Tíminn - 29.01.1988, Side 4
4 Tíminn
Föstudagur 29. janúar 1988
Byggöastofnun og Samband íslenskra
sveitarfélaga:
Nú er komin bók
um byggðastefnu
Út er komið rit sem ber yfirskrift-
ina „Hefur byggðastefnan brugð-
izt?“. Útgefandi er Byggðastofnun
og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Titill bókarinnar er samhljóðandi
yfirskrift ráðstefnu um byggðamál
sem haldin var á Selfossi dagana
13.-14. nóvember 1987.
Uppistaða efnis bókarinnareru 19
erindi ráðstefnugesta um ýmis mál-
efni sem á einn eða annan hátt
tengjast byggðamálum. t>ar má
nefna stefnu ríkisvaldsins í byggða-
málum, hlutverk Reykjavíkur í ís-
lensku byggðamynstri, atvinnumál á
landsbyggðinni, þátt sveitarstjórna
og landshlutasamtaka í byggðaþró-
un og þátt menningar í byggðaþró-
un.
Af einstökum greinarhöfundum í
bókinni má nefna Þorstein Pálsson,
forsætisráðherra Davíð Oddsson
borgarstjóra, Einar K. Guðfinnsson
útgerðarstjóra, prófessor Leif
Grahm Verslunarháskólanum í
Kaupmannahöfn, Björn G. Ólafs-
son þjóðfélagsfræðing Byggðastofn-
un, Halldór Blöndal alþingismann
og Indriða G. Þorsteinsson rithöf-
und.
Ritið, sem telur 158 bls., er til sölu
hjá útgefendum og kostar 400
krónur. óþh
Gunnar B. Kvaran listfræðingur við sjálfsmynd Jóns Engilberts frá því árið
1965. (Tímamynd Gunnar)
Sjálfsmyndir á
Kjarvalsstöðum
Almenningi gefst á næstu vikum
kostur á að berja augum sjálfsmynd-
ir hinna ýmsu ísjensku listamanna,
en sýning á sjálfsmyndum íslenskra
listamanna allt frá 19. öld l'ram á
síðustu ár verður opnuð á Kjarvals-
stöðum á sunnudaginn.
Sjálfsmyndirnar eru að sjálfsögðu
eins misjafnar og listamennirnir eru
margir og bera þær merki síns tíma.
Á sýningunni er stiklað í gegnum
sjálfsmyndir í íslenskri listasögu, en
ekki er um sögulegt yfirlit að ræða
né fræðilcga úttekt. Var reynt eftir
mætti að velja margbreytileg og góð
verk, listunnendum til skemmtunar
og yndisauka.
Eftir morgunflug í Landeyjunum. Innan um má sjá blesgæsir. íslenskir veiðimenn hafa tekið sinn
toll af gæsunum. Tímamynd Eggert
Breska ríkisstjórnin heimilar veiðar á blesgæs:
Blesgæs skref i
nær útrýmingu
David Keys fréttaritari Tímans í London:
Blesgæsin, sem hefur átt mjög
undir högg að sækja síðastliðin ár
og fækkað verulega, hefur nú eign-
ast enn einn óvininn. Nýverið gaf
breska ríkisstjórnin út leyfi til að
skjóta hina sjaldgæfu blesgæs,
þrátt fyrir að hún sé friðuð sam-
kvæmt lögum Evrópubandalags-
ins. Blesgæsin sést á íslandi í maí
og september og hefur Skotveiði-
félag fslands beint þeim tilmælum
til félaga sinna að skjóta ekki
blesgæsina heldur einbeita sér að
grágæs og heiðagæs. Blesgæsin er
ekki friðuð á íslandi ólíkt því sem
er í flestum nágrannalöndum okk-
ar utan Stóra-Bretlands eins og nú
kemur í Ijós. Þess má geta að stutt
er síðan írar friðuðu blesgæsina.
Tilmæli Skotveiðifélags íslands
hafa vakið hrifningu og aðdáun
fuglavina um gjörvallt Bretland.
Bretar eru nú í fyrsta skipti að
gefa út sérstök veiðileyfi á blesgæs-
ina. Náttúruverndarsinnar eru
hneykslaðir á þcssari ákvörðun
ríkisstjórnarinnar og hefur alda
mótmæla risið vegna þessa.
Fuglaskoðun er áhugamál sem
margir Bretar skemmta sér við og
hafa fuglaskoðarar farið í sumar-
leyfi til Skotlands og fslands m.a.
til að skoða blesgæsina. Stærstu
fuglafriðunarsamtök Bretlands,
The Royal Society for the Protect-
ion of Birds, hafa lýst furðu sinni á
ákvörðun bresku ríkisstjórnarinn-
ar og segja hana óútskýranlega.
Talið er að aðeins 21 þúsund
blesgæsir séu nú eftir í heiminum.
Þar af hafa sjö þúsund fuglar
vetursetu á skosku eyjunni Isley,
en einmitt þar verður heimilt að
skjóta fuglinn. Stór hluti stofnsins
á Isley kemur til vetursetu eftir
viðkomu á fslandi.
Bændur hafa kvartað undan
blesgæsinni, segja hana éta og
eyðileggja uppskeruna hjá þeim,
en umhverfisverndarsinnar mót-
mæla og segja að aðrar aðferðir
ætti að reyna til að vernda upp-
skeruna áður en leyft verður að
skjóta blesgæsina. Fleiri bændur
hafa gengið hart fram í að fá
veiðileyfi á fuglana og hefur ríkis-
stjórnin nú gefið í skyn að slík leyfi
verði veitt. Nokkrir bændur hafa
gengið svo langt að fara fram á
meiriháttar slátrun á fuglunum og
hafa fuglavinir risið upp á afturfæt-
urna og rekið upp ramakvein.
Fyrr í vikunni var stuttur sjón-
varpsþáttur syndur í BBC um bles-
gæsir sem koma frá íslandi. Þar
kom fram að gæsirnar dveljast yfir
sumarið á Grænlandi en hafa vet-
ursetu í Skotlandi. Einnig varvitn-
að til þess að fuglarnir dvelja á
íslandi u.þ.b. tvær vikur seinnipart
apríl mánaðar og fjórar til fimm
vikur í september, á leið sinni milli
Grænlands og Skotlands.
Þegar litið er til þess að Bretar
hyggjast nú leyfa veiðar á blesgæs-
inni er Ijóst að hún færist skrefi nær
því að deyja út. Tíminn greindi frá
því ekki alls fyrir löngu að íslenskir
skotveiðimenn drepa árlega nokk-
ur þúsund af blesgæs, þrátt fyrir
tilmæli Skotveiðifélags fslands.
Filmuætan að störfum í Kringlunni. Það er ekki endilega tryggt að það, sem vélin er mötuð á, komi í heilu
Iagi út, - vélin étur eina af hverjum þúsund fllmum. (Tímínn: Gunnar)
Hakkaði í sig tíu Ijósmyndafilmur: w
FILMUÆTAI
KRINGLUNNI
Dagurinn var einskis nýtur hjá
þeim sem vitjuðu um ljósmyndir
sínar á framköllunarstofu Hans Pet-
ersens hf. í Kringlunni í vikunni sem
leið. Þar biðu þeirra engar framkall-
aðar Ijósmyndir, svo sem þeir áttu
von á, heldur nýjar filmur í stað
hinna áteknu og loforð um framköll-
un þeirra ókeypis.
Framköllunarvélin á stofunni
hafði bókstaflega étið filmurnar
þeirra. Ekki voru eftir nema slitrur
og mylsna af þeim tíu filmum, sem
áttu eilíflega að geyma atburði jóla-
helgarinnar og rás gamlárskvölds.
Verslunarstjórinn sagði að slíkt væri
fátítt, vélin hefði frá því að stofan
var opnuð í Kringlunni ekki étið
nema eina af hverjum þúsund
filmum, sem kæmu til framköllunar.
Hann sagði jafnframt að þetta ætti
við um allar framköllunarvélar, sem
víðast hvar væru notaðar nú á
dögum.
„Þetta er alls ekki algengt,“ sagði
Jón Ragnarsson, verslunarstjóri.
„Það er ekki starfsfólki um að
kenna. Filmurnar skemmast í vél-
inni. Þetta er slys, líkt og þegar
springur dekk á bíl. Við því er
ekkert að gera.“
Jón sagði að umrætt tjón væri bætt
að erlendri fyrirmynd. Þar væri gefin
filma á móti þeirri sem skemmdist
og framköllunin á henni væri ókeyp-
is. Jón sagði að þetta væri í fyrsta
sinn sem vélin hefði tuggið filmurnar
á þennan hátt. Annað óhapp hefði
átt sér stað skömmu eftir að rekstur
hófst í Kringlunni, en þá sló rafmagn
út í öllum verslununum og tvær
filmur festust í vélinni. Þær skemmd-
ust þegar reynt var að losa þær.
Jón sagði að áður fyrr hefði verið
klausa á filmupokunum um að filmur
gætu skemmst við meðhöndlun. Slík
viðvörun væri ekki nú. „Ég veit ekki
hvort það stenst að taka slíkt fram
nú lengur," sagði verslunarstjórinn.
„Það hlýtur að vera lögfræðimál.“þj