Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 4
Föstudagur 12. febrúar 1988
4 Tíminn -
Auglýsing
frá Menntamálaráði íslands
um styrkveitingar árið 1988
Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1988 verða
á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningar-
sjóði íslands:
Útgáfa tónverka
Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir einn eða
fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 130.000.-
Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk
þau sem áformað er að gefa út.
Dvalarstyrkir listamanna
Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 90.000.- hver.
Styrkir þessi eru ætlaðir listamönnum sem hyggj-
ast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða
skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum
skulu fylgja sem nákvæmastar upplýsingar um
fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams
konar styrk frá Menntamálaráði síðastliðin 5 ár
ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun.
Styrkir til fræðimanna
Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda
fræðistörf og náttúrufræðirannsóknir. Heildarstyrk-
upphæð er kr. 220.000.00. Umsóknum skulu
fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem unnið
er að.
Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa
borist Menntamálaráði íslands, Skálholtsstíg 7,
101 Reykjavík fyrir 15. mars 1988. Nauðsynlegt er
að kennitala umsækjanda fylgi umsókninni.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Menningarsjóðs að Skálholtsstíg 7, Reykjavík.
Laus staða
Staða kennslustjóra í uppeldis- og kennslufræðum
við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laus til
umsóknar:
í starfinu felast eftirtaldir þættir:
1) Umsjón æfingakennslu og kennslu sem henni
tengist.
2) Skipulagning endurmenntunar framhalds-
skólakennara í uppeldis- og kennslufræðum.
3) Samvinna um kennaramenntun við aðrar deild-
ir háskólans og við grunnskóla og framhalds-
skóla.
4) Önnur verkefni sem félagsvísindadeild kann
að ákveða vegna menntunar og starfsþjálfunar
kennara.
Áskilið er að umsækjandi hafi full kennsluréttindi
á framhaldsskólastigi og a.m.k. fimm ára starfs-
reynslu sem kennari í framhaldsskóla eða grunn-
skóla.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri greinargerð um náms-
feril, kennslu og önnur störf skulu sendar mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík,
fyrir 10. mars nk.
Menntamálaráðuneytið,
8. febrúar 1988
Framboðsfrestur
Starfsmannafélagið Sókn hefur ákveðið að viðhafa
allsherjaratkvæðagreiðslu um stjórn trúnaðar-
mannaráðs, endurskoðendurog varamenn þeirra.
Framboðslistum þurfa að fylgja nöfn 100 fullgildra
félaga Sóknar og skal þeim skilað fyrir kl. 12 á
hádegi föstudaginn 19. febrúar 1988 á skrifstofu
félagsins, Skipholti 50A, þar sem listi stjórnar
liggur frammi.
Starfsmannafélagið Sókn
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Ólafur ólafsson landlæknir og Hallur Magnússon formaður FUF
í Reykjavík á opnum fundi sem ungt framsóknarfólk og framsóknarkonur héldu um sjúkdóminn eyðni.
(Tímamynd Pjetur)
Heilbrigðisráðherra og landlæknir á fundi um eyðni:
VERÐA 2400
SMITAÐIR AF
EYÐNI1992?
Þrátt fyrir að árið 1992 kunni að
vera að um 2400 íslendingar verði
sýktir af eyðniveirunni hefur heil-
brigðisráðuneytið aðeins 10 milljón-
ir króna til forvarnastarfs gegn eyðni
og mun þeim fjármunum verða varið
til fræðslu um eyðni á vinnustöðum
og í fjölmiðlum eftir því sem fjárveit-
ing leyfir. Þetta kom fram hjá Guð-
mundi Bjarnasyni heilbrigðisráð-
herra á opnum hádegisverðarfundi
sem Félag ungra framsóknarmanna,
Samband ungra framsóknarmanna
og Landssamband framsóknar-
kvenna héldu með heilbrigðisráð-
herra og landlækni á Gauki á Stöng
í gær.
Guðmundur sagði að hér á landi
fjölgi eyðnisjúklingum á svipaðan
hátt og annars staðar í heiminum.
Samkvæmt óstaðfestum tölum hefðu
nú fundist 39 eyðnismitaðir einstakl-
ingar hér á landi, þar af væru 3 látnir
og 2 væru með sjúkdóminn á loka-
stigi. Samkvæmt því sem fram kom
á alþjóðlegri ráðstefnu sem ráðherr-
ann og landlæknir sóttu á dögunum
sýnir reynslan að fjöldi sýktra tvö-
faldast á hverju ári. Ef miðað væri
við þá sem nú hafa fundist með smit
þá yrðu eyðnismitaðir íslendingar
um 640 árið 1992 og ef miðað væri
við að 150 einstaklingar væru í raun
smitaðir eins og margir telja, þá
yrðu um 2400 íslendingar eyðni-
smitaðir árið 1992 og fjöldi manna
látinn.
Guðmundur benti á að þar sem
engin lækning væri við þessum ógn-
vænlega sjúkdóm, þá væri eina ráð
heilbrigðisyfirvalda að fræða al-
menning um hættu þá er stafar af
eyðniveirunni og kynna rækilega
smitleiðirnar sem væru kynmök og
blóðblöndun hverskonar. Síðan væri
það fyrst og fremst undir hegðun
hvers og eins einstaklings komið
hvort hann smitist af eyðni eða ekki.
Guðmundur kynnti lauslega þær
aðgerðir sem heilbrigðisyfirvöld
hyggjast beita á næstunni í barátt-
unni gegn eyðni. Tók hann fyrst til
fyrirhugaða fræðsluherferð á vinnu-
stöðum um sjúkdóminn eyðni, smit-
leiðir eyðniveirunnar og varnir gegn
smiti. Mun fræðsluherferðin verða
unnin í samráði og samvinnu við
Vinnueftirlitið. Sérstákur bæklingur
i verður gefinn út og honum dreift á
I vinnustaðu, samhliða því sem
■ fræðslu verður komið á framfæri á
vinnustöðunum sjálfum með öllum
tiltækum ráðum.
Þá sagði Guðmundur að í bígerð
væri að gera myndband um eyðni til
sýningar í sjónvarpi og í skólum
landsins, auk þess sem unnið verður
fræðsluefni í formi Ieikinna útvarps-
auglýsinga. Nýtt fræðsluefni verður
samið fyrir skóla og heilsugæslu-
stöðvar auk þess sem haldið verður
uppi áróðri á fjölförnum stöðum
eins og í Kringlunni og öðrum stór-
mörkuðum. Lagði Guðmundur sér-
staka áherslu á nauðsyn aukinnar
fræðslu x skólum landsins.
Á fundinum vísaði Ólafur Ólafs-
son landlæknir á bug þeim ásökun-
um forsvarsmanna Samtakanna 78
um að heilbrigðisyfirvöld hafi brugð-
ist í forvarnastarfi gegn eyðni. Ólaf-
ur sagði að samstarf hafi verið haft
við samtökin frá upphafi og að
heilbrigðisyfirvöld hafi veitt þeim
fjárstuðning til að sinna fræðslustarfi
innan síns hóps. Hins vegar væri
ljóst að meiningarmunur væri milli
forsvarsmanna Samtakanna 78 og
heilbrigðisyfirvalda hvernig fræðslan
eigi að vera. -HM
Vestfjarðaleið Rvík-Búðardalur:
Fleiri rútur
frá Búðardal
Að höfðu samráði við heima-
menn í Búðardal hefur Jóhannes
Ellertsson, sérleyfishafi, ákveðið
að fjölga áætlunarferðum miili
Búðardals og Reykjavíkur. Hafa
ferðirnar verið þrjár í viku til þessa
en verða núna átta í viku hverri.
Ekið er úr Búðardal fimm daga
vikunnar, mánudaga til föstudaga,
kl. 8.00 að morgni. Auk þess verða
ferðir frá Búðardal kl. 15.30 á
þriðjudögum og 17.30 á fimrntu-
dögum, eins og verið hefur. Á
sunnudögum verður ekið frá Búð-
ardal kl. 17.30, en engar ferðir
verða á laugardögum.
Einnig verður ekið frá Reykja-
vík fimm daga vikunnar, mánu-
daga til föstudaga, með brottför kl.
18.00. Auk þess verður lagt upp frá
Reykjavík kl. 8.00 á þriðjudögum
og fimmtudögum eins og verið
hefur. Sunnudaga verður brottför
frá Reykjavík kl. 18.00.
Áð er í Borgarnesi í öllum ferð-
um á báðum leiðum. Vonast er til
að fólk kunni að meta þessa þjón-
ustu og notfæri sér hana í jöfnum
auknum mæli. KB