Tíminn - 06.01.1988, Side 19

Tíminn - 06.01.1988, Side 19
’Tíminn 19 Miðvikudagur 6. janúar 1988 Mitzi Gaynor leikkona er orðin 56 ára, en hún skartar samt í dökkum hlýralausum ballkjól, en hcfur silkisjal yfir herðarnar. Mitzi heitir fullu nafni - Francesca Mitzi Marlene de Czanyi von Gerber og er fædd í Chicago 4. sept. 1931 Þær eru baðar í hlýralausum kjolum, Lisa Stahl (úr The Bold And The Beautiful) t.v. og Kebrina Kincade (sem er kynnt sem „dulræna konan" eða sú skyggna). Það vantar ekki pífurnar og blúnduverkið á sparikjólanna þeirra Leikkonan Faye Duna- way vill vera öðru vísi en hinar. Hún er í kvöldkjól, sem er hár í hálsinn og engu líkara en hún sé með gamaldags þríhyrnu úr satíni bundna um herð- ar og brjóst. Hún hefur þó áreiðanlega enga á- stæðu til að fela kroppinn, því að Faye er með glæsilegustu konum. Þessi kjól með stutta röndótta pilsinu er teikn- aður eftir Cristian Lacr- oix í New York Ljóshærða gengilbeinan - sem sló í gegn í Matlock-þáttunum Hlýralausir kjólar vinsælir Á nýjum myndum frá Hollywood má sjá, að hlýralausir kvöldkjólar eru í tísku núna - eða eru „in“ , eins og það er kallað þar. Einkum eru það þær yngri sem fylgja þessari tísku, en þó eru ein og ein af eldri kynslóðinni sem hefur verið það dugleg í líkamsræktinni, að hún getur státað af fallegum handleggjum og ávölum öxlum. Við birtum hér nokkrar myndir af hátíðakjólunum þeirra í Hollywood. Hún Leann Creel er ekki mikið þekkt ennþá, en hcrrann hcnnar, hann Kirk Cameron, er orðinn frægur fyrir leik sinn ■ kvikmyndum og sjónvarpsþáttum (Grow- ing Pains), þó hann sé nýorðinn 17 ára. Leann í fallega hlýralausa satínkjólnum og Kirk í fyrsta smókingnum sínum eru faliegt par. Þau eru þarna að fara ■ samkvæmi sem haldið var til ágóða fyrir eyðni-rannsóknir „Ég var mjög upp með mér þegar ég fékk fyrst smáhlutverk í Matlock-þáttunum. Ég lék pönk- stelpu með tætingslegt hár, f galla- buxum og jakka með glansandi málmbólum og skreytingum. Þessi pía hét Angel, en var nú ekki englaleg í framkomu. Hún átti að koma fram sem vitni í réttarhöld- um hjá Matlock-stjörnunni Andy Griffith, - óg ég lék eins sannfær- andi og ég gat. Þetta var æsispenn- andi!" sagði hún Kari Lizer, 23 ára gömul upprennandi leikkona. Nú hefur Kari Lizer verið fas- tráðin í Matlock-þættina,- en nú kemur hún fram sem Cassie Phillips, hressilegur laganemi sem aðstoðar Matlock lögfræðing (Andy Griffith). „Okkur vantaði einmitt svona ferska og skemmtilega stelpu til að hressa svolítið upp á sjónvarps- þættina okkar. Við vorum farin að hjakka í sama farinu. Hún Kari er svo upp frumleg og hugvitssöm að hún finnur allt af upp á einhverju nýju. „Má ég prófa að hafa þetta atriði svona," segir hún stundum og kemur okkur á óvart með miklu snjallari lausn,“ segir hinn marg- reyndi leikari Andy Griffith hrifinn. Hann heldur því fram að þessi nýja persóna í þáttunum verði mikil og góð viðbót við fast starfslið Matlock-þáttanna. Kari Lizer hafði leikið í skólanum og fékk vinnu í auglýsingamyndum, en aðalstarf hennar var að ganga um beina á veitingahúsi - þar til hún komst í Matlock-þættina. Það fer vel á með þeim Andy Gríffith og Kari Lizer og þau hugsa gott til samstarfsins í framtíðinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.