Tíminn - 29.01.1988, Síða 3
Föstudagur 29. janúar 1988
Tíminn 3
Aðgreining dóms- og framkvæmdavalds á næsta leiti:
Ráðherra ætlar að hlfta
mannréttindasáttmála
Nefndin, sem dómsmálaráðherra skipaði til að gera tillögur um betri
dómskipan og meiri skilvirkni, hefur ekki enn skilað niðurstöðum sínum.
En ráðherra hefur lítillega reifað þær hugmyndir sem ræddar hafa verið
í nefndinni og miklar líkur eru að sæst verði á. Eiríkur Tómasson, hrl., á
sæti í nefnd þessari og hann lítur svo á nefndarskipan ráðherra að reynt
sé að koma til móts við mannréttindasáttmála Evrópuráðs. Skipan
nefndarinnar er þó einnig í beinum tengslum við stjórnarsáttmálann.
Svo sem kunnugt er hefur Eirík-
ur Tómasson rekið mál fyrir mann-
réttindadómstóli Evrópuráðs gegn
íslenska ríkinu fyrir hönd Jóns
Kristinssonar, þar sem deilt er á að
sami maður stjórni lögreglu eða
framkvæmdavaldi og dæmi í
málum.
Verði breyting á íslenskri dóm-
skipan áður en mannréttindadóm-
stóllinn tekur mál Jóns fyrir eru
líkur á að sættir náist í málinu og
óþarft verði að fá dóm í því hjá
mannréttindadómstólnum.
„Ég á sæti í þessari nefnd sjálfur
og niðurstöður hafa ekki enn verið
birtar," sagði Eiríkur í gærkvöld.
„Ég skil nefndarskipunina svo að
það sé stefnt að því að færa þetta í
rétt horf miðað við mannréttinda-
sáttmálann. í>að leiddi aftur til
þess að sátt náist í málinu fyrir
mannréttindanefndinni. t*á færi
málið aldrei fyrir dómstólinn. En
það er að sjálfsögðu forsenda að
þessu verði breytt áður.“
Hugmyndir nefndarinnar eru nú
nokkuð mótaðar. Þær fela í sér
stórkostlega breytingu á íslenskri
dómskipan. Dómsvald verður tek-
ið af sýslumönnum og réttarkerfinu
úti á landi komið í sama horf og
tíðkast í höfuðborginni.
Hugmyndir eru um að embætti
héraðsdómara taki við störfum
fógetaréttar, skiptaréttar og upp-
boðsréttar, að svo miklu leyti sem
um dómsstörf er að ræða. Sýslu-
maður, sem jafnframt er æðsti
maður löggæslu, hefur sinnt þeim
skyldum til þessa, en það hefur
þótt óheppilegt að hann dæmdi í
málum, sem lögreglan færi með.
Hlutverk fyrrnefndra rétta hafa
og verið endurskoðuð og hluti
framkvæmda þeirra verður áfram
hjá sýslumanni. Auk þess verður
sýslumanni falin ný verkefni, sem
nú eru leyst í ráðuneytum, svo sem
á sviði sifjaréttar. Pá er búist við að
sýslumannsembættum muni fækka
um fjögur eða fimm, en héraðs-
dómurum verði fjölgað í þeim
landshlutum, þar sem sérstakir
héraðsdómarar hafa ekki verið
skipaðir við sýslumannsembættið.
Umtalsverðar breytingar verða
á skipan mála í Reykjavík einnig.
Embætti borgardómara, sakadóm-
ara og að hluta sakadómara í
ávana- og fíkniefnamálum yrðu
sameinuð í eitt embætti. Fógeta-
embættinu yrðu falin ýmis stjórn-
sýsluverkefni að undanskilinni lög-
reglu- og tollstjórn. Það sæi um
borgaralega hjónavígslu og skiln-
aðarmál.
Málflutningur Eiríks Tómasson-
ar fyrir mannréttindanefnd Evr-
ópuráðs hefur knúið á um breyting-
ar, sem margir lögfræðingar hafa
talið löngu tímabærar. En málið
fellur niður ef íslensk stjórnvöld
eru sneggri til að greina að dóms-
og framkvæmdavald, skv. tillögum
nefndarinnar. t>á verður tilgangin-
um náð án dómsúrskurðar. þj
Eiríkur Tómasson, lögfræðingur.
Seltjarnames:
Arangurslaus leit
að roskinni konu
Guðríðar Kristinsdóttur, 81 árs,
til heimilis að Ráðagerði á Seltjarn-
amesi, var sleitulaust leitað myrkra
á milli í fyrradag og fram eftir degi í
gær. Eftirgrennslan hófst klukkan
hálftvö aðfaranótt miðvikudags.
Leitin hefur engan árangur borið.
Sfðast er vitað um Guðríði um
hádegisbilið á mánudag, en þá ræddi
aðstandandi við hana í síma. Ekkert
hefur spurst til ferða hennar síðan.
Aðalleitarsvæðið hefur verið yst á
Seltjarnarnesi, frá Ráðagerði og út í
Suðurnes, en Guðríður fer oft í
gönguferðir um þetta svæði.
Gefin hefur verið út lýsing á
Guðríði ef vera kynni að einhver
hefði séð til hennar. Engin hefurenn
gefið sig fram. Talið er sennilegt að
Guðríður sé klædd grænleitri kápu
og með dökkt höfuðfat. Hún er 160
cm á hæð, áberandi grönn og kvik á
fæti. Vegna þess hve hún er frá á fæti
biður lögreglan á Seltjarnarnesi fólk
að leita hennar í húsagörðum sínum
á Seltjarnarnesi og í vesturbænum,
en ekíci er talið fráleitt að hún kunni
að hafa gengið í þá átt.
Hafi einhver orðið hennar var frá
því á hádegi á mánudag er hann
beðinn að hafa samband við lögregl-
una í Hafnarfirði eða Seltjarnarnesi.
Þj
Fjármálaráðuneytið:
Barnabætur að koma
Barnabætur fyrsta ársfjórðung
hafa verið reiknaðar út og ávísanir
sendar innheimtumönnum ríkis-
sjóðs og gjaldheimtum til dreifing-
ar til rétthafa. Heildarfjárhæð
barnabóta fyrsta ársfjórðungs er
rúmlega 547 millj.kr. sem dreifist
á 69.059 móttakendur. Þeir skipt-
ast þannig.
Hjón, 50.838 einstaklingar, bæt-
ur alls 354 millj.kr. eða um 13.940
kr. á hvert hjóna að meðaltali.
Sambýlisfólk 10.962 einstakling-
ar, bætur alls 75 millj.kr. eða um
13.720 kr. á hvert par að meðaltali.
Einstæðir foreldrar, 5.909, bæt-
uralls 111 millj.kr., eða um 18.770
kr. að meðaltali.
Aðrir 1.350, bætur alls 7 millj .kr.
eða um 4.961 kr. að meðaltali.
Fyrirframgreiðsla barnabótaauka
verður afgreidd á næstu dögum og
mun verða nálægt 100 millj.kr.
Áætlað er að barnabætur greiddar
1988 verði alls um 2.250 millj.kr.
og barnabótaauki um 550 millj.kr.
eða alls um 2.800 millj.kr.
Á síðasta ári voru greiddar
barnabætur 1.547 millj .kr. og barn-
abótaauki 379 millj.kr. eða alls
1.926 millj.kr. og hækka því um
874 millj.kr. milli ára.
Greiðsla barnabóta í hverjum
ársfjórðungi verður miðuð við
framfærendur skv. þjóðskrá í lok
næsta ársfjórðungs á undan. Áríð-
andi er að rétthafar barnabóta sjái
til þess að fjölskylduaðstæður,
hjúskaparstaða, börn á framfæri
og heimilisfang sé réttskráð hverju
sinni.
Rétthafar bóta, sem ekki fá þær
greiddar á næstu dögum, skulu
snúa sér til viðkomandi skattstofu.
SUNNUDAGÍNN 31. JANÚAR Á HÓTEL SÖGU
Framsóknarvist
Framsóknarfélag Reykjavíkur efnir til
Framsóknarvistar í Súlnasal Hótel Sögu
sunnudaginn 31. janúar kl. 14.
Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna.
Ingvar Gíslason, ritstjóri Tímans, mun flytja
stutt ávarp í kaffihléi.
Aðgangseyrir er kr. 350 (kaffiveitingar innifaldar)
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Guðríðar Kristinsdóttur, 81 árs, er
saknað.