Tíminn - 12.02.1988, Page 2
2 Tíminn
Föstudagur 12. febrúar 1988
Bæjarráð Kópavogs notar forkaupsréttinn:
Frá undirskrift kaupsamningsins í gærkvöldi.
Kl. hálf níu í gærkvöldi vargengið
frá kaupum Hagkaups, Byggingar-
vöruverslunar Kópavogs og Frjáls
framtaks á landi því sem Samband
íslenskra samvinnufélaga var áður
búið að kaupa í Smárahvammi. Þá
undirrituðu fulltrúar hinna nýju
kaupenda samkomulag við Kópa-
vogsbæ, sem áður hefur neytt for-
kaupsréttar síns.
Talsmenn Kópavogs sögðu í gær
að ástæðan fyrir því að forkaupsrétt-
arins var neytt væri sú að þeir hefðu
ekki fengið nægjanlega skýr svör um
það hvað Sambandið hygðist gera á
þessu landsvæði. Þeir hefðu fengið
upplýsingar um að þarna risi bensín-
stöð og stórmarkaður en lítið meira.
Auk þess væri ljóst að aðalstöðvar
Sambandsins yrðu á Kirkjusandi í
Reykjavík í fyrirsjáanlegri framtíð.
Með undirritun þessari hefur
bæjarráð Kópavogs lokað fyrir þær
áætlanir sem SÍS hefur verið að
vinna að. Hugmyndir Sambands-
manna gengu m.a. út frá samningi
sem stjórnin hafði gert við Hagvirki
hf. um þróun og not á svæðinu.
Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar,
forstjóra SÍS, hafði Sambandið m.a.
boðið bæjarstjórn að þeir gætu neytt
forkaupsréttar síns á hluta af um-
ræddu landi, en þeirri leið hefur nú
verið hafnað með þessum nýjasta
samningi. Sagði Guðjón B. Ólafsson
að þeir Sambandsmenn væru afar
óhressir með málalok þessi og sagði
hann að SfS, sem kaupandi að
landinu, hafi fyrst allra vakið á því
athygli og komið því inn á landakort-
ið, sem einu besta verslunar og
athafnasvæði Stór-Reykjavíkur-
landsins. Taldi hann að siðferðilega
hafi verið gengið nærri þeim Sam-
bandsmönnum, þó að ekki væri
efast um lagalega heimild bæjarfé-
lagsins í málinu.
í tilkynningu frá Sambandi ís-
lenskra samvinnumanna segir m.a.:
„Sambandið telur sig í öllum atrið-
um hafa komið til móts við óskir
bæjarins um uppbyggingarhraða
Smárahvammslandsins. Þessi
ákvörðun bæjarráðs kemur því mjög
á óvart og eru mikil vonbrigði, þar
sem Sambandið telur að forsendur
bæjarins fyrir þessari ákvörðun
standist ekki, þ.e. að áform um
byggingarhraða séu ekki viðunandi.
Sambandið bendir á að það þjónar
tæplega hagsmunum Kópavogs-
kaupsstaðar að fara þessa leið, því
eitt af þeim fyrirtækjum sem ætlunin
er að selja landið (BYKÓ) er þegar
með atvinnurekstur í Kópavogi og
hitt (IKEA) hafði þegar fengið út-
hlutað lóð eða vilyrði fyrir lóð annars
staðar í Kópavogi." KB
Áburðarverksmiðja ríkisins:
Áburður
hækkar
um 22,5%
Tilbúinn áburður frá Áburðar-
verksmiðju ríkisins mun hækka
um 22,5% að meðaltali á næst-
unni. Stjórn Áburðarverksmiðj-
unnar hafði farið fram á þessa
hækkun og samþykkti landbún-
aðarráðuneytið tillögu stjórnar
verksmiðjunnar í gær. Hækkun
einstakra áburðartegunda er mis-
mikil og er að mestu komin til
vegna minnkandi niðurgreiðslna
frá ríkinu, en í ár fara I00 milljón-
ir í niðurgreiðslur en í þær fóru
120 milljónir í fyrra.
Haukur Halldórsson formaður
Stéttarfélags bænda hafði ekki
fengið þessar tölur inn á borð til
sín svo að hann gat ekki úttalað
sig um hækkunina. Haukur sagði
þó að þessi hækkun virtist vera í
samræmi við verðlagsþróun í
landinu. Hækkunin væri meiri en
menn hjá Stéttarfélagi bænda
hefðu vonast til að yrði, en en
hins vegar hefði hækkunin getað
orðið meiri.
Haukur sagði að hækkun
áburðarverðs um 22,5% myndi
að líkindum valda búvöruhækk-
un til að vega upp kostnaðarauka
hjá framleiðendum. Það hefði
hins vegar verið von Stéttarfé-
lagsins að fá ákveðið fjármagn til
reksturs Áburðarverksmiðjunnar
eins og verið hefði undanfarin ár,
til að ekki þyrfti að hækka áburð-
arverð svona mikið. Hins vegar
varð framlag ríkisins lægra en
vonir stóðu til. -HM
Háskólapólitíkin:
Félagshyggjuöfl sameinast
Tónleikunumfrestaötil 20. nk.:
Bassinn
lagðist
í rúmið
Paata Búrtsúladse, hinn mikli
rússneski bassi frá Grúsíu, gat
ekki sungið á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar íslands í gær. Frá
því hann kom til íslands á sunnu-
dag hefur hann verið sjúkur og er
nú rúmliggjandi. Tónleikunum
varð því ójákvæmilega að fresta
til 20. febrúar, en á meðan er þess
beðið að Paata batni. þj
Félagshyggjuöflin í Háskóla ís-
lands hyggjast nú sameina krafta
sína og stofna nýtt félag sem bjóða
mun fram lista á breiðum grundvelli,
bæði í háskólaráðskosningum og
stúdentaráðskosningum. í vetur hef-
ur Félag umbótasinnaðra stúdenta
og Félag vinstri manna starfað sam-
an í meirihluta stúdentaráðs. Að
sögn Ágústs Ómars Ágústssonar for-
manns Félags umbótasinna, hefur
samvinna þeirra verið góð, enda
ekki verið ágreiningur þeirra í milli
um helstu baráttumál stúdenta. Því
munu þessi félög ekki bjóða fram í
komandi kosningum, heldur leggja
áherslu á að skapa nýtt afl félags-
hyggjufólks á breiðum grundvelli
með nýju félagi, svo hægt verði að
vinna af auknum krafti að málefnum
stúdenta með félagshyggju og sam-
vinnu að leiðarljósi.
Að undanförnu hafa Umbótasinn-
ar og vinstrimenn sem skipa meiri-
hluta stúdentaráðs, átt í baráttu
gegn því að meðlagsgreiðslur til
einstæðra foreldra teljist til tekna og
skerði þannig námslán þeirra, en
samkvæmt nýjum úthlutunarreglum
Lánasjóðs hafa námslán cinstæðra
foreldra verið skert af þessum
sökum.
Lagði meirihlutinn fram lögfræði-
álit Lagastofnunar Háskólans, sem
kveður skýrt á um að meðlag skuli
ekki teljast til tekna í úthlutun
námslána. Að sögn Ólafs Darra
Andrasonar fulltrúa stúdentaráðs í
Lánasjóði íslenskra námsmanna,
virðist sigur vera að nást í þessu
máli, þar sem menntamálaráðherra
hefur þrýst á Lánasjóðinn um að
þetta ákvæði falli úr gildi.
Félagshyggjufélögin tvö hafa
einnig lagt áherslu á að ekki verði
lagðir vextir á námslán, en hug-
myndir þess efnis hafa verið uppi hjá
sjálfstæðismönnum, en nú er verið
að vinna í menntmálaráðuneytinu
að frumvarpi að nýjum lögum um
Lánasjóð íslenskra námsmanna og
óttast meirihluti stúdentaráðs að þar
verði ákvæði um vexti á námslán.
Telja félagshyggjuöflin í Háskólan-
um mikilvægt að eining ríki meðal
félagshyggjufólks í baráttunni gegn
vöxtum á námslán. Einnig veiti ekki
af sameinuðum kröftum þeirra í
uPPbyggingu stúdentagarða og ann-
arra félagslegra baráttumála stúd-
enta, en á þessu ári munu 90 náms-
mannaíbúðir verða teknar í notkun.
Stofnfundur hins nýja félags verð-
ur haldinn í Stúdentakjallaranum í
kvöld, föstudagskvöld, klukkan
19.30. -HM