Tíminn - 29.01.1988, Side 13
Föstudagur 29. janúar 1988
Tíminn 13
BÓKMENNTIR
SÉRSTÆÐ HRYNJANDI
Jón Jónsson, Frcnistafelli: Viðkvæm er jörð,
kvædi, Fremstafclli, 1987.
Pað er sameiginlegt einkenni á
meginhlutanum af kvæðum Jóns
Jónssonar í Fremstafelli að hann
yrkir þau að hefðbundnum hætti
undir reglubundnum bragarháttum,
og með rími, stuðlum og höfuðstöf-
um. En sérkenni þeirra er að hann
fylgir hrynjandi bragarháttanna all-
víða hreint ekki nákvæmlega út í
æsar. Þvert á móti bregður hann því
fyrir sig að sleppa úr eða skjóta inn
atkvæðum, allt eftir því sem andinn
virðist innblása honum. Þetta veldur
því að hrynjandin í kvæðum hans,
þeim sem hann yrkir undir hefð-
bundnum kvæðaháttum, verður
óregluleg og fjarri því eins nákvæm-
lega talin atkvæðin í hverja línu og
við eigum að venjast úr ljóðum
þjóðskáldanna gömlu.
Og svo áfram sé haldið með hina
bragfræðilegu hlið málanna þá sá ég
þarna aukheldur á fleirum en einum
stað bragfræðilegt einkenni, sem
finna má víða í miðaldakveðskap,
en dró síðan verulega úr að skáldin
leyfðu sér. Það er tveggja atkvæða
forliður, sem felst í því að tveimur
atkvæðum er skotið inn fremst í
vísuorð á undan höfuðstaf, eða til
Jón Jónsson, Fremstafelli.
dæmis eins og er í þessum línum úr
kvæðinu Ó komdu aftur:
og gefðu aftur blómaþyt í bæinn
fyrír börn sem urðu menn.
Ekki ætla ég mér þó að fara að
setja út á þetta hjá bókarhöfundi,
því að hún er löngu liðin sú tíð að
ritdómarar geti leyft sér að gefa
ljóðabókum slaka einkunn fyrir það
eitt að höfundar þeirra fylgi ekki
gömlu og góðu bragreglunum út í
ystu æsar. Enda er það mála sannast
að þarna er líka nokkuð af kvæðum
sem ort eru undir nútímalegu og
frjálsu formi, og sum hver býsna
forvitnileg. Ég vil þar til dæmis
nefna kvæðið Kvóti. en í því er fyrst
brugðið upp vel gerðri náttúrumynd
- af fjalli sem speglast í kyrrum
vatnsfleti - og síðan dregin af henni
líking um þá niðurstöðu sem mcnn
geti fengið út úr eigin lífi sínu.
Annars eru yrkisefni Jóns Jóns-
sonar margvísleg. Meðal annars er
þarna talsvert af kvæðum sem ort
eru út af eigin hugleiðingum hans og
endurminningum. Sögulegum efn-
um bregður þarna fyrir, til dæmis í
kvæðinu Séra Páll í Selárdal, en líka
víðar, svo sem í kvæðinu Sagan sem
Jón Hallsson sagði mér, vel gerðu
verki um strokuhest sem festist í
taumbandi sínu og bar beinin uppi á
öræfum. Einnig er þarna talsvert af
tækifæriskvæðum, einkum erfiljóð-
um um látna sveitunga og vini
skáldsins. -esig
Hjúkrunar-
fræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina í Ólafsvík.
2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Þingeyri.
3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina í Reykjahlíð, Mývatnssveit.
4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð
Suðurnesja í Keflavík.
5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Skagaströnd.
6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Þórshöfn.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
24. janúar 1988
MIKID LÍKINGAMÁL
Andlit i bláum vötnum, 73 IjOö eftir Ragnhildi
Ófeigsdóttur, Bókrún, Rvk. 1987.
Það dylst engum, sem les, að
ljóðin hér eru ort af konu. Hér eru
kvenleg sérsjónarmið og viðhorf svo
ríkjandi að ég hygg að naumast
nokkur karlmaður myndi ljóða á
þann hátt sem hér er gert.
Annað helsta megineinkenni ljóð-
anna í þessari bók er svo mikið og
ýtarlegt líkingamál sem þarna er
hvarvetna beitt. Það er svo annað
einkenni á þessu líkingamáli að það
er að stærstum hluta sótt til fjarlægra
merkingarsviða og er nánast ekki í
tengslum við þann félagslega raun-
veruleika sem nútímafólk hér á landi
lifir og hrærist í. Meðal annars er
þarna á ferðinni talsvert mikið af
goðsagnaefni og öðru slíku, sem
frekar á heima í veruleika bóka og
skáldskapar heldur cn í raunheimi
fólks í samtímanum. Hér eru með
öðruni orðum ekki félagsleg Ijóð á
ferðinni, heldur þvert á móti
innhverf, lýrísk og gott ef ekki
rómantísk.
Allur fyrri hluti bókarinnar, ein
19 Ijóð, er ortur til minningar um
móður höfundar, Ragnhildi Ásgeirs-
dóttur kennara frá Hvammi í
Dölum, sem lést 1981. Þau ljóð eru
hlýleg og bera dótturlegri ræktar-
semi skýrt vitni. Mikil notkun lík-
ingamáls er þar mjög áberandi, en
jafnframt tekst höfundi þar víða
býsna vel upp við það viðfangsefni
að túlka sorg sína við móðurmissinn
og viðbrögð sín er hún stendur
þarna skyndilega augliti til auglitis
við dauðann.
Einna forvitnilegast í skáldskapar-
legu tilliti má telja þar Ijóð sem
heitir Koma dauðuns, en í því líkir
höfundur lífi hinnar látnu við blátt
blóm, sem nú hafi opnast og dauðinn
risið þar upp úr. Þetta er hvað sem
öðru líður óvanaleg líkinganotkun í
íslensku erfiljóði, þótt um hitt megi
kannski vera skiptari skoðanir
hversu sterk hún sé að því leytinu til
að hún varpi nýju eða óvæntu ljósi á
líf hinnar látnu.
í seinni hlutanum kennir fleiri
grasa en svo að hér verði talið, en
yrkisefni eru þar sótt í margar áttir.
Margs konar myndir eru þó áberandi
þar, ásamt ýmsum ævintýra- og
goðsagnaminnum. Sameiginlegt ein-
kenni Ijóðanna þar er einnig að í
þeim ber mikið á kyrrlátum myndum
með rólegu yfirbragði, og líkinga-
máli er áfram beitt óspart. Af ein-
stökum verkum má til dæmis ncfna
Ijóðið Næturfjólan, þar sem sjálf-
stæðiskennd er túlkuð með mynd af
illgresi í blómagarði, Haustið, sem
felur í sér líkingu á haustkomu við
sært dýr, og Hin þríeina, þar sem
kveneðlið er túlkað með mynd af
konu mitt á milli gyðju og nornar,
og verður konan að fyrirkoma báð-
um til að tryggja eigin tilveru.
í heild verður ekki annað sagt en
að það sé veruleg rósemi og kyrr-
staða ríkjandi í Ijóðum þessarar
bókar. En þau eru vel og vandvir-
knislega unnin, og þrátt fyrir þá
staðreynd að þau eru mun innhverf-
ari og draumkenndari en flest annað
sem fram hefur komið síðustu árin í
íslenskri Ijóðagerð, þá er í heild yfir
þeim viss þokki. Þá er sérstök ástæða
til að geta um hönnun og ytra útlit
bókarinnar, sem er smekklega af
hendi leyst af Elísabetu Önnu
Cochran. -esig
■...........IIIIIII. tónlist ':|!|liiii:i.i. •'"iiiiííii ':!!i!il:;l itiinin:; ':'iiiií!ii- ::|hii:;;. ';:niiiiiii,: "aiiiiiiiiiin-
Myndbandagerð (video) innritun
6 vikna námskeiö í myndbandagerð hefst 1.
febrúar nk. Kennt verður 2 sinnum í viku, mánu-
daga og miðvikudaga, 4 klst. hvert kvöld. Megin-
áhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, mynduppbygg-
ingu, eðli og notkun myndmáls í kvikmyndum,
handritsgerð auk æfinga í meðferð tækjabúnaðar
ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin
myndefnis nemenda. Kennari Ólafur Angantýs-
son, kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald
er kr. 5.000,-
Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa
viku (til föstudags 29. jan.)
Þorrablot Reykvíkinga
Framsóknarfélögin í Reykjavík munu halda árlegt Þorrablót sitt í
Risinu að Hverfisgötu 105 föstudaginn 19. febrúar kl. 20.00.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Gítar á háu plani
Tónleikanefnd Háskólans ýtti úr
vör á nýju misseri sl. miðvikudag
(13. janúar) með gítartónleikum
Einars Kristjáns Einarssonar, sem
lék Prelúdíu, fúgu og allegro eftir
Bach og fimm af „12 æfingum" eftir
Villa-Lobos. Einar stundar nú fram-
haldsnám í listgrein sinni í Manch-
ester, en hafði áður lokið burtfarar-
prófi árið 1982 frá Tónskóla Sigur-
sveins. Klassískur gítar virðist vera
mjög á uppleið hér á landi, því af 14
hádegistónleikum síðara misseris
verður gítar eða lúta á sjö!
Bach mun hafa samið þetta verk,
ásamt með fjölmörgum öðrum ver-
aldlegum og afar vinsælum verkum,
meðan hann var tónlistarstjóri í
Köthen árin 1717-1729. Tónleika-
skrá segir það hald sumra fræði-
manna að prelúdían og fúgan hafi
orðið afgangs í fyrsta hluta „Das
wohltemperierte Klavier“ og
allegro-þátturinn verið prjónaður
við seinna. Ekki trúi ég öðru en
þetta verk sé æði þvælið í flutningi á
köflum; bæði er Bach þannig í
endalausum „kombínasjónum"
sínum, og auk þess sjálfsagt illt að
halda mörgum röddum aðgreindum
á gítar. En þetta tókst prýðilega hjá
Einari; ef hann villtist einu sinni eða
tvisvar eitt augnablik, þá rataði hann
þegar og hiklaust inn á rétta braut
aftur, og má af slíku þekkja hinn
örugga kúnstner.
Seinna verkið var Æfingar nr. 8,
3, 5, 11 og 12 eftir Villa-Lobos
(1929). Tónleikaskrá segir þessar
æfingar vera einn af bakfiskum tón-
bókmennta gítarsins, enda hafi And-
rés Segovia komist efnislega svo að
orði í formála sínum að þeim: „af ást
á hljóðfærinu hefur Villa-Lobos gert
það sama fyrir gítarinn og þeir
Scarlatti og Chopin fyrir sín hljóð-
færi“. Þetta spilaði Einar ef ennþá
meiri íþrótt en Bach. Verður ekki
annað séð en að Einar K. Einarsson
sé hinn mesti efnishljóðfæraleikari,
og óskum vér honum til hamingju
með tónleikana.
Sig.St.
t
Móðir mín,
Margrét Jónsdóttir
lést að Droplaugarstöðum að morgni 28. janúar
Jón Þór Einarsson
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Björn Konráðsson
fyrrverandi bústjóri á Vífilsstöðum
Hagaflöt 5, Garðabæ
verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Garðabæ latigardaginn 30.
janúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög
Signhild Konráösson
Sigurður Björnsson Helga Magnúsdóttir
Ragnheiður Björnsdóttir Þorleifur Björnsson
Borgþór Björnsson Signhild Birna Borgþórsdóttir
Elísabet Björnsdóttir Grétar Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn