Tíminn - 29.01.1988, Side 19
Föstudagur 29. janúar 1988
Tíminn 19
SPEGILL
Allt í sómanum
Þegar Olivia Newton-John giftist Matt Lattanzi, sem hún kynntist við
tökur á myndinni Xanadu, spáðu sárafáir, að hjónabandið entist nema
|Skamma hríð. Ólafía
jog Matti hafa þó meira
en hangið saman,
kunnugir segja að
hjónabandið sé einkar
ástúðlegt og jafnvel
traust. Tíu ára
„öfugur" aldursmunur
jvirðist ekki skipta
neinu máli.
Þau eiga dótturina
Chloe Rose og búa á
myndarlcgum búgarði
í Kaliforníu. Nú í fe-
brúar er væntanleg ný
plata frá Oliviu. Þessi
mynd var tekin af
fjölskyldunni á
samkomu
tii styrktar heimilis-
lausum börnum.
Einstæð
móðir fylgist
með sjúkdóms-
stríði dóttur
sinnar
- faðirinn, ráðherrann,
lætur ekki sjá sig
Alltaf er erfitt að horfast í augu
við það þegar lítil börn eru svo veik
að tvísýnt er um hvort þau lifi eða
ekki. Enn erfiðara er það sj álfsagt
þegar foreldrarnir taka ekki
samhentir þátt í áhyggjunum.
í gegnum slíka lífsreynslu er að
ganga þessa dagana Sara Keays en
fjögurra ára dóttir hennar, Flora,
berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi
í Englandi en fyrir tveim árum
greindist hjá henni flogaveiki á háu
stigi.
Faðir Floru lætur hins vegar ekki
sjá sig. Hann er Cecil Parkinson,
núverandi orkumálaráðherra
Bretlands, en við lá að pólitískur
ferill hans fengi snöggan endi þegar
Sara, sem verið hafði ritari hans,
kom opinberlega fram og sagðist
bera barn hans undir belti.
Parkinson neitaði ekki faðerninu
en að athuguðu máli ákvað hann
að halda kyrru fyrir hjá konu sinni
og láta Söru sigla sinn sjó. Enda
fóru leikar svo að nú hefur
Margaret Thatcher dregið hann inn
úr kuldanum og látið hann hafa
ráðherrastól.
Sara Keays hefur miklar áhyggjur af
heilsufari dóttur sinnar en faðir hennar,
Cecil Parkinson núverandi
orkumálaráðherra Breta, lætur ekki sjá
sig.
Marlon Brando
vill frekar missa
kílóin en stúlkuna
Marlon Brando, sem var grannur og spengilegur
þegar hann varð kvikmyndastjarna, hefur látið
undan freistingunum og sankað óspart að sér kílóun-
um á lífsleiðinni. Nú er hann orðinn 63 ára og vegur
155.5 kg.
Sjálfur er hann ekkert ósáttur við öll þessi kíló af
Marlon Brando og kvikmyndaframleiðendum og
konum finnst hann jafneftirsóknarverður og fyrr,
þ.e.a.s. flestum konum. Sambýliskona hans undan-
farin 7 ár, japanska stúlkan Yachio Tsubaki hefur nú
sett honum stólinn fyrir dyrnar. Hún ber það reyndar
fyrir sig að pabbi hennar vilji ekki að hún leggi lag
sitt við þennan útblásna Marlon Brando.
Nú er því svo komið að Marlon er kominn í
strangan megrunarkúr. Hann vill ekki gera mikið
veður út af því en er sagður hafa gengið í klúbb
nafnlausra átvagla í Los Angeles. Og kokkurinn
hans mun hafa fengið ströng og ófrávíkjanleg
fyrirmæli um matreiðsluna.
Önnur fræg og vinsæl kvikmyndastjarna sem ber
óheyrilegan þunga er Raymond Burr sem leikur m.a.
Perry Mason með miklum ágætum. Hann er orðinn
sjötugur og vegur rúm 120 kíló, sem er alltof mikið
þó að hann sé 185 cm á hæð. „Ég hef alltaf verið stór
og þungur,1' segir hann. “Þegar ég fæddist var ég 23
merkur.“ En hann segist aldrei hafa látið fara fyrir
brjóstið á sér að hann mældist meira um mittið en
flestar leikstjörnur. „Sá sem á í vandræðum með
þyngdina ætti aldrei að sökkva sér ofan í sjálfsvork-
unnsemi heldur takast á við vandamálið. Áður en
langt um líður gleymir fólk útlitinu og dæmir
manninn eftir innri rnanni," segir hann.
Raymond Burr er salla-
ánægður með öll 120
kflóin sín og flnnst þau
varla mega vera færrí.
Marlon Brando vegur
nú yfir 155 kfló og
tengdaföður hans
finnst nóg komið. Nú
er ekki um annað að
ræða en að fara í
megrun, annars
Marlon konuna.