Tíminn - 10.02.1988, Page 6

Tíminn - 10.02.1988, Page 6
6 Tíminn Miðvikudagur 10. febrúar 1988 Árni Baldursson er „nýja stóra“ nafniö í laxveiðiheiminum: s A rni Baldursson er einn af þeim veiðimönnum af yngri kynslóðinni sem hafa orðið sífellt meira áberandi meðal stangaveiðimanna á liðnum árum. Árna skaut endanlega upp á stjörnuhimininn í vetur þegar hann ásamt félögum sínum, þeim Skúla Jóhannessyni í Tékk-Kristal og Ásgeiri Bolla Kristinssyni í Sautján, undirritaði samning við veiðiréttareigendur um leigu á Laxá í Kjós. Það er félagsskapur þeirra þremenninga, Lax-á, sem skráður er fyrir ánni. Ami hnýtjjrilugur í kompunnj sinni. Hdnum til aðstoðar er páfagaitKurinn Júlíus. Tímamynd Gunnar Árni sem ekki er nema hálf þrítug- ur hefur þegar á leigu einar sex ár og á næstu dögum fæst úr því skorið hvort hann fær fleiri ár, sem hann hefur augastað á. Árni taldi sér ekki fært að greina frá nöfnum þessara vatnsfalla en taldi árnar allar vera mjög spennandi fyrir laxveiðimenn. Þær ár sem Árni hefur þegar á leigu eru auk Laxár í Kjós: Víðidalsá í Steingrímsfirði hefur hann einn á leigu. Hrolleifsdalsá á Skagaströnd leigir hann ásamt öðrum og Laxá og Bæjará í Barðastrandarsýslu leigir hann ásamt Gunnari Mássyni. Þá hefur Árni fengið á leigu Víðidalsá II í Víðidal í Húnavatnssýslum. Hyggst hann taka lax í gildrur, efst í Víðidalsá I og flytja uppfyrirgljúfur og afmarka þar fjögurra kílómetra langt laxveiðisvæði. Þá hafði Árni, ásamt fleirum á leigu Setbergsá. Ekki hefur enn verið gengið frá leigusamningi fyrir árið í ár. Að lokum má geta þess að hann hefur tekið á leigu stóran hluta af Langa- vatni og tilheyrandi aðstöðu. Nýlega heimsótti undirritaður Árna á heimili hans og Valgerðar Baldursdóttir sambýliskonu hans á Laugaveginum og var ætlunin að ræða um þennan unga stórlax í veiðinni og forvitnast um framtíðar- áform hans. Það leynir sér ekki að veiðiskapur skipar stóran sess á heimili þeirra Árna og Valgerðar. Um leið og komið er inn úr dyrunum ' má sjá fjöldann allan af litmyndum þar sem Árni og Valgerður hampa' stórlöxum. Á leið inn í stofuna verður á vegi manns lítið herbergi þar sem greinilegt er að Árni er að undirbúa komandi veiðisumar. Fjaðrir í hinum margvíslegustu litum og annað fluguefni fyllir allar hillur og veggir herbergisins eru þakktir veiðimyndum. Bókasafn Árna er eitt það besta sem á vegi undirritaðs hefur orðið, hvað varðar laxveiði. En við erum búnir að tylla okkur og Valgerður er komin með kaffið. Ekkert er að vanbúnaði. Flestir láta sér nægja að veiða dag og dag á þeim aldri sem þú ert, Árni. Hvernig byrjaði þetta hjá þér og hvernig hefur þú farið að því að Með einn af mörgum stórlöxum sem Ámi hefur landað leigja þessar ár; nú þarf peninga, ekki satt? Oft tekið áhættu, en alltaf gengið upp „Jú, ég held að maður þurfi pen- inga. Annars hef ég aldrei verið sérstaklega að velta þeirri hlið fyrir mér. Ég framkvæmi hlutina og stundum án þess að hafa peninga handbæra. Oftast er nú samið á þann veg að ekki er borgað við undirritun heldur á sumrinu eða um haustið. Vitanlega hef ég oft tekið áhættu, en hún hefur gengið upp. Þegar ég tek Laxá í Kjós á leigu tek ég mjög mikla áhættu en nú er ég búinn að selja það mikið af leyfum að ég sé fram á að þetta gangi upp. Ég er alveg óhræddur og er það nú reyndar alltaf, annars væri ég ekki að þessu.“ Hvað segir þú um það Valgerður, líður þér ekki betur að vita af því að þið haldið húsinu? Hún hættir að maula rúnnstykkið og segist nú aldrei hafa haft sérstakar áhyggjur af þessi brölti í honum Árna. Hún snýr sér aftur að rúnn- stykkinu. Þeir fengu Kjósina Hver var aðdragandinn að undir- ritun um Kjósina? „Þetta byrjaði á því að ég sá auglýsingu í Mogganum, þar sem Laxá í Kjós var auglýst. Þetta var held ég einhvern tíma í október. Ég vissi að þessa á þyrfti ég að fá á leigu. Það var engin spurning í mínum huga. Það næsta sem gerðist var að ég skrifaði upp tilboð sem ég beið með að senda inn. Tilboðið var lagt í skúffuna og ég fór að svipast um eftir einhverjum sem gætu farið í þetta dæmi með mér. Ég er ekki nægilega fjársterkur til að geta staðið í þessu einn. Það var síðan einn dag sem ég var á staddur í Kringlunni að ég hitti Skúla G. Jóhannsson, Krist- alkónginn. Hann er ægilega kátur og til í allt sem er skemmtilegt. Hann stökk in,ig gö fyrra,bfggð,i ogppurði hvort við' ættum ekki að bjóða í Kjósina. Ég sagðist aldeilis vera til í það og væri reyndar búinn að ákveða að gera það. „Ekkert mál,“ sagði Skúli. „Við fáum bara Bolla í þetta með okkur.“ Því næst sá ég í iljarnar á honum þar sem hann stökk inn í Sautján og náði í Bolla. Bolli sagði „Ef þú ert til í eitthvað þá er ég það líka.“ Nokkrum dögum síðar fund- uðum við þrír um málið og tókum þá ákvörðun að bjóða í ána og stofna félagsskap um þetta. Enn nokkru síðar hittumst við og gengum frá því tilboði sem við síðan sendum inn. í framhaldi af því stofnuðum við stangaveiðifélagið Lax-á sem núna er skráð fyrirtæki.“ Þeir félagar sendu inn tilboð sem Árni segir að hafi verið skynsamlegt, og virðist sem veiðiréttareigendur hafi verið sammála Árna, því tilboð- inu var tekið. Hann segir mikinn vanda að bjóða í dýrar laxveiðiár, þar sem þræða verði hinn gullna meðalveg í krónutölu. Síðasta árið sem Páll í Pólaris var með ána, var hún leigð fyrir 15,4 milljónir. Þeir félagar ákváðu að bjóða heldur hærra en síðastliðið sumar, eða 15,8 milljónir. Af þeim fimm tilboðum sem bárust reyndust þeir félagar vera með næst hæsta boðið. Tilboð upp á 16 milljónir barst en endanleg niðurstaða varð sem fyrr segir að tilboði þeirra þremenninga var tekið. Kaffisamsæti var haldið í Ásgarði - Veiðihúsinu við Laxá - um mán- aðamótin október-nóvember. Þar mættu fulltrúar Stangaveiðifélags Reykjavfkur, Þorvaldur Garðarsson framkvæmdastjóri Smára hf. í Þor- lákshöfn, Ingvar Baldvinsson fyrir hönd Baldvinsson hf. í Vogunum, og Sigurður Fjeldsted ogfélagi hans, Guðjón Hannesson. Árni segir spennuna hafa verið mikla. „Boðið var upp á hangikjöt og síðar meir kaffi og með því. Spennan í loftinu var mikil en þó náðu allir að borða. Þetta var auð- sjáanlega mikið mál fyrir alla þessa aðila að ná ánni. Síðan hófst lestur- inn. Tilboðin voru frá ríflega tólf milljónum og upp í sextán milljónir, Hæsta tilboðið var að stórum hluta

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.