Tíminn - 12.02.1988, Síða 12
12 Tíminn
K
FRÉTTAYFIRLIT
NIKÓSÍA — Iranar báru
myndir af leiðtoga sínum Ayat-
ollah Khomeini, brenndu fána
Bandaríkjanna og ísraels og
kölluðu „stríð, stríð, þar til
sigur vinnst" í hátiðarhöldum
þar sem þess var minnst að
níu ár voru liðin frá þyltingu
múslima í landinu.
VÍNARBORG — Enn var|:
saumað að Kurt Waldheim
forseta Austurríkis er háttsett-
ur meðlimur samsteyþustjórn-
arinnar í landinu ræddi um
sameiginlegar þrýstiaðgerðir til
að fá hann til að segja af sér.
MMABATHO — Suður-Afr-
íkustjórn sagði að Afríska
þjóðarráðið, hin útlægu sam-
tök er berjast gegn stjorn hvíta1
minnihlutans í landinu, hefði
jafnvel verið á bak við bylting-
artilraunina í Bophuthatswana,
einu hinna svokölluðu sjálf-
stæðu heimalanda blökku-
manna. Herir Suður-Afríku.
handtóku í gær stjórnarands-i
tæðinga þar og bunda enda á
byltingartilraunina. Allt var
kyrrlátt í höfuðborginni Mma-
batho en Bophuthatswana er,
kannski frægast fyrir að þar er
skemmtanaborgin mikla Sun
City.
BRÚSSEL — Leiðtogar Evr-
ópubandalagsríkjanna reyndu
að leysa fjárhagsvandræðii
bandalagsins á sérstökum
fundi sínum og fulltrúar Vestur-
Þjóðverja sögðu að tækist þaði
ekki nú myndi allur heimurinn
hlæja að þeim.
BAGHDAD — Herþotur ír-
aka gerðu árásir á rnikilvæg
mannvirki langt inn í Iran. Þaö
var talsmaður írakska hersins
sem skýrði frá þessu í gær.
ISLAMABAD — Háttsettur
sovéskur embættismaður
sagði að undirritun samkomu-
lags um frið í Afganistan væri
eina leiðin til að hjálpa Afgön-
um að mynda ríkisstjórn erallir
deiluaðilar í landinu ættu aðild
að. Vorontsov, fyrst varautan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna
sagði að friðarsamkomulagið
væri nú tílbúið til undirritunar í
Genf og eftir það væri það
undir Afgönum komið að ná
þjóðarsátt.
GENF — Afganskur em-
bættismaður sagði að það væri
engin spurning að Najibullah
forseti myndi láta af embætti
sínu til að koma til móts við
kröfur skæruliða múslima og
binda enda á stríðið í landinu.
MOSKVA — Sovéskur heil-'
brigðisráðgjafi sagði að heil-
brigðismálaráðuneytið ætti að
taka yfir stjórn sérstakra geð-
sjúkrahúsa sem hingað til hafa
verið í umsjá lögreglunnar.
ÚTLÖND
Föstudagur 12. febrúar 1988
Yfirvöld í New York hafa í hyggju að útvega eiturlyfjasjúklingum
sprautunálar til að hamla gegn útbreiðslu eyðni:_________________
Ætti að láta þá fá
það sem þeir vilja?
Yfirvöld í New York í Bandaríkj-
unum ákváðu í byrjun þessa mánað-
ar að útvega eiturlyfjasjúklingum
dauðhreinsaðar nálar í þeim tilgangi
að hamla gegn útbreiðslu eyðnisjúk-
dómsins, þess illræmda sjúkdóms
sem enn hefur ekki fundist lækning
við. Áætlun yfirvalda gæti hafist
strax í vor en miklar deilur eru þó
uppi um ágæti og kannski helst um
siðferðislegt gildi þessarar ákvörð-
unar.
„Að dreifa nálum er eins og að
vinna fyrir djöfulinn. Það mun að
lokum leiða til þess að heróínnoktun
verður lögleg,“ segir baptistaprest-
urinn Calvin Butts er starfar í Harl-
emhverfi.
Flestir eru sammála um að eitur-
lyfjanoktun sé í sjálfu sér sjálfseyð-
ingariðja en það eru þó fleiri neyt-
endur sem þurfa frekar að óttast
eyðni. Talið er að um 60% þeirra
200 þúsund eiturlyfjasjúklinga sem
búa í New York séu smitaðir af
eyðni. Aðeins 35 þúsund þeirra eru
undir forsjá lækna eða á stofnunum
þar sem reynt er að venja þá af
eituriyfjunum.
Afleiðing þessa er síðan sú að
sjúkdómurinn ógnar gagnkyn-
hneigðu fólki t.d. er aukinn fjöldi
kvenna á barneignaraldri smitaður
eftir að hafa notað óhreinar nálar
eða átt mök við aðra eiturlyfjaneyt-
endur.
„Eiturlyfjaneytandi er sprautar sig
ber sjúkdóminn til þeirra gagnkyn-
hneigðu", segir einn heilbrigðisráð-
gjafi borgarinnar.
Yfirvöld hafa brugðist þannig við
að veita undanþágu frá lögum sem
segja að bannað sé að dreifa eða eiga
sprautunálar án þess að vottorð liggi
fyrir. Ætlunin er síðan að dreifa
nálum og sprautum til eitur-
lyfjasjúklinga og þannig fylgjast nán-
ar með þessum hópi og hamla gegn
útbreiðslu eyðni.
Andstæðingar þessarar áætlunar
telja ekki aðeins og hún lami siðferð-
isstyrk þjóðfélagsins heldur einnig
að hún geri hreinlega yfirvöld í New
York sek um að hjálpa til við glæp.
Sé siðferði legum og lögfræðileg-
um atriðum sleppt sýnir þó reynslan
annars staðar eins og t.d. í Hollandi,
Skotlandi og Ástralíu að áætlunin
getur að minnsta kosti gert yfirvöld-
um kleift að fylgjast nánar með
eiturlyfjasjúklingum og hvort þeir
séu smitaðir af eyðni eða ekki.
Hinsvegar telja margir að of seint sé
farið af stað með þessar aðgerðir í
New York til að hamlað verði gegn
útbreiðslu eyðnisjúkdómsins.
Time/hb
Almennilegt landakort:
Sovétríkin
á stærð við
fótboltavöll
Verið er að vinna að nýju
landakorti af Sovétríkjunum sem
verður á stærð við fótboltavöll.
Það var Trud, dagblað sovéska
verkalýðssambandsins, sem
skýrði frá þessu í gær.
Mælikvarðinn 1 sentimetri á
móti 250 metrum er notaður á
þessu korti og er það víst svo
nákvæmt að flest hús í landinu
ættu að finnast á þvt.
Talsmaður þeirra kortagerða-
manna sem unnið hafa að þessu
mikla verki sagði að landakortið
nýja yrði það nákvæmasta sem
nokkru sinni hefði verið gert.
Kortagerðamenn hafa unnið við
skráninguna síðustu 25 árin.
Dagblaðið hafði eftir tals-
manninum að ef allir hlutar
landakortsins yrðu lagðir saman
yrði það á stærð við Luzhniki
knattspyrnuvöllinn í Moskvu-
borg.
hb
Sjálfseyðingariðjan: Hana á að gera hreinlegri í New York
Brasilía:
„Því verra þjóðfélagsástand
því betri kjötkveðjuhátíð“
Skipuleggjendur kjötkveðjuhá-
tíðarinnar í Ríó de Janeiró eru
sannfærðir um að hátíðin nú verði sú
viðamesta og glyslegasta til þessa.
Þeir segja að öll vandræðin sem hrjá
þjóðina, efnahagsörðugleikar, út-
breiðsla eyðnisjúkdómsins og nátt-
úruhamfarir, muni aðeins gera hina
140 milljón íbúa landsins enn á-
kveðnari í að lyfta sér upp úr dróma
hversdagsleikans þá fimm daga sem
hátíðin stendur.
„Því verra þjóðfélagsástand því
betri kjötkveðjuhátíð. Fólkið býr
við svo mörg vandamál sem það þarf
að gleyma að það leggur sig miklu
meira fram í hátíðarhöldunum,"
segir Joao Rosendo sem stjórnar
einum sömbuskólanum er verður í
eldlínunni í Ríóborg.
Rosendo og flokkur hans munu
taka þátt í sömbudansinum ásamt
fleiri hópum á sunnudags- og mánu-
dagskvöld og meðal áhorfenda verða
um 30 þúsund erlendir ferðamenn
sem búist er við að haldi til í
Ríóborg, næst stærstu borg Brasilíu,
þá daga sem hátíðin stendur.
Kjötkveðjuhátíðir setja svip á
fleiri borgir Brasilíu t.d. í Salvador
og Recife í norðausturhluta
landsins. íbúar þeirra borga halda
því raunar fram, að hátíðarhöldin
þar tengist betur þeirri ótrúlegu
blöndu af kristinni trú og afr'ískum
venjum sem þau byggja á, heldur en
gerist í Ríó de Janeiró.
Það er engu að síður glaumurinn
í Ríóborg sem flestir beina augum
sínum að. Hátíðarhöldin hefjast á
morgun þegar borgarstjórinn Sat-
urninó Braga afhendir „Rei Momo“
eða trúðakónginum lyklana að borg-
inni. Síðan tekur við fimm daga
sömbudans og gleðskapur sem lýkur
á öskudag.
„Bæði þeir ríku og fátæku geta
gleymt öllurn slæmu fréttunum í
nokkra daga,“ segir Rosendo.
Og sannarlega hafa Brasilíumenn
fengið nóg af slæmum fréttum að
undanförnu.
Gífurleg verðbólga hefur farið illa
með margar fjölskyldur landsins,
sérstaklega þær efnaminni en einnig
hefur hagur fólks úr millistéttum
Gráma hversdagsleikans kastað fyrir
róða á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu.
versnað umtalsvert.
Brasilíumenn eru skuldugastir
þjóða þriðja heimsins, skulda um
113 milljarða Bandaríkjadala og það
kemur svo sannarlega við ríkiskass-
ann þrátt fyrir að afborgunum hafi
verið hætt í eitt ár. Reyndar lauk því
tímabili í síðustu viku.
Fjöldi heimilislausra hefur aukist
og segja sumir að tala þeirra sé orðin
hættulega há. Þeir heimilislausu
halda oftast til á strætum stórborg-
anna eða við baðstrendur þar í
grennd.
Fleiri slæmir atburðir hafa sett
svip sinn á Ríóborg t.d. flóð og
aurskriður norður af borginni í síð-
asta mánuði er urðu 183 mönnum að
bana.
Hátíðarhöldin virðast því ætla að
verða með villtara móti ef taka má
mark á orðum Rosendo. Einn er þó
sá skuggi sem gæti eitthvað haldið
aftur af mönnum en það er eyðni-
sjúkdómurinn illræmdi. Um 2.500
tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð
í Brasilíu og yfirvöld hafa beitt
sjónvarpinu mjög undanfama daga
til að vara við kæruleysi í kynlífi á
meðan á hátíðarhöldunum stendur.
hb