Tíminn - 29.01.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.01.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 29. janúar 1988 Árbæjarlæknar og þagnarskyldan: I borgardóm í dag Gögn heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ vegna neitunar um að fá ríkisendurskoðanda sjúklingabók- hald í hendur þegar hann fór fram á það voru lögð fram í borgardómi í fyrradag. Gunnar Ingi Gunnarsson, læknir í heilsugæslustöðinni, vill láta reyna á þagnarskyldu lækna að lög- um með því að fara með mál þetta fyrir Hæstarétt. Hann vill fá úr því skorið hvort rétturinn meti hærra, trúnað lækna við sjúkling eða aðferð Ríkisendurskoðunar við eftirlit með reikningshaldi lækna. Læknar skiptast í tvö horn hvað þetta varðar. t>eir sem telja að þagnarskyldunni sé létt með því að óviðkomandi aðilar fái aðgang að sjúkraskýrslum óttast að trúnaðar- brestur verði milli heilbrigðisstéttar- innar og sjúklinga, sem geti haft alvarlegar afleiðingar. Til séu jafn árangursríkar leiðir til að kanna reikningsskil lækna en þá sem nú er notuð og verði þá ekki að leggja fram gögn sem varða sjúklinginn, nema hann samþykki það sjálfur. Munnlegur málflutningur um kröfu Ríkisendurskoðunar fer fram í borgardómi klukkan hálfþrjú í dag. Að því loknu úrskurðar undir- réttur og aðilar taka ákvörðun um hvort málinu verður skotið til Hæsta- réttar eður ei. Telja verður líklegt að varnaraðil- ar freisti þess að áfrýja málinu, til að taka af allan vafa í Hæstarétti um þagnarskyldu lækna. þj Skaftafellið selt Eftir langa og farsæla þjónustu á vegum Skipadeildar Sambandsins hefur frystiskipið „Skaftafell"' nú verið selt og var það afhent nýjum eigendum 25. þ.m. í Reykjavík. „Skaftafell", sem er 1.740 burðar- tonn, var byggt í Búsum í Vestur- Þýskalandi og afhent Skipadeild Sambandsins í september 1971. í>að var sérhannað til þess tíma freðfisk- flutninga á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar og annaðist lengst af þá flutninga til Bandaríkjanna. Skipið er selt aðila í Hong Kong og verður verkefni þess flutningar á freðfiski frá Suðaustur-Asíu til Japans. Hundrað skákir Jóhanns ábók Hundrað valdar skákir Jóhanns Hjartarsonar eru nú komnar á bók í samantekt Torfa Stefánssonar. Er ljóst að bók þessi er skákáhuga- mönnum mikill fengur, sérstaklega í ljósi þess árangurs sem Jóhann hefur náð á alþjóðavettvangi. Bókin spannar valdar skákir Jó- hanns allt frá því að hann tekur þátt í Skákþingi íslands í fyrsta sinn árið 1978 þá aðeins fimmtán ára til svæðismótsins í Szirák í Ungverja- landi þegar Jóhann vann það fræki- lega afrek að komast áfram í áskor- endaeinvígin í skák sem fram fara um þessar mundir. Sérstakur fengur er í skákum Jóhanns frá því á síðustu þremur stórmótum sem hann tók þátt í, Moskvumótinu, millisvæðamótinu í Szirák og Invest-skákmótinu í Júgó- slavíu, en allar skákir hans á þessum mótum eru í bókinni ásamt ýtarleg- um skákskýringum. -HM Skaftafell, sem nú hefurhlotið nafnið „Shun Sang no. 8“, mun sigla undir Panama-fána úr Reykjavíkurhöfn á næstu dögum og þá fastlega ■ hinsta ' sinn. SESAM skilar tillögum til úrbóta: ENDURSKIPULAGN- ING Á SAMVINNU- VERSLUNINNI Stjórnarfundur Sambandsins sam- þykkti nýlega að hefjast handa við að endurskipuleggja samvinnuversl- unina í landinu. Við endurskoðun- ina verður höfð hliðsjón af niður- stöðum og farið eftir tillögum SES- AM hópsins, en SESAM stendur fyrir Starfshópur um endurskipu- lagningu samvinnuverslunarinnar, og var hópurinn skipaður af Sam- bandsstjórninni á síðasta ári. Forsaga málsins er sú, að á aðal- fundi Sambandsins á Akureyri síð- astliðið sumar, var gcrð samþykkt þess efnis að nauðsyn bæri til að endurskipuleggja samvinnuverslun- ina með það fyrir augum að nýta til fulls samtakamátt hennar. í samþykktinni stóð ennfremur að „breytingar undanfarinna ára á verslunarháttum, kröfur neytenda, byggðaröskunin í landinu, gera það Leiðrétting: AnnaekkiArna í viðtali Tímans við skólahjúkrun- arfræðing Fossvogsskóla nú í vik- unni urðu þau leiðu mistök aða nafn hennar var rangt ritað - átti að vera Anna Björg Aradóttir en ekki Arna Björg. Tíminn biður Önnu Björgu afsökunar á þessum mistökum. Má geta þess, að athygliverðar upplýs- ingar Önnu, í áðurgreindu viðtali, vöktu m.a. athygli ríkisfjölmiðla ’sem tóku málið upp til enn frekari umfjöllunar. - HEI m.a. að verkum að samvinnuhreyf- ingunni er nú nauðsynlegt að bregð- ast hratt við til að koma í veg fyrir áframhaldandi minnkun á markaðs- hlutdeild verslunarinnar, bæta af- komu hennar og samkeppnisað- stöðu.“ Ákveðið var að styðjast við þau meginmarkmið að samtakamáttur samvinnumanna um land allt yrði nýttur sem grundvöllur fyrir arð- bæra, samkcppnisfæra samvinnu- verslun, þar sem áhersla yrði lögð á gæði, þjónustu og hagstætt vöru- verð. SES AM hópinn skipuðu þeir Axel Gíslason, formaður, Ingólfur Ólafs- son, Snorri Egilsson, Valur Arn- þórsson, Þorsteinn Sveinsson og Örn Ingólfsson. Þá starfaði Sigurður Jónsson, verslunarráðgjafi með hópnum, auk ýmissa sérfræðinga. 1 nýlegri samþykkt Sambands- stjórnarinnar segir m.a., að stjórnin leggi til, að „sambandsfélögin stofni með sér sérstakt hagsmunafélag, landssamtök urn samstarf og sam- vinnu á sviði vcrslunar. Tilgangur félagsins verði að koma á skiplögðu samstarfi á sviði smásöluverslunar með það fyrir augum að samtaka- máttur á landsvísu verði nýttur sem grundvöllur fyrir samkeppnishæfa, arðbæra samvinnuverslun.“ Gerður verður samningur milli Sambandsins og hagsmunafélagsins um að endurskipulögð Verslunar- deild Sambandsins annist þá sameig- inlegu þjónustu er smásöluverslun félaganna er nauðsynleg. -SÓL Rifist um nidurstöðuleysi Háarifrildi stendur nú yfir vegna könnunar á lestri tímarita og þykja sunium niöurstööur incð ólíkind- um. Kona scm varð fyrir þvi að lenda í úrtaki og var spurð spjörunum úr um tímaritalestur sinn komst að því eftir ágang spyrjanda að hún væri einn mesti tímaritalesandi á landinu þótt islensk tímarit komi nær aldrei inn á hennar heimili. Spyrjandi könnunarinnar sann- aði það fyrir konunni að hún hefði séð þetta eða hitt nafngreinda tímaritið einhvers staðar. Lítið var gert úr því hvort sú sem verið var að kanna hefði lesið eða flett blöðunum, aðeins að hún hefði séð þau. Konan vinnur á sjúkrahúsi þar sem starfsfólk og sjúklingar skipta hundruðum. Könnunin gerði hana að áfjáðum tímaritalcsanda vegna þess að hana minnti að hún hafi séð eitthvað af blöðunum á borðum sjúklinga og á setustofum. Von er að rifist sé um niðurstöð- ur. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Tíminn sagði frá því á dögunum, að Heimdallur, félag ungs íhalds- fólks í Reykjavík, rambaði á barmi gjaldþrots vegna slælcgs við- skilnaðar fyrri stjórnar. Núverandi stjórn brást hin versta við og ritaði Tímanum grein um að fréttin væri röng og umrnæli höfð eftir gjald- kera uppspuni. Sá uppspuni var þó ritaður orðrétt eftir gjaldkeranum af hljóðsnældu. En nóg um það. í jólariti Heiin- dallar, Gjallarhorni, kveður við HEIMDALLUR F • U • S annan tón og ekki eins óhreinan. Þar segir: „Tíminn birti grein þann 3. desember s.l. þar sem fullyrt var að Heimdallur hefði í haust ramb- að á barmi gjaldþrots sökum mikil- la skulda. Þaö skal fram tekjð að þessi fullyrðing Tímans erstórlega ýkt“ Þar er stigsmunur á og sannast enn, að menn geta betur sætt sig við sannleikann, þegar lengra frá líður. Að sjálfsögðu verður fréttin orðin sönn áöur en yfír lýkur. Yfirsjón á SUS-þingi En í Gjallarhorni scgir meira frá högum Heimdallar. „Félagsgjöldin eru smám sanian að skila sér inn, en betur má ef duga skal, enda er hér ekki um háa upphæð að ræða. Það skal tekið fram að hafí menn ekki greitt félagsgjöld, fá menn hvorki kjörgengi né kosningarétt til embætta innan f!okksins.“ Nú er rétt að álykta, að félagi sem hvorki hcfur kjörgengi né kosningarétt er alls enginn félagi í raun, þar sem hann hcfur engin félagsréttindi. Síðustu stjórn gekk líka illa að heimta inn félagsgjöld, sem voru um 200 kr. Skv. reikn- ingsskilum fyrri stjórnar var inn- heimta félagsgjalda kr. 19.000 alls. Það þarf ekki reikningsglöggan mann til að sjá að fullgildir félagar í Heimdalli það árið voru ckki fleiri en 95 talsins. Skv. áður- nefndri reglu höfðu þeir einir kjörgengi og fulltrúar þcirra kosn- ingarétt á iandsþingi SUS í fyrra. Einn fulltrúi á hverja tuttugu meðlimi félaga ungra íhaldsmanna um allt land hefur rétt til setu á landsþingi SUS. Þrátt fyrir aðeins 95 manna félag í Reykjavík, sátu u.þ.b. 120 fulltrúar Heimdallar á þinginu með kosningarétt, sem með réttu áttu að vera 19, að stjóm Heimdallar meðtalinni. Flestir þeirra eru sagðir hafa stutt Árna Sigfússon gegn Sigurbirni A. Magnússyni í kjöri uin formann SUS og þar sem munaði aðeins 25 atkvæðum í kosningunum má reikna með að fulltrúamergö Heimdallar hafí vegið þungt. Ætli sessan í formannsstólnum sé ekki orðin ylvolg? Ensk bréf send innan fyrirtækis? Það hefur hrotið úr Dropum að samgönguráðuneytið hafí ráðið starfsmann, sem hefur það hlut- verk með höndum að fá ísienska flugmenn til að tala hið ástkæra, ylhýra. Flugleiðafréttir taka virkan þátt í baráttu þessa ráðuneytis- manns og birta málfarsþátt í hverju fréttabréfí, sem sérstaklega cr til- einkaður flugfólki. Nú síðast var starfsfólki Flugleiða kennt hvernig beygja skuli nafn fyrirtækisins. En meira kom fram í þætti þcssum. Þar scgir að sú spurning hafí vaknað hvort bréf séu send á ensku niilli íslendinga innan fyrir- tækisins. Ódýr Hafnarfjörður Yfirlýstur krati í Kópavogi, sem sýndist á fasteignagjöldum sínum sem slagorðið „vinin í íhaldscyði- mörkinri“ væri ekki að öllu lcyti á rökum reist, fór að forvitnast um það hjá öðrum bæjarfélögum hver gjöldin væru þar. Þegar hann spurði um lóðaleigu miðaði hann við 200 m! lóð. Þá kom I Ijós, þar sem lóðaleiga var tekin, að spiidan af Hafnarfirði var langsamlega ódýrust. Þar kost- aði lcigan 6 kr., eða 3 aura á hvern fermetra, enda hefurgleymst síðan fyrir stríð að hækka hana. Síðan hefur orðið gjaldmiðilsbreyting og verðbólga o.s.frv. o.s.frv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.