Tíminn - 12.02.1988, Side 20

Tíminn - 12.02.1988, Side 20
Sparisjóðsvextir qg yf irdráttur á téKKareiKningum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Auglýsingadeild liannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta 686300 Tíminn Tíminn . . . t-- HaiTK- <• Vinnudeilur fyrirsjáanlegar á næstunni með sama áframhaldi: STJORNVOLD HALDA AD SÉR HÖNDUM UM SINN Kröfugerð Verkamannasambands íslands var ekki tekið með fagnaðar- látum í hcrbúðum vinnuveitenda, sem telja að þarna séu á ferðinni kröfur ' um 30% kauphækkun til allt að 170% hækkunar fyrir suma hópa. Var þá bleik brugðið, einkum eftir að við annan tón hafði kveðið á Vestfjörðum. Slíka kröfugerð segja vinnuveitendur til þess eins fallna að steypa útflutningsatvinnuvegunum í glötun, magna upp verðbólgu og stuðla að byggðaröskun. Aðildarfélög Verkamanna- sambandsins hins vegar virðast standa fast að baki ráðstefnu formanna sinna sem samþykkti þessa kröfugerð, og t.d. ríkti mikill baráttuandi á félagsfundi í Dagsbrún í gær þar sem verkfalls- heimild var samþykkt. Útlitið er því ófriðlegt á vinnu- markaði, en mun þó skýrast nokkuð í dag á fyrsta samninga- fundinum eftir að kröfugerðin kom fram. Ríkisstjórnin hefur hingað til fylgt þeirri stefnu að bíða með aðgerðir í efnahagsmálum þar til iínur skýrðust í kjarasamningum. Ekki náðist í Þorstein Pálsson, forsætisráðherra í gær, en Stein- grímur Hermannsson, utanríkis- ráðherra sagði að sér væri ekki kunnugt um að fyrir dyrum stæðu aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinn- ar strax. „Efnahagsmálin eru undir yfirstjórn forsætisráðherra og hann setur þar megin stefn- una. En ég held að mér sé óhætt að segja að það hafi verið hans skoðun að bíða og sjá hvort kjarasamningar tækjust á hinum frjálsa markaði. Hitt ersvoannað mál að æði margir eru orðnir langþreyttir á þeirri bið og það heyrast orðið mjög háværar radd- ir hjá útflutningsfyrirtækjum um mikla erfiðleika og jafnvel stöðvun. Ég er hræddur um að þetta sé að komast á elleftu stund,“ sagði Steingrímur. Hann sagði ennfremur að staðan í kjaramálum nú hafi ekkert verið rædd í ríkisstjórninni, en hann vildi ekkert gefa út á hvenær eða hvernig aðgerða ríkisstjórnin gripi til þar sem það væri forsætis- ráðherra að leggja um það línur- nar. Varðandi það hvort þetta hafi ekki verið til umræðu í Framsóknarflokknum vildi Steingrímur aðeins segja þetta: „Við höfum vissulega okkar hug- myndir og erum búnir að ræða mikið um þessi mál nú síðast á löngum fundi í dag. Þó held ég að ég geti sagt að það eru margir orðnir ákaflega óþolinmóðir.“ Aðspurður um hvort óþolinmæð- in væri fyrst og fremst hjá fram- sóknarmönnum sagði utanríkis- ráðherra að þrýstingur á aðgerðir kæmi vissulega þaðan, en sá þrýstingur væri líka í hinum flokkunum. - BG Kólnar enn um fiskeldið: Allt að drepast eða þegar dautt m - ■ % *- ■ * llilr; ca Enn kólnaði sjórinn í Hvalfirði og( Kollafirði í gær og lagði ís yfir kvíarnar í Laxalóni í Hvammsvík. „Þetta var það besta sem gat gerst,“ sagði starfsmaður í Laxalóni. „Nú er fiskurinn laus við vindinn og meiri líkur á að hann lifi þetta af. Það er lifandi fiskur hjá okkur og við kvört- um ekki. Það er aftur á móti verra að koma ekki bátnum út.“ Bátur Laxalóns situr fastur í ísnum. Annars staðar á þessum slóðum var hljóðið ekki eins gott í mönnum. Kalt var og hvasst og höfðu starfs- menn eldisstöðva látlaust barið ísinn af kvíunum undanfarna daga, en þær eru við að sökkva undan þung- • anum og eru víða illa farnar. Fiskur er mestur dauður eða í dái. Sé hróflað við honum drepst hann sam- stundis. Of snemmt er að segja áreiðanlega um hve mikið tjón er að ræða. Það er þó Ijóst, að fyrir þær eldisstöðvar sem yngri eru, verður erfitt að halda rekstri áfram eftir þetta reiðarslag. þj ís hefur lagt yfir fiskeldiskvíar Laxalóns í Hvalfirði og báturinn er fastur í ísnum. (Tíminn: Gunnar) Matvörur hækkað um rúm 11 % frá því fyrir skattabreytingar: Kakósúpa í stað grjónagrauts? Þótt nokkrar matvörutegundir hafi aftur lækkað smávegis í verði, (aðallega brauðin) eftir stóru hækkunina í janúar, stendur þó eftir að flestir matvöruliðirnir í framfærsluvísitölunni hafa hækkað um 15-18% eftir skattabreyting- amar sem við fengum í jólagjöf. Undantekningarnar eru mjólk, kakó, kaffi og sjoppufæðið, sem bar söluskatt fyrir. Virðist því sem kakósúpan verði að taka við frægu hlutverki grjónavellingsins (og líka á ódýrari diski), hjá þeim sem ætla að komast sem léttast frá matar- skattinum, ef menn ætla ekki að lifa alveg á sjoppufæðinu. Matvöruliður framfærsluvísit- ölunnar hækkaði um 0,1% jan.- febrúar. Hann hefur þá hækkað um 11,2% frá því fyrir skattabreyt- ingarnar, eða 3,9% umfram þá 7% hækkun sem reiknimeistarar ríkis- stjórnarinnar sögðu að leiða myndi af henni. í heild hækkaði framfærsluvísi- talan nú um 0,84% milli mánaða og hefur þá hækkað um 4,6% síðan í desember, sem svara mundi til 26% verðbólgu á heilu ári. Sem kunnugt er átti lækkun tolla og vörugjalda af öðrum liðum að vega upp hækkun matvörunnar þannig að vísitalan hækkaði ekki vegna „áramótalaganna“. Þær lækkanir ættu nú væntanlega að vera komn- ar fram. Þessa tvo mánuði hafa verðhækkanir annarra liða en matarins hækkað vísitöluna um 2%, að meirihluta vegna opinberra hækkana á orku, lyfjum, læknis- þjónustu, barnagæslu, pósti og síma, útvarps/sjónvarpsgjöldum og strætó. En hvað þá um varalitinn og fleira sem átti að stórlækka? Eftir- taldir liðir hafa lækkað sem hér segir þessa 2 mánuði: Húsgögn/gólft.............. 1,5% Borðb./eldhúsáh............ 6,0% Tómstundatæki.............. 5,4% Snyrtiv./snyrting .......... 1,2% Ferðav./sktfrtgr............ 1,4% Á móti hefur verð á rafmagns- tækjum til heimilisnota hækkað um 4,1% að meðaltali. Verðlækkun framangreindra liða átti sem áður segir að slétta út verðhækkun matvaranna í heimil- isútgjöldunum. Er því fróðlegt að líta nánar á verðhækkun matvör- unnar. Hækkun einstakra mat- vöruliða í framfærslunni frá des- ember til febrúar er sem hér segir: Brauð/kornvörur.............10,0% Kjöt/kjötvörur .............16,8% Fiskur/fiskvörur ...........17,5% Mjólkurv. og egg............ 5,5% Feitmeti/olíur..............14,5% Grænmeti/ávextir ...........15,4% Kartöflur...................22,3% Sykur.......................17,1% Kaffi/kakó/súkkul........... 4,5% “Sjoppufæði" . . 5,6% Þótt margar algengustu fæðuteg- undirnar hækki á bilinu 15 og allt upp í 22%, er meðalhækkun mat- vöruliðarins í heild „aðeins“ 11,2%, sem fyrr segir. Auk mjólk- urinnar skýrist það að stærstum hluta af því að sjoppufæðið er um fimmti hluti allra matarútgjalda „vísitölufjölskyldunnar", þar sem gosdrykkirnir eru þó ekki meðtald- ir. - HEl Tttkyíti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.