Tíminn - 10.02.1988, Side 9
Miðvikudagur 10. febrúar 1988 Tíminn 9
Arni Benediktsson
Flugufótur Péturs
I annað sinn í sömu vikunni neyðist ég til að taka ómerki-
legt slúður til meðferðar og senda það til föðurhúsanna. í
síðasta Helgarpósti á Finnbogi Hermannsson viðtal við
Pétur Sigurðsson forseta Alþýðusambands Vestfjarða.
Pétur hefur að undanförnu breitt nokkuð úr sér vegna
þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru á Vestfjörðum, en í
þeim samningum voru gerðar miklar breytingar á bónus-i
kerfinu, hópbónus tekinn upp í stað einstaklingsbónuss.
Jafnframt var tekinn upp sá háttur í blekkingarskyni að
kalla bónuskerfið hlutaskiptakerfi, eða hlutakerfi eftir at-
vikum. Reynt hefur verið að koma því á framfæri við al-
menning í gegnum fjölmiðla að þessi samningur hafi veríð
algjört brautryðjendastarf, kjör starfsfólks og líðan sé
miklu betri eftir en áður og allt sé það verk Péturs Sigurðs-
sonar.
Nú hefði Pétur mátt eiga þetta
aleinn og óáreittur og hæla sér af
þessu hvar og hvenær sem var, ef
hann hefði aðeins getað stillt sig um
að kasta óþverra í aðra í leiðinni.
En það gat hann ekki. f ofan-
greindu viðtali í Helgarpóstinum
fer hann með ruddaleg ósannindi,
sem ekki verður komist hjá að leið-
rétta. Og í leiðinni verður ekki
komist hjá því að svipta geisla-
baugnum af honum, því miður.
„SÍS kippti í spottann“
Undir þessari millifyrirsögn spyr
Finnbogi Hermannsson og hefur
greinilega fengið leiðbeiningar um
hvers ætti að spyrja.: „Ef við víkj-
um aftur að hlutakerfinu og þegar
það var í burðarliðnum. Heimildir
eru fyrir því, að Sambandið.sem
þarna átti hlut að samningum, hafi
þverskallast við hlutakerfinu, þar
sem verið væri að þróa svokallaða
flæðilínu í frystihúsum þess. Og
það fylgir að ákveðið kaupfélag á
Vestfjörðum hafi gengið í ábyrgð
fyrir samningnum og hundsað vilja
ráðamanna Sambandsins. Á þetta
við einhver rök að styðjast“?
Þessu svarar Pétur þannig: „Pað
kvisaðist að Sambandið hefði kippt
í spottann og óskað eftir því við
sína menn, að þeir flýttu sér ekki
við samningagerðina, og þeir hefðu
verið beðnir að tefja framgang
hlutaskiptakerfisins. Þegar við fór-
um að athuga hvað væri að gerast
kom í ljós, að þeir voru að þróa
nýja vinnslurás í frystihúsum sín-
um á Hornafirði og í Hrísey. Pegar
það var enn betur skoðað kom í
Ijós, að þeir töldu sig geta náð veru-
lega meiri afköstum og um leið
lækkað launin hjá fólki. Við höfum
ekki fengið neinar aðrar skýringar
og það kom einnig fram í viðtali frá
Hornafirði, að það var meira en
flugufótur fyrir þessu“.
ísafjarðarfundurinn
Það er alveg með ólíkindum að
tveir fullorðnir menn skulu treysta
sér til að bera annað eins og þetta á
borð fyrir fólk. En þannig er það nú
samt og því verður ekki komist hjá
því að skýra frá því, sem hefur ver-
ið að gerast að undanförnu og leiðir
ef til vill til þess að hópbónus verð-
ur tekinn upp á mjög mörgum, eða
jafnvel flestum, frystihúsum hér á
landi áður en langt um líður. En
rétt er þó að byrja á kjarasamn-
ingafundi, sem haldinn var á fsa-
firði 15. okt. 1987. Á þessum fundi
voru mættir samningamenn frá Al-
þýðusambandi Vestfjarða, Vinnu-
veitendafélagi Vestfjarða;, Vinnu-
málasambandi samvinnufélaganna
og Vinnuveitendasambandi
íslands, sem þó átti ekki beina að-
ild að samningagerð þeirri sem í
hönd fór.
Nokkru fyrir þennan fund hafði
íshúsfélag lsafjarðar hf., sem að
mestu eða öllu leyti hafði þraut-
þjálfað starfsfólk í þjónustu sinni,
tekið að greiða hámarksbónus til
allra starfsmanna, án tillits til af-
kasta, en reyndar voru afköst
Það er alveg með
ólíkindum að tveir full-
orðnir menn skulu
treysta sér til að bera
annað eins og þetta á
borðfyrirfólk. Enþann-
ig er það nú samt og
því verður ekki komist
hjá því að skýra frá því,
sem hefur verið að ger-
ast að undanförnu og
leiðiref til vill til þess að
hópbónus verður tek-
inn upp á mjög
mörgum, eðajafnvel
flestum, frystihúsum
hérá landi áðuren
langt um líður.
flestra jafnan nálægt settu há-
marki. Þetta var gert án þess að
gerður væri nokkur samningur.
Þetta mótaði umræður um bón-
usmál á þessum samningafundi og
kom það fljótt upp að bæði samn-
ingamenn frá frystihúsunum og
samningamenn Álþýðusambands
Vestfjarða höfðu áhuga á að reyna
nýjar leiðir í bónusmálum. Um
margar leiðir var að velja en á þess-
um fundi náðist samkomulag um
að gera athuganir á því hvort hægt
væri að koma á sameiginlegum
bónus fyrir alla starfsmenn, hóp-
bónus, og hvaða leið skyldi farin.
Á þessum fundi skýrðu samn-
ingamenn Vinnumálasambandsins
frá þvf, sem var að gerast hjá sam-
bandsfrystihúsunum, sérstaklega á
Hornafirði og í Hrísey, en þar var
hópbónus í undirbúningi. Pétur
Sigurðsson þurfti því aldrei að „at-
huga hvað væri að gerast", honum
var sagt það strax í upphafi og
reyndar hefði hann átt að vita það
áður, ef hann hefði fylgst nægilega
vel með. Ekki var fallist á þær hug-
myndir, sem Pétur Sigurðsson setti
fram á þessum fundi um hvernig
bónus á Vestfjörðum skyldi háttað.
Hins vegar féllst hann á aðrar til-
lögur sem fram komu og var það
vissulega vel af sér vikið og ber að
þakka það.
Strax daginn eftir var hafist
handa um að gera nauðsynlegar at-
huganir og útreikninga til þess að
hægt væri að taka upp hópbónus.
Þátt í því tóku tæknimenn frá
Vinnumálasambandi samvinnufé-
laganna,, Alþýðusambandi Vest-
fjarða, Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og Hagræðingarskrifstofu
hraðfrystihúsanna á ísafirði og ef
til vill fleiri. Þetta verk var unnið
eins hratt og frekast var kostur og
af fullum heilindum, enda voru all-
ir sammála í meginatriðum um
hvernig að málum skyldi staðið.
Hvað var að gerast
í bónusmálum?
A sameiginlegum fundi fram-
kvæmdastjóra og verkstjóra sam-
bandsfrystihúsanna, sem haldinn
var á Hornafirði dagana 11. og 12.
september 1986 var fjallað um
hvernig mætti auka framleiðni
frystihúsanna með aukinni tækni
og breyttu vinnufyrirkomulagi.
Niðurstaðan varð sú að unnið
skyldi sameiginlega að verkefni,
sem Framleiðni sf. hafði unnið að
um skeið og fól meðal annars í sér
að unnið væri í einum hóp, eða
tveimur til þremur hópum í stærri
frystihúsum. Tilraun skyldi gerð á
Hornafirði og var gerður bráða-
birgðasamningur um bónusgreiðsl-
ur í hópvinnu þann 28. janúar
1987. Þessari tilraun er ekki ennþá
lokið, þar sem í henni fólst einnig
að þróa nýja tækni.
fTanga hf. á Vopnafirði var tek-
in formleg ákvörðun um að taka
upp hópvinnu þann 10. október
1986 og var þáverandi formaður
verkalýðsfélagsins með í undirbún-
ingi frá þeim degi. í frystihúsi
Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey var
haldinn sameiginlegur fundur
starfsfólks og stjórnenda þann 10.
september 1987. í framhaldi af
þeim fundi var stefnan tekin á hóp-
bónus og var gamla bónuskerfinu
sagt upp nokkrum dögum síðar.
Fiskvinnslan á Bíldudal gerði
samning um kaup á hópvinnukerfi
þann 22. september 1987. í beinu
framhaldi af því hófust viðræður
við verkalýðsfélagið um fyrir-
komulag hópbónuss. Nokkur fleiri
frystihús voru að vinna að svipuð-
um hugmyndum, þó að skemmra
væri komið.
Hér hefur aðeins verið getið um
hvað var að gerast hjá sambands-
frystihúsunum. Eitthvað svipað
hefur vafalaust verið á dagskrá hjá
sölumiðstöðvarhúsum, ég þykist
vita að a.m.k. eitt þeirra hafi verið
búið að taka upp hópbónus um
þetta leyti og ef til vill fleiri. Það
hefur engin séð ástæðu til þess að
auglýsa þetta sérstaklega fyrr en
Pétur Sigurðsson kom til sögunnar.
Menn hafa unnið að þessu í kyrr-
þey, hver á sínum vettvangi og á
sínum stað, eins og ótal margt
annað, sem til framfara má horfa.
En það getur hver maður séð að
þróunin í átt til hópbónuss var í
fullum gangi löngu áður en samn-
ingaumleitanir hófust á Vestfjörð-
um.
Ekkertnýtt
En hafa má í huga að hópbónus
er ekkert nýtt í íslensku atvinnulífi.
Hann hefur víða verið notaður,
t.d. í einstökum verkþáttum í
frystihúsum og í saltfiskverkun.
Hópbónus hefur hins vegar ekki
áður verið notaður í öllum störfum
í frystihúsum og eru mikiar vonir
bundnar við að með því skipulagi
náist betri árangur, bæði fyrir starfs-
fólkið og fyrirtækin. Að því er að
sjálfsögðu stefnt, en árangurinn er
ekki ennþá kominn í ljós. En hóp-
bónus er enginn endapunktur
þeirrar viðleitni að ná betri og betri
árangri. Það koma nýjar leiðir til
sögunnar, nýir tímar og ný viðhorf.
Þegar fyrst kom til tals að taka upp
hópbónus í heilu frystihúsi, en það
var í Fiskiðjunni á Sauðárkróki fyr-
ir áratug, var enginn undir það
búinn. Þá voru menn þvert á móti
að skipta þriggja manna bónus upp
í einmenningsbónus og töldu að
það væri hið eina rétta.
Það skiptir miklu máli að vel sé
staðið að þeim breytingum,sem nú
eru að verða í íslenskum frystihús-
um. Breytingum, sem eru nauðsyn-
legar vegna nýrra viðhorfa á
mörkuðunum; breytingum sem
nauðsynlegar eru til að styrkja
samkeppnisstöðuna; breytingum
sem nauðsynlegar eru til að mæta
þörfum starfsfólksins fyrir hærri
laun. Að svomikluleytisemégveit
hefur fram að þessu verið best að
þessu staðið í Hrísey þar sem
starfsfólk frystihússins, undir for-
ystu Matthildar Sigurjónsdóttur,
formanns Hríseyjardeildar Ein-
ingar, hefur verið unnið af miklum
áhuga og krafti með verkstjórum
og framkvæmdastjóra að því að
skipulcggja ný vinnubrögð.
Þórarinn Þórarinsson:
Geta Kringlur og Miklugarðar
leyst landbúnaðinn af hólmi?
Mikið stríð virðist hafið milli
eggjaframleiðenda og sumra stór-
markaða undir forustu Kringlunn-
ar. Eggjabændur eru sagðir hafa
verðlagt vörur sínar of hátt og hafa
forstöðumenn Kringlunnar notað
tækifærið til að sækja um leyfi til
innflutnings á eggjum og kjúkling-
um, þótt það sé bannað samkvæmt
lögum vegna sjúkdómahættu.
Ráðamenn Kringlunnar segjast
geta fengið miklu ódýrari egg frá
Hollandi, en þar munu stjórnvöld
niðurgreiða egg í ríkum mæli, en
stórfelldar niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörum í Efnahagsbanda-
lagslöndunum hafa valdið svo
miklum deilum innan bandalags-
ins, að legið hefur við að það
sundraðist.
Vafalaust er það rétt að eggja-
verð er lægra í Hollandi en hér. Ef
leyfður yrði innflutningur á eggjum
undir þessum kringumstæðum
—1T., '. ...........',L■
myndi það verða til þess að eggja-
framleiðsla legðist hér niður. Þessu
myndi svo vafalaust fylgt eftir með
því að heimta innflutning á svína-
kjöti með þeim afleiðingum að
svínabúskapur legðist niður.
Fljótlega yrði þá komið að öðr-
um landbúnaðarafurðum. Þau rök
hafa t.d. heyrst frá ekki ómerkum
mönnum, að eggjaframleiðslan
teljist ekki lengur hefðbundin at-
vinnugrein, þótt hún hafi verið
stunduð hér lengi. Rökin fyrir
þessu eru þau, að eggjabúin séu
orðin svo stór, að þau séu iðnaður.
Mætti ekki nota svipuð rök gegn
nautgriparæktuninni, þar sem risið
hafa upp stórbú?
Allt er þetta umhugsunarvert af
mörgum ástæðum. Ein ástæðan er
sú, að ekki væri úr vegi að íhuga,
hvernig ætti að afla þess gjaldeyris,
sem færi til kaupa á þeim vörum,
sem landbúnaðurinn færir í þjóðar-
búið, beint og óbeint.
Yrði það kannski gert með því
að fjölga Kringlum og Miklugörð-
um? Hvað gefur t.d. Kringlan af
sér mikinn gjaldeyri eða hvað spar-
ar hún mikinn gjaldeyri? Sömu
spurninga mætti spyrja um Mikla-
garð og aðra stórmarkaði.
Þegar ég var að alast upp var það
ríkjandi skoðun, að ekki mætti
taka erlend lán nema þau væru
annaðhvort gjaldeyrisskapandi,
þ.e. að þau rynnu til fyrirtækja,
sem öfluðu erlends gjaldeyris, að
þau væru gjaldeyrissparandi, þ.e.
að þau drægju úr eyðslu á erlend-
um gjaldeyri.
Nú er þetta sjónarmið alveg úr
sögunni. Síðustu ár hefur hinum
svonefndu stórmörkuðum. sem eru
að miklu leyti reistir fyrir erlend
lán, farið stórfjölgandi. Svo langt
hefur verið gengið, að verslunar-
húsnæði í Reykjavík er orðið svo
mikið, að talið er að það gæti
hæglega fullnægt margfalt fjöl-
mennari borg. Þetta á sinn drjúga
þátt í því að þjóðin er að sökkva í
skuldafen, sem hún kemst illa upp
úr og eftirkomendur okkar eiga
eftir að gjalda.
Hvað hefur svo hafst upp úr því
að auka þannig verslunarhúsnæð-
ið? Hvorki gjaldeyrisöflun eða
gjaldeyrissparnaður. Ég hefi
hvergi séð eða heyrt sannfærandi
rök fyrir því, að hin gífurlega
fjárfesting í auknu verslunarhús-
næði síðustu árin hafi haft lækk-
andi áhrif á verðlag. Ég hefi meira
að segja heyrt sagt, að verðlag hjá
Hagkaupi í gamla húsnæðinu í
Skeifunni sé oft hagstæðara en í
nýja húsnæðinu í Kringlunni.
En vegna hinnar miklu fjárfest-
ingar í verslunum að undanförnu,
er vissulega ekki úr vegi að spyrja,
hverjir það séu, sem í reynd greiða
kostnaðinn við þessa miklu fjár-
festingu. Eru það verslunareigend-
ur, sem greiða allt þetta úr eigin
vasa, eða eru það neytendur; sem
greiða þetta í reynd?
Er það ekki verkefni fyrir
endasamtökin að athuga þetta,
forustumenn þeirra virðast fátt sjá
nema landbúnaðarvörurnar og
verðlag á þeim og skorta þekkingu
á hinu gamla orðtaki, að fleira er
matur en feitt kjöt.
Ég læt þessum hugleiðingum
mínum lokið með þeirri hvatningu
til fólks að íhuga, hvernig eigi að
afla þess gjaldeyris, sem landbún-
aðurinn færir í þjóðarbúið beint og
óbeint, ef hann verður lagður í
rúst. Verður það kannski gert me&,
fleiri Kringlum og MiklugörðumJ
eða á að bæta þessari upphæð viq&í
hallann á utanríkisviðskiptum, sem
er áætlaður 10 milljarðar króna á
þessu ári?