Tíminn - 10.02.1988, Page 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 10. febrúar 1988
VETTVANGUR
llllllllll!!
llllllllllll
llllllllllllilll!
Guörún Agnarsdóttir, þingkona kvennalista:
Skil ja karlar Tímans
ka timans?
Nýlega voru gerðar tvær skoðanakannanir á svipuðum
tíma, á vegum DV og Hagvangs. í báðum þessu könnunum
kemur fram tvöföldun á fylgi Kvennalistans frá síðustu
kosningum eða hækkun úr 10,1% í 21 eða 21,3%, en
báðum könnunum ber vel saman.
Þó að skoðanakönnun Hagvangs sýndi að aukið fylgi
Kvennalistans virtist koma frá flestum stjómmálaflokkum
má Framsóknarflokkurinn una nokkuð vel við sinn hag þar
sem hann hefur aukið fylgi sitt um 5% frá síðustu
kosningum. Þetta er þeim mun athyglisverðara þar sem
Framsóknarflokkurinn hefur verið svo lengi aðili að
ríkisstjórnum og nú síðast ríkisstjórn sem nýtur þverrandi
fylgis vegna óvinsælla aðgerða.
Menn hafa verið ósparir á
skýringar sínar á velgengni
Kvennalistans og hefur verið fróð-
legt að hlusta á kenningar og
skilgreiningar undanfarna daga.
Kvennalistakonu varð það á orði
um daginn að hluta skýringanna
væri ef til vill að leita í því að
Kvennalistakonur hefðu hlýtt kalli
tímans. Pessu hentu menn gaman
að og vildu margir gerast „kallar
tímans“ og láta kvennaiistakonur
hlýða sér.
Nú ber svo við þrátt fyrir nokkuð
góða stöðu Framsóknarflokksins
að karlar Tímans bregðast harka-
lega við og ganga hver í annars
spor við að gera lítið úr Kvennalist-
Fyrir hvem eru
stjórnmálin?
í dálkinum „Vítt og breitt“ 2.
febrúar sl. er fjallað um skoðana-
könnun DV og dregin sú ályktun
að stjórnmálin eigi í vök að verjast
að manni skilst fyrir einverju að-
komufólki sem þangað.eigi ekki
erindi.
Skæðasti hópurinn eru óákveðn-
ir sem sagðir eru sigurvegarar
könnunarinnar, næstur óboðinna
gesta er Kvennalistinn og þegar
svo þögulir bætast við telst afstöðu-
leysið til stjórnmálanna komið í
53,4%!
Er nema von að stjórnmálin séu
illa stödd!
Síðan lýsir dálkahöfundur fjálg-
lega þeim Kvennalista sem hann
sér valhoppa eftir hinni breiðu
braut mjúku málanna. Sá vill ekki
taka þátt í stjórnmáium né láta
kalla sig stjórnmálaflokk og enn
síður starfa að innri málefnum eins
og flokkur með tiltekin markmið
sem vill láta að sér kveða við
stefnumörkun þjóðmála.
Dálkahöfund vil ég minna á að
þegar upp koma nýjungar eins og
t.d. nýjar mannréttinda-, hug-
sjóna- eða stjórnmálahreyfingar
sem bera með sér hugmyndafræði
og vinnubrögð sem eru ólík þeim
sem fyrir eru, þá verka þærögrandi
og vekja tortryggni og varnarvið-
brögð þeirra sem vilja vernda ríkj-
andi kerfi.
Þá er oft nærtækt að gera lítið úr
því sem maður skilur ekki.
Gamlar hefðir
Við megum ekki gleyma því að
hefðbundnir stjórnmálaflokkar eru
valdastofnanir þar sem rótgrónar
regiur ríkja um skiptingu valda,
áhrifa og metorða. Oft safnast þar
völd á fárra hendur og allur þorri
manna finnur ekki til áhrifa sinna
og sjaldnast eru nógu margir virkir.
Um þetta hafa oft heyrst kvartanir.
Við megum heldur ekki gleyma
því sem sagan segir okkur og bíasir
viðokkurbörnumnútímans. Hefð-
bundnu stjórnmálaflokkarnir voru
stofnaðir af körlum og þar hafa
þeir ákveðið leikreglurnar í ára-
tugi. Fáar konur hafa þar komist til
áhrifa eða valda, eða verið kosnar
af listum í sveitarstjómir eða á
Alþingi þar sem þær gátu komið
sjónarmiðum sínum á framfæri.
Margar konur hafa fullyrt að þær
eigi þar erfitt uppdráttar. Sumir
flokkar hafa jafnvel ekki átt konu
sem kjörinn fulltrúa um áratuga
skeið. Þarf ég að hrista betur upp
í minni dálkahöfundar?
Nýjar leiðir
Kvennalistinn hefur svo sannar-
lega verið bæði þátttakandi í kosn-
ingum og stjómmálum, en gert
það á sinn hátt sem er vissulega
ólíkur háttarlagi þeirra sem sitja á
fleti fyrir. Þetta hefur gefist nokk-
uð vel og það sem meira er, á
trúlega eftir að hafa talsverð áhrif
á það sem sjávarútvegsráðherra
kallaði „alvörupólitík" í sjónvarps-
þætti hér á dögunum. Hann taldi
þó Kvennalistann ekki þátttakanda
í þeirri tegund pólitíkur, en vera
bara í mjúku málunum.
Ekki veit ég alveg hvað dálka-
höfundur á við með starfi að innri
málefnum o.s.frv. Hitt veit ég að
styrkleiki Kvennalistans liggur
ekki síst í vinnubrögðum sem miða
að því m.a. með valddreifingu að
styrkja og næra þá fjöldahreyfingu
sem Kvennalistinn er. Þessi vald-
dreifing sem birtist bæði í innra og
ytra starfi Kvennalistans er gmnd-
vallarregla í vinnubrögðum okkar
og mjög frábrugðin því sem gerist
hjá stjórnmálaflokkum sem byggja
yfirleitt á annars konar innra kerfi.
Kvennalistinn er að sjálfsögðu
engu síður stjórnmálahreyfing en
gömlu flokkamir þó að starfshættir
okkar séu frábrugðnir.
Að selja hugsjón sína
er ábyrgðarleysi
Síðan segir dálkahöfundur „að
einu ákvarðanirnar sem konurnar
taka er að taka ekki ákvörðun".
Það var og. Svo býsnast hann yfir
því að við skyldum ekki fara í
stjórn með einhverjum stjórnmála-
leiðtogum sem gengu með grasið í
skónum á eftir okkur.
Blessaður maðurinn virðist ekki
skilja að það var að vel yfirveguðu
ráði sem kvennalistakonur höfn-
uðu aðild að stjórnarsamstarfi. Við
eygðum enga von til þess að geta
komið meginstefnumálum okkar í
framkvæmd í því stjórnarsamstarfi
sem okkur bauðst þá og töldum
okkur ekki hafa nægilegan styrk til
þess í þetta sinn að hafa nauðsynleg
áhrif. Við tókum þá ábyrgð að
standa við stefnumál okkar. Svo
einfalt var það.
Matarskattur eða
matarholur
í leiðara Tímans 4. febrúar sl. er
fjallað um samneyslu og nauðsyn
þess að fjármagna hana. Eitthvað
hefur nú leiðarahöfundur fylgst
tæplega með umræðum á þingi og
annars staðar þegar hann segir
samneysluflokk á borð við
Kvennalistann allt í einu telja alla
innheimtu óferjandi sem er þó
einvörðungu tilkomin vegna sam-
neyslunnar.
Þetta er alls ekki rétt. Það er svo
langt í frá. Það er sannarlega mörg
innheimtan sem bæði er ferjandi
og réttlát. Á það hefur Kvennalist-
inn margsinnis bent. Við teljum
það nefnilega alls ekki sama hvern-
ig og hverjir greiða til samneysl-
unnar. Við hefðum byrjað á því að
beina sjónum að feitustu matarhol-
unum t.d. lagt meiri skatta á stór-
eignamenn, og þá tekjuhærri, á
fjármagnstekjur og stöndug fyrir-
tæki. Mörg fyrirtæki hafa blómstr-
að í góðærinu en greitt lítið til
samneyslunnar. Hins vegar erum
við mótfallnar þeirri skattlagningu
sem felst í því að leggja skatt á
nauðþurftir. Matarskatturinn
leggst þyngst á tekjulágar og bam-
margar fjölskyldur, þar er órétt-
látt.
Það hefur fleira skolast til hjá
þessum leiðarahöfundi en mál-
flutningur Kvennalistans en
kannski er það þó óskhyggja sem
ræður orðum hans þegar hann
segir: „Yfirgnæfandi meirihluti
landsmanna skilur og veit að beint
samband er á milli skattlagningar
og samneyslu. Ríkisstjórnin nýtur
stuðnings þessa fólks".
Þá er nú fyrst til að taka að í
báðum skoðanakönnununum fer
stuðningur við ríkisstjórnina þverr-
andi og meirihluti aðspurðra er
andvígur henni. Andstaða við
matarskattinn er þó miklu meiri
eða 85%.
Barnapúður og
kvennapólitík
Reyndar vefst nú samhengið í
þessum leiðara líklega jafnmikið
fyrir mér og samhengið f Kvenna-
listanum vefst fyrir leiðarahöfundi
en hann bendir þeim sem vilja
skilja hið síðarnefnda á „upplausn-
ina á vinstri væng stjórnmálanna
þar sem eitt rekur sig á annars
horn, án þess að t.d. fylgjendur
Kvennalistans geri sér grein fyrir
því að barnapúðrið í pólitík
Kvennalistans er blautt". Án þess
að vera með vangaveltur um það
hvað vakti fyrir leiðarahöfundi
með slíkri samlíkingu, vil ég samt
benda honum á að blautt barna-
púður er hluti af daglegu iífi
margra fylgjenda Kvennalistans en
þó ekkert vandamál, því að fylgj-
endur hafa yfirleitt þurra bleiu
innan handar til að bæta úr því.
Enn verð ég að leiðrétta leiðara-
höfund þegar hann segir „sam-
kvæmt tali þingmanna Kvennalist-
ans á Alþingi vilja þeir umfram
allt draga úr samneyslu”.
Þetta er ekki rétt. Hins vegar er
okkur ekki sama hvernig hún er
fjármögnuð.
Matarskattur er ekki bara órétt-
lát aðgerð, hún er heimskuleg, líka
í „alvörupólitík“. Það eru til aðrar,
réttlátari leiðir til skattheimtu til
þess að fjármagna þá samneyslu og
það velferðarþjóðfélag sem flest
okkar vilja búa í og þær leiðir eru
þeim kunnar sem fordómalaust
hafa fylgst með málflutningi
Kvennalistans.
Óðul feðranna og
framtíðin
Ég hef varið hér nokkuð mörg-
um orðum til að elta ólar við karla
Tímans vegna þeirra neikvæðu og
lítilsvirðandi ummæla sem mér
finnst þeir hafa haft um Kvennalist-
ann og þá um leið konur. Ég skil
að þetta frelsisbrölt í konunum
geri þá óstyrka, og knýji þá til að
vernda óðul feðranna.
Hins vegar bið ég þá að doka við
og reiðast ekki þó að konur séu
hættar að hlýða körlum Tímans en
sinni fremur kalli tímans.
Réttindabarátta kvenna beinist
ekki gegn körlum, hún leitar jafn-
framt að betra samfélagi fyrir okk-
ur öll, konur, börn og karla.
Guðrún Agnarsdóttir
þingkona Kvennalistans.
Illllllllllllll LEIKLIST lllllllllllllllllllll - ! 1111 111 iiiiiiiiiiiiuniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^
Börn á öllum aldri
fslenska óperan: Litll sótarinn.
Söngleikur i tveimur þáttum eftir Eric Crozier.
Tónlist eftlr Benjamin Britten.
Þýóing eftir Tómas Guðmundsson.
Leikstjóri: Þórhildur Þorieifsdóttir.
Hjómsveitarstjóri: Jón Stefánsson.
Leikmynd: Una Coilins.
f fjarveru tónlistargagnrýnanda
Tímans fór ég á laugardaginn og sá
sýningu á Litla sótaranum í Gamla
bíói. Þar var fullt af bömum sem
virtust skemmta sér ágætlega og
tókst býsna vel að virkja áheyrend-
ur en það er þýðingarmikið atriði í
sýningunni.
Þetta er tvíþætt verk. í fyrra
atriðinu er verið að æfa’óperuna.
Þar er börnum veitt innsýn í slíkt
starf og það mikla amstur, tauga-
spennu og æsing sem slíku fylgir.
Um staðfærslu og leikgerð hefur
leikstjórinn séð og var þetta
skemmtilegt á að horfa. Guðný
Helgadóttir fór með hlutverk leik-
stjórans, ein leikara á sviðinu.
Söngvararnir eru að sönnu mis-
þjálfaðir, en einn John Speight,
sýndi nokkra tilburði til grínleiks,
sem gengu raunar fulllangt. Krakk-
amir voru eðlileg á sviðinu, raunar
bæði fyrir og eftir hlé. Börn skipt-
ast á um hlutverkin á sýningunum
og læt ég vera að nefna nöfn þeirra,
nema hvað skylt er að geta um ívar
Helgason sem fór með hlutverk
litla sótarans á þessi sýningu.
Hann kom vel fyrir en hefði mátt
láta heyrast meira í sér í söngnum.
Eftir að búið er að sýna æfing-
arnar og ýmsar tilfæringar á sviðinu
fara allir í kaffi, en Jón Stefánsson
hljómsveitarstjóri tekur til við að
kenna áhorfendum lög, því að
áhorfendur mynda kórinn. Jón er
hress og skemmtilegur kórstjóri
eins og alþjóð veit og fórst þetta
vel úr hendi. Eftir hlé er svo sjálf
óperan sýnd. Hún gerist á ensku
sveitasetri upp úr aldamótunum
1800. Bjartur litli er bláfátækur og
er seldur f ánauð hjá vondum
sótarameistara sem sendir hann
upp í reykháfa og fer illa með hann
í hvívetna. En nú lendir Bjartur á
sveitasetriu. Þar er harðskeytt
ráðskona og góð barnfóstra og enn
betri börn. Þau taka Bjart upp á
sína arma og bjarga honum undan
vondu körlunum, koma honum í
bað, gefa honum loks peninga til
að losna úr ánuðinni.
Sagan í óperunni getur varla ein-
faldari verið, og verður víst lítið úr
henni í samanburði við Ólíver Twist
sem er í svipuðum anda og gerist
enda á sama tíma. En Þórhildur
leikstjóri hefur farið fagmannlega
með þetta efni og náð að mér sýnist
því út úr leikurunum ungu sem búast
má við. Af fullorðnum söngvurum
mæðir mest á Hrönn Hafliðadóttur
sem er Bagga ráðskona og Elísabeti
Erlingsdóttur', Rúna bamfóstra. Þær
léku báðar líflega og eru auðvitað
stólpasöngkonur.
Annars skiptir hér mestu máli
tónlist Brittens og vandast þá málið
fyrir þann sem þetta skrifar að meta
hana. En höfuðkostur tónlistarinnar
sem bamatónlistar er auðvitað sá
hversu létt hún er og auðlærð. Kom
það glöggt í ljós í „kennslustund“
Jóns Stefánssonar. Um fyrri sýningu
óperunnar fyrir fimm árum sagði
Jón Þórarinsson: „Tónlistin í „Litla
sótaranum“ ber með sér að það
hefur snjall maður um vélt og þótt
hún sé mjög vel við barna hæfi er
alveg víst að margur fullorðinn getur
haft af henni mestu ánægju." Og vel
má taka undir orð Jóns þá: „Það er
alveg óhætt að ráðleggja börnum á
öllum aldri að leggja leið sína í
íslensku ópemna til að sjá „Litla
sótarann".
Tónlistin er áreiðanlega vel við
bama hæfi. Það þóttist ég merkja af
viðbrögðum barnanna á sýningunni.
En sýningin minnir líka á það hversu
leikhúsin í borginni standa sig illa í
{iví að ala upp unga leikhúsgesti.
slenska óperan er ein um það í
vetur, fram til þessa, að setja upp
bamasýningu. Þetta er höfuðskömm
atvinnuleikhúsa. Ef þau halda að
fjölskyldumúsíköl, innflutt eða
heimatilbúin, leysi þau undan þeirri
skyldu að sinna bömum sérstaklega,
þá er það misskilningur. Enda trúi
ég því ekki að svo búið standi á
leikgróskutíð. En íslenska óperan
hefur gert skyldu sína og þökk sé
henni fyrir það.
Gunnar Stefánsson