Tíminn - 29.01.1988, Page 9
Föstudagur 29. janúar 1988
Tíminn 9
VETTVANGUR
llllllllllllll
Áskell Einarsson
Byggðaröskun - orsök og afleið-
ing þenslunnar á Suðvesturlandi
í nýjasta fréttabréfi Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins er yfirlit um
dreifingu lánsloforða, miðað við
kjördæmi, skilgreint eftir heimili
umsækjanda og staðsetningu
þeirra íbúða, sem lofað hefur verið
lánum til. Þetta yfirlit nær til allra
lánaflokka tímabilið 1. september
1986 til 15. nóvember 1987. Á
þessu tímabili veitti Húsnæðis-
málastofnun 5008 lánsloforð, sem
svarar til að 2% íbúa landsins hafi
fengið lánsloforð hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins. Flest lánsloforð
voru veitt vegna íbúða staðsettra í
Reykjavík eða 47,9% og 26,5%,
vegna íbúða sem eru staðsettar í
Reykjaneskjördæmi. Alls voru
veitt lánsloforð til íbúða á Suðvest-
urlandi 74,4%, en aðeins26,6% til
íbúða á landsbyggðinni. Sé stuðst
við heimilisfang þeirra er lánslof-
orð fengu eru 43,7% þeirra búsettir
í Reykjavík, en 24,5% í Reykja-
neskjördæmi. Úti á landi eru bú-
sett 31,8% þeirra, sem fengu
lánsloforð. Þetta eru hlutfallslega
fleiri lánshafar, en hlutfall lánslof-
orða til landsbyggðar vegna íbúða
í heimabyggð til lánshafa búsettra
utan Suðvesturlands.
Fimmta hvert lánsloforð
landsbyggðarmanna fer
á Suðvesturhornið
Sé gerður samanburður á láns-
loforðum til íbúða staðsettra í
Reykjavík og lánshafa búsettra
þar, sem nýta lánsloforð sín í
heimabyggð, kemur í ljós að
18,2% lánsloforða vegna staðsettrá
íbúða í borginni eru frá aðilum,
sem annaðhvort eru búsettir í
Reykjaneskjördæmi eða á lands-
byggðinni. Hliðstæður samanburð-
ur fyrir Reykjaneskjördæmi sýnir
að 23% lánsloforða til íbúða í
kjördæminu eru frá Reykvíkingum
og landsbyggðarmönnum.
Af 421 lánsloforði til utanbæjar-
manna, vegna íbúða staðsettra í
Reykjavík, eru 197 þeirra frá aðil-
um í Reykjaneskjördæmi, en 224
lánsloforð eru frá landsbyggðar-
mönnum. Af 305 lánsloforðum
utansveitaríbúa í Reykjaneskjör-
dæmi eru 198 frá Reykvíkingum,
og 107 frá landsbyggðarmönnum.
Þetta sýnir að næstum jafnmargir
lánshafar færa sig frá Reykjavík
vegna íbúðaframkvæmda til
Reykjaness, og þeir sem færa sig til
Reykjavíkur frá Reykjaneskjör-
dæmi. Tilfærslan frá landsbyggð-
armönnum er samtals 320 lánslof-
orð, sem þeir ætla að nota á
Suðvesturlandi. Þetta svarar til
8,6% lánsloforða Húsnæðismála-
stjórnar, vegna íbúða staðsettra á
Suðvesturlandi, sem er 20,4% af
öllum lánsloforðum, sem koma í
hlut landsbyggðarmanna.
Um 70% tilfærslu lánsloforða
frá landsbyggðarmönnum
fara til Reykjavíkur, en 30%
til Reykjaneskjórdæmis
Hlutfall af lánsloforðum til
landsbyggðarmanna, eftir kjör-
dæmum, sem þeim hafa verið veitt
vegna staðsettra íbúða í Reykjavík
og Reykjanesi, er hæst hjá Vest-
firðingum eða 27,4% af heildar-
lánsloforðum til þeirra, sem eru 46
lánsloforð til íbúða staðsettra á
Suðvesturlandi. Með næsthæsta
hlutfall er Vesturland með 26,3%,
sem er 74 lánsloforð vegna íbúða
staðsettra á Suðvesturlandi.
Norðurland vestra er þriðja í röð-
inni með 24,3% veittra lánslof-
Sklpting lánsloforða 1.9.’86 -15.11 .’87
eftir heimili umsækjenda og staðsetningu íbúðar
-Allirlánaflokkar-
Heimili umsækianda R.vik R.nes V.land' Stadsetning íbúöar: Vestf. Nl.v. Nl.e. Au.land S.land Ósk.pr. Samtals %
Reykjavík 1962 198 5 2 1 7 1 10 0 2186 43.7
Reykjanes 197 1021 3 0 0 2 2 1 0 1226 24.5
Vesturland 53 21 205 0 0 1 1 0 0 281 5.6
Vestfiröir " 35 1! ’ 2 118 0 0 1 1 0 168 3.4
Noröurl. vestra 19 17 0 0 109 2 0 1 0 148 3.0
Norðurl.eystra' ~ 26' 19 0" 0" 0- 378 2 2 0 427 8.5
Austurland 35 8 0 0 2 2 166 0 0 213 4.3
Suðurland 56' .. 20... .... 2. “.. 0 0....... .. U 0. .. 249 ..... 2 329 6.6
Óskilgreint 16 11 0 0 0 2 1 0 0 30 0.6
Samtals ' 2399. 1326“ 217 ' 120 112 394 ._ 174 264 2 5008 100.0
% 47.9 26.5 4.3 2.4 2.2 7.9 3.5 5.3 0.0 100.0
Skýringar: Taflan nær til allra umsókna samkvæmt „nýja kerfinu" þar sem vitaö er um staösetningu þeirrar íbúöar sem umsækjandi er
að kaupa eöa byggja. Dæmi: al 281 umsækjendum sem eru búsettir á Vesturiandi þegar þeir sækja um, eru 205ab byggja eöa kaupa
á Vesturlandi; 53 aí þeim eru aö kaupa eöa byggja í Reykjavík, 21 í Reykjaneskjördæmi, 1 á Norðurlandi eystra og 1 á Austuriandi.
orða, sem eru til íbúða staðsettra á
Suðvesturlandi eða 36 talsins. Næst
í röðinni er Suðurland með 23,1%
og 76 lánsloforð vegna íbúða á
Suðvesturlandi. Austurland er
með 20,2% og 43 lánsloforð, sem
nýtt eru á Suðvesturlandi. Norður-
land eystra rekur lestina með
10,5% og 45 lánsloforð, sem færast
til Suðvesturlands.
Aðeins fjórðungur lánsloforða
Húsnæðismálastjórnar er
veittur landsbyggðarmönnum
til íbúða staðsettra í
heimabyggðum þeirra
Tæplega 40% þjóðarinnar eru
búsett í kjördæmum utan Suð-
vesturlands. Þessi hluti þjóðarinn-
ar fær um 25% allra lánsloforða
Húsnæðismálastofnunar ríkisins á
áðurnefndu tímabili, til fjárfesting-
ar í íbúðahúsnæði í heimabyggð-
um, sem er alls 1225 lánsloforð. Af
þessum samanburði er ljóst að
fjarri því er að byggingarframkvæmd-
á landsbyggðinni fylgi þeirri
öru uppbyggingu, sem nú á sér stað
í landinu. Þetta svarar til að 1,29%
af íbúum landsbyggðar hafi lánslof-
orð vegna íbúða í heimabyggð, á
móti 2-2,5% á Suðvesturlandi. Til-
færsla lánsloforða landsbyggðar-
manna til Suðvesturlands er meira
en fjórðungur miðað við þau láns-
loforð, sem þeir nýta heima fyrir.
Misvægi efnahagsþróunar
bitnar á landsbyggðinni
Almennt er litið svo á að bygg-
ingaþörfin eigi að vera í eðlilegu
hlutfalli við íbúafjölda. Reykjavík
er eina kjördæmið, þar sem hlutfall
heimilisfastra lánshafa er hærra en
íbúahlutfallið. Þetta svavar til 98
lánsloforða til Reykvíkinga, vegna
íbúða í heimabyggð, sem væri
umfram íbúahlutfall borgarinnar.
Ef bætt er við þessa tölu lánsloforð-
um vegna staðsettra íbúða í
Reykjavík á vegum utanbæjaraðila
er þetta alls 519 lánsloforð umfram
hlutfall borgarinnar í þjóðarfjöld-
anum. Þetta svarar til 21,6% af
lánsloforðum vegna staðsettra
íbúða í Reykjavík, sem er einskon-
ar umframaukning sé miðað við
íbúahlutfallið. Ekki er blöðum um
það að fletta að hér eru á ferðinni
sterkir efnahagsstraumar, sem í
senn spegla verulega þenslu á
Reykjavíkursvæðinu og sýnir til-
Áhrif af þenslunni í
Reykjavík verkar örv-
andi fyrir önnur svæði
á Suðvesturlandi t.d.
höfuðborgarsvæðið.
Það alvarlega er að á
sama tíma dregur úr
trú landsbyggðar-
manna að festa fé sitt
á heimaslóðum. Þetta
er merki um alvarlega
þróun í byggðamálum
og sýnir vantrú lands-
byggðarmanna á eigin
framtíð í heimabyggð-
um.
flutning fjármagns frá landsbyggð-
inni frá einkaaðilum.
Það merkilega er, að hlutfall
veittra lánsloforða heimamanna í
Reykjaneskjördæmi vegna íbúða í
heimabyggðum, er til muna lægra
en íbúahlutfall kjördæmisins, þrátt
fyrir þensluna. Þessi munur svarar
til að vanti 154 lánsloforð heimaað-
ila til að lánsloforðin séu hlutfalls-
Iega í samræmi við íbúahlutfall
Reykjaneskjördæmis. Hlutfall
lánsloforða til íbúða staðsettra í
Reykjaneskjördæmi er hærra, og
er 163 lánsloforðum fleiri en íbúa-
hlutfallið segir til um. Lánsloforð
utankjördæmismanna skapa þenn-
an mun, sem bætir upp það sem á
vantar að lánsloforð úr Reykjanes-
kjördæmi, vegna íbúða heima
fyrir, nái hærra hlutfalli lánsloforða
en íbúahlutfallið. Sá er munurinn
á Reykjavík og Reykjaneskjör-
dæmi í húsnæðismálum, að spenn-
an í Reykjavík er að verulegum
hluta vegna aukinna bygginga
Reykvíkinga sjálfra, en í Reykja-
neskjördæmi er spennan vegna
fjárhagsráðstafana manna í íbúða-
málum, utan kjördæmisins. Tæp
15% lánsloforða til íbúða stað-
settra á Reykjanessvæðinu eru frá
Reykvíkingum, en 7,2% frá lands-
byggðarmönnum. Hér gætir þess
að mestur hluti höfuðborgar-
svæðisins telst til Reykjaneskjör-
dæmis.
Áhrif af þenslunni í Reykjavík
verkar örvandi fyrir önnur svæði á
Suðvesturlandi t.d. höfuðborgar-
svæðið. Það alvarlega er að á sama
tíma dregur úr trú landsbyggðar-
manna að festa fé sitt á heimaslóð-
um. Þetta er merki um alvarlega
þróun í byggðamálum og sýnir
vantrú landsbyggðarmanna á eigin
framtíð í heimabyggðum.
Eitt prósent lánsloforða frá
Suðvesturlandi fer til
landsbyggðar
Á árunum 1975-1980 bar tölu-
vert á því að heimilisfastir menn á
Suðvesturlandi stofnuðu til íbúða-
bygginga á landsbyggðinni. f sumum
tilvikum voru þetta brottfluttir
landsbyggðarmenn, sem leituðu
heimahaganna á ný, þegar rofaði til
í atvinnumálum hinna dreifðu
sjávarbyggða.
Þessu er öfugt farið nú. Aðeins
34 heimilisfastir lánshafar á Suð-
vesturlandi hafa lánsloforð vegna
íbúða á landsbyggðinni. Ellefu
þeirra sækja til Suðurlands. Níu
þeirra til Norðurlands eystra og
átta til Vesturlands. Til annarra
kjördæma sækja tveir til Vest-
fjarða, þrír til Austurlands og
aðeins einn til Norðurlands vestra.
Það er að komast í tísku að Reyk-
víkingar færi búsetu sína til Hvera-
gerðis. Einstaklingar og samtök
eignast íbúðir á Akureyri, til or-
lofsdvalar.
Rúmlega eitt prósent
lánsloforða til landsbyggðar-
manna er vegna íbúða í óðru
iandsbyggðarkjördæmi,
en heimakjördæmi
Fimm lánshafar á landsbyggð-
inni, utan Norðurlands eystra, hafa
fengið lánsloforð vegna íbúða
staðsettra í kjördæminu. Samsvar-
andi tölur eru 4 lánsloforð til
landsbyggðar vegna staðsettra
íbúða í hverju eftirtalinna kjör-
dæma: Austurland, Suðurland og
Vesturland. Enginn landsbyggðar-
maður hefur fengið lánsloforð til
íbúðar staðsettrar á Vestfjörðum,
utan heimilisfastra Vestfirðinga.
Aðeins tveir landsbyggðarmenn
utan Norðurlands vestra hafa fengið
lánsloforð vegna íbúða staðsettra
þar. Alls er hér um að ræða 19
lánsloforð.
Sé þetta skoðað eftir heimilis-
fangi hafa 4 heimilisfastir Vestfirð-
ingar lánsloforð vegna íbúða, sem
eru staðsettar í öðrum landsbyggð-
arkjördæmum. Vesturland er með
jákvæðan mun gagnvart öðrum
landsbyggðarkjördæmum, ásamt
Suðurlandi og Norðurlandi eystra.
Austurland stendur á jöfnu, en
Norðurland vestra er með nei-
kvæðan mun sem svarar einu láns-
loforði.
Samstarfshópur Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins um
landsbyggðarmálefni í
húsnæðismálum
í áðurnefndu fréttabréfi er skýrt
frá því að á vegum Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins starfi sérstakur
samstarfshópur innan stjórnarinn-
ar er fjalli um úrbætur í húsnæðis-
málum byggðarlaga utan höfuð-
borgarsvæðisins.
Við samanburð á dreifingu láns-
loforða eftir búsetu lánshafa og á
staðsetningu þeirra íbúða, sem
lánsloforðin eru veitt til, má
greina suma þá þyngstu strauma
sem orsaka tilfærslu einkafjár-
magns í landinu. Undirstrauma
byggðaröskunar í landinu, sem í
mörgum efnum er þyngri á metum,
en góð atvinnuaðstaða og bestu
félagsleg skilyrði hafa á búsetu-
þróun í landinu.
Það eru mörg dæmi um það að
ekki er hægt að fá raunvirði fyrir
góðar fasteignir í byggðalögum,
þar sem er uppsveifla í atvinnulífi
og meðaltekjur eru háar. Með
öðrum orðum víða þar sem fyrir
hendir éru atvinnuskilyrði og önn-
ur búsetuskilyrði í besta lagi, vill
fólk ekki fjárfesta. Það hefur ekki
trú á að festa sparnað sinn í þeim
byggðalögum, þar sem hann er
upprunninn.
Þetta orsakar stöðugan fjárflótta
til þenslusvæðanna í landinu, sem
engar sundurlausar aðgerðir í
byggðamálum fá snúið við. Þetta
hefur reynslan sannað undanfarin
ár á óyggjandi hátt.
Aðgerðir í húsnæðismálum á
vegum Húsnæðisstofnunar ríkisins
er liður í miklu stærra máli og eru
góðra gjalda verðar, til að koma í
veg fyrir að húsnæðiskostur á
landsbyggðinni hamli ekki vexti
framleiðslusvæðanna.
Meginmálið er að skapa traust á
fjárfestingum í framleiðslubyggða-
lögum landsins á ný. Þetta kostar
uppstokkun kerfisins, með upp-
skurð þeirra meinsemda, er valda
byggðavandanum í landinu og við-
halda vaxandi misvægi þrátt fyrir
góðæri undanfarinna ára.
Áskell Einarsson
framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands
Norðlendinga