Tíminn - 27.02.1988, Side 11

Tíminn - 27.02.1988, Side 11
Laugardagur 27. febrúar 1988 Tíminn 11 LESENDUR SKRIFA Smárahvammsland - SÍS - Hagkaup Fyrir ca 10 árum settu Hagkaups- menn verksmiðjuna Loðskinn hf. á stofn á Sauðárkróki. Var hún sett á stofn til höfuðs skinnaverksmiðju Sambandsins Iðunni á Akureyri að flestra mati. Um svipað leyti var Verslunin Höfn á Selfossi til sölu, og keyptu Hagkaupsmenn þá verslun. Voru þeir spurðir í minni áheyrn hvers vegna þeir fjárfestu svo hratt vítt og breitt. Svaraði þáverandi aðstoðarframkvæmdastjóri því til, að þeirra takmark væri að koma fótum fyrir SÍS og kaupfélögin ef þeir mögulega gætu hvar sem væri á landinu. Fella SÍS. Fyrir hálfum mánuði stóð ég við kjöt- og fiskborð- ið í Miklagarði og var að versla. Stóðu þá tveir ungir menn við hliðina á mér og voru að skrifa upp verð á kjöt- og fiskvörunum. Ég spurði þá hvort þeir væru þarna á vegum Verðlagseftirlitsins, en þeir neituðu því. Þá spurði ég hvort þeir væru frá Hagkaup, og brostu þeir þá kankvís- lega og nikkuðu. Sagði þá afgreiðslu- stúlkan að menn frá Hagkaup væri jafnvel daglegir gestir, a.m.k. viku- legir. Mér hefur verið sagt, en hef þó engar sönnur fyrir því, að Hagkaups- menn eigi einhvern góðan að hjá Verðlagseftirlitinu, og viti oft hve- nær og hvaða vörur verði teknar til skoðunar hverju sinni. En kaup á Smárahvammslandi eru mér efst í huga. Enginn hafði opinberlega sýnt áhuga á því landi fyrr en SIS keypti það. En þá fóru margir að hugsa hvernig þeir gætu náð þessu landi af SÍS, og nokkrum þeirra tókst það, þar á meðal Hag- kaupsmonnum. Nú styð ég frjálsa samkeppni, en ekki þegar hún er til að koma höggi á aðra. Mennirnir í bæjarstjórn Kópavogs tóku höndum saman við þessa sem urðu öfund- sjúkir og reyndar æfir sumir hverjir og höfðu í hótunum, ef bæjarstjórn- in notaði ekki forkaupsréttinn. Bæjarstjórnin plataði SÍS til að veita þeim lengri frest til umhugsunar, en þeim bar engin skylda til að gefa þann frest, í þeim tilgangi sem nú allir vita. Flestir núverandi bæjar- stjórnarmenn Kópavogs verða sennilega orðnir háaldraðir eða jafn- vel komnir undir græna torfu um þær mundir sem Hagkaupsmönnum hefur tekist að „fella SIS“. Munu þeir þá sem englar væntanlega fljúga yfir Smárahvammsland og gleðjast yfir að hafa lagt lóð á vogarskálina til að „fella SÍS“. P.S. Að svíkja SÍS var samþykkt með 11 (öllum) greiddum atkvæð- um, og eini maðurinn í hópnum. Oss er ekki skemmt sem ég taldi samvinnumann, gat ekki einu sinni setið hjá, kappinn sá. Til bæjarstjórnar Kópavogs f sambandi við forkaupsrétt og út- hlutun lóða í Smárahvammslandi hefði mér þótt réttlátt að þið hefðuð gefið þeim aðila, sem fyrstur sýndi (a.m.k. opinberlega) áhuga, og reyndar keypti lóð Smárahvamms- lands, þ.e.a.s. SÍS, tækifæri á að vera að minnsta kosti einn aðila úr því að þið fenguð engan annan einn aðila af þeim þremur (eða fjórum, Ikea og Hagkaup eiga sömu aðilar) sem keypti landið að lokum. Hefði t.d. ekki mátt bjóða SÍS hálft landið á móti Frjálsu framtaki, sem ekki er í beinni samkeppni við SÍS? Ekki virtist þó forstjóri Frjáls framtaks vera alveg viss um hvernig hann ætlaði að nýta landið, skildist mér helst að hann ætlaði að byggja til að selja. Það hefði sjálfsagt ekki þótt gott af SÍS-mönnum. Hvað um það, SÍS hefði getað neitað um framleng- ingu á tímanum sem þið fenguð til umþóttunar, þ.e.a.s. til að semja bak við tjöldin. Því miður finnst mér framkoma ykkar ekki heiðarleg og vonandi að þið hafið góða samvisku. Kona úr vesturbænum. Oss er ekki heldur skemmt Við undirritaðar, fóstrur í leik- skólanum Hlíðaborg, viljum taka undir gagnrýni Nönnu Gunnarsdótt- ur, sem birtist í lesendabréfi í Tímanum þann 9. feb. sl. hvað varðar auglýsingu frá Dagvist barna í Reykjavík. Þessi auglýsing er fyrir neðan allar hellur. Við viljum upplýsa að auglýs- ingin var ekki unnin af fóstrum dagvistarheimilanna, eins og sagt er í lesendabréfinu, heldur af auglýs- ingastofunni Myndamóti, og er því spjótunum beint að röngum aðilum. Þykir okkur fóstrum hart að sitja undir alvarlegum ásökunum að ósekju. Við vonum svo sannarlega að málfar á borð við það sem birtist í umræddri auglýsingu, tíðkist ekki á dagvistarheimilum. Hvergi er jafn mikilvægt og á stofnunum, sem sinna uppeldi og kennslu yngstu barnanna, að viðhafa gott mál. í uppeldisáætlun fyrir dagvistar- heimili frá 1985 segir: „í frumbernsku og á forskólaaldri er lagður grundvöllur að mál- þroska barna. Er því ljóst að á þessu sviði gegna dagvistarheimil- in miklu hlutverki. Segja má að málörvun gangi eins og rauður þráður gegnum uppeldisstarfið á dagvistarheimilinu. Góð skilyrði fyrir málþroska er uppeldisum- hverfi þar sem ríkir skilningur og áhugi á börnunum og tilburðum þeirra til að tjá sig og tala. Mörg og margvísleg tækifæri gefast á dagvistarheimilum til að örva mál barnanna, en þó fyrst og fremst í daglegri umgengni og umönnun. Fóstrum og öðru starfsfólki ber að vanda mál sitt, bæði orðaval og framburð, þar sem þau eru málfyr- irmynd barnanna." Rannsóknir hafa sýnt fram á að málþroski barna, sem dveljast á dagvistarheimilum, er að meðaltali betri en þeirra sem ekki dveljast þar. En því miður er áreiðanlega pottur brotinn sumstaðar og verður aldrei um of brýnt fyrir því fólki, sem starfar við uppeldi og menntun barna, einkum þeirra yngstu, að vanda mál sitt. í lesendabréfinu er vakin athygli á mikilvægi máluppeldis á dagvistar- heimilum og hversu ábyrgð þeirra er mikil. Þetta tökum við heilshugar undir og höfum einmitt saknað þessa þáttar í þeirri umræðu um íslensku og íslenskukennslu sem átt hefur sér stað undanfarið. Ur viöskiptal ífinu Seðlabanki E.B.E.? Breska fjármálablaðið Econom- ist ræddi 30. janúar í forystugrein hugsanlega stofnun seðlabanka Efnahagsbandalags Evrópu og hugsanlega upptöku sameiginlegs gjaldmiðils innan þess. Sakir mikil- vægis þessa máls verður upphaf forystugreinarinnar upp tekið í lauslegri þýðingu: „Þeir, sem vænta umbóta í geng- isskráningarmálum mega ekki vel una við þá fjármálaráðherra, sem upp hafa tekið málstað þeirra. í Vestur-Evrópu eru hinir háværustu þeirra Nigel Lawson í Bretlandi og Edouard Balladur í Frakklandi. Frammi fyrir öllum heimi mælir hinn fyrrnefndi með auknu eftirliti með skráningu gengis gjaldmiðla, en getur ekki talið forsætisráðherra sinn á, að Bretland verði aðili að Skipan evrópskra peningamála, sem grannar þess hafa með sér. Hinn síðarnefndi hvetur til stofn- unar evrópsks seðlabanka og annarra aðgerða til að taka upp evrópskan gjaldmiðil, en hefur óbeinlínis í heitingum að gera gjaldmiðla í Skipan evrópskra pen- ingamála að einum eða öðrum hætti mýkri og verðbólgukenndari en áður. Bollaleggingar af því tagi skyggja á skynsamlegar hugmyndir um færar leiðir til að koma á einum gjaldmiðli í Evrópu að lokum. Lawson slær sfður úr og í heldur en Balladur. Hann aðhyllist víð- tæka samvinnu til að halda gengi gjaldmiðla stöðugu í framtíðinni. Það er þó ekki síður af gildum ástæðum, að Margaret Thatcher tekur fram fyrir hendur hans. Hún vill viðhalda sveigjanlegri gengis- skráningu sem hagstjórnartæki. Vandinn er sá, að í efnahagslegum samskiptum við önnur lönd getur Bretland ekki haldið báðum þess- um skoðunum fram án þess að til þess verði tekið og ruglingi valdi á peningamörkuðum, jafnvel þótt önnur þessara skoðana verði ekki berlega sögð röng á kostnað hinnar. Frakkland sýnir meiri lagni. Balladur hefur undirritaðsáttmála við Vestur-Þýskaland um efna- hagslega samvinnu. Hann hvetur Bretland til að verða aðili að Skipan evrópskra peningamála. Hann hvetur ríkisstjórnir helstu iðnaðarlanda til að gera nýtt Louvre-samkomulag. Mesta at- hygli vekur þó, að hann er að endurvekja hugmyndina um evrópskan seðlabanka, - en endan- leg afleiðing þess yrði sú, að ríkis- stjórnir þjóðlanda gæfu eftir vald sitt til að móta stefnu sína í pen- ingamálum og fælu þann þátt þjóð- legs fullveldis síns peningastofnun undir evrópskri stjórnarnefnd. En þessi víðsýni Frakka er sprottin af því, að þrengt er að þeim, en það vilja þeir hylja að baki (sýnd- ar)staðfestu. Fyrir Balladur vakir ekki aðallega að gera skráningu gjaldmiðla innan Skipanar evrópskra gjaldmiðla stöðugri en áður heldur öllu;heldur að losna af klafa Bundesbánk (ath. þýska seðlabankans)." Fáfnir ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI St. Jósefsspítali, Landakoti, býöur ákjósanlegan vinnustað í hjarta borgarinnar. Góöar strætis- vagnaferðir í allar áttir. Þar getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi. Okkur vantar starfsfólk í hin ýmsu störf innan spítalans, svo sem: Hjúkrunarfræðinga á eftirtaldar deildir: Handlækningadeild l-B, sem er eina augndeild landsins. Handlækningadeild ll-B, sem er lítil almenn deild Handlækningadeild lll-B, almenn deild. Barnadeild, þar er líf og fjör Hafnarbúðir, sem er öldrunardeild. Þar vantar næturvaktir en aðrar vaktir koma einnig til greina. Vöknun, þar er dagvinna. Sjúkraliða vantar á handlækningadeild lll-B. Boðið er upp á aðlögunarkennslu áður en starfs- menn fara á sjálfstæðar vaktir. Við reynum að gera öllum kleift að sækja námskeið og ráðstefnur. Við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk fái að njóta sín. Við opnum nýtt barnaheimili í vor. Einnig vantar sumarafleysingar fyrir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga á allar deildir spítalans. Upplýsingar veittar í síma 196000-300 á skrifstofu hjúkrunarstjórnar alla daga. Reykjavík 26. 2. 1988 Bændaskólinn á Hvanneyri Auglýsing um námskeið 1. Byrjendanámskeið í loðdýrarækt. Fjallað um grundvallaratriði loðdýraræktar. Fóðrun og hirðingu og fl. Bókleg og verkleg kennsla. Dags: 7.-9. mars. 2. Félagsmál í landbúnaði. Fjallað um helstu atriði í fundarsköpum og tillögugerð. Kynnt starfsvið einstakra stofnana innan landbúnaðarins t.d. Búnaðarfélag íslands, Stéttarsamband bænda og Fram- leiðsluráð. Fjallað um trygginga- og lífeyrismál, forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum og fl. Dags: 14.-16. mars. 3. Námskeið í hagfræði. Megináhersla verður lögð á skilgreiningu á föstum og breytilegum kostnaði. Fjallað um framlegð og skoðaðir framlegðarreikningar. Einnig verður gerð grein fyrir fjárfestingar- og greiðsluáætlunum. Dags: 17.-19. mars. 4. Námskeið í málmsuðu og málmsmíði. Lögð áhersla á notagildi og möguleika rafsuðu- véla og logsuðutækja. Einnig kynntir möguleik- ar einstakra efna til smiða og viðgerða. Dags: 24.-26. mars. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Bændaskólans á Hvanneyri S: 93-70000. Skólastjóri PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk í 50% starf. Vinnutími frá kl. 16.00 eða kl. 17.00. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar Ármúla 25 Reykjavík í síma 68710.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.