Tíminn - 29.01.1988, Page 7
Föstudagur 29. janúar 1988
Tíminn 7
Hólmavík:
Hluti skreiðarlána
afskrifaður í ár?
Eftirstöðvar afurðalána til skreið-
arframleiðenda eru stöðugt að
minnka að mati Helga Bergs, banka-
stjóra Landsbankans. Lánin hjá
þeim banka einum nema þó enn um
252 milljónum. Jakob Ármannsson,
aðstoðarbankastjóri Útvegsbank-
ans, sagði á hinn bóginn að ekki væri
rannhæft að gera ráð fyrir öðru en
að afskrifa þurfi hluta lánanna á
þessu ári. Nú eru að berast um 12-15
milljónir til landsins og dreifist sú
upphæð á nokkuð marga framleið-
endur. Ekki kemur þó öll upphæðin
til með að greiða niður afurðalánin
þar sem ekki eru allir framleiðendur
með útistandandi afurðalán.
Staða skreiðarframleiðenda er
1
ekki alveg Ijós, þrátt fyrir að telja
megi að þeir skuldi samanlagt hátt í
400 milljónir í afurðalánum hjá
Landsbanka, Útvegsbanka og Bún-
aðarbanka. Margir skreiðarfram-
leiðenda eru stöndug fyrirtæki eins
og Helgi Bergs sagði og væru sumir
þeirra búnir að borga upp lán sín frá
fyrri árum.
Afurðalán hjá Útvegsbanka eru
talin nema um 115-120 milljónunt
og hefur því eilítið saxast á upphæð-
ina frá því í haust, en þá nam hún
um 140 milljónum. Staða afurðalána
hjá Landsbanka var í ágúst nálægt
308 milljónum. Aðrir bankar hafa
lánað mun minna, eins og t.d. Bún-
aðarbanki íslands. KB
Heildartekjur
um 28
milljónir
Á fundi hreppsnefndar Hólma-
víkurhrepps 13. jan. sl., var fjár-
hagsáætlun hreppsins tekin til
fyrstu umræðu. I áætluninni er
gert ráð fyrir því að heildartekjur
sveitarsjóðs á árinu 1988 verði
tæpar 28 milljónir króna.
Stærsti útgjaldaliður áætlunar-
innar er gatna- og holræsagerð,
en til þeirra hluta verður varið
um 17% af tekjum hreppsins
samkvæmt áætluninni. Af öðrum
stórum liðum má nefna almanna-
tryggingar og félagshjálp (14%),
yfirstjórn sveitarfélagsins (12%),
fræðslumál (12%) og heilbrigð-
ismál (9%).
Stefnt er að því að afgreiða
fjárhagsáætlun Hólmavíkur-
hrepps í byrjun febrúar.
Stefán Gíslasun
Akranes:
Dreyri
byggir
Hestamannafélagið Dreyri á
Akranesi sem varð 40 ára á síðasta
ári stendur nú í byggingarfram-
kvæmdum við félagsheimili fyrir fé-
lagið. Dreyramenn eru búnir að
steypa grunn og slá upp húsinu.
Félagsheimilið verður mjög myndar-
legt eins og sjá má á myndinni sem
Óskar ljósmyndari Tímans á Akra-
nesi tók fyrir nokkrum dögum.
Tímamynd: Ó.A.
Þriðja skák Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnoj dauflegt jafntefli:
Lognið á undan storminum
Þriðja einvígisskák Jóhanns og
Kortsnoj var í engu samhengi við
tvær þær fyrstu, sem voru mjög
líflegar.
Jóhann hóf taflið með því að
leika kóngspeði sínu fram um tvo
reiti alveg eins og í fyrstu skákinni,
en Kortsnoj kom á óvart og tefldi
svonefnda Caro-Kann vörn sem er
mjög traust byrjun og hefur nú að
undanförnu verið þekkt fyrir að
Karpov hefur notað hana með
góðum árangri gegn Sokolov og
Kasparov. Sá árangur felst í jafn-
teflum.
Það kemur á óvart að Kortsnoj
skuli feta í fótspor erkióvinar síns
Karpovs, en um leið er þetta
augljóst merki þess að Kortsnoj er
farinn að taka Jóhann mjög alvar-
lega og þorir ekki að tefla sína
uppáhaldsbyrjun, Opna afbrigði
spánska leiksins á ný.
Þeir kappar eyddu fremur mikl-
um tíma á byrjunina og það má
e.t.v. segja að hún hafi komið
báðum á óvart. Lítum á skákina
sjálfa.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Viktor Kortsnoj
Caro-Kann vörn
1. e4 - c6
2. d4 - d5
3. Rd2 - dx3
4. Rxe4 -
Hér má leika 4. - Bf5, 5. Rg3 -
Bg6, 6. h4 - h6, 7. Rf3 o.s.frv., en
Kortsnoj velur sama afbrigði og
Karpov, sem er það traustasta og
einkum nothæft þegar svartur vill
fá jafntefli og ekkert annað.
4. - Rd7
5. Rf3 - Rgf7
6. RxRf6+ - RxRf6
7. Re5 -
Hvítur vill ekki láta leppa riddar-
ann með 7. - Bg4 og leikur honum
því áfram. Slík leppun gæti haft í
Ólafur Helcri Plf
Árnason
SKÁKSKÝRANDI
för með sér óþægilegan þrýsting á
peðið á d4. Bc4 væri hvassara.
7. - Be6
8. Be2 - g6
Kortsnoj þarf að koma biskupn-
um út á g7 og um leið myndast
þrýstingur á d4 reitinn.
9. 0-0 - Bg7
10. c4 -
Tilraun til að hressa upp á skák-
ina. Tal lék á stórmótinu í Wijk
aan Zee gegn Adgestein 10. c3 og
skákin varð fljótlega jafntefli. Þess
má geta að Karpov sigraði í því
móti.
10.- 0-0
11. Be3 - Rd7
Hugsanlega er betra að leika 11.
- Re4, en þetta er öruggari leið.
Jóhann Hjartarson
I 111 ■ i ■
111 Á IIIIIIIIIIH lil Á ■ Á
1111 A11 u. Á
11 fflU
1111 All 3
II H 11
A Bl IA 01 01
01 llllll ^llllllll n m
12. Rf3 - Rf6
13. Re5 - Rd7
14. Rf3 - Rf6
15. Re5 -
Hér voru pappírar undirritaðir.
Ekki var boðið jafntefli, því Korts-
noj gat krafist þess, af þeirri ein-
földu ástæðu að sama staðan myndi
koma upp í þriðja sinn ef hann léki
Rf6. Að vísu var Kortsnoj dágóða
stund að gera þetta upp við sig og
má af því ætla að hann hafi ekki
verið fullkomlega ánægður með
jafntefli.
Jóhann getur varla heldur verið
ánægður með jafntefli með hvítu
mönnunum, en hann tapar þó ekki
á meðan. Betri er einn fugl í hendi
en tveir í skógi.
1 kvöld má búast við að Kortsnoj
komi sem organdi Ijón og ef Jó-
hanni tekst að halda jafntefli, nú
eða sigra, þá hef ég trú á því að allir
möguleikar í þessu einvígi séu
Jóhanns megin.
Staðan: Kortsnoj 1 vinningar
Jóhann 2 vinningar
Einvíginu er lokið þegar annar
hvor hefur náð 3,5 vinningum.