Tíminn - 19.02.1988, Side 4

Tíminn - 19.02.1988, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 19. febrúar 1988 Styrkir til náms á Spáni Spænsk stjórnvöld bjóða fram eftirtalda styrki handa íslendingum til náms á Spáni á námsárinu 1988-89. 1. Einn styrk til háskólanáms í 9 mánuði. Ætlast er til að styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi og hafi mjög gott vald á spænskri tungu. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 30 ára. 2. Tvo styrki til að sækja spænskunámskeið í „Escuela de Verona Espanola" í Madrid í júlí sumarið 1988. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi í spænskri tungu í íslenskum framhaldsskóla. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. apríl n.k. - Sérstök umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 16. febrúar 1988. Þorrablót framsóknarmanna í Reykjavík Þorrablótið okkarverðurhaldið í Þórscafé, Norður- Ijósasal, föstudaginn 19. febrúar og hefst kl. 20.00. Veislustjóri: Gissur Pétursson, form SUF. Ræðumaður kvöldsins: Guðni Ágústsson alþingis- maður. Gamanvísur flytur Valur Óskarsson og leiðir fjöldasöng. Samkvæmisleikir í umsjón FUF. Við skorum á alla framsóknarmenn að koma. Miðaverð er ótrúlega lágt, aðeins kr. 2.100. Miðapantanir í síma 24480. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík Kjalarnes - Kjós - Mosfellsbær Fundur meö Jóni Helgasyni landbúnaðarráöherra í Fólkvangi miövikudaginn 24. febrúar ki. 20.30 Kjördæmissambandið Stjórnmálaskólinn áhugafólk athugið! Stjórnmálaskóli SUF og LFK hefst þriðjudaginn 23. febrúar 1988, kl. 20.00 aö Nóatúni 21. 23. febr.: Efnahagsmál, Gunnlaugur Sigmundsson. 1. mars : Umhverfis- og heilbrigöismál, Hermann Sveinbjörnsson og Finnur Ingólfsson. Skólinn er öllum opinn Efni skólans auglýst nánar síöar. Stjórnmálaskóli SUF og LFK Verðsamanburður ekki síður gróðavænlegur innan verslunar en á milli þeirra: Upp í 38% verðmunur innan sömu verslunar Lægsta og hæsta verð á innkaupakörfunni Kostakaup, Hafnarlirði Verðmunur Lægsta verð Hæsta verð .. kr, % 4.170 kr. 5.200 kr. 1.130 kr. 25% Hagkaup, Skeifunni, Rvik. Verðmunur Læqsta ver 4 Hæsta verð kr. % 4.190 kr. 5.780 kr. 1.590 kr. 38% Kjötmiðstöðin, Carðabæ Verðmunur Lsgsta vgrö Hæsta verð kr. % 4.200 kr. 5.510 kr. 1.310 kr. 31% Fjarðarkaup, Hafnarfirði Verðmunur Læasta verð Hæsta verð kr. % 4.380 kr. 5.350 kr. 970 kr. 22% Mikligarður, Rvik. Verðmunur Læqsta ver4 Hæsta verð kr. % 4.430 kr. 5.620 kr. 1.190 kr. 27% Kaupstaður, Rvik. Verðmunur Læqsta ver4 Hæsta verð kr. % 4.440 kr. 5.670 kr. 1.230 kr. 28% JL húsið, Rvik. Verðmunur Læqsta ver4 Hæsta verð kr. % 4.540 kr. 5.760 kr. 1.220 kr. 27% Hólagarður, Rvik. Verðmunur Læasta ver4 Hæsta verð kr. % 4.560 kr. 5.640 kr. 1.080 kr. 24% Kaupf. Hafnfirðinga, Miðvangi, Hafnarfirði Verðmunur Lægslaverð Hæsta verð kr. % 4.570 kr. 5.570 kr. 1.000 kr. 22% Nýibær, Seitjarnarnesi Verðmunur Læqsta verð Hæsla verð kr. % 4.720 kr. 6.030 kr. 1.310 kr. 28% Þótt Jón og Gunna standi hlið við hliö með innkaupakörfurnar sínar í stórmarkaði eftir að hafa valið í þær sömu vörurnar getur Jón þurft að borga allt að 1.600 kr. hærra verð við kassann, þ.e. ef hann hefur gripið það sem hendi var næst en Gunna hins vegar beitt stakri verðvísi. Dágott tímakaup hjá Gunnu? Það getur ekki síður borgað sig að gera verðsamanburð á mismunandi vörumerkjum á sömu vörum í sömu búðinni heldur en á milli verslana, samkvæmt nýjustu verðkönnun Verðlagsstofnunar. í þetta sinn valdi VS sér 40 algengar vörur í dæmi- gerða „helgarkörfu" og kannaði síð- an verð þeirra í 10 stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu - annarsvegar ef ávallt voru teknar ódýrustu teg- undir hverrar vöru og hins vegar ef valdar voru dýrustu tegundir af sömu vöru í sömu verslun. Niðurstaðan varð sú að fram kom allt frá 22% og upp í 38% verðmunur á helgarkörf- unni innan sömu verslunar, en hins vegar mest 13-16% verðmunur milli þessara 10 markaða. Helgarkörfunni var ætlað að inni- halda 40 vörutegundir í mismunandi magni sem gætu verið dæmigerð helgarinnkaup fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þar voru m.a. 2 kg lambalæri, 6 1 af mjólk, 250 g af osti, 300 g af kínakáli, 600 g af eplum, pakki af kornfleksi, sardínudós, 300 g af frystu rósakáli, 450 g baunadós og heildós af blönduðum ávöxtum svo dæmi séu tekin. Mestur verðmunur innan sömu verslunar kom fram í Hagkaupi í Skeifunni, þar sem hægt var að fá í körfuna fyrir 4.190 kr. með því að velja ódýrustu tegundir hverrar vöru en síðan einnig á 5.780 kr. með því að taka dýrustu tegundirnar. Munur- inn er þarna 1.590 kr., eða 38%. En mikill verðmunur á vörum innan verslunar er m.a. talinn benda til mikils vöruframboðs í þeirri búð. Með því að velja ódýrustu tegund- irnar og stærðareiningarnar af þess- um 40 vörum var karfan á lægsta, og nær sama verði (4.170-4.200 kr.) í þrem verslunum: Kostakaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi í Skeifunni og Kjötmiðstöðinni í Garðabæ. I fjórða sæti kom síðan Fjarðarkaup með 4.380 kr. Sýnist athyglivert að 3 af 4 ódýrustu körfunum voru í verslunum utan Reykjavíkur. í Miklagarði og Kaupstað var ódýr- asta karfan á 4.430-4.440 kr., þá komu JL-húsið, Hólagarður og Kf. Hafnarfjarðar með nær sama verð, 4.540-4.570 kr., en í Nýja bæ var lægst hægt að fá í körfuna fyrir 4.720 kr., eða 13% hærra verð en í Kosta- kaupi. Þegar dýrustu tegundir hverrar vöru voru valdar í körfuna hljóp verðið á bilinu frá 5.200 kr. og upp í 6.030 kr., sem er um 16% munur. Sömu verslanir, Kostakaup og Nýi bær voru þar einnig í efsta og neðsta sæti, með svipaðan verðmun (um 16%), sem gæti bent til að 13-16% væri dæmigerður verðmunur mílli þeirra verslana. Verðlagsstofnun vill með þessari könnun vekja athygli fólks á því að mikilvægt sé að gera verðsamanburð á vörum innan verslunar ekki síður en milli þeirra. Stofnunin tekur fram að ekki sé lagt mat á gæði í þessum samanburði. -HEI Lánasamningur Landsvirkjunar og Helsingfors: Lækkar vaxtagjöld um þrjátíu millj. í gær var undirritaður lánssamn- ingur milli Landsvirkjunar og Nor- ræna fjárfestingarbankans Helsing- fors, vegna láns Landsvirkjunar að fjárhæð 30 milljónir svissneskra franka, eða um 800 milljónir ís- lenskra króna. Lánið er til fjögurra ára og endur- greiðist það f einu lagi að lánstíma loknum. Vextir eru 4,25% á ári og verður andvirði lánsins notað.til að greiða upp skuldabréfalán sem tekið var í Sviss fyrir 6 árum, til 10 ára í sömu mynt og fjárhæð, en það lán er með 8% ársvöxtum. Með þessu móti lækka vaxtagjöld Landsvirkjunar um 30 milljónir króna á ársgrundvelli næstu fjögur árin eftir þessa skuldbreytingu mið- að við núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjunar undirrit- uðu lánssamninginn, þeir dr. Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri og stjórnarformaður Landsvirkjunar og Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar. Af hálfu Helsing- fors, undirrituðu samninginn þeir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, sem á sæti í stjórn bankans og Þorsteinn Þorsteinsson, svæðisstjóri bankans fyrir ísland. - SÓL Táknmálsfréttir færðar Útvarpsráð hefur nú tekið undir þær óskir heyrnarskertra að tákn- málsfréttatími sjónvarpsins verði færður nær aðalfréttatíma sjónvarps, þegar sumardagskrá tekur gildi. Slík tilfærsla hefur verið mikið baráttumál heyrnar- skertra allt frá því táknmálsfrétta- tíminn var færður fram í október 1986. Það var á útvarpsráðsfundi 5. febrúar sl. sem tillaga þess efnis að táknmálsfréttir færðust aftur til kl. 19:50 var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur. Með til- lögunni voru flutningsmenn hennar, þær Ásta R. Jóhannesdótt- ir, Gerður Steinþórsdóttir, Magda- lena Schram, og Bríet Héðinsdótt- ir. Inga Jóna Þórðardóttir sat hjá en þeir Guðni Guðmundsson og Magnús Erlendsson voru á móti og bókuðu að eðilegast væri að tákn- málsfréttir yrðu fluttar samhliða aðalfréttum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.