Tíminn - 29.01.1988, Page 11
Föstudagur 29. janúar 1988
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
Hópurinn
valinn
Sigfried Held landsliðsþjálfari
hefur valið eftirtalda leikmenn til
undirbúnings fyrir leiki íslands í
forkeppni Ólympíuleikanna,
gegn Hollandi 27. aprfl og gegn
A-Þýskalandi 30. apríl.
Markverdir:
Friðrik Fridriksson
Páll Ólaísson
Gudmundur Hreiðarsson
Birkir Kristinsson
Aðrir leikmenn:
Ágúst Már Jónsson
Guðni Bergsson
Guðmundur Steinsson
Guðmundur Toríason
Halldór Áskolsson
Heimir Guðmundsson
Hlynur Birgisson
Ingvar Guðmundsson
Jón Grétar Jónsson
Kristinn Jónsson
Kristján Jónsson
Loftur ólafsson
Ormarr örlygsson
ólafur Þórðarson
Pétur Arnþórsson
Rúnar Kristinsson
Siguróli Kristjánsson
Sveinbjörn Hákonarson
Valur Valsson
Viðar Þorkelsson
Þorsteinn Guðjónsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Þorvaldur örlygsson
B 1909
Víki^
Fram
KR
1860 Múnchen
Fram
Winterslag
Þór
ÍA
Þór
Val
Val
Fram
Fram
KR
Fram
ÍA
Fram
KR
Þór
Stjörnunni
Val
Fram
KR
Fram
KA
Æfingar hópsins hefjast n.k.
laugardag undir stjórn Guðna
Kjartanssonar aðstoðarlandsliðs-
þjálfara. -HÁ
Moli um mola:
Sindramenn
kærðu ekki
Ágætur lesandi blaðsins hafði
samband í gær og benti á vitleysu í
frétt um íslandsmótið í innanhúss-
knattspyrnu.
Þar var sagt að Sindri frá Horna-
firði hefði kært nýja féiagið Ægi fyrir
að nota ólöglega leikmenn en það
rétta er að KSÍ dæmdi Ægismenn úr
leik eftir að í ljós kom að þeir höfðu
verið með leikmenn sem enn voru
ekki formlega orðnir löglegir með
Ægi.
íslandsmótið í handknattleik, 1. deild:
Blikarhöfðu betur
Breiðablik sigraði Stjörnuna í
l.deildarkeppninni í handboita í
gærkvöldi. Leikurinn sem fram fór
í íþróttahúsi Digranesskóla var
jafn og æsispennandi á lokamínút-
unum. Stjörnumenn höfðu boltann
þegar hálf mínúta tæp var til leiks-
Íoka og gátu jafnað en misstu
boltann úr höndum sér og Björn
Jónsson innsiglaði sigur Blika 28-
26.
Sóknarleikur beggja liða var
ágætur á köflum en varnirnar held-
ur slappar. Það ráð Breiðabliksm-
anna að taka Gylfa Birgisson og
Einar Einarsson úr umferð mikinn
hluta af leiknum tókst ekki nógu
vel. Þeir voru hreinlega hættulegri
báðir tveir þegar þeir losnuðu.
Sigmar Þröstur í markinu og Skúli
Gunnsteinsson á línunni áttu að
auki ágætan leik.
Aðalstein Jónsson, Kristján
Halldórsson, Björn Jónsson og Jón
Þórir Jónsson áttu góðan leik með
Blikum en annars var liðið nokkuð
jafnt.
Mörkin: Breiðablik: Jón Þórir
Jónsson 7(4), Aðalsteinn Jónsson
5, Björn Jónsson 5, Þórður Davíðs-
son 3, Kristján Halldórsson 3,
Hans Guðmundsson , Svafar
Magnússon 1 og Magnús Magnús-
son 1. Stjarnan: Gylfi Birgisson 6,
Skúli Gunnsteinsson 5, Einar Ein-
arsson 5, Sigurður Einarsson 5(2),
Sigurjón Guðmundsson 3 og Haf-
steinn Bragason 2.
hb
Skúli Gunnsteinsson Stjörnumaður svífur inn af línunni við lítinn fögnuð Breiðabliksmanna
Tímamynd - Pjetur
Man.
United
- Chelsea
á Stöð 2
Stöð 2 mun á laugardaginn
taka upp þá nýbreytni að sýna
beint leik úr ensku bikarkeppn-
inni í knattspyrnu. Verður það
leikur Manchester United og
Chelsea og hefst útsendingin, í
læstrí dagskrá, kl. 15.00.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Stöð 2 sýnir beint frá ensku
knattspyrnunni en að sögn
Heimis Karlssonar er stefnt að
því að senda beint frá fleiri
bikarleikjum. Þá verða sýndir
valdir kaflar úr leik Liverpool
og Aston Villa ■ íþróttaþættin-
um á þriðjudagskvöldið.
-HÁ
Cation
Rétti tíminn til
reiknivélakaupa
Mikiö úrval.
Lækkað verö.
Suðurlandsbraut 12.
S: 685277 - 685275
Orð í Tíma töluð... orð í Tíma töluð... orð í Tíma töluð... Orð í Tíma töluð... Orð í Tíma töluð...
Hvað geta íþróttafréttamenn gertáð því?
„Það þótti táknrænt fyrír stöðu
jafnréttismála að engin kona var í
hópi þeirra íþróttamanna sem til-
nefndir voru við kjör íþróttamanns
ársins 1987.“
Á þessum orðum hefst viðtal
Ómars Fríðrikssonar við Kristínu
Einarsdóttur alþingismann í janú-
artölublaði Þjóðlífs. Undirritaða
rak í rogastans en las þó áfram.
Viðtalið reyndist allt á svipuðum
nótum. „... við (kvennalistakon-
ur) höfum ... verið óánægðar með
hversu keppnisíþróttimar hafa
fengið mikla athygli, sérstaklega
keppnisíþróttir karla" segir Kristín
og bætir við nokkru síðar: „Stráka-
íþróttir fá að mínu mati óeðlilega
mikla athygli í fjölmiðlum og það
hefur sýnt sig að fólk hefur gaman
að ýmsu öðru á íþróttasviðinu en
kar lagreinum eingöngu...“. „Kon-
ur eru miklu síður gefnar fyrir það
að standa gegn andstæðingi og
tefla öllu sínu frani í bcinharðri
keppni.“
Það var og. Satt að segja er langt
síðan sú er þessa grein rítar fékk
nóg af umræðunni um „stráka-
íþróttir" og „konuíþróttir“ eða
hvað menn kjósa að uppnefna
þær. Þessi litla grein í Þjóðlífi varð
þó dropinn sem fyllti mælinn. Byrj-
um á aðalefni greinarínnar, kynja-
misinunun á íþróttasviðinu. Það
virðist ekki veita af að benda
sumum á að konur og konur eru
sitthvað. Það er svo gersamlega út
í hött að ætla að halda því fram að
allar konur séu eins að vart þarf að
ræða það frekar. Fullyrðing eins
og sú að konur séu „miklu síður
gefnar fyrir það að standa gegn
andstæðingi og tefla öllu sínu fram
í beinharðri keppni“ er þar af
leiðandi alveg út í bláinn sem
alhæfing þó vissulega eigi hún við
hluta kvenna - og karla.
Það hefur töluvert verið fjarg-
viðrast yfir því að kvennaíþróttir
fái litið pláss á íþróttasíðum og í
íþróttaþáttum. Það er alveg rétt að
það er skrifað meira um karlmenn-
ina á íþróttasíðunum. En það er
líka skrifað miklu meira um karl-
mennina sem spila í 1. deild eða
eru bestir heldur en þá sem spila í
4. deild. Umfjöllunin um kvenna-
íþróttirnar hefur nefnilega ekkert
með það að gera að það er kvenfólk
sem stundar þær.
Hvers vegna mæta 2000 manns
að horfa á 1. deildarleik karla í
handknattleik? Af því að þar eigast
við tvö góð lið sem spila handknatt-
leik sem skemmtilegt er að horfa á,
það er spenna, hraði, skemmtun
og stemmning. Hvers vegna mæta
þá ekki nema 20 á 1. deildarleik
kvenna í handknattleik? Af því að
þar er sama íþróttin í gangi en
spiluð miklu hægar, fleiri mistök
og skemmtunin minni. Af ná-
kvæmlega sömu ástæðu mæta
heldur ekki nema 20 manns á 3.
deildarleik karla í handknattleik.
Svo einfalt cr það og kemur jafn-
rétti kynjanna ekkert við.
íþróttaviðburðimir eru svo
margir og framboðið svo mikið að
fólk velur úr það besta. Það sama
verða ijölmiðlarnir að gera.
Á flestum ef ekki öllum hérlend-
um fjölmiðlum eru íþróttadeildirn-
ar mjög undirmannaðar og plássið
eða tíminn þar að auki mjög af
skornum skammti. Það sem fyrst
er skrifað um, talað um eða sýnt
frá hlýtur að vera það sem flestir
vilja heyra um, lesa eða sjá. Þar
koma stóru boltaíþróttirnar fyrst
og stjörnurnar þar, stjörnur ein-
staklingsgreinanna eru líka á toppi
vinsældalistans og þá er því miður
oft lítið orðið eftir fyrir það sem
eftir er, íþróttagreinar sem eiga
ekki eins almennu fylgi að fagna.
Það verður því fyrst og fremst á
dögum þegar lítið er að gerast ■
stóru greinunum sem þær minni
eða lægri deildirnar eða kvenna-
deildirnar fá meiri umfjöllun.
Fólk hefur vissulega gaman að
ýmsu öðru á íþróttasviðinu en
„karlagreinum eingöngu sem sýnd-
ar eru tímunum saman jafnvel í
beinni útsendingu í sjónvarpi."
Það er fjöldinn ailur af fólki sem
stundar íþróttir sér til ánægju og
heilsubótar án þess að keppa nokk-
urntíma í þeim. En það er bara
engin frétt þó einhver Júlla Jóns
úti í bæ fari út að hlaupa með
hundinn þrisvar í viku. Það mætti
gjarnan segja frá því í víðara sam-
hengi í grein eða dálki þar sem
fjailað er almennt um heilbrigði
eða dægradvöl eða eitthvað þvíum-
líkt en það er ekki íþróttafrétt.
Það þótti víst einhverjum tákn-
rænt fyrir stöðu jafnréttismála að
engin kona var í hópi þeirra
íþróttamanna sem tilnefndir voru
við kjör íþróttamanns ársins 1987.
Það er fjarstæða. Kjör íþrótta-
manns ársins kemur stöðu jafnrétt-
ismála akkúrat ekki nokkrun
skapaðan hlut við.
Það eru íþróttafréttamenn sem
„Konur eru miklu síður gefnar fyrír
það að standa gegn andstæðingi og
tefla öilu sínu fram í beinharðrí
keppni“. Ekki þessar konur sem
berjast í l.deild kvcnna í körfuknatt-
leik. Tímamynd Pétur
kjósa íþróttamann ársins og einn
þeirra íþróttafréttamanna er sú
sem þetta skrifar. íþróttafrétta-
menn leggja metnað sinn í að
vanda valið þegar þeir raða upp á
listann. Algengt er að atkvæðaseð-
illinn sé saminn um svipað leyti og
annáil ársins er settur saman en þá
les t.d. blaðamaður í gegnum
íþróttasíðuna fyrír allt árið. Þá er
tryggt að enginn gleymist. I ár var
engin kona meðal 11 efstu. Vé-
steinn Hafsteinsson kringlukastari
sem var 10. á heimslistanum í sinni
grein var heldur ekki meðal 11
efstu, ekki Sigurður Einarsson
spjótkastari sem var 20. á heims-
listanum og ekki heldur Pétur
Guðmundsson körfuknattleiks-
maður sem hefur staðið sig mjög
vel í bandarísku atvinnumanna-
deildinni. Þó eru þessir íþrótta-
menn allir vel frambærilegir á er-
lendum vettvangi. Á listanum voru
11 íþróttamenn sem náðu stórkost-
legum árangri á árinu. Það var
engin kona á listanum af því að
engin kona náði það góðum árangri
á árinu að nægði til að skáka
þessum afreksmönnum. Konur
fara nefnilega ekki á listann yflr
bestu íþróttamenn á íslandi fyrír
að vera konur. Þær fara á listann
fyrir að ná mjög góðum árangrí,
árangri scm er eitthvað í líkingu
við þann árangur sem karlmennirn-
ir ná. Hann var ekki til staðar í ár
og þessvegna var engin kona á
listanum.
Hvers vegna íslenskar íþrót-
takonur hafa almennt ekki náð
eins góðum árangri í keppnisíþrótt-
um og stöllur þeirra erlendis er svo
allt annar handleggur og mál sem
skrífa mætti heila bók um. Það
breytir ekki því að fréttamenn
reyna að segja frá því sem er efst á
baugi hverju sinni og því sem
flestir vilja vita um. Ef íslenskt
kvenfólk hefur ekki náð árangri
sem stenst samanburð við árangur
íslenskra karlmanna þá þýðir ekk-
ert að skainmast viö íþrótta-
fréttamenn. Þeir geta nefnilega
ekkert að því gert.
Hjördís Árnadóttir