Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 6. janúar 1988 Ný þjóðhags- spáum miðjan mánuð Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum setti Þjóðhagsstofnun, um áramótin, upp einskonar vinnudæmi þar sem gengið var út frá ákveðnum forsendum og spáð þannig fyrir um verðlagsþróun á þessu ári. Gengið er út frá þvf í öllum framsettum dæmum, að kaupmáttur haldist óbreyttur eða svipaður á þessu ári og hann var árið 1987. Þórður Friðjóns- son forstjóri Þjóðhagsstofnunar seg- ir þessi vinnudæmi sett upp í ljósi þess að þær forsendur sem gengið e'r út frá séu mjög óvissar. „Það sem við gerðum, var að setja upp nokkur dæmi til að sýna hvað gæti gerst á árinu. Þessi dæmi sýna glöggt að við getum að óbreyttu verið að tala um mun meiri verðbólgu á árinu, en áður var reiknað með“. Þórður segir að nú sé verið að skoða alla óvissuþætti til gerðar nýrrar þjóðhagsspár, sem mun vera væntanleg um miðjan mánuðinn. Aðspurður sagði Þórður að óvissa um kjarasamningana gerði erfitt fyr- ir um gerð nýrrar þjóðhagsspár. „Hinsvegar munum við vinna okkar þjóðhagsspá út frá ákveðnum fors- endum, og gera skilmerkilega grein fyrir því að ef þær forsendur breytast eitthvað, muni aðrir þættir einnig breytast. Það sem við gerum er að gefa okkur einhverjar þær forsendur sem að gætu virst sæmilega raunhæf- ar, án þess þó að vera að spá í niðurstöður kjarasamninga.“ Það kom fram hjá Þórði að ekki liggi fyrir endanlegar tölur um við- skiptahalla á síðasta ári, „það er verið að gera upp nýjar tölur fyrir viðskiptahallann, það liggur þó fyrir að hann verður meiri en í fyrri áætlunum,“ sagði Þórður Friðjóns- son. óþh Hoffellið SU 80 kemur til heimahafnar í sumar eftir að hafa verið nær alveg endurbyggt í Póllandi fyrir þriðjung af kaupverði nýs togara. Hoffellið var fyrst se\ Japanstogara sem svo hafa verið nefndir til að fara í slíka endurbyggingu í Póllandi. Tímamynd kb Ferskfisksala í Hull: Hoffellið með sölumet Hoffellið SU 80 hefur sett nýtt sölumet í Bretlandi, en í gær og fyrradag voru seld 165.935 kg í Hull fyrir jafnvirði 16,2milljóna íslenskra króna. Meðalverð aflans var því 97,60 kr fyrir kílóið. Aflinn skiptist þannig að af þorski voru 146,8 tonn, af ýsu 12,4 tonn, af grálúðu 4,7 tonn, en minna var af öðrum tegundum. Með þessari sölu sló Hoffellið fyrra sölumet, en það setti Otto Wathne NS í haust og var um 88 kr. hvert kíló. Hásetahlutur í þessari ferð Hof- fellsins nemur um 230 þúsund krónum. Skipstjóri er Högni Skafta- son en skipið er í eigu Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf., sem er í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar. Að sögn Gísla Jónatanssonar kaup- félagsstjóra eru menn að vonum mjög ánægðir með þessa sölu. Sagði hann að Hoffellið hafi verið eitt að selja í Hull og þeir hafi selt á tveimur dögum. -BG Ákvörðun hefur verið tekin um þrotabú Hafskips: Úrskurði skipta- réttar skotið til Hæstaréttar Skiptaréttur Reykjavíkur hefur úrskurðað í máli Ragnars Kjartanssonar og þrotabús Hafskips. Kröfum Ragnars um greiðslu viðbótarlauna var hafnað, en kröfur þrotabús á hendur Ragnari samþykktar. Ragnar Kjartansson sagði í gær að úrskuröurinn yrði kærður til Hæstaréttar. Ragnar krafðist 125 þúsund dollara viðbótarlauna miðað við gengi dollars í desember 1985. Krafa þrotabús á hendur Ragnari og Björgúlfi Guömundssyni var að upphæð 2,8 milljónir króna miðað við sama gengi. Ragnar sagði í gær að hann vildi að kröfur búsins á hendur sér yrðu skuldajafnaðar á móti þeirri inni- stæðu sem hann teldi sig eiga í búinu. Hann og Björgúlfur hafa gert þá kröfu að fá alls greidd 650 þúsund dollara viðbótarlaun vegna ákvæðis þar um í launasamningi. Áður hefur þrotabúið samþykkt 400 þúsund dollara greiðslur. Þar eftir ’krafðist-Ragnar helmings mismunarins sér til handa, og telur sig finna kröfunni stoð í launasamn- ingi sem viö hann var gerður, þar sem kveðið er á um laun sem hlutfall af afkomu félagsins. Skiptaréttur hefur þar haft annað lag á við útreikning. Unglingar í kappakstri Tveir unglingar, fæddir 1969, misstu réttindi sín til að aka bifreið í fyrrakvöld þegar upphófst mikill kappakstur milli þeirra á Reykjavíkur- vegi. Lögreglan fylgdi þeim eftir, þar sem sást til þeirra aka fremur greitt, og lét mæla hraðann í Garðabæ. Báðir voru mældir á sömu mínútunni, - var þá annar á 147 km hraða, en hinn á 137 km hraða. Þeir voru stöðvaðir skömmu síðar og haft af þeim tal. Viðurkenndu báðir mælinguna og máttu horfa á eftir skírteinum sínum, en þeir voru sviptir ökuréttindum samstundis. Sá sem framar ók sagðist hafa orðið var við að bifreið kæmi aðvífandi aftan að sér á mikilli ferð. Hann hafi því sjálfur aukið hraðann talsvert. Sögðust þeir upp frá þessu hafa smitast hvor af öðrum og att kappi eftir akbrautinni. Samkvæmt frásögn lögreglu gekk þar á ýmsu. Annar þessara fyrrverandi bílstjóra býr á Patreksfirði en hinn í Kópavogi. Þeir þekktust ekki áður. þj „Meginkjarni málsins er sá, að um er að ræða kjarasamning, sem miðar að bættri afkomu félagsins," sagði Ragnar. „Við áttum skv. henni að eiga inni tiltekna innistæðu þegar til gjaldþrots kom og við höfum eðli- lega haldið því fram. Hins vegar segir Valdimar Guðnason, endur- skoðandi þrotabúsins, að beita hefði átt einhverri tiltekinni vísitöluvið- miöun frá 1978, sem veldur því, skv. hans kenningum. að í stað þess að við eigum inni hjá búinu á búið inni hjá okkur. Þarna er um eitthvert vísitöluformsatriði að ræða. sent ekki er tekið fram í launasamningn- um og þar af Ieiðandi teljum við þetta ekki eiga við. Á þeim grundvelli kærum við úrskurð skiptaréttar Reykjavíkur til Hæstaréttar." þj Stöðumælavörður við skyldustörf. Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri: Stöðumælaverðir fá áfram vinnu í framhaldi af fréttum Tímans um nýskipan í stöðumælavörslu og stöðuvörslu hafa vaknað spurningar um afdrif þeirra stöðumælavarða sem enn eru starfandi. Ingi 0. Magnússon, gatnamálastjóri, sagði í samtali við Tímann að það væri ekki verið að segja þessum mönnum upp störfum hjá Reykjavíkurborg. enda væri það andstætt yfirlýstri stefnu borgaryfirvalda. Ljóst væri að ein- hverjir stöðumælaverðir myndu sækja um stöður stöðuvarða þegar þær verða auglýstar. Allir þeir sem sæktu um yrðu hins vegar að fara í gegnum sérstakt námskeið í Lög- regluskólanum og það gilti einnig um núverandi stöðumælaverði. Þó sagðist hann vita til þess að nokkrir þeirra sem nú gegna störfum stöðumælavarða. hafi ekki áhuga á hinum nýju stöðum eða treysti sér ekki til þeirra starfa. Unnið væri að því þessar vikurnar að finna önnur störf hjá borginni sem menn þessir geti fellt sig við. Sagði Ingi Ú. að þar væri um að ræða störf við stæða- vörslu á hinum nýlegu stóru bíla- stæðum í miðborginni, gangbrauta- Vörslu og annað i þá veru. Sagði hann að það væri gott að það kæmi fram að stöðumælavörðum væri tryggt fullt atvinnuöryggi. Annað væri ekki sæmandi, þar sem margir þessara manna hafa unnið um árabil hjá borginni og flestir væru þeir reyndar að komast á eftirlaun innan fárra ára. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.