Tíminn - 12.02.1988, Qupperneq 13

Tíminn - 12.02.1988, Qupperneq 13
Föstudagur 12. febrúar 1988 Tíminn 13 LESENDUR SKRIFA „Það var líka og“ Hr. ritstjóri Háttvirtu lesendur Það var á sunnudaginn var, er ég var á labbi um borgina sálu minni til hressingar og líkama til stuðnings að vinur minn einn var á svipuðum slóðum, labbandi út á þorra. Hann sagði mér frá merkisgrein sem hafði verið í Tímanum daginn áður sem hann las þá um morguninn með ekki minni tilfinningu og gleði og frétt um heimsskákina hjá Jóhanni og Kortsnoj. Ég var hrakinn og hrjáður út í þann gamla þrjót Kortsnoj fyrir það að púa reyk að okkar manni og láta öllum látum sem gentlemaður má ekki gera. Mér er sagt að hann (sá gamli) liafi kennt öðrum um tapið, en það er nú sjúkleg afsökun ekki satt? Þetta er nú allt gott og blessað, enda fékk ég mér einn stálgráan eftir resultatið. Var það ekki gott hjá mér? Snúum okkur nú að Tímagrein- inni. Fyrst fór ég að hugleiða það hver það gæti verið sem hugsaði svo hlýlega til mín og væri svo spakur (ekki eins og hestur) heldur eins og Njalli á Bergþórshvoli var. Ég er nú talinn einn látlausasti skríbent á norðurhveli jarðar og átti síst von á hóli frá manni sem ég giska svona á að gamni mínu að sé norðan heiða maður sem kann sitt kver utanað og bækur mínar líka. Þetta er áreiðan- lega maður með fullu viti og er þar að auki smekklegur. Hitt er svo annað mál hvort, hann hefði átt að blanda mér við þann mosa sem um getur. Ég hef sko ekkert út á Thor Vilhjálmsson að setja. Það má segja að hann mætti að ósekju fara að skifta á þessum trollarafötum sínum sem hann gengur í, svona á milli mála og fara að kaupa sér dress af viti. Ég hef alltaf haldið því fram að menn klæða sig eftir hæfileikum, drekki eftir hæfileikum og að sjálf- sögðu skrifi eftir hæfileikum. Ékki satt? Nú hvað um bókina er að segja, ég á við Mosann. þá er hún víst bara góð eftir því sem bílstjór- arnir segja. Nafnið er kannski ofur- lítið þokukennt, mætti vera sterkara t.d. Grænmosi eða bara Blámosi. Þá væri að iíkindum meiri von á annarri frá höf. Mér er sagt að Thor kunni helling af tungumálum, en lítið virð- ist hann kunna í dönsku þar sem hann lét annan mann þýða hana fyrir sig, sendir hana svo til útlanda á einu bretti og selur og fær offjár fyrir, er mér sagt. Guðmundur Haraldsson les upp úr verkum sínum í Hard Rock Café 14. des. sl. Tímamynd Gunnar Þetta er nú ekkert annað en heildsala. Ég sel allar mínar bækur í smásölu og gengur vel. Já vinurinn selur Mosann á einu bretti eins og bóndi sem selur loðnukótann sinn á fæti. Þetta var nú kallað húmör í minni sveit. fslenskir Danir hafa alltaf verið séðir í viðskiftum, en það má með sanni segja að þeir taki of mikið svæði fyrir sig. Samanber Clausenana, Mullerana, og að ég tali nú ekki um alla Thorsarana en það mega þeir eiga að þeir eru afskaplega alminnlegir á götu. Ég get sagt ykkur frá mínu svæði. Það nær nú ekki lengra suður en frá Þjórsá og viðrast að Kollafirði til norðurs. Þ.e.a.s. ef skyggni er bærilegt. Nei lengra fer ég nú ekki með hugleiðingar mínar í bandi eða heft- aðar. Að vísu hvarflaði að mér í fyrrasumar að taka reisu til Skaga- fjarðar en ég frestaði því til sumar komanda aðallega vegna þess að það rigndi svo mikið þegar rútan var að leggja af stað. Nú hafa margir menn og aftur menn og konur fengið listamanna- laun. Vinur minn spurði mig svona í rælni hvort ég ætti von á glaðningi eins og aðrir. Ég svaraði nei og aftur nei. Þetta eru bara hrossagaukar sem þar ráða og lítið gaman og alls ekki listaukandi að vera við þá kenndur. „Já það var líka og“. Að endingu vil ég segja þetta. Fjölmiðlar eru ekki mtn sérgrein svoleiðis en þar sem þeir byrja á að fjalla um ritverk mín verð ég að láta hljóð koma svona kurteislega fram og segi: í maí n.k. verð ég 70 ára gamall upp á dag á afmælisdaginn. Vinir mínir eru búnir að ákveða að þá verði mikið um að vera næstum allan daginn. Svo læt ég þess getið án þes að borga auglýsinguna að von er á bók frá mér fyrir þann tíma. Ekki er nú komið nafn á greyið en það verður alls ekki þokukennt. Svo bið ég að heilsa, og óska öllum í haginn Ykkar Guðmundur Haraldsson frá Háeyri Listamannalaun 99 f engu 68 þúsund Úthlutunarnefnd listamannalauna hefurlokiðúthlutun fyrirárið 1988. Nefndin hafði 6.732.000 krónur til ráðstöfunar. Samkvæmt undanþágu frá lögum er nú aðeins einn flokkur lista- mannalauna. Nefndin varð sammála um að þann flokk fylltu þeirsem sæti áttu í efra flokki listamannalauna á árinu 1987 og nú var fært að bæta við 8 nýjum mönnum. Þeir listamenn eru: Ásgerður Ester Búadóttir myndlistarmaður, Áskell Másson tónskáld, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Hrólfur Sigurðsson list- málari, Nína Björk Árnadóttir, rit- höfundur, Vigdís Grímsdóttir rit- höfundur, Þórunn ElvaMagnúsdótt- ir rithöfundur og Þuríður Guð- mundsdóttir skáld. Á árinu 1987 fengu 92 menn 58.000 krónur hver. Einn þeirra, Alfreð Flóki, er látinn. Því hljóta nú 99 menn 68.000 krónur hver. í úthlutunarnefnd listamanna- launa eiga nú sæti: Magnús Þórðarson, framkvæmda- stjóri, Jón R. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri, ritari nefndarinnar, Bolli Gústavsson, sóknarprestur, form. nefndarinnar, Bessí Jóhannsdóttir, kennari, Gunnar Stefánsson, dag- skrárfulltrúi, Sölvi Óskarsson, kaup- maður, í stað Halldórs Blöndal, Soffía Guðmundsdóttir, tónlistar- kennari. Árið 1988 hljóta eftirtaldir 99 menn listamannalaun, 68.000 krón- ur hver: Agnar Þórðarson, Atli Heimir Sveinsson, Ágúst Petersen, Ármann Kr. Einarsson, Árni Björnsson, Ás- gerður Ester Búadóttir, Áskell Másson, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Bragi Sigurjóns- son, Einar Bragi, Einar Hákonar- son, Einar Þorláksson, Eiríkur Smith, Elías B. Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Gísli Halldórsson, Gísli Magnússon, Gísli Sigurðsson, Gréta Sigfúsdóttir, Guðbergur Bergsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guð- mundurL. Friðfinnsson, Guðmund- ur Frímann, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðrún Á. Símonar, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfsson, Gunnar M. Magnúss, Hafliði Hallgrímsson, Hallgrímur Helgason, Hannes Sig- fússon, Heiðrekur Guðmundsson, Helga Ingólfsdóttir, Helgi Sæm- undsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, Hjörtur Pálsson, Hringur Jóhannesson, Hrólfur Sigurðsson, Hörður Ágústs- son, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jakobína Sigurðardóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jó- hannes Helgi, Jóhannes Jóhannes- son, Jón Ásgeirsson, Jón Björnsson, Jón Dan, Jón Óskar, Jón Þórarins- son, Jónas Árnason, Jórunn Viðar, Karen Agnete Þórarinsson, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Krist- inn Hallsson, Kristinn Reyr, Krist- ján Albertsson, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, Leifur Þórar- insson, Nína Björk Árnadóttir, Oddur Björnsson, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Pétur Friðrik, Ragnar Kjartansson, Ragnheiður Jónsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur Sig- urjónsson, Sigfús Daðason, Sigfús Halldórsson, Sigurður A. Magnús- son, Sigurður Pálsson, Sigurður Sig- urðsson, Skúli Halldórsson, Stefán Hörður Grímsson, Stefán Júlíusson, Steinþór Sigurðsson, Svava Jakobs- dóttir, Sveinn Björnsson, Thor Vil- hjálmsson, Tryggvi Emilsson, Valtýr Pétursson, Veturliði Gunnarsson, Vésteinn Lúðvíksson, Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdótt- ir, Þorkell Sigurbjörnsson, Þor- steinn frá Hamri, Þorsteinn Ö. Stephensen, Þórunn Elfa Magnús- dóttir, Þuríður Guðmundsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Örlygur Sigurðs- son. Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði iæknisfræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1989 Evrópuráðið mun á árinu 1989 veita starfsfólki í heilbrigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýjungar í starfs- greinum sínum í löndum Evrópuráðsins og Finn- landi. Stjórnarnefnd heilbrigðismála í Evrópuráðinu ákvað á árinu 1989 skuli lögð áhersla á verkefnið: „Hlutverk kvenna í heilbrigðisþjónustunni (í heilsu- gæslu, meðferð, forvörnum og menntun) bæði sem þiggjendur og gefendur". Umsækjendur um styrki er tengjast þessu verkefni munu ganga fyrir á árinu 1989. Styrktímabil hefst 1. janúar 1989 og lýkur 1. des. 1989. Um er að ræða greiðslu ferðakostnaðar og dagpeninga skv. nánari reglum. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þess lands, sem sótt er um og ekki vera í launaðri vinnu í því landi. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og eru þar veittar nánari upplýs- ingar um styrkina. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. mars n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 8. febrúar 1988 Auglýsing um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1989-90 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (18.000 til 22.000 bandaríkjadal- ir), auk ferðakostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Bandaríkjun- um sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upþlýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson, læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91-29000). - Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí n.k. Menntamálaráðuneytið, 9. febrúar 1988 Styrkurtil háskólanáms í Hollandi og ferðastyrkur til náms á Norðurlöndum 1. Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla- náms I Hollandi skólaárið 1988-89. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.130 gyllini á mánuði í 9 mánuði. 2. Boðinn hefur verið fram Akerrén-ferðastyrkurinn svonefndi fyrir árið 1988. Styrkurinn, sem nemur 2.000 skr., er ætlaður íslendingi sem ætlar til náms á Norðurlöndunum. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 10. mars n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið, 9. febrúar 1988 Allir eiga að sitja öruggir í bíl. Notum bílbelti — alltaf! IUMFERÐAR 'RÁÐ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.