Tíminn - 10.02.1988, Side 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 10. febrúar 1988
Búist er við því að um mánaðamótin mars-apríl verði send út
gróf útboðslýsing á þriðja og síðasta verkþætti við smíði og
uppsetningu ratsjárstöðvanna á Gunnólfsvíkurfjalli og á
Langanesi. Þessi þriðji verkþáttur er allur á sviði tölvu-,
fjarskipta- og rafeindabúnaðar. Síðasti hlutinn er þrískiptur að því
leyti að um er að ræða þróunarhluta, uppsetningar- og
prófunarhluta og viðhaldshluta. íslenskir aðilar hafa mikinn hug
á að ná einhverjum hluta verkþáttarins sem undirverktakar, en
hér er um mjög stórt verk að ræða. Hafa nú orðið til a.m.k. fjögur
samsteypufyrirtæki hér á landi í tengslum við hugsanlega þátttöku
í verkinu. Eru þrjú þessara fyrirtækja á sviði vélbúnaðar en eitt
á sviði hugbúnaðar. Hugbúnaðarhlutinn er talinn nema allt að
40% verkþáttarins.
Ekki hafa fengist nema mjög
takmarkaðar upplýsingar um verk-
þáttinn og þá sérstaklega um hug-
búnaðarhlutann, enda er hér um
að ræða sjálft stjórnkerfi fjar-
skiptabúnaðar í varnarkerfi Nato-
ríkja í Norður-Atlantshafi. Vitan-
lega eru varúðarráðstafanir tals-
verðar í sambandi við útboðið og
er forval væntanlegra verktaka
mjög strangt.
Þúsundmannár
og 12 milljarðar
Umfang þessa mikla verks er
mjög mikið. T.d. er talið að ekki
liggi minna en 400 mannár að baki
þróunarhluta hugbúnaðarins, en
það er reyndar einn af stærstu
einstöku verkþáttunum. Má auk
þess geta þess að þau stórfyrirtæki
sem fá að bjóða í verkið hafa ekki
færri en 5000 verkfræðinga í starfi
og fjöldi annarra starfsmanna er
eftir því. Þriðji verkþátturinn einn
er talinn kosta um 250-300 milljón-
.ir Bandaríkjadala, eða um 10—12
milljarða íslenskra króna. Eru
menn að gera sér vonir um að ná í
allt að eitt prósent þessara verka til
ísíenskra undirverktaka. Hefur
Félag íslenskra iðnrekenda haft
vissa forgöngu um málið og stóð
það félag m.a. að kynningarfundi
á aðstæðum á íslandi í síðustu viku
á Hótel Loftleiðum. Þangað komu
fulltrúar 34 stórfyrirtækja og gafst
forsvarsmönnum tækifæri á að
koma á kynningu á starfsemi sinni,
mannaflaogverkgetu. HefurF.Í.I.
cínnig haft væna npplýsingabók
um mjög grófa áæl un verkþáttar-
ins til sýnis fyrir þau fyrirtæki sem
til greina kemur að taki þátt, sem
undirverktakar.
íslensku samsteypurnar
Stærsta íslenska fyrirtækjasam-
steypan á sviði hugbúnaðar er
mynduð af Verk- og kerfisfræði-
stofunni (VKS) hf., Tölvumyndum
og Artek hf. Samanlagt eru um
50-60 manns í vinnu hjá þessum
fyrirtækjum og verður erfitt að
mynda jafnsterka samsteypu á
þessu sviði utan hennar. V.K.S. er
stærsta íslenska fyrirtækið á sviði
hugbúnaðargerðar og þar að auki
með þeim elstu, Tölvumyndir er
meðalstórt og frekar ungt, en þeir
sem standa að Artek eru betur
þekktir undir heitinu íslensk for-
ritaþróun hf. og er það fyrirtæki
þekkt fyrir sérfræðiþekkingu sína í
notkun ADA forritunarmálsins.
Rauntímakerfi og ADA
Til skýringar er rétt að geta þess
að ADA er það forritunarmál sem
allt kerfið verður ritað í, en ADA
var hannað að beiðni Varnarmála-
ráðuneytis Bandaríkjannna og er
nær eina forritunarmálið sem forrit
eru samin á fyrir starfsemi Pen-
tagon, allt frá gagnavinnslu til
stýriflauga.
Ekki verður allur hugbúnaður-
inn þróaður frá grunni í þessum
verkþætti. Mikið af fyrirferðar-
mestu þáttum hans verða vafalaust
fengnir að láni úr sambærilegum
kerfum, en mikil vinna verður
fólgin í því að staðfæra kerfið og
hanna það sem eina starfsheild. Þá
getur og farið svo að þáttur íslend-
inga verði meiri en bjartsýnir menn
binda vonir við.
Helst eru menn að binda vonir
sínar við að fá nær óskiptan þann
hluta verksins er lýtur að uppsetn-
ingu og prófunum og einna helst
þann hluta er lýtur að viðhaldi eftir
að kerfið er komið upp. Gangi það
eftir, má einnig búast við að við-
komandi aðilar komi einnig við
sögu í sambandi við þróunarhluta
verksins þar sem það kann að
verða nauðsynlegt þeirra þáttar
vegna.
Önnur
hugbúnaðarfyrirtæki
Önnur íslensk hugbúnaðarfyrir-
tæki sem trúlega verða búin að fá
sér verkefni áður en yfir lýkur, eru
Hugbúnaður hf., Hugtak hf.,
Tölvar, Tölvusalan o.fl. Áttu þessi
fyrirtæki fulltrúa á áðurnefndri
kynningarráðstefnu og var þar
mikið skipst á nafnspjöldum og
kynningarbæklingum. Vinna þau
nú flcst að því að koma á frekara
sambandi við þau stórfyrirtæki sem
hugsanlega fá verkið í útboðinu.
Flest teljast þessi fyrirtæki meðal-
stór hérlendins og hafa á að skipa
starfsmönnum með einhverja
reynslu í vinnu við rauntímakerfi
eins og þetta hugbúnaðarverkefni
er flokkað.
Flókinn pakki
Eins og áður gat hefur ekki verið
um annað að ræða til þessa, en
mjög grófa lýsingu á allra helstu
hlutum verkþáttarins. í heild er
þátturinn mjög flókinn og marg-
slunginn. í endaðan mars má síðan
búast við næsta skrefi af hálfu
Nato-manna, en um það leyti verð-
ur gefin út gróf verklýsing handa
væntanlegum tilboðsgjöfum. Þá
verður í sumar lögð fram endanleg
útboðslýsing, en tilboðin ekki opn-
uð fyrr en í desember. Ekki er
búist við að vinna að þessu verkefni
hefjist fyrr en í apríl á næsta ári.
Má af þessu einu ráða hversu stórt
og flókið verk er hér á ferðinni og
mikið í húfi fyrir íslenska aðila að
fá einhvern hluta að vinna að.
Fáar vikur til stefnu
Tíminn framundan er mjög dýr-
mætur fyrir íslensku fyrirtækin,
þar sem á næstu mánuðum mun
ráðast hvort stórfyrirtækin hafi
áhuga á að blanda þeim inn í
dæmið. Það verður þó fljótlega
ljóst hvort af þessu gctur orðið, þar
sem stórfyrirtækin gera varla tilboð
í verkið án þess að ganga fyrst frá
bráðabirgðasamningum við undir-
verktaka sína. Er helst horft til
þess að stórfyrirtæki þessi sjái sér
hag í að nota innlenda starfsgetu
eins og kostur er þar sem mjög dýrt
er að senda hingað vinnuhópa til
lengri eða skemmri tíma.
Engin skilyrði verða í útboðs-
gögnum um nokkuð slíkt samstarf
við innlenda aðila, enda væri það
brot á útboðsreglum Nato. Hins
vegar verður með þessu útboði
brotið blað í sögu útboða hér á
landi, þar sem nú gefst íslenskum
fyrirtækjum í fyrsta skipti kostur á
að verða hugsanlega undirverktak-
ar á þessu sviði án þess að vera
undirverktakar íslenskra aðalverk-
taka hf.
General Electric Corp.
Vinna við annan verkþátt rat-
sjárstöðvanna er komin vel á veg,
en það er smíði og uppsetning á
radarskermum. Allur sá verkþátt-
ur er í höndum General Electric
fyrirtækisins og koma íslendingar
þar hvergi nærri. KB