Tíminn - 10.02.1988, Page 8
Miðvikudagur 10. febrúar 1988
8 Tíminn
Timitin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk-
sentimetri. -
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Islensk
heilbrigðisáætlun
Fyrir forgöngu heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, Guðmundar Bjarnasonar, var efnt til heil-
brigðisþings sem haldið var 5. þ.m.
Við það tækifæri flutti ráðherrann ítarlega
setningarræðu þar sem hann fjallaði um framfarir
í heilbrigðisþjónustu hér á landi undanfarin ár og
stöðu þeirra mála miðað við það sem annars staðar
gerist. Tók ráðherrann svo til orða um heilbrigðis-
þjónustuna, að hvernig sem á málið væri litið væri
íslensk heilbrigðisþjónusta góð.
Pá gerði heilbrigðisráðherra að sérstöku um-
ræðuefni undirbúning þess að ræða heilbrigðisáætl-
un á Alþingi og samþykkja hana sem ályktun
þingsins. Ráðherrann minnti á, að á síðustu 10
árum hefði verið vaxandi umræða um breytt
viðhorf í heilbrigðismálum á alþjóðavettvangi og
upp úr þeirri umfjöllun hefði orðið til áætlun
Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna um
„heilbrigði allra fyrir árið 2000.“
íslendingar brugðust við þeirri áskorun sem fólst
í þessari almennu og alþjóðlegu heilbrigðisáætlun
með því að vinna að gerð íslenskrar heilbrigðis-
áætlunar. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar
ályktaði sérstaklega um að gera slíka heilbrigðis-
áætlun að stefnumáli sínu og var vel að því máli
unnið í tíð þáverandi heilbrigðisráðherra, Ragn-
hildar Helgadóttur, sem lagði heilbrigðisáætlun
fyrir Alþingi sl. vor í skýrsluformi.
Núverandi heilbrigðisráðherra taldi eðlilegt að
ræða heilbrigðisáætlunina á heilbrigðisþingi og fá
um hana sem besta umfjöllun og sem víðtækastar
umsagnir áður en hún yrði lögð fyrir Alþingi í
lokagerð af hálfu ráðherra. Lýsti ráðherra yfir því
í ræðu sinni á heilbrigðisþinginu, að á næstu dögum
og vikum yrði tekið til við að vinna úr öllum
gögnum sem fyrir lægju varðandi hugsanlegar
breytingar á áætluninni og þegar því væri lokið og
samræming hefði átt sér stað á efni og texta, myndi
hann leggja áætlunina fyrir Alþingi til umfjöllunar
og ályktunar. Kvaðst ráðherra vona að endurskoð-
unarstarfið ynnist svo vel, að hægt yrði að leggja
áætlunina fyrir á þessu þingi.
Almennar umræður um heilbrigðismál á Alþingi
eru tímabærar. Heilbrigðismálaáætlun og greinar-
gerð sem henni myndi fylgja, er góður grundvöllur
undir slíkar umræður. Ekki er að efa að allar
upplýsingar, sem fela í sér almenna greinargerð
um stöðu heilbrigðismála og stefnu í þeim málum,
er mjög gagnleg og tímabær. Heilbrigðismál eru
mikilvæg þjóðmál, en þau eru hvorki einföld né
vandalaus, heldur flókin og háð ýmsum vanda,
sem augljóst er að menn sjá fyrir sér og meta eftir
mismunandi sjónarmiðum. Heilbrigði þjóðar verð-
ur ekki eingöngu tryggt með þjálfuðu starfsliði og
kostnaðarsömum framkvæmdum í heilbrigðisþjón-
ustu, heldur heilbrigðum lífsháttum í víðustu
mérkingu þess orðs.
GARRI
Rófan á SÍS
Staksteinahöfundur Morgun-
blaösins tekur sig til í gær og gerir
Garrapistil frá því í liðinni viku að
umræðuefni. Þar tók Garri undir
með framkvæmdastjóra Félags
Sambandsfiskframleiðenda, sem
hafði rætt í blaðagrein um þann
gráa leik ýmissa framámanna í
einkageiranum að reyna að koma
þvi inn hjá almenningi að það væru
Sambandsfrystihúsin ein sem væru
að tala um að fella þyrfti gengið,
en ekki frystihús einkarekstrar-
manna. í sama pistli minntist Garri
víst líka á Kringluna og benti á að
vitaskuld væru það neytendur í
landinu sem greiða myndu þá bygg-
ingu í gegnum vöruverðið.
Þetta hefur hvort tveggja hlaup-
ið illilega fyrir brjóstið á Stak-
steinahöfundi. Meðal annars rifjar
hann upp gömul ummæli úr eigin
pistlum, þar sem einhvem tíma
hafi verið komist svo að orði að sé
stigið á skottið á SÍS þá veini
Tíminn. Kaunar minnir Garra að
þcssi ummæli hafi verið á þá leið
að þegar stigið væri á rófuna á SÍS
þá gelti Tíminn, en skiptir þó litlu.
Eins og margoft hefur komið fram
hér í blaðinu er efling samvinnu-
stefnunnar í landinu eitt af stefnu-
málum jafnt Framsóknarflokksins
sem Tímans. Af þeim sökum telur
Tíminn sér það síður en svo til
vansa þótt hann sé borinn sökum
fyrir að styðja samvinnufélögin,
heldur þvert á móti. En rök Stak-
steinahöfundar í þessum pistli eru
raunar forvitnilcg.
Vextirnir og Kringlan
Varðandi atriðið hver sé að óska
eftir gengisfellingu hefur Stak-
steinahöfundur eins og við er að
búast engin málefnaleg svör. Að
því er varðar það efni lætur hann
við það eitt sitja að snúa talinu að
vaxtamálum og segja að það sé
Ijóst, „að afstaða framsóknar-
manna til gengismála, svo að ekki
sé talað um vaxtamálin, sýnist
ráðast meira af því, hvernig SÍS
vegnar heldur en almennum við-
horfum til þróunar efnahagsmála“.
Hér vakna hins vegar spuming-
ar. Að vísu var verið að tala um
gengismál en ekki vaxtamál, en
látum það gott heita. Er það heilla-
vænlcgt fyrir framtíðarvelferð
þjóðarinnar að fiskfrystingin, ein
af undirstöðugreinum þjóðarbús-
ins, sé þrautpínd af háum vöxtum?
Og hvað kemur það við spurning-
unni um einkarekstur eða sam-
vinnurekstur? Svari nú Staksteina-
höfundur ef hann er maður til.
Rök Staksteinahöfundar fyrir
því að nauðsynlegt hafi verið að
byggja Kringluna eru ekki síöur
merkileg. Þau eru að Sambandiö
hafi s.l. haust gert tilboð í Útvegs-
bankann, og einnig hafi það selt
Sambandshúsið við Sölvhólsgötu,
og keypt í staðinn landsvæði í
Kópavogi og fasteign á Kirkjusandi
sem til standi að gera að skrifstofu-
húsi.
Væntanlega vefst það fyrir fleir-
um en Garra að sjá samhengið
þarna. Hvers vegna var það bráð-
nauðsynlegt að eyða stórfé af því
fjármagni, sem til er í landinu, til
þess að reisa höllina í Kringlumýr-
inni, bara vegna þess að Samband-
ið var að skipta um skrifstofuhús-
næði? Er ekki munur á því annars
vegar að selja eitt hús og kaupa
annað í staðinn, og hins vegar að
taka morð fjár til þess að reisa nýja
verslunarhöll, á sama tíma og til
dæmis Þjóðarbókhlaðan bíður
hálfbyggð vestur á Melum? Fróð-
lcgt væri að sjá Staksteinahöfund
gefa nánari skýringar á þessu.
Rökþrot f r jálshyggjunnar
Sannleikurinn er vitaskuld sá að
í skrifum á borð við þessi sjá menn
Ijóslega fyrir sér það rökþrot sem
frjálshyggjumenn lenda jafnan í
þegar þeir standa frammi fyrir því
að þurfa að ræða af skynsamlegu
viti um atvinnumál þjóðarinnar.
Að því er varðar til dæmis gengið
og vextina þá er stefna þeirra sú að
þar eigi allt að vera frjálst og
markast af framboði og eftirspurn.
Núna síöustu mánuði hefur
dæmið hins vegar sýnt að þetta
stenst ekki við hérlcndar aðstæður.
Þensla á vinnu- og fjárfestingar-
markaðnum á höfuðborgarsvæð-
inu hefur leitt af sér hækkandi
vexti, sem aftur hefur bitnað á
útflutningsfyrirtækjum í kreppu
vegna verðfalls dollarans. Og er
þar síður en svo um ein saman
Sambandsfrystihús að ræða, held-
ur öll fyrirtæki sem flytja út vörur.
Sú hætta blasir því við að óheft
stefna frjálshyggjunnar geti drepiö
niður undirstöðufyrirtækin í land-
inu, á sama tíma og verslun og
þjónusta blómstri. Og sér þá hver
niaður í hendi sér að þjónustu-
greinarnar endast ekki lengi eftir
að undirstaðan hefur verið kaf-
færð. Þess vegna dugar frjáls-
hyggja Morgunblaðsins ekki. Hér
verður að beita skynseminni. Og
þess vegna lendir Staksteinahöf-
undur í rökþroti með málstaö sinn
og leiðist út í það að skrifa eintóm-
an skæting. Garri
VÍTT OG BREITT
Friðhelgi hinna útvöldu
Vart getur þægilegra fólk í um-
gengni en vel upp alin og dagfars-
prúð einbirni, sem notið hafa um-
hyggju og verndar og umfram allt
velviljaðrar athygli. Til slíkra
barna eru gerðar kröfur um að þau
verði sjálfum sér og uppalendum
til sóma og skortir síst að þeim er
umbunað með hvatningarorðum
og aðdáun á flestu því sem þau
taka sér fyrir hendur. Einbirnin
læra fljótt að þau eru ekki eins og
hinir krakkarnir, sem vaða uppi
með frekju og dólgshátt þegar við
þeim er blakað. Þau eru lagin að
standa utan við deilur og átök, en
vilja öllum vel og leggja gott til
mála þegar það er þeim sjálfum að
skaðlausu.
Vernduðu einbirnin eru yfirleitt
óáreitin í garð annarra og verða
því síður fyrir hnjaski en þeir sem
vanist hafa á að ná athygli með
uppátækjum sem ástsælum einka-
börnum mundi aldrei láta sér til
hugar koma.
Lúaleg fréttaskýring
Þegar svo ber til að stuggað er
við eftirlætunum, sem aldrei hafa
vanist að heyra styggðaryrði í sinn
garð, skilja þau einfaldlega ekki
slíkan ruddaskap. Þau sem eru svo
grandvör og góð og hafa alist upp
við að vera eitthvað alveg sérstakt
og búa yfir eiginleikum sem öðrum
eru ekki gefnir.
Guðrún Agnarsdóttir, þingkona
Kvennalistans, skrifaði grein sem
birtist í Morgunblaðinu í gær og
Tímanum í dag. Hún ber sig illa
undan skrifum karla á Tímanum,
sem veltu fyrir sér stórauknu fylgi
Kvennalistans í skoðanakönnun-
um og gerðust jafnvel svo djarfir
að draga í efa að fylgisaukningin
væri verðskulduð miðað við það
áhrifaleysi sem samtökin hafa kos-
ið sér í stefnumótun þjóðmála.
Eitthvað var því líka velt upp að
skýringin gæti allt eins verið sú að
áhugi kosningabærra á stjórnmál-
um færi þverrandi, því samhliða
stórauknu fylgi Kvennalistans fer
hópur óákveðinna mjög vaxandi.
Viðbrögð þingkonunnar við
skrifum Tímans um Kvennalistann
eru í ætt við afstöðu dekurbarnsins.
Hún neitar að viðurkenna að
Kvennalistinn er ekki yfir gagnrýni
hafinn og ber Tímakörlum skiln-
ingsleysi á brýn.
Aftur og aftur er vikið að því að
Tímakarlar skilji ekki Kvennalist-
ann, starfsaðferðir hans og mark-
mið og alls ekki kall tímans. (Ó,
hve margir hafa ekki höndlað það
kall og standa svo uppi með það
eins og nátttröll þegar tíminn held-
ur áfram sína rás).
Skilningsleysi
Auk skilningsleysisins eru Tíma-
ruddarnir útsetnir að fara óviður-
kvæmilegum orðum um eftirlætið
sem alltaf er jafn torskilið á að það
býr ekki eilíflega í vernduðu og
mjúku umhverfi aðdáenda sinna.
Þeir gera lítið úr Kvennalistanum,
skrifar Guðrún, þeir segja að hann
sé óboðinn gestur í stjórnmálabar-
áttuna og henni finnst þeir hafa
haft neikvæð og lítilsvirðandi um-
mæli um Kvennalistann „og þá um
leið konur.“
Vel má vera að Tíntakarlar skilji
ekki Kvennalistann, að minnsta
kosti ekki þeim skilningi sem
Guðrúnu Agnarsdóttur finnst eðli-
legt og sjálfsagt að allir hafi á eðli
hans og að femínisminn sé hið eina
og sanna svar við kalli tímans.
Hitt vita karlar Tímans örugg-
lega ekki, hvers vegna Kvennalist-
inn á að hafa þá sérstöðu að vera
friðhelgur í misjafnlega óvæginni
stjórnmálabaráttu. Þeir skilja ekki
þá áráttu einbirnisins að hafa ávallt
rétt fyrir sér í einu og öllu og hve
hörundsárt það er þegar góður vilji
þess og einlægir yfirburðir eru
véfengdir, þótt í litlu sé.
Þingkonan kemur víða við í
grein sinni, sem öll er því marki
brennd að hún skilur ekki að við á
Tímanum skulum ekki skilja hvað
Kvennalistinn ber af öðrum stjórn-
málahreyfingum og að hann einn
nemur og skilur kall tímans.
Það er tilgangslaust að elta ólar
við allar hugrenningar þingkon-
unnar um forstokkað hugarfar
Tímakarla og útlistanir á sérstöðu
hinna frómu kvenna, sem að
Kvennalistanum standa. Þær eru
öðruvísi, rétt eins og einbirnin sem
æfilangt eru umvafin sællri vissu
um að þau séu eitthvað alveg
sérstakt. Hinir baraskiljaþaðekki.
OÓ