 ára
gamall og var kosinn knattspyrnu-
maður Evrópu árið 1975 er þriðji
Sovétmaðurinn sem leikur erlendis.
Hinir tveir eru Oleg Zinchenko og
Sergei Shavlo, fyrrverandi og núver-
andi leikmenn Rapid Vín.
Blokhin ákvað að flytja sig til
Austurríkis þegar hann keppti þar
með núverandi liði sínu, Dynamo
Kiev á knattspyrnumóti í síðasta
mánuði. Dynamo Kiev og Vorwa-
erts urðu þar efst og jöfn...
■ SPURS TÓPUÐU FYRIR LAKERS
San Antonio Spurs sem Pétur
Guðmundsson leikur með í banda-
rísku atvinnumannadeildinni í
körfuknattleik töpuðu fyrir LA Lak-
ers í Los Angeles í fyrrakvöld.
Lokatölur urðu 115 stig gegn 133.
Önnur úrslit urðu þau að Utah Jazz
tapaði 99-107 fyrir Boston Celtics á
heimavelli, Cleveland Cavaliers
unnu Denver Nuggets heima, 122-
101, Philadellphia 76ers sigruðu
Phoenix Suns með 122 stigum gegn
114 á heimavelli og Houston Rock-
ets unnu Dallas Mavericks 117-107
hcima...
■ CRUYFF SEGIR AF SÉR -
KEMUR HANN AFTUR?
Johan Cruyff hefur sagt af sér sem
framkvæmdastjóri hollenska knatt-
spyrnuliðsins Ajax Amsterdam.
Kom afsögnin í kjölfar misklíðar um
nýjan samning hans við félagið.
Cruyff hafði fyrir nokkru lýst því yfir
í blaðaviðtölum að hann væri mjög
ánægður hjá Ajax en honum líkaði
ekki nýr samningur sem honum var
boðinn og sagði því af sér. Kunnugir
telja að Cruyff muni hætta v'ð að
hætta biðji stjórn félagsins hann um
það, hann sjái eftir öllu saman...
mætti a.m.k. álykta sem svo eftir að
heyra hvaða aðstöðu bandaríska
sjónvarpsstöðin ABC fer fram á
fyrir íþróttafréttamenn sína. Þeir
vilja nefnilega fá skothelt gler í
aðstöðu þá þar sem íþróttafrétta-
menn sitja og lýsa tvíþraut (skíða-
ganga og skotfimi) en reyndar er
aðstaða íþróttafréttamanna beint
fyrir aftan staðinn þar sem hleypt
verður af skotum, að baki íþrótta-
mannanna og rétt hjá áhorfenda-
stúkunni svo hættan er varla stór-
kostleg. Svipaða aðstöðu vilja þeir
fá þar sem keppt er í íshokký og vill
sjónvarpsstöðin jafnframt láta lífga
upp á íshokkýhöllina og færa nokkur
tré sem skyggja á við myndatökur af
sleðakeppni.
Búast má við að gengið verði að
öllum kröfum ABC-sjónvarpsstöðv-
arinnar sem greiddi 300 milljónir
bandaríkjadollara fyrir sýningarrétt-
inn...
■ KA HELDUR UPP Á
STÓRAFMÆLI
Knattspyrnufélag^^_ Akureyrar
■ LEIDDIST AÐ STANDAISTAPPI
VIÐ AÐ FÁ LÁNAÐAN B0LTA
SVO ÞEIR ST0FNUÐU KNATT-
SPYRNUFÉLAG
Aðdragandinn að stofnun KA var
nokkuð skemmtilegur. Nokkrir
strákar höfðu um skeið spilað saman
fótbolta á Akureyri á þriðja áratug
aldarinnar en þeir áttu engan bolta
og fannst orðið torsótt að fá hann
lánaðan hjá ungmennafélaginu.
Höfðu sumir þeirra þó gengið gagn-
gert í ungmennafélagið til að eiga
auðveldara með að fá boltann lánað-
an. Óánægjan gróf um sig og að
lokum ákváðu félagarnir að stofna
eigið íþróttafélag sem þeir nefndu
Knattspyrnufélaga Akureyrar. Síð-
an eru liðin 60 ár og mun félagið í
dag eiga nóg af boltum...
■ SPENNA í HÓPLEIKNUM
Keppni í hópleik íslenskra Get-
rauna er mjög hörð og staðan tvísýn.
Eftir tvær vikur verða fyrstu hóparn-
ir búnir að ná tilskildum leikviku-
fjölda til að eiga rétt á verðlaunum.
BIS hefur nauma forystu eftir 18.
leikviku, meðaltal 10,07 en Ricki
2001 og Guðjón koma skammt á
Getraunahaninn
Körfuknattleikur:
Tæpt skal
það vera
íslenska unglingalandsliðið í
körfuknattleik sem um þessar
mundir keppir í Belfast á Norð-
ur-Irlandi tapaði fyrsta leik sín-
um á mótinu, mjög naumlega.
Leikið var við Skota og var
staðan jöfn, 67-67 þegar
leiktíminn var úti. Skotamir
fengu tvö vítaskot í þann mund
er tíminn rann út og tókst þeim
að skora úr þeim báðum og
tryggja sér sigurinn, 69-67.
Leikurinn var mjög jafn all-
an tímann, nánast í járnum en
Skotar höfðu þriggja stiga for-
ystu í leikhléi, 39-36. Rúnar
Árnason (UMFG) var stiga-
hæstur í íslenska liðinu með 15
stig, Egill Viðarsson (ÍBK)
gerði 14, Sveinbjörn Sigurðs-
son (UMFG) 12 og Hannes
Haraldsson (Val) 10. Auk ís-
lendinga og Skota keppa
drengja- og unglingalandslið
heimamanna á mótinu. -HÁ
Pétur Guðmundsson og félagar hjá San Antonio Spurs urðu að lúta í lægra
haldi fyrir Los Angeles Lakers eins og þeir gera á þessari mynd. Hér er það
A.C. Green hjá Lakers sem nær knettinum á undan þremur leikmönnum
Spurs.
Innanhússknattspyrna:
Stórmót Sl
og Adidas
Árlegt Stórmót Samtaka
íþróttafréttamanna og Adidas
verður á Akranesi um næstu
helgi, nánar til tekið laugardag-
inn 9. janúar. Á mótinu eiga
þátttökurétt íslandsmeistarar
utan- og innanhúss, bikar-
mcistarar, stórlið SÍ og efstu
lið 1. deildar uns 8 lið eru
komin.
Að þessu sinni keppa á mót-
inu, í A-riðli: Fram, ÍA, ÍBK
og KA og í B-riðli Valur, KR,
Þór og SÍ. Keppni hefst kl.
13.00 með leik Valsmanna og
SI en röð leikjanna er annars
þessi: í A-ÍBK, KR-Þór, Fram-
KA, KR-SÍ, Valur-Þór, ÍA-
KA, Fram-ÍBK, Valur-KR,
Þór-SÍ, Fram-ÍA, ÍBK-KA.
Leiknar eru 2x8 mín. í undan-
keppninni en í úrslitakeppninni
2x10 mín. Undanúrslit hefjast
kl. 17.30. Þá leika 1A-2B og
1B-2A og loks er leikið um sæti
3-4 og 1-2. Skagamenn verða
með skemmtiatriði fyrir
undanúrslitaleikina.
KR-ingar sigruðu á Stórmót-
inu í fyrra og unnu þá til cignar
bikarinn sem keppt var um og
er því nýr bikar í boði. Að-
göngumiðaverð er kr. 200 íyrir
fullorðna og kr. 50 fyrir börn.
1X2
Spámönnum Tímans hefur
ekki gengið sem skyldi í jólatörn-
inni, að meðaltali verið heldur
slakir í getraunaleiknum. Nýja
árið virðist þó heilsa Tímamönn-
um betur en öðrum og væntan-
lega munu þeir snúa vörn í sókn.
Samkvæmt útreikningum nægir
Tímamönnum að hafa átta rétta
að landsmeðaltali í janúar og sjö
í febrúar til að vinna getraunaleik
fjölmiðlanna. Standist þeir út-
reikningar ekki má alltaf treysta
á marsmánuð en sá tími er Tíma-
mönnum oftast verulega hag-
stæður samkvæmt gamalli
þjóðtrú.
Snúum okkur að getraunaseðl-
inum. Það eru skemmtilegir leikir
á honum enda bikarleikir.
Biackbum-Portsmouth.......... 1
Blackburn leikur á heimavelli
og leikmenn Portsmouth þurfa
að ferðast langa leið frá Suður-
Englandi. Það verður ekki tekið
vinsamlega á móti þeim norður
frá og 1. deildariiðið tapar örugg-
lega.
Derfay-Chelsea...............1
Miðlandaliðið sigrar Lundúna-
liðið í hörkuleik á Baseball
Ground. Ekkert skorað fyrr en í
síðari hálfleik.
Huddersfield-Man. City........ 2
Huddersfíeld hefur gengið illa
í 2. deildinni og er neðst. Jórvík-
urliðið á ekki möguleika gegn
piltunum frá Manchester.
Leeds-Aston Villa............ 1
Leedsarar eru á uppleið, þeirra
lipri og skemmtilegi sóknarbolti
(?) er að skila sér í stigum.
Miðlandaliðið sér hvítt og gult á
móti Leedsurum á Elland Road.
75% líkur á leiðinglegu veðri í
Leeds en jafnmiklar líkur á
hörkuleik.
Newcastle-Crystal Palace.....1
Liðið úr fyrstu deild er á heima-
velli og St. James Park er enginn
smá heimavöllur. Hvað með það?
Jú, heimasigur.
Oldham-Tottenham.............1
Nú ærast norðanmennirnir í
Oldham, æða út um allan völl og
þjarma að Lundúnabúunum.
Oldhain sigrar stórliðið og glatt
verður á hjalla.
Reading-Southampton............X
Yfírgnæfandi líkur á jafntefli
þótt Southampton verði meira
með boltann. Það boðar aldrei
gott fyrir þá.
Sheff.Wed.-Everton.............X
Barátta á Hillsborough þarsem
„Uglurnar“ reyna allt til að sigra
Evertondrengi en tekst ei.
Stoke-Liverpool ...............2
Ekkert stöðvar Liverpool. Það
er hreinlega ekki hægt að spá á
móti þeim.
Svindon-Norwich ...............2
Ekkert slys hér, 1. deildarliðið
sigrar örugglega.
Watford-Hull...................1
Selur popgoð liðið sitt til
klámkóngs? Það er spurning.
Leikmennirnir halda þó áfram og
sigra enda bikariið.
West Ham-Charlton ........... 1
Heimaliðið sigrar í leik sem
einkennist af taugaspennu. Menn
spyrja sig; Verður drottningin
viðstödd?
LEIKVIKA19 C C E n > > s 13 cn (0 > o c (0 D) C\i <o :0 c co c c5
Leikir9. janúar1988 i- 5 Q n. Q GL CD co cb
1. Blackburn-Portsmouth 1 1 2 2 1 1 1 X X
2. Derby-Chelsea 1 1 1 X 1 X 1 1 1
3. Huddersfield-Man. City 2 X 2 2 X 2 2 2 2
4. Leeds-Aston Villa 1 X X X 1 1 X 1 1
5. Newcastle - Crystal Palace 1 1 1 1 1 1 1 1 X
6. Oldham-Tottenham 1 2 2 X 2 2 2 X 2
7. Reading-Southampton X X 2 2 1 X 2 2 2
8. Sheff. Wed.-Everton X X X 1 2 X 2 2 1
9. Stoke-Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 2 2
10. Swindon-Nonwich 2 X 2 1 1 1 2 2 1
11. Watford-Hull 1 1 1 1 1 1 1 1 1
12. Westham-Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 X
Staðan: 91 93 108 92 95 94 99 93 97
Aðeins ein röð kom fram með 12 rétta í 18. ieikviku enda úrslit
mjög óvænt, aðeins tveir heimasigrar, 5 jal'ntefli og 5 útisigrar.
Hópurinn SVEFN úr Kópavogi hafði alla leikina rétta á einni röð og
11 rétta á 15 röðum en alls var hópurinn með 7.776 raðir á opnum
grænum kerfisseðli. Alls fengu þeir kr. 653.785.- í sinn hlut en þeir
19 sem voru að auki með 11 rétta fengu kr. 6.930.- hver.
Næsta laugardag verða eingöngu leikir úr 3. umferð ensku
bikarkeppninnar á seðlinum. Ekki verður framlengt þó jafntefli verði
að loknum venjulegum leiktíma heldur leikinn annar leikur.
Spá fjölmiðlanna fyrir nítjándu leikviku: