Tíminn - 29.01.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 29.01.1988, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 29. janúar 1988 Dr. Hjalti Hugason, prestur og lektor: Þjóðkirkjan enn föst í starfsháttum 19. aldar fslenska þjóðkirkjan er presta- og sunnudagakirkja með stofnanalegu yfirbragði og hafa starfshættir hennar ekki breyst frá síðustu öld. Þjóðkirkjan býr við of einfalda starfshætti og frávik frá störfum við kirkjuathafnir prestsins eru undantekningar sem ekki lúta markaðri stefnu. Kirkjan einkennist af félagslegu misgengi milli hákirkjunnar og þjóðarinnar og eru skýringarnar a.m.k. tvær. Annaðhvort hefur íslenska þjóðkirkjan þróast hægar en samfélagið að öðru leyti og þessi hlutfallslega stöðnun hennar leitt til misgengisins, eða þá að kirkjan hefur þróast öðru vísi en samfélagið. „Þó hallast ég að fyrri skýringunni,“ sagði dr. Hjalti Hugason, lektor og vararektor Kennaraháskóla íslands í niðurlagi erindis á Málstofu í guðfræði, sem hann nefndi „Samband kirkju og þjóðar á íslandi með sérstöku tilliti til upplýsingartímans“. Misgengi samtímans er jafnframt ólíkt því sem varð á upplýsingartím- anum og á öld siðbótarinnar, að mati Hjaita, en þá þróaðist fámenn- ur hópur embættis- og mennta- manna, sem myndaði hákirkjuna, hraðar en þjóðfélagið að öðru leyti. Telur Hjalti m.a. að ályktun Jóns Helgasonar, biskups, frá byrjun þessarar aldar standi enn í fullu gildi. Á hann þar við að íslenska þjóðin sé vinsamleg í garð kirkjunn- ar en sá trúarlegi áhugi sé ekki nema að litlu leyti kirkjulega ákvarðaður. Trúnaðartengsl Tíminn innti hann frekar eftir skoðun hans á þjóðkirkju samtím- ans, stjórnunarbyggingu og starfs- háttum. „Niðurstaða mín á stuttri nútímalegri greiningu er sú að kirkj- an er ekki í nánum persónulegum trúnaðartengslum við íslensku þjóð- ina á þann hátt sem kirkja ætti að vera: Fólk leitar ekki til kirkjunnar með vandamál sín, trúarleg eða ekki trúarleg, í þeim mæli sem vert væri, vegna þess að kirkjan gæti gefið 'margháttaða hjálp," sagði Hjalti. Það sama sagði hann gilda um annað kirkjulegt starf. Fólk sækir ekki guðsþjónustur reglulega, eða tekur reglubundið þátt í öðru safnaðar- starfi, nema því starfi sem ætlað er fyrir mjög takmarkaða hópa, t.d. börn, unglinga, kvenfélög og þess háttar. Þessir hópar eru jafnframt tiltölulega litlir. Ég velti því fyrir mér hvernig standi á þessu. Niðurstaða mín er á einhvern hátt sú að íslenska þjóð- kirkjan sé mjög stofnunarleg í eðli sínu. Það er kirkjustofnunin sem hugsanlega hefur nokkuð styrka stöðu í þjóðfélaginu, en kirkjan sem söfnuður er miklu óljósari stærð á einhvern hátt. Þá er að velta því fyrir sér hvernig standi á því að kirkjan fær þetta stofnunarlega yfirbragð þrátt fyrir að kirkjan er í grunneðli sínu eitthvað allt annað: Samfélag fólks um ákveðna trúarsamfæringu. “ Einfaldir starfshættir Á Málstofu í guðfræði á þriðjudag varpaði hann m.a. fram þeim skýringum að í kirkjunni væri tiltölu- lega einföld stjórnunarbygging, sem byggði að verulegu leyti á embættis- mönnum og prestum. Þar hafi leik- fólk tiltölulega lítil áhrif þótt þau fari vaxandi. „Starfsmannauppsetning kirkj- unnar er mjög einföld. Kirkjan hefur raunverulega bara presta í þjónustu sinni. Ef við berum þetta saman við nágrannakirkjurnar sjáum við að þar eru ýmiss konar aðrir starfsmenn að verki úti í söfnuðunum. Þar er sérhæfingin miklu meiri og kirkjan hefur öðru vísi starfsmönnum á að skipa. Þetta fólk er með allt aðra menntun og allt annan bakgrunn en presturinn. Þá er það mjög sláandi hvernig starfshættir þjóðkirkjunnar eru bundnir við athafnir, eins og guðs- þjónustuna og aðrar kirkjulegar at- hafnir, skírn, greftrun, fermingu og hjónavígslu. Þessir einföldu starfs- hættir hanga auðvitað mjög saman við starfsmannauppbygginguna. Þar starfa prestarnir sem leiðtogar í þessum athöfnum. Auðvitað hafa þeir síðan sína viðtalstíma, en veru- legur hluti þeirra tengist þessum athöfnum á einn eða annan hátt.“ Einsogá 19.öld Þess vegna leggur Hjalti áherslu á þá skoðun sína að þjóðkirkjan sé einhvers konar presta- og sunnu- dagakirkja, en bætir við að það segi hann auðvitað á mjög slagorða- kenndan hátt. „Hún er einfaldlega eins og hún hefur raunverulega verið á öldinni sem leið til dæmis. Þess vegna ségi ég dálítið djarft að hún hefur lítið breyst í eðli sínu og að kirkjustarf í Reykjavík í dag er mjög líkt því sem var á öldinni sem leið, í raun og veru. Það er enginn bylting- arkenndur munur á starfseminni í Reykjavík í dag og á 19. öldinni til sveita. Prestarnir eru enn að störfum sem prestar við athafnir," sagði Hjalti Hugason. Mistök síðustu ára Nefndi hann síðan dæmi um mis-_ heppnaðar tilraunir til að auka breidd í starfi kirkjunnar. Aðstoðar- prestarnir voru þar efstir á blaði, enda gerði starf þeirra ekki annað en að styrkja embætti prestsins og auka gildi prestsins í söfnuðinum. „Nú sjá menn að þetta var ekki vel heppnuð tiiraun." Þá ræddi hann í samtali við Ttm- ann að umræður um fjölgun biskupa væri líklega af svipuðum toga. Þar með væri verið að auka mistýringar- vald biskupsins án þess að kerfið breyttist á nokkurn hátt til hins betra. Framkvæmdanefndir En til hvaða ráða hafa nágrannar okkar gripið til að gera stjórnbygg- ingu kirknanna virkari og nútíma- legri? „í Danmörku er t.d. mjög svipað uppi á teningnum. Þar hefur reyndar verið mörkuð sú stefna að söfnuðirn- ir hafa mest um eigin mál að segja sjálfir. Þar hefur miðstýringunni ver- ið hafnað á markvissan hátt. Þar hefur því miður ekki náðst neinn árangur sem ég vildi sjá að verði hér. Danska kirkjan er einfaldlega mjög flöt um þessar mundir og að mínu mati ekki mjög samhæfð. í Svíðþjóð hefur verið komið upp nútímalegra kerfi framkvæmda- nefnda, sem er eiginlega til hliðar við starfsmannabygginguna. Þessar framkvæmdanefndir eru oft nokkuð sérhæfðar í störfum sínum. Þær gefa út efni til að vinna úr í söfnuðunum og á efri stjórnstigum kirkjunnar og þeim er ætlað að starfa óháð stjórn- kerfinu, en því til aðstoðar og aðhalds. Með þessu móti er málun- um ekki endilega bjargað til fram- búðar, en þessi nýi starfsþáttur gerir gamla starfshætti kirkjunnar virkari. Auðvitað hefur þetta sætt nokkurri gagnrýni á þá leið að talað hefur verið um sérfræðingavaldið í nefnd- unum, en það er mjög lærdómsríkt að kynnast því.“ Taldi hann að hér væri mikið verk óunnið fyrir alla þá sem vildu leggja hönd á plóginn til uppbyggingar kirkjunni og eflingar kristni í landinu. KB Herra Pétur Sigurgeirsson biskup íslands: Þarfar ábendingar Herra Pétur Sigurgeirsson. biskup íslands. „Erindi dr. Hjalta Hugasonar var mjög athyglisvert og margar þarfar ábendingar komu þar.fram, en hins vegar er mjög erfitt að alhæfa nokkuð í þessu sambandi,-1 sagði herra Pétur Sigurgeirsson. biskup íslands. „En hver sem flettir t.d. árbók þjóðkirkjunnar hlýtur að sjá aö kirkjan hefur mjög mörgu og starfhæfu fólki á að skipa, þó að það starf fari hljótt eðli síns vegna.“ Benti hann á að lil dæmis störf- uðu hátt á þriðja hundrað sóknar- nefndir með um 1.200 manns til sarnans. Þá væri um 1,5% þjóðar- innar starfandi við kirkjukóra landsins og kvenfélög og bræðra- félög störfuðu vtða af miklum krafti. „Þetta starf fer ekki mjög hátt og því bendi ég á það hér sem dætni um starf sem unnið er á vegum kirkjunnar af leikmönnum. Þá er einnig rétt að skýra frá því mikla starfi sem unnið er af leik- mönnum og prestum í sameiningu í tengslum við héraðsfundi og inn- an prófastdæmanna,“ sagði bisk- upinn. „Árið 1986 var tekin upp sú nýbreytni að leikmenn af öllu land- inu kæmu til árlegra funda í fornii leikmannastefnu og það er einnig dæmi um það starf sem innt er af hendi við hliðina á sóknarprcstum þjóðkirkjunnar. Alla jafnaerusvo starfandi nefndir og hópar manna er fjalla um ákveðin málefni kirkj- unnar í heild og málefni einstakra sáfnaða.“ Herra Pétur Sigurgeirsson lagði einnig áherslu á að öllurn þeim kirkjulegu athöfnum sem prestur- inn stýrði fylgdi ákveðinn ramnti í lífi sóknarbarnanna. Öllu þessu starfi fylgdi sálusorgun ogpersónu- leg tengsl sem hann hefði mikla og góða reynsiu af á Iöngum prests- ferli sínum. „Það er miklu meiri leiktnanna- þjónusta í kirkjunni en menn gera sér almennt grein fyrir. Ég held að það stafi fyrst og fremst af því að þessir hópar vinna kyrrláta þjón- ustu sem er ákaflega mikilvæg.” Sagði hann að auðvitað væri mjög einstaklingsbundið hvernig pers- ónulegu sambandi væri háttað milii presta og safnaða. „Það horfir líka á annan hátt við í strjálbýli en þéttbýli. Presturinn cr þó oftast sá leiðtogi hclgihaldsins scm heldur utan um líf safnaðarins og tekur þátt í gleði og sorgum einstakling- anna,“ sagði biskupinn. „í kirkjunni er víða blómlegt barna og æskulýðstarf og á síðari árum hcfur verið unnið markvisst að öldrunarþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að preststörf séu í nánari tengslum við fólkið en fyrr á tímum þegar meiri stéttaskipting var milli alþýðunnar og hinna iærðu emb- ættismanna. Hvaða fjöldahreyfing eða flokkastarfsemi gæti safnað fólki saman viku eftir viku, ár eftir ár og öld eftir öld í sama mæli og kirkjan gerir? Þetta stafar ekki af öðru en því að náin tengsl eru milli kirkjunnar og fólksins og það sést best þegar á reynir. í sorg og gleði leita menn kirkjunnar sem hclgar gleðina og huggar 1 sorginni. Ég vil annars nota tækifærið og þakka Guðfræðistofnun H.í. fyrir þessa og aðrar málstofur þar sem hægt hefur verið að hlusta á vekj- andi fyrirlestra og gagniegar um- ræður.“ KB Klippið hér n I l I Tímiiui □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: BEIDNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJALDS Kortnr.: OönOöötZICIIIZItZIIZIIZlIZlCIIIZllZI Gildir út: Nafnnr.: Undirritaður óskar þess að áskriftargjaid Tímans verði mánaðarlega skuldfært á VISA-greiðslukort mitt UNDIRSKRIFT. ASKRIFANDI:............................................... HEIMILI:.................................................. priqTNR — PTAHl IR- ciÍMl- SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS FUblNH. STAÐUR...................... SIMI................. SÍÐUMÚLA 15, 108 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.